Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 1
16 siður og Lesbók 45 árgangur. 51. tbl. — Laugardagur 1. marz 1958. Prentsmiðja Morgunblaðsins Vesturveldin haía slakað til við Rússa Verður annar ,Genfar- fundur' haldinn juií? PABÍS 28. febrúar. — Greinilegt þykir, ad stefnubreyting hafi átt sér sta'ð innan frönsku stjórnar- innar hvað hugsaniegum ríkis- leiðtugaiundi viðkemur. Talsmað ur utanríkisráðuneytisins skýrði Býst Sukarno til átaka? JAKARTA, 28. febr. — Forsætis ráðherra Jakartastjórnarinnar sagði í dag, að tilvera uppi-eisn armannastjórnarinnar á Sumötru gæti orðið þess valdandi, að er- lendir aðil-r notuðu ástandið sem átyllu til innrásar. Kvað hann upp reisnarmenn valda Indónesíu miklu meii-i vandræðum en sköp- uðust í landinu í deilunum við Holiendinga. Þá harmaði hann það, að Hollendingar hlökkuðu nú yfir ástandinu. I Jakarta voru miklar heræfingar í dag, sem stóðu yfir í sex stundir. Er iátið í veðri vaka, að Jakarta-stjórnin sé nú að búa sig undir að ganga milli bols og höfuðs á uppreisn- armönnum. Stjórn uppreisnar- manna hefur farið þess óbeint á leit við hollenzku stjórnina, að hun veiti uppreisnarmönnum viðurkenningu. Grmisamles;t ferðala^ ALSÍR, 28. iebr. — Fiutninga- flugvél af bandarískri gerð á leið frá Israel til S-Ameríkvr nauð- lenti í Alsír í gær vegna vélar- bilunar. Flugmennirnir voru 4, 2 bandarískir, Breti og ísraels- maður. Þótti Frökkum ferð fjór- menninganna grunsamleg — og kyrrsettu þeir hana á meðan rannsókn farmsins fór fram. Lék grunur á að vopn, sem flugvélin hafði meðferðis, væru ætluð uupreisnarmöi.num í Alsír, eri I kvöld fékk flugvélin fararleyfi. Munu vopnin ætiuð Venezúela — aem gjöf frá ísrael. 30 börn fórust PRESTONSBGRG 28. febrúar. — í dag varð hörmulegt slys skammt utan við Prestonsburg í Kentucky-fylki í Bandaríkjun- um. Strætisvagn, þéttskipaður skólabörnum, ók út af veginum og féll í hyldjúpa á — eftir aö hann hal'öi rekizt á vörubíl. 30 barna og vagnstjórans er saknað. 14 börn komust af — og tókst þeim aö komast út um bakdyr vagnsins, um Ieið og hann sökk. svo frá í dag, aö stjórnin teldi undir vissum kringumstæðum ekki nauðsynlegt, að utanríkisráð herrafundur kæmi saman til und irbúnings ríkisleiötogafundi. — Slíkan fund mætti undirbúa eftir „diplomatiskum“ leiðum. Sem kunnugt er var sú ákvörð un tekin á Nato-fundinum í París í desember sl., að Vesturveldin mundu ekki taka þátt í í-íkisleið- togafundi nema að utanríkisráð- herrafundi væri falið að undir- búa hann. Nú hafa bæði Bretar og Bandaríkjamenn slakað til í þessu efni, en Frakkar hafa hingað til haldið fast við fyrri samþykkt. Fasta- ráð Nato mun nú fjalla um undir- búning hugsanlegs fundar — og ekki er talið ólíklegt, að Vest- urveldin geri Rússum sameigin- lega grein fyrir afstöðu sinni að þeim viðræðum loknum. Telja stjórnmálafréttaritarar, aö ekki sé ólíklegt, aö ráöstefna ríkisleiðtoganna verði ákveöin í júlí nk., en Bretar munu því fylgjandi, aö þátttakendur verði ekki fleiri en 4—6. Kvarnasl úr verko- mannaflokknam? LONDON 28. febrúar. — Morgan Phillips, ritari framkvæmdanefnd ar verkamannaflokksins brezka, skýröi svo frá í dag, aö að undan förnu hefði borið æ meira á öfl- um þcim innan flokksins, sem berjast undir slagoröinu „sigur sosíalismans". Hefðu samtök þessi lagt kapp á að efna til funda víös vegar um Iandið og birta stórnmálalegar yfirlýsingar. Hefði þetta komið verkamanna- flokknum illa, þvi að nú heföi náðst innan flokksins samkomu- Imre Nagy Nagy neitaði að „játa // Var boðin ráðherrastaða verskt blað segir ung- VÍNARBORG, 28. febrúar. — Fregnir herma, að Imre Nagy, sem nú er í haldi í Rúmeníu, hafi neitaö að „játa glæpi sína“. — Ungverska blaöið „Magyar Hirado“, sem gefið er út í Vínar- borg, flytur þessar fréttir í dag í sambandi við frásögn af heim- S-Arabía verður ekki þri&ja a&ildarríkið L'iklegt að Yemen gangi Nasser á hönd LONDON, 28. febrúar. — Krón- prinsinn af Yemen kom í dag til Kairó frá viðræðum við föður sinn í heimalandinu. Ský?ði prinsinn svo frá, að hann hefði umboð til þess að undirrita sátt- mála um upptöku Yemen í sam bandsríki Egyptalands og Sýrlands. Hafði krónprinsinn viðkomu í Saudi-Arabíu og ræddi við Saud konung. Ekkert hefur heldur verið skýrt frá úrslitum viðræðna sendinefnda íraks og Jórdaníu við Saud, en þær héldu heimleiðis í dag. Samkvæmt síðari fregnuin þykir nú hilla undir þriðja arabiska sambandsríkið. Moham- med E1 Khalifa, frændi og ráð- gjafi hæstráðanda á verndarsvæð inu Bahrein lét svo ummælt í Bombay í dag, að ráðagerðir væru um það, að Saudi-Arabía og brezka verndarsvæðið Ban- rein og Kuwait gerðu með sér ríkjasamband. Ef úr þessari sam- einingu yrði mundu hér samein ast tvö auðugustu olíuvinnslu- svæði í heimi, þvi að árlega eru unnar samtals 100 milij. lestir olíu í Saud-Arabíu og Kuwait. Hussein Jórdaníukonungur hé!t ræðu í dag og lýsti því þar yfir, að Jórdanía hefðu gengið í banda- lag við írak vegna þess að land- Kadnr segir verkefni sitt nð „fjorlægja" óæskiiega ntenn BÚDAPEST 28. febrúar. — Ör- yggislögregluvöröurinn var geysi fjölmcnnur á járnbrautarstöðinni í Búdapest, er Janos Kadar og fé lagar hans komu neim úr lörinni til Rúmeníu í kvöld. í stutlriræöu er Kadar flutti viö þaö tækifæri, sagði hann að efnahagsleg og ið stóð eitt gegn óvininum. Þakk- aði hann aSudi-Arabíu jafnframt fyrir fjárhagsaðstoðina, er hún hefur veitt Jórdaníu, en sagði, að Egyptaland og Sýrland hefðu enn ekki greitt einn skilding aí þeirri aðstoð, er ríkin hétu Jórd- aníu. Frá London bárust fregnir seint í kvöld, aö brezka utanríkisráöu- neytið hefði fyrir sitt leyti tekið fram, aö engin ráðagerö hefði komið til tals um sameiningu Saudi-Arabíu og brezku verndar- svæöanna Kuwait og Bahrain. Saud konungur Saudi-Arabíu gaf út yfirlýsingu í kvöld þess efnis, að Saudi-Arabía mundi hvorki ganga í ríkjasamband Egypta- lands né Sýrlands né samband íraks og Jórdaníu. Er því ijóst, að sendiför Jórdaníu- og íraks- manna hefur til einskis orðið. sókn ungverskrar sendinefndar, meö Kadar í fararbroddi, til Rúmeníu. Telur blaöiö, aö för sendi- nefndarinnar til Búkarest hafi aöallega verið gerö til þess að hafa samband við Nagy, sem ein- hvern tíma á næstunni veröi flutt ur til Ungverjalands til yfir- heyrslu. KveÖst blaöiö hafa sann- fregnir af því, aö Nagy hafi veriö boðin góð staöa, m. a. s. forsætis- ráölierrastaöa í Ungverjalandi eftir ákveðið reynsluíímabil, ef hann vildi „játa glæpina“, en með því hafi verið ætlun kommún- ista aö uppræta vinsældir hans meöal ungversku þjóöarinnar. Hins vegar hafi Nagy neitaö öllu samstarfi viö ungverska komm- únista — og algerlega neitað aö „játa“ — og Ijósasti votturinn um það sé ræöa, er Kallai, inn- anríkisráöherra Ungverjalands, flutti í gær, þar sem liann sagð'i. aö Nagy væri „heimsvaldasinni" og „óvinur fólksins“. lagsgrundvöllur í helztu málefn- um þjóðarinnar — og sigurlíkurn ar væru miklar fyrir verkamanna flokkinn i næstu kosningum. Boð aði Phillips forvígismenn sam- takanna til fundar við sig. Vopnahlé í Alsír, ef............ ALSÍR 28. febrúar. — f febrúar böröust 425.000 franskir hermenn í Alsír — og háðu 500 orrustur við uppreisnarmenn. í þessum átökum féilu 3,900 uppreisnar. menn og 207 franskir hermenn. Telja frönsku stjórnarvöldin, að uppreisnarmenn hafi nú 30,000 manna her á að skipa — og er hann mun betur vopnum búin en nokkru sinni fyrr. Þá lét tals- maður herstjórnarinnar svo um mælt í dag, að vopnahlé yrði í Alsír jafnskjótt og Frökkum tæk ist að Ioka landamærum Túnis og Alsír. Eiscnliower missti eina tönn WASHINGTON, 28. febr. — Eis enhower Bandaríkjaforseti lagð- is í dag í hersjúkrahús í Washington. Mun hann gangast undir nákvæma ransókn I fyrra- máiið í sambandi við æðastífluna, sem hann fékk hinn 24. nóvem- ber sl. Ekki mun försetinn hafa kennt sér neins meins, hann var hress og reifur, er hann hélt til sjúkrahússins, og mun rannsókn- in einungis gerð £ öryggisskini. Eisenhower sat í morgun í for- sæti á ráðuneytisfundi, síðdegi* var dregin úr honum ein tönn á sjúkrahúsinu — og blaðafulltrúi forsetans lét þess getið í kvöld, að sennilega færi forsetinn áf sjúkrahúsinu strax að rannsókn- inni lokini. á morgun. Kommúnistar safna li&i um allt S-England Tjalda þvi, sem til LONDON 28. febrúar. — Komm- únistar í Bretlandi ætla að efna til mikillar mótmælagöngu á morgun. Verður gengið til fjög- Nýir róðgjafor Eisenhowers WASHINGTON, 28. febrúar. — Dulles utanríkisráðherra Banda- ríkjanna skýrði svo frá í dag, að James J. Wadsworth hefði veriö skipaður fulltrúi Bandaríkjanna við framtíðarviðræður um taK- markaða afvopnun. Wadsworth hefur um skeið átt sæti í sendi- nefnd Bandaríkjanna hjá S. Þ Stassen, fyrrv. sérl. ráðgj. Eisen- howers í afvopnunarmálum, heí- ( ur sem kunnugt er haft þennan menningarleg samvinna Rúmeniu. starfa á hendi að undanförnu. — og Ungverjalands yrði aukin á j Þá hefur verið skipuð nefnd sér- næstunni. f lok ræöu sinnar sagöi ] fx-æðinga Eisenhowers forseta hann: Þaö er verkefni okkar að | til aðstoðar hvað afvopnunar- fjarlægja úr opinberu lifi þá j málunum viðvíkur. í henni eiga menn, sem valda erfiðleikum í sambúö Ungverja og Búlgara. Ekki gaf hann frekari skýringu á hvaö hér var átt við. sæti: Grunther, fyrrum yfirher- foringi NATO, Lovett, fyrrum ráðgjafi utanríkisráðuneytisins McCloy, fyrrum yfirmaður her- námsliðs Bandaríkjanna í Þýzka- landi og Smith, fyrrum sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu. Mendes France ómyrkur í máli PARlS, 28. febr. — Mendes France, fyrrum forsætisráð- lierra Frakklands, lét svo um- mælt í ræðu í dag, að hann vítti þá menn, er vildu gera Alsírmál- ið alþjóðlegt deilumál. Kvað hann Frakka einna að leysa Alsírvanda málið — og það mundi verða skaðlegt bæði Túnis og Frakk- landi, að Frakkar misstu yfiráð yfir flotahöfninni Bizerta — og Nato yrði faiið að hafa yfirum- sjón þar. er urra bandarískra herstöðva I Bretlandi í mótmælaskyni við dvöl bandaríska hersins í Bret- landi svo og fyrirhugaða upp- setningu eldflaugastöðva. Komm únistar eru fámennir í Bretlandi — og þess vegna hafa foringjar þeirra gert víðtækar ráðstafanir til þess að safna kommúnistum af öliu Suður-Englandi saman á fjórum fyrrgj-eindum stöðum.Um 100 langferðabílar hafa veriS leigðir til flutninganna, en sumir ir munu koma í einkabílum og aðrir með járnbrautarlestum. Er ætlan kommúnista að ná tali af yfirmönnum bandariska hersins á þessum fjórum stöðvum og biðja þá að koma á framfæri við Eisenhower forseta kröfum um brottflutning alls bandaríska hersins frá Bretlandí. Búizt er við að þetta verði fjöl- mennustu hópgöngur kommún- ista í Bretlandi í fjölda ára — og telur lögreglan, sem þegar hefur gert ráðstafanir til þess að senda varalið á vettvang, ef til tiðinda dregur, að um 6,000 kom- múnistar muni mæta. Þeir eru nú taldir 25,000 í Bi-etlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.