Morgunblaðið - 02.08.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.1958, Blaðsíða 8
MORC.VVTIT 4 fíiÐ Laugardagur 2 ágúst 1958 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvænidastióri: Sigfús Jónsson. ? ðaxntstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 3J045 Auglýsmgar: Arni Garðar Knstmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innaniands. t lausasölu kr. 2.00 emtakið. SANNLEIKURINN SAGNA BEZTUR STJORNARBLOÐIN halda áfram sínum óhugnan- legu deilum út af iar d- helgismálinu. Alþýðublaðið segir í forystugrein sinni í gær, að í>jóðviljinn „ætti vissuiega að fara varlega í þá furðulegu fuil- yrðingu, að Alþýðubandalagið hafi ráðið stefnunni i landhelgis- málinu. Sú lygi er sem sé hlægi- leg hér heima fyrir en öllu alvar- legra fyrirbæri út á við“. Ýmis fleiri fáryrði hefur mál- gagn utanríkisráðherrans um samstarfsblað sitt af þessu tilefni. En í hinu orðinu segir Alþýðu- blaðið:' „Þjóðin veit staðreyndir land- helgismálsins, og kommúnista- blaðið breytir þeim ekki. Hitt er' mikið ábyrgðarleysi að rifja upp einmitt nú deilurnar um auka- atriði þess.“ Trúi því hver sem trúa vill, að þessar deilur mundu blossa upp æ ofan í æ, ef einungis væri um aukaatriði að ræða. A. m.. k. er það víst, að stjórnarblöðunum sjálfum kemur ekki saman um að svo sé. Tíminn heldur því raunar fram, og Alþýðublaðið segir það, sem í flestum málum gæti verið einkunnarorð þess: „Alþýðublað- ið þarf ekki að taka annað fram af þessu tilefni en vitna í orð Tímans". Þjóðviljinn heldur aftur á móti þveröfugu fram. Hann fullyrðir, að deilan hafi verið um aðalatriði málsins. Hann mundi og ekki vekja deiluna upp að nýju nú, svo ríka áherzlu sem hann segist leggja á þjóðareiningu í málinu, ef hann teldi ekki, að hinn sami ágreiningur væri enn fyrir hendi. ★ Rétt er það, sem Þjóðviljinn sagði í fyrradag, að ekkert leynd- armái er að stjórnin var nærri rofnuð út af þessu máli í vor. En það er ekki rétt, sem Alþýðu- blaðið segir í gær, að þjóðin viti staðreyndir landhelgismálsins. — Þeim hefUr þvert á móti verið haldið leyndum fyrir henni. En þjóðin verður að fá að vita, um hvað var deilt og um hvað er enn deilt. Skrif stjórnarblaðanna undanfarna daga sanna, að það var af fullri nauðsyn, þegar spurt var sl. sunnudag: „Menn vita, að stjórnin var nærri rofnuð út af málinu snemma í sumar. Um hvað var þá deilt? Af hverju hefur þjóð- inni aldrei verið sagt frá því? Hvað hefur í raun og veru farið á milli stjórnar íslands og stjórna annarra ríkja og alþjóðlegra stofnana um málið?“ Þetta eru þó aðeins fáar þeirra spurninga, sem þjóðin á kröfu til að svarað verði. ★ Tíminn hótaði fyrir nokkru Bretum með íhlutun Bandarikja- manna, ef þeir beittu valdi til verndar fiskiskipum sínum á því svæði, sem hin nýja fiskveiði- landhelgi á að taka til. Síðar tók Þjóðviljinn, málgagn sjávarút- vegsmálaráðherra íslands undir þessa hótun málgagns forsætis- ráðherrans. Alþýðublaðið sagði þá um þessar kröfur samstarfs- blaðanna: „Þess vegna nær engri átt, að sú rödd heyrist á íslandi, að am- eríska varnarliðinu skuli teflt fram gegn hugsanlegum ofbeldis- aðgerðum gagnvart okkur.“ Af tilefnj hótanna sinna var Tíminn þá spurður að því, hvort Bandaríkjastjórn hefði lofað ís- lenzku stjórninni þvílíku liðsinni. Þessu hefur Tíminn aldrei fengizt til að svara. Ekki heldur því, hvort íslenzka ríkisstjórnin hafi farið fram á slíka liðveizlu við Bandaríkjastjórn. Tíminn fæst ekki einu sinni til að ræða um, hvort Island mundi eiga rélt á íhlutun Bandaríkjamanna sam- kvæmt varnarsamningnum eóa Atlantshafsamningnum. ★ Ef ekkert af þessu er fyrir hendi, er hér sannarlega um tómt mál að ræða. Sök sér væri að segja, að við ættum að ganga úr Atlantshafsbandalaginu eða segja upp varnarsamningnum, ef við verðum illa leiknir í landheigis- málinu. Um það duga þó ekki innantómar hótanir, heldur verð- ur þar sannarlega að íhuga af rósemi öll þau atriði, er til greina1 koma. En það er allt annað mál en hitt, að hóta með valdi Banda- ríkjanna og fást svo ekki til að segja, hvort eftir þeim tilstyrk hafi verið leitað hvað þá meira. Á sama veg hefur Tíminn skot- ið sér undan að svara því, hvort gögn séu til fyrir, að gagnaðilar okkar i landhelgismálinu hafi neitað að leggja deiluna undir alþjóðadóm. í skörulegri ræðu sinni í útvarp inu talaði Gísli Jónsson um, hvað gera skyldi, ef þetta væri fyrir hendi. Tíminn vitnaði síðan til orða Gísla en hefur ekki fengizt til að svara, hvort sú forsenda, sem Gísli byggði á, sé raunveru- leg eða ekki. Enginn getur þó hér vitað um hvað satt er í því nema trúnaðarmenn stjórnarinn- ar. ★ Hér hnígur allt að hinu sama. Ríkisstjórnin verður að vinda bráðan bug að því að láta taka saman tæmandi skýrslu um allt, sem gerzt hefur í þessu mikla máli og birta hana fyrir almenn- ingi. Hér er um að ræða þvílíka lífshagsmuni íslenzku þjóðarinn- ar, að hana má einskis dylja. Þjóðviljinn ræðst raunar á Morgunblaðið fyrir það, að hér í blaðinu skuli sagt hlutlaust frá því, sem i málinu gerist erlendis, en ekki það eitt tínt- til, sem þar er sagt okkur til stuðnings. Morgunblaðið telur það frum- skilyrði til sigurs i þessu máli eins og öðrum að litið sé á bað raunhæft. íslendingar eiga meira undir, að fram nái stækkun fisk- veiðilandhelginnar heldur en fléstu öðru. Því meira riður á að rétt sé að íarið. Það er satt, sem Davíð Ólafs- son fiskimálastjóri sagði í ágætri grein, að málstaður okkar er byggður á traustum grundvelli, og þjóðin er einhuga. En er yfir- byggingin, meðferð stjórnvald- anna á málinu slík, að ekki mætti traustari vera? Hver treystir sér til að segja um framkvæmdir stjórnarinnar nú það sama og Davíð sagði um aðferðina 1952, „að aldrei muni nokkur stjórnnr- ráðstöfun á íslandi hafa hlot- ið jafnvandaðan undirbúning?" Morgunblaðið mun vissulega gera sitt til að fá úr því bætt, sem nú er áfátt. UTAN UR HEÍMI Eignir konungs á víð og dreif um hallargarðinn. — F. mst er mynd af Abdul Illah og konu hans. Nuri es Said undirrifaði sinn eigin dauðadóm, er hann gerði Kassem að foringja þriðju herdeildarinnar í Irak FRETTARITARINN Paul Hamm- erich, sem skrifar m. a, í Olsóar- blaðið Aftenposten og Politiken í Kaupmannahöfn, er nú kominn til Bagdad. S. 1. þriðjudag birt- ist fyrsta grein hans í Politiken um byltinguna í írak. Fer hér á eítir útdráttur úr greininni: Dökkklæddur embættismaður fleygði vélbyssu sinni á hrúgu af brotnum postulínsborðbúnaði úr eldhúsi konungshallarinnar og íeiddi mig að tré beint fyrir framan höll Feisals konungs II, Rihab. Höllin er stórt en ekki sérstaklega fallegt einbýlishús á hægri bakka Tigrisárinnar. í byltingunni var kveikt í höllinni og mikil skemmdarverk unnin á henni, svo að nú er hún ekki annað en óhugnanlegt minnis- merki um atferli ofstækisfulls skríls mánudagsmorguninn 14. júlí s. I. Eftirlitsmaðurinn steig ofan, á lúdókassa, sparkaði í fuglabúr og klofaði yfir brunnar leifar af bifhjóli. Síðan teygði hann hönd- ina upp eftir trjábolnum og benti á storknaðan blóðblett — kon- unglegt blóð krónprinsins Abdul Illah, föðurbróður Feisals kon- ungs. Þetta atvik gefur nokkra hugmynd um viðbrögð fólksins í byltingunni, sem framkvæmd var með svo skjótum og tryllingsleg- um hætti, að þess eru varla dæmi í veraldarsögunni. Hammerich getur þess, að hann byggi grein sína á blaða- viðtali við forsætisráðherrann, einkasamtali við utanríkisráð- herrann, Abdel Jaffar Jomard, sem er doktor í lögum frá Sorbonneháskóla og hefir ver- ið þrisvar þingmaður stjórn- arandstöðunnar, og loks á lýs- ingum nokkurra fraksbúa, Norðurlandabúa og Englend- inga, sem voru vitni að at- burðunum í Bagdad. Hvorki konunginn né lögregluna grunaði hið minnsta Hvað gerðist að morgni mánu- dagsins 14. júlí? Flestir sváfu, og engan grun- aði, hvað í vændum var, jafnvel hin árvakra lögregla Nuris es Saids hafði einskis orðið vör. Sagt er, að byltingin hafi komið Nasser, forseta Arabiska sam- bandslýðveldisins, sem þá var staddur í Belgrad, allt að því eins mikið á óvart og Feisal kon- ungi, sem svaf í höll sinni í Bagdad. Kvöldið áður hafði kon- ungur búið sig undir að halda til Ankara til að sitja þar fund Bagdadbandalagsins. Aðéins einn — að undantekn- um þeim fámenna hópi, sem und- irbjó byltinguna — var á fótum: hinn gamli, vitri stjórnmálamað- ur Nuri es Said. Hann bar Bagdadbandalagið fyrir brjósti. En það var ekki Bagdadbanda- lagið eitt, sem hélt fyrir honum vöku. í glæsilegu einbýlishúsi sínu skammt frá ánni, var hann í stöðugu sambandi við yfir- stjórn hersins. Fáeinum dögum áður hafði forsætisráðherrann tekið mikilvæga ákvörðun vegna borgarastyrjaldarinnar í Líbanon. Hann kvað hafa rætt daglega símleiðis við Chamoun forseta í Beirut. En hvað sem því líður, hafði forsætisráðherrann gefið Þriðju herdeildinni, sem talin var bezta herdeildin í frak, skip- un um að fara frá Basra við Persaflóa þvert yfir landið að landamærum Jórdaníu. — ★ — Foringi herdcildarinnar hafði nýlega verið handtek- inn, og Nuri hafði falið þeim foringja, sem hann treysti hvað bezt, yfirstjórn deildar- innar. Það var hershöfðinginn Abdui Karim el Kassem. Með þessu undirritaði forsaetisráð- herrann fyrrverandi sinn eig- in dauðadóm. Þessi grann- holda hermaður, sem brosir álíka viðkunnanlega og Naguib leiðtogi byltingarinnar í Egyptalandi, og er álíka há- vaxinn og Nasser, vissi, að nú var örlagastundin runnin upp — nú var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Kassem tók ákvörðun um að steypa stjórninni fyrir fjórum árum Kassem hafði tekið ákvörðun um að steypa stjórninni sem í hans augum var spillt einræðis- stjórn, fyrir fjórum árum, þegar konungur hélt hásætisræðu sína 19 ára að aldri — en með þess- ari ræðu var komið endanlega í veg fyrir, að stjórnarandstaðan gæti nokkuð látið til sín taka. Aðeins fáeinir menntamenn, kaupsýslumenn og stjórnmála- menn úr flokki stjórnarandstæð- inga vissu, hvað Kassem hugðist fyrir. Mörgum sinnum á undan- förnum fjórum árum hafði hann ákveðið að gera byltingu, en áformin fóru út um þúfur. — ★ — En nú var stundin runnin upp. Sólarhring síðar yrðu konungur- inn og forsætisráðherrann komn- ir til Ankara. Orðrómur var uppi um, að Bretar og Banda- ríkjamenn ætluðu að ganga á land í Líbanon, og mikill hluti hersins í írak myndi bráðlega verða á leið yfir eyðimörkina til Jórdaníu. Og Kassem skar upp herör, því að eimitt kl. 3 að- faranótt mánudagsins átti þriðja herdeildin undir stjórn hans að fara fram hjá konungshöllinni í Bagdad. Tæpum tveimur klukku- stundum síðar hafði Kassem sett hervörð um allar lögreglustöðvar í borginni, herskálana, útvarps- stöðina og opinberar byggingar, og hermenn hans voru á verði við öll erlend sendiráð. Konung- urinn svaf enn í 15 mínútur. Og nú er komið að spurningunni, sem er svo erfitt að fá svar við: Hvernig og hvers vegna var Feisal myrtur? Ég heyrði a. m. k. fimm „sannar“ frásagnir af bardaganum við höllina, sem stóð í hálfa klukkustund. Ég er persónulega þeirrar skoðunar, að Kassem hafi verið mjög áfram um að losa sig við tvo höfuðandstæðinga sína, krón- prinsinn og forsætisráðherrann. En ég er ekki viss um, að hann hafi ætlazt til þess, að konungur- inn yrði tekinn af lífi. Sennilegra þykir mér, að hann hefði krafizt þess, að konungurinn segði af sér. Ef til vill hefði hann síðan látið draga Feisal fyrir lög og dóm eða hann hefði leyft honum að flýja land. Engan íraksbúa hefiégheyrt nefna harðstjórn og einræði í sambandi við Feisal konung, og lík hans var ekki limlest eins og lík krónprinsins og forsætisráð- herrans. — ★ — Ég spurði utanríkisráðherrann um sannleikann í málinu, en fékk engin svör. Þess vegna verður að styðjast við þá frásögn, sem er sennilegust. Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.