Morgunblaðið - 02.08.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.08.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVNBL AÐIÐ Laugardagur 2 ágúst 1958 JC venhjóÉi in °9 heiiniíiS Það gefur ver/ð erilsamt að vera sendiherrafrú Viðtal við Agústu Thors, sem verið hefur sendiherrafrú i Washington i!7 ar FRÚ Ágústa Thors, sendiherraírú í Washington, tók á móti mér, elskuleg og viðmótsþýð að vanda, þegar ég kom til að ná tali af henni, kvöldið áður en hún flaug aftur til Washington eftir tveggja vikna dvöl hér heima. í hvert skipti, sem ég sé hana, dettur mér í hug að ekki sé að undra þó „Piparsveinaklúbburinn“ í Was- hington samþykkti fyrir nokkr- um árum að hún væri vinsæl- asta konan þar í borg og tók hana þar fram yfir allar aðrar, ungar og gamlar, giftar og ógift- ar. Hún hefur þessa hlýlegu og kvenlegu framkomu, sem gerir það að verkum, að fólk kann vel við sig í návist hennar. — Jú, það er rétt, það getur verið erilssamt að vera eiginkona sendiherra, svaraði Ágústa, þegar ég fór að forvitnast um störf hennar í Washington. Því fylgir þátttaka í alls kyns félagsstarf- semi og veizluhöldum. Það tekur sinn tíma að þurfa kannske að skipta um föt allt að fjórum sinn- um á dag og reyna að líta sæmi- lega út, til að vera ekki til skamm ar. Og ég hef alltaf átt erfitt með að neita að koma á samkomur, hvort sem það eru nú góðgerðar- samkomur eða einhvers kjnar kynningarfundir, þó að ég hafi þá stundum þurft að segja nokk- ur orð. Mér finnst fólk vita svo lítið um ísland, að það, sem ég kann að segja um land og þjóð, geti að minnsta kosti ekki skað- að. Þar sem við erum* svo fá í íslenzka sendiráðinu, kemur ef til vill meira af slíku í hlut hvers einstaks. Oft erum við sendiráðs- konurnar beðnar um að leggja einhverju góðu máli lið með því að styrkja eða aðstoða á góðgerð- arsamkomum. Ég hefi stundum sagt í gamni, að ég sé áreiðan- lega búin að skenkja kaffi til ágóða fyrir baráttuna gegn öllum sjúkdómum í veröldinni. í Bandaríkjunum þykir heiður að því að vera beðinn um að skenkja kaffi eða te á samkomum og í veizlum. Það er ekki til siðs að láta þjón ganga um með ltaffi- könnuna. Einhver kona er beðin um að koma á tilsettum tíma og hella í bollana einhverja stund. Einu sinni kom það fyrir, að ég var beðin um að hella í boll- ana úr ekta gullkönnu, sem stóð á gullbakka — jú, hún var nokk- uð þung. Eitt af því sem ég geri árlega af þessu tæi er að fara með einhverja íslenzka stúlku til Norfolk, þar sem hún kemur fram fyrir landsins hönd á blómahátíð. Það getur stundum verið æði erfitt að leggja til eitthvað ís- lenzkt, því ekki get ég farið út í búð og keypt hluti sem eru ein- kennandi fyrir landið, eins og sendiherrafrúrnar frá stærri lönd unum gera. Oft tek ég það til bragðs að gefa pönnukökur á góðgerðarsamkomur og svo hef ég fallegar brúður í íslenzkum búningum, sem ég hef ýmist gef- ið eða lánað. Gamall maður á elliheimilinu Gimli við Winnipeg bjó lengi til fyrir mig slíkar brúð ur. — Auk þess þurfið þér að taka á móti mörgum gestum á heimiii yðar, íslenzkum og erlendum, er ekki svo? — Það var alltaf gestkvæmt á heimili foreldra minna og móður minni fannst aldrei of mikið af gestum. Ég er því alin upp við það og kann vel við, að svo sé. Mér hefur aldrei fundizt erfitt að hafa gesti. Einkum hef ég gam an af að taka á móti íslending- um. íslenzki hópurinn í Washing- ton er ekki stór, en við höldum vel hópinn. Síðast komu þó 150 manns til okkar á þjóðhátíðar- daginn, að vísu ekki allt íslend- ingar en þó allir tengdir íslandi. Þegar ég tek á móti útlendum gestum, reyni ég að hafa íslenzk- an mat. Fólki þykir sú nýbreytni skemmtileg. Það er aðalástæðan til þess að ég hef aldrei ráðið matreiðslukonu. Ég útbý matinn sjálf með íslenzku stúlkunum mínum, því að ég hef alla tíð haft prýðilegar íslenzkar stúlkur á heimilinu. Þótt fólk sé alltaf að hugsa um að grenna sig í Banda- ríkjunum, renna rjómapönnukök urnar okkar út í síðdegisboðun- um. Það er eins og þær séu það eina, sem verulega „freistar" — Klæðizt þér þá kannske líka íslenzka búningnum? — Já, ég á skautbúning og klæðist honum stundum, þegar eitthvað alveg sérstakt er um að vera. Ég er t. d. venjulega í hon- um einu sinni á árj í Hvíta hús- inu. Skautbúningurinn er ákaf- lega skrautlegur búningur og hæfir aðeins við hátiðlegustu tækifæri. Einhverju sinni skrifaði franskt blað, að ég og sendinerr- ann frá Perú hefðum verið bezt klædda fólkið í tiltekinni veizlu. Við vorum álika skrautieg, ég í skautbúningnum mínum og hann í íburðarmiklum einkennisbún- ingi með logagylltri baldíringu. Stundum hafa íslendingar spurt mig hver hjálpi mér að skauta, en því er til að svara, að ég verð oftast að bjarga mér sjálf með það, iðulega er enga hjálp að fá, eins og t. d. þegar ég er stödd suður á Kúbu. Þegar við hjónin vorum fulltrúar íslands á 100 ára afmæli Minnesotaríkis, skautaði ég í aðalveizlunni. Þar voru staddar tvær ungar íslenzkar stúlkur og annarri vöknaði um augu þegar hún kom auga á bún- inginn. Auk skautbúningsins á ég upphlut, sem ég var oft í hér áð_ ur. Thor Thors og frú Ágústa eru búin að vera fulltrúar íslands í Washington í 17 ár og hafa búið í Bandaríkjunum einu ári betur. Frú Ágústa segir, að á þeim tíma hafi þau eignazt marga góða vini frá fjölmörgum lönd- um. Norðurlandasendiherrarnir, sá danski og sá norski, eru búnir að vera í Washington lengur en þau, sá fyrrnefndi í rúm 20 ár og sá síðarnefndi í 24 ár, en báðir eru þeir nú að hætta fyrir aldurs sakir. Sendiherrar fleiri þjóða hafa líka verið þar álíka lengi og þau eða lengur. — Við eigum orðið kunningja um víða veröld, segir Ágústa. Það er dálítið skrýt ið að hugsa um það. Aldrei datt manni t. d. í hug, þegar maður var krakki og var að lesa „1001 nótt“, að maður ætti eftir að eiga vini í Bagdad. — Þar sem Thor er sendiherra í mörgum löndum, ferðumst við mikið, einkum hann. Hann situr Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna í New York frá því í sept- ember og fram að jólum eða leng ur og þá skrepp ég stundum þang að til hans. Á vorin þarf hann oft að vera allt að 6 vikur í Suður-Ameríku, og við höfurn stundum þurft að skreppa til Kúbu. í því sambandi dettur mér í hug broslegt atvik, sem gerðist, þegar við vorum að koma frá Kúbu, þar sem Thor hafði verið að afhenda skilríki sín sem sendi herra. Þegar við flýttum okkur út úr flugvélinni í Miami, var Frá Ágústa Thors (Ljósm. vig.) þar sægur ljósmyndara á flugvrll | koma heim, þótt ekki sé nema inum. Við stönzuðum því í hópi annarra á flugvellinum, því okk- ur langaði til að sjá þetta folk sem ætti að fara að mynda svona mikið. Allir biðu spenntir, við líka, en enginn nægilega merkur til að vera myndaður kom út úr flugvélinni. Þá kom á daginn að það vorum við, sem ljósmyndar- arnir biðu eftir, og við vorum rekin aftur inn í flugvélina, svo að hægt væri að taka af okkur myndir þegar við stigum út úr henni! — Þetta er orðin löng útivist. Hefur yður ekki fundizt erfitt að þurfa að vera svona lengi í burtu að heiman? — Þar sem maður á sitt heimili og börn, kann maður alltaf vel við sig og svo er Washington mjög fögur borg. Við höfum líka ætíð verið í svo nánu sainbandi við Island, talað íslenzku á heim- ilinu, umgengizt íslendinga. haft íslenzkar stúlkur o. s. frv. og þá finnur maður ekki eins til úti- vistarinnar. En alltaf er gott að sbrifar ur daglega lifinu l'm Snæfellsnesið VELVAKANDI hefir fengið bréf frá ferðalang sem ný- kominn er vestan af Snæfellsnesi og er svo hrifinn af dvölinni þar, að mér finnst ég verði að lofa ánægju hans að koma í Ijós, ef það gæti ef til vill orðið til þess, að fleiri yrðu hennar aðnjótandi fyrir bragðið. Bréfritari minn bendir á, sem við reyndar vitum fyrir, að á Snæfellsnesinu eru margir fagrir og sérkennilegir staðir, sem unun er að heimsækja hverjum þeim, sem auga hefir fyrir náttúrufegurð. T d. Lón- drangar, Hellur og Aonarstapi. Til þessára staða er auðvelt að kom- ast frá Búðum, hinurn gamla verzlunarstað Snæfellinga, þar sem nú er rekið sumarhótel sem umræddur ferðalangur lýkur miklu lofsorði á. Þar er ágætur matur — segir hann — og nota- lega að gestum búið á allan hátt. Þar í grendinni er Búðahraunið, sem er frægur berjastaður á haustin og fyrir þá, sem mætur hafa á sjóböðum er þar í fjörunni gulur og sléttur sandur — og silungsveiði er þar í ósnum. Ógleymanlegt EG get vel skilið þessa hrifningu bréfritara míns. Sjálfur á ég dýrlegar endurminningar frá Snæfellsnesinu en ég hef aðeins einu sinni komið þar. Það var snemma sumars í himnesku veðri og ferðinni var heitið upp á Snæ- fellsjökul. Útsýnið frá jökultind- inum undir heiðum himni og glitr :andi sól yfir snæbreiðuna er nokkuð sem verður ógleymanlegt hverjum þeim, sem séð hefir og reynt. En minna má nú gagn gera en sjálfur toppurinn — og það mætti segja mér, að Snæfellsnes- ið sé einmitt einn af þeim stöð- um, sem eru að komast „í móð“. Hæpin aðferð KONA ein, sem býr við Nes- veginn kom að máli við Vel- vakanda nú á dögunum og sagði sínar farir ekki sléttar. Ég hefi garð í kringum húsið mitt, — sagði hún — sem mér þykir mjög vænt um en nú sé ég, að blöðin á reyniviðnum, sem stendur næst götunni hanga niður máttlaus — eins og tuskur. Ég veit, að þetta stafar af því, að nú að undanförnu í hitanum hefir verið sprautað sjó á götuna til að binda rykið. Reyniviður sem ég hefi á baklóðinni stendur keikur og óskemmdur — þar hef- ir sjórinn ekki náð til hans. — Þetta er svona ekki aðeins hjá mér heldur í öllum görðum við götuna — trén á baklóðunum sak ar ekki — en götumegin eru þau skemmd — og greinilegt seltu- bragð af blöðunum. Ég sé ekki annað — sagði konan að lokum — en að ég verði að hætta öilum gróðurhugleiðingum, ef ekki reyn ist unnt að nota annað en sjó til rykbindingar. B Athugasemd frá Nýja Bíói JARNI Jóasson forstjóri Nýja Bíós átti tal við Velvakanda út af aðfinnslum í dálkum hans undanfarna daga, fyrst yfir sýnis hornum af væntanlegum kvik- myndum á barnasýningum og síðan yfir lélegum útbúnaði á sýningartjaldi, þannig að leikar- arnir kæmu fyrir sjónir kvik- myndahúsgesta með sneitt ofan af höfði og neðan af fótum. — í hvorugt skiptið var tilgreint við hvaða kvikmyndahús væri hér átt. „Ég er Velvakanda algerlega sammála um þessi atriði — sagði Bjarni — en þar eð Nýja Bíó get- ur hvoruga aðfinnsluna tekið til sín vill það helzt ekki þurfa að liggja undir þessu ámæli. — Við sýnum aldrei sýnishorn úr næstu mynd á barnasýningum og að sjálfsögðu viljum við gera við- skiptavinum okkar það vel til hæfis, að við bjóðum þeim ekki upp á jafnlélegan sýningarút rétt til að sjá fjöllin og anda að sér hinu svala, hreina lofti, því að hér eigum við alltaf heima. Ég er alltaf hálfleið þegar ég er að kveðja og fara, einkum var það sárt og erfitt meðan for- eldrar mínir voru á lífi. En þeg- ar maður ferðast svona mikið, kemur það líka upp í vana að heilsa og kveðja. Yngri sonur okkar er búsettur í Washington. Hann gifti sig í sumar og stofn- aði heimili. Og þar eigum við líka litinn dótturson. Eldri sonur okkar er aftur á móti á Ítalíu með sína fjölskyldu, konu og litla dóttur. Frú Ágústa er, eins og kunnugt er, dóttir Ingólfs læknis Gísla- sonar, sem lengi var í Borgarnesi og Oddnýjar Vigfúsdóttur konu hans. Hún er fædd á Breiðamýri. en alin upp í Vopnafirði til 18 ára aldurs. Eftir að hafa lokið gagnfræðaprófi á Akureyri, fór hún utan til náms, var á hús- stjórnarskóla og lærði tungumál, píanóleik og að mála á postulín og silki. — Maður var alitaf eitthvað að reyna að læra, segir hún. Ég hafði gaman af að teikna og mála, og núna seinnj árin hef ég aftur byrjað að íást við slíkt að gamni mínu. Fátt af því, sem ég hef lært, hefur þó komið sér betur en spánskan, sem ég hefi alltaf haldið við, síðan við vorum á Spáni, eftir að ég gifti mig. Hún hefur komið í góðar þarfir, þegar við höfum verið á Kúbu, 21 árs gömul giftist Agústa Thor Thors og bjuggu þau hjónin fyrst í Reykjavík og fóru sendi- farir til ýmissa landa í markaðs- leit og fleira, þangað til Thor var skipaður aðalræðismaður íslands í New York árið 1940 og sendi- herra í Washington ári síðar. — Æ, ég var búin að ákveða að fá mér reynitré og ramfang hér heima, til að hafa með mér til Washington, segir frú Ágústa allt í einu, en nú er það senni- lega orðið of seint. Ramfang var einasta skrautjurtin á Vopnafirði, og þegar ég finn ilminn af því, þá rifjast aftur upp fyrir mér allar æskuminningarnar. E. Pá. íngrid Bergman sezt að í Frakklandi PARÍS, 1. ágúst — Reuter — Kvikmyndaleikkonan Ingrid Berg man, sem kom í dag til Parísar frá Lundúnupi ásamt dóttur sinni Jenny, tjáði blaðamönnum í dag, að framvegis yrði heimili hennar sveitasetur í Choisel, sem er þorp í grennd við París. Sagðist hún ekki vita, hvenær hún myndi gift- búnað og þann, sem gagnrýndur |ast sænska leikritaútgefandanum var í dálkum yðar“. |Lars Schmidt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.