Morgunblaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 26. ágúst 1958. MORCUNBL4Ð1Ð 9 Eyjólfur á sundi í niðamyrkri. Eyjólfur varð að gefast upp, þegar skipstjórinn var orðinn rammvil Itur Sundkappinn sigraðist á sjóveikinni, en fylgdarmennirnir ekki á skip- stjóranum Eftir ÞORSTEIN THORARENSEN LONDON, sunnudag: — Eyjólf- ur varð að hætta sundinu kl. 2 á Iaugardaginn, því að með næsta aðfalli hefði straumurinn borið hann út í Norðursjó. Hann var þá óþreyttur, en vonlaust var að halda lengur áfram. Tók engum sönsum Enginn vafi leikur á því, að meg'inástæðan til þess að Eyjólf- ur varð að hætta voru mistök og fákunnátta leiðsögumannsins, Cyril Shayes, skipstjóra á bátn- um Romulus, sem ráðinn var til þess að fylgja sundmanninum. Shayes lét Eyjólf taka stefnu allt of austarlega þrátt fyrir ákveðnar aðvaranir Islending- anna. Afleiðingin varð sú, að Eyjólfur synti lengst af þvert í strauminn, jafnvel á móti straumnum — og um síðir varð ljóst, að aðstaðan var vonlaus orð in. Shayes skipstjóri tók engum sönsum þrátt fyrir ítrekaðar að- varanir okkar og leiddi sund- manninn í ógöngur, sem ekkí var hægt að bjarga sér úr. Síðast en ekki sízt má kenna flónsku skip- stjórans um það, að Eyjólfur varð sjóveikur á sundinu. Það hefði vafalaust ekki orðið, ef skipstjór- inn hefði ekki tekið stefnu gegn straumnum. Sjóveikin olli því, að verulega dró úr sundhraða Eyjólfs í fjórar stundir, en engan veginn olli veikin því, að hætt var á miðri leið. fc Við Eyjólfur og Ernst höfðum ráðfært okkur vel við Mohsi, leið angursstjóra Pakistana. Við skoð uðum vandlega landabréfið og kynntum okkur straumana til hlítar og vorum sammála um, það, að bezt væri að komast sem lengst til vesturs í útfallinu — strax frá Griz Nes. á daginn, að 12 stundum síðar var Eyjólfur staddur 8 mílur austan Goodwin Sands og aðstaðan von- laus. Ég segi þó ekki, að fullvíst sé, að Eyjólfur hefði getað synt yfir sundið, ef réttri stefnu hefði venð fylgt. En hann hefði þó alPaf verið nær markinu, fengið land- sýn gegnum mistrið hjá Dover. Það var dapurlegt hjá okkur í bátnum, er Eyjólfur sagði okkur kl. 2 síðdegis, að hann væri nú orðinn vonlaus. Það var einkum sorglegt vegna þess, að þessi þrek mikli maður hafði með furðuleg- um viljastyrk yfirunnið sjóveik- ina, allir vita hvaða áhrjf húti hefur á menn, og var orðinn sterkari en nokkru sinni fyrr. Enginn vafi lék á því, að rr.’.i.l gat synt miklu lengur, því að nær óþreyttur var hann. ★ Aðdragandi keppninnar var engu síður spennandi en keppnin sjálf. Kl. 3 á föstudag fóru sund- mennirnir ásamt fylgdarliði flug- liti. Greta var sú eina, sem ekkert virtist fá á. Hún var alltaf jafn- hýr og hress, en Brenda Fisher var aftur á móti þungbúin. Hún óttaðist greinilega að tapa — og, að heimsmeti hennar yrði e. t. v. hnekkt. Óv' r.n Tugþúsundir áhorfenda söfn- uðust saman í-kolamyrkri á send- inni ströndinni. Þar afklæddist 31 sundmaður við vasaljóstýrur og síðan voru þeir smurðir ullarfeiti til skjóls fyrir sjávarkuldanum. Óvissan lá í loftinu, aðeins kol- svart myrkrið og kaldur sjór var fram undan. Enginn veit fyrir fram hver sigrinum hrósar, eng- inn ætlar að gefast upp, en þó verða margir að leggja árar í bát áður en markinu er náð. Mörg sorgarsagan er sögð um ógæfu- sama sundkappa, allir vita áð ir en lagt er af stað, að kuldi, straum ar og þreyta höggva skörð í fylk- inguna — og einn af öðrum helt- ast kapparnir úr lestinni. Handagangnr í öskjunni Við íslendingarnir höfðum rétt lokið undirbúningi, þegar við sá- um grænt blys tendrað — og ALLIR AF STAÐ. Við Ernst fórum úr buxum og skóm og örkuðum niður í flæðar- lá við festar skammt fyrir utan og beið okkar. Við höfðum auga með Eyjólfi, vorum með ljóskastara, og gát- um fylgzt með honum á leiðinni út í Romulus. Þegar ég var að klöngrast um borð féll ég harkar lega og hefði dottið útbyrðis, ef Shayes skipstjóri hefði ekki gripið í mig, svo að ekki er skip- stjóranum alls varnað! Um borð í Romulus voru Björn Björnsson, Jóhann Sigurðs son, Ólafur Egilsson og Eyjólfur Snæbjörnsson, sem komið höfðu á bátnum frá Englandi. Einn sklpstjóri þó verri Við vorum með seinni skipun- um að komast af stað, en veður var gott og stjörnubjart. Ekkert hafði enn á bjátað og sem betur fór vorum við ekki jafnóheppnir og Irinn McClelland. Hans skip- stjóra var nefnilega dauðadrukk- inn, festi kaðal í skrúfuna, of- hlóð síðan litla árabátinn (fjór- um mönnum) svo að hann sökk — og leiknum lyktaði með því, að skipstjórinn strandaði bátn- um, ekki við England, heldur Frakkland. Af íranum var það að segja, að hann fékk að fylgja ísraelsmanninum Klinghoffer og báti hans. Shayes skiþstjóri okkar var geðugur maður og unglegur, en það breytir ekki mistökum hans. Eftir kurteislega og hógværa deilu létum við hann ráða ferð- inni og hann lofaði okkur að við skyldum ekki þurfa að sjá eftir því að hafa farið með honum. Sá fyrsti gefst upp Eftir að við höfðum verið hálfa stund á ferð kvartaði Eyjólfur yfir því, að sundgler- augun hans væru óþétt og fyllt- ust alltaf af sjó. Hellti hann nokkrum sinnum úr þeim, en skipti síðan og fékk önnur, sem við áttum í pússi okkar. í næturmyrkrinu sáum við báta á báða bóga, Ijós við Ijós — og ,okkur virtist við vera í miðjum hópnum. Eftir tvær stundir sáum við, að einn bátur- inn setti skyndilega á fulla ferð: Sá fyrsti hafði gefizt upp, Það var elzti þátttakandinn, Svíinn Martin, 55 ára að aldri. Eyjólfur fékk sér ekki nær- ingu fyrr en eftir þrjár stundir, þá mjólkursopa. Allt virtist ganga að óskum. Klukkan sex sáum við grænt ljós á bakborða — á fullri ferð. Þar fer Mexikaninn Valladores, sem hefur gefizt upp. Hann er einn af þremur bringusunds- mönnunum, sem lögðu á sundið. Hálfri stundu síðar siglir Kan- adamaðurinn Cloutier hraðbyr Eyjólfur nærist á hafi úti. Ljósm.: Þ. Th. Skipstjórinn féklc ráðið stefnunni Okkur brá því í brún strax og við komum um borð og líkaði stórilla, því að skipstjórinn tók stefnu í norð-vestur, þvert í strauminn — og stundum jafnvei móti straumnum. Sögðumst við óttast, að aðfallið bæri Eyjólf austur fyrir Goodwin Sands, ef ekki yrði breytt um stefnu. Marg ítrekuðum við þetta, en létum þó skipstjórann ráða. Það kom líka leiðis til Calais og þar var snædd- ur kvöldverður í boði borgar- stjórnarinnar. Um miðnætti var ekið til Griz Nes — og tók öku- ferðin eina stund og 20 mín. Það var einkennilegt að litast um í bílnum, fæstir gátu leynt kvíð- anum og eftirvæntingunni. Þegar bílferðin var um það bil hálfnuð kom steypiregn og allir urðu mjög kvíðafullir, hálfgerður ang- istarsvipur skein úr hverju and- málið í sundskýlum einum fata til þess að leita að Shayes sxip- stjóra. Bátur hans átti að bera númerið 14. En auðvitað sást ekk- ert í myrknnu svo að við urðum að hrópa hver ‘ Kapp við annan í von um að skipstjórinn heyrði til okkar. Svo var einnig um aðra fylgdarmenn, ströndin ómaði öll af hrópum. Loks fundum við Shayes í smábát nr. 14 og rerum við með honum út í Romulus, sem til Englands, hann hefur þá líka gefizt upp. Og í loftskeytatækj- unum heyrum við skömmu síðar, að Ken Wray hefur fengið krampa og líka orðið að hætta sundinu. Þegar klukkan er stundar- fjórðung gengin í sjö drögum við íslenzka fánann að húni. Nú er farið að birta allmikið og eigum við von á landsýn. Við sjáum hins vegar aldrei til lands og seg- ir skipstjórinn, að það sé vegna mistursins. Sjóveikin segir til sín Klukkan sjö höfum við samflot með Dover-stúlkunni Rosemary George og hollenzku stúlkunni Stinu, sem brátt fór fram úr okkur. Eyjólfur ætlar líka að herða sundið, en þegar klukkan er stundarfjórðung yfir sjö sjást fyrstu einkenni sjóveikinnar á honum. Hann fær kakó, en kast- ar oft upp og klukkan átta er dálítið farið að draga af honum. Rosemary er nú komin fram úr okkur, en Eyjólfur fær sér oft kakó til þess að reyna að hressa sig. Klukkan ellefu segir hann okkur, að nú sé honum farið að líða betur. Hann spaugar við okkur, ferðin eykst og hann er farinn að draga á skriðsunds- mennina. Eyjólfur hrópar til Shayes: „Think we have got over the difficulties“. fc Eyjólfur er nú farinn að synda af miklum krafti og kominp langt fram úr Rosemary — og safnar stöðugt kröftum. Enn er engin landsýn vegna dimmrar móðu, en skipstjórinn er von- góður sem fyrr og telur sig skammt undan Folkestone. Þegar hér var komið virtust því miklar líkur fyrir því að allt gengi að óskum. Við vorum farn- ir að halda, að skipstjórinn væri ekki svo bölvaður eftir allt. Þetta er vonlaust Klukkan eitt gerir hellirign- ingu, hvessir jafnframt á vest- an, en Eyjólfur hefur nú náð sér að fullu og syndir með enn meiri hraða en áður. í tuttugu mínútur rignir lát- laust, en þá styttir skyndilega upp og mistrið er horfið. Nú sést langt, það er orðið nær heiðskírt. Allir verða fyrir sárum von- brigðum, því að hvergi er land- sýn — og klukkan hálftvö segir skipstjórinn: — Þetta er von- laust. Ég veit ekkert hvar við erum, veit bara það, að við erum svo langt frá landi, að þýðingar- laust er að halda þessu lengur áfram. Var rammvilltur Skipstjórinn neitaði beinlínis að ræða málið frekar, því að okkur var gramt í geði. Við höfðum alltaf verið mótfallnir því að þessi stefna væri tekin. Hálftíma síðar segjum við Eyjólfi að öll von sé úti — og klukkan 14,05 kom hann upp í bátinn. Skipstjórinn var þá orðinn svo rammvilltur, að hann áttaði sig alls ekki á því hvert ætíi að sigla til þess að ná landi. Rákumst við þar á flutningaskip og sigldi skip stjóri upp að því og bað um stað- arákvörðun. Kom þá í ljós, að við Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.