Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Fðstudagur 19. sept. 1958 Bæjarsfjórnin vill oð verka- menn fái verulegar kjarahætur Kommúnistar heimta, oð bæjarstjórnin semji strax við Dagsbrún jbó oð rikis- stjórnin geri Jboð ekki A BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær Var tekin til umræðu svo- hljóðandi tillaga frá Guðmundi J. Guðmundssyni: „Bæjarstjórnin ályktar, að brýna nauðsyn beri til að hindra að til vinnustöðvunar komi hjá bænum og bæjarstofnunum í vinnudeilu þeirri, sem framund- an er milli verkamannafélagsins Dagsbrúnar og atvinnurekenda, og felur því borgarstjóra að und- irrita samninga við Dagsbrún á grundvelli þeirra krafna, er fé- lagið hefur lagt fram“. Guðmundur sagði, að það hefði alltaf verið fast „prinsip“ hjá bæn um, að sitja hjá og taka enga af- stöðu, þegar vinnudeilur hefðu verið á döfinni. Sagði hann að í öllu því samningaströgli, sem Dagsbrún hefði staðið í í sumar, hefði bæjarstjórnin aðeins haft áheyrnarfulltrúa. Veittist hann nokkuð að meirihluta bæjar- stjórnarinnar fyrir þetta og skor- aði á bæjarfulltrúa að sam- þykkja tillögu sína. Þá tók til máls Kristján Thorlacius, fulltrúi Framsóknar- manna í bæjarstjórn. Kvaðst hann efnislega samþykkur tillögu G. J. G., en vildi þó bera fram breytingartillögu, sem fæli í sér nokkurn viðauka. Var viðaukinn á þá leið, að bæjarstjórnin þakk- aði Dagsbrún þjóðholla afstöðu að undanförnu. Jafnframt lagði hann til að borgarstjóra yrði falið að undirrita samninga, í megin- atriðum á grundvelli þeirra krafna, sem settar hefðu verið fram. Þá fór ræðumaður nokkr- um orðum um baráttu ríkisstjórn arinnar fyrir því að stöðva verð- bólguna. Sagði hann að óheilla- öfl í þjóðfélaginu hefði komið j veg fyrir að ríkisstjórninni tæk- ist þetta, en verkamenn hefðu í orði og verki sýnt skilning á við- leitni stjórnarinnar, og væri því ástæða til að þeir fengju réttláta lausn sinna mála. Þá tók til máls Gunnar Thor- oddsen, borgarstjóri, og fór hann fyrst nokkrum orðum um tillögu og ræðuflutning fulltrúa Fram- sóknarflokksins. Sagði hann að manni dytti helzt í hug að Krist- ján Thorlacius hyggði á framboð í Dagsbrún og væri því réttara fyrir G. J. G. að vara sig. Þá taldi hann að sú kommúnista- forysta, sem Dagsbrún hefði not- ið væri ekki það þjóðholl að ástæða væri til að færa henni sér stakar þakkir. Þá vék borgar- stjóri að tillögu Guðmundar J. Guðmundssonar og gat þess, að Dagsbrún hefði ekki sent bæjar- stjórninni né honum kröfur sín- ar að öðru leyti en því að í gær hefði borizt bréf þess efnis, að félagið boði til vinnustöðvunar og geri kröfu um 12% grunn- kaupshækkun. Þá taldi hann að þar sem bæjarfulltrúinn, sem flutti tillöguna er einnig starfs- maður hjá Dagsbrún, þá væri það fyrsta krafa að hann hefði fram- tak og manndóm til að láta bæj- arstjórn fá þær kröfur, sem Dagsbrún setur fram. Guðmundur krefðist þess, að bæjarstjórnin gangi á undan og semji, en málflutningur hans hefði verið ádeila og áirás á bæj- arstjómarmeirihlutann, og minnti það á þegar Njálssynir fóru til liðsbónar. Þá hefði ræða Guðmundar hljómað undarlega í eyrum þeirra, sem áður hefðu heyrt hann tala á bæjarstjórnar- fundum. Þegar til umræðu var í bæjarstjórninni tillaga um að stofna starf félagsmálafulltrúa, heíði hann lagzt eindregið gegn því og sagt að sér væri ókunn- ugt um að nokkrar deilur eða ágreiningur væri milli bæjar- stjórnarinnar og verkamanna. Nú segði bæjarfulltrúinn hins vegar, að það væri föst regla hjá bæjarstjórninni að leggjast á sveif með atvinnurekendunum á móti verkamönnum. Þá vakti borgarstjóri athygli á því, að ríkið væri stór aðili að þessari vinnudeilu og varpaði fram þeirri spurningu til flutn- ingsmanna, hvort ríkisstjórnin hefði þegar gengið að öllum kröf um Dagsbrúnar. Ef hún hefði ekki gert það þegar, með sjálfan forseta Alþýðusambandsins sem einn að ráðherrunum, kvaðst hann ekki sjá með hvaða rétti Guðmundur gæti hellt úr skálum reiði sinnar yfir bæjarstjórnar- meirihlutann. Borgarstjóri kvað það nauð- synlegt og sanngjarnt, að verka- menn fengju verulgar kjarabæt- ur. Hann benti á, að verðbólgan, sem nú gengi yfir, stafaði í veru- legum atriðum af efnahagsráðstöf unum rikisstjórnarinnar og éstti þó enn marg; eftir að koma í Jjós. Kvað hann alla finna fyrir hækk- unum og þá ekki sízt verkamenn. Þá benti hann á, að þingmenn Alþýðubandalagsins hefðu allir að einum undanskildum greitt atkvæði með þessum ráðstöfun- um á Alþingi í vor. Verðbólgan væri á ábyrgð stjórnarflokkanna, þjóðinni stefnt hratt út í ófæruna og því yrði ekki við bjargað meðan þessir flokkar væru við völd. Að lokum lagði borgarstjóri til gð tillaga Guðmundar yrði af- greidd með svohljóðandi tillögu frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- manna: „Þar sem stjórnskipuð sátta- nefnd vinnur nú að lausn vinnu- | deilunnar og í trausti þess, að j fyrir forgöngu hennar takist sem fyrst að koma á samningum, þar sem tryggðar eru verulegar kjara ! bætur til handa verkamönnum, tekur bæjarstjórnin fyrir næsta mál á dagskrá“. Þá tók Guðmundur J. aftur til máls. Kvaðst hann ekki getað j tekið undir tillögu Kristjáns ; Thorlaciusar og gekk verst að sætta sig við orðalag tillögunnar: „að undanförnu". Nokkuð vafð- ist fyrir honum að skýra, hvers vegna kröfur Dagsbrúnar hefðu ekki verið lagðar fyrir bæjar- stjórn, sagði að sömu kröfur hefðu verið gerðar til ríkisstjórn arinnar en hún hefði því miður ekki samið. Þá tók til máls Magnús Ást- marsson, sem kvaðst ekki hissa á því, þó Guðmundur bæðist und- an að taka á móti þeim blóm- sveig, sem Kristján hefði viljað sæma hann. Magnús taldi brýna nauðsyn bera til, að hindra vinnu stöðvun, og lagði til að svohljóð- andi viðbót yrði gerð við tillögu Guðmundar. Var hún efnislega á þá leið, að samningar félagsins við atvinnurekendasamtökin gildi eftir að þeir hafa tekizt. Þá tók til máls Björgvin Fred- eriksen, og taldi hann tillögu Guðmundar líkarí dagskipan en tillögu. Hins vegar kvað Björgvin Dagsbrún almennt eiga skilið verulegar kjarabætur, en lýsti undrun sinni á því, hve seint kröfur þeirra kæmu fram. Þá fór hann nokkrum orðum um kaup og kjaramál launastéttanna, sem hann taldi á ýmsan hátt á eftir tímanum. Spurði Björgvin, hvort ekki væri eðlilegast að fulltrúar vinnuveitenda og verkamanna ræddust við eins og tíðkaðist í þeim iöndum, sem lengst eru komin í félagsmálum, Hann gat þess, að í þeim löndum, þar sem skipan þessara mála er lengst komin, væri sá háttur hafður, að málin væru rædd og fengin nið- urstaða um það, hvenær raun- hæfur grundvöllur væri fyrir kjarabætur. Sagði hann að menn- irnir sem þykjast fyrir stöðvun- arstefnunni og þykjast vera að gera launin meiri væru sífellt að gera þau minni. Nokkrar meiri umræður urðu um málið, en að lokum var borin upp dagskrártillaga frá bæjar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og samþykkt með 10 atkvæðum gegn 4 atkv. ' *í' ’//y,'"í ,. Þessi mynd var tekin í ágúst sl. í Vestmannaeyjum er vél- báturinn Skúli fógeti var að landa þar um 2 þús. kg. af hum- ar. Mjög góður afli var hjá bátunum, sem stunduðu þessar veiðar í sumar. Er humarinn orðinn mjög vinsæl fæðutegund í Vestmannaeyjum. En meginhluti aflans mun þó fluttur út. (Ljósm. Stefán Nikulásson). Greinargerð Vinnuveitendasam-= bandsins vegna kröfu Dagsbrúnar VEGNA blaðaummæla að undan- förnu, þar sem því hefur verið haldið fram, að Vinnuveitenda- samband íslands hafi dregið alla samningsgerð við Verkamanna- félagið Dagsbrún á langinn, ekki viljað semja og litlar sem engar kjarabætur boðið, telur Vinnu- veitendasambandið rétt að eftir- farandi staðreyndir komi fyrir almenningssj ónir: f lok aprílmánaðar s. 1. bárust Vinnuveitendasambandi íslands uppsagnir frá Verkamannafélag- inu Dagsbrún á kjarasamningum félagsins við Vinnuveitendasam- band íslands og féllu þeir úr gildi samkvæmt því 1. júní s. 1., nema samningur um kjör vélgæzlu- manna í frystihúsum, sem féll úr gildi 1. júlí s. 1. Fyrrihluta júnímánaðar bárust tilmæli frá Dagsbrún um að samn ingarnir yrðu framlengdir nær óbreyttir, þó þannig, að þeir yrðu uppsegjanlegir með eins mánaðar fyrirvara hvenær sem væri. Stjórn og framkvæmdanefnd Vinnuveitendasambands íslands ræddi málið og var samþykkt að ekki væri fært að verða við þess- um kröfum, en ef samningarnir yrðu framlengdir til 1. desember n. k. gæti Vinnuveitendasamband ið tekið til nánari athugunar ein- hverja hækkun á mánaðarkaupi og ráðstafanir til aukins öryggis á vinnustöðum. Þetta var fulltrú- um Dagsbrúnar tilkynnt á fundi 12. júní s. 1., en þeir höfnuðu þessari hugmynd. Nokkrar frek- ari viðræður fóru fram og var rætt um samninga til 1. júní 1959. Á fundi 11. júlí með fram- kvæmdanefnd Vinnuveitenda- sambands fslands og 7 fulltrúum Dagsbrúnar gat Eðvarð Sigurðs- son nokkurra atriða til breytinga á samningunum, en þær voru óljósar, og ekki endanlegar þrátt fyrir óskir vinnuveitenda þar um. Á fundi 21. júlí lögðu fulltrú- ar Dagsbrúnar fram 10 skrifleg atriði til breytinga á samning- unum. Fulltrúar Vinnuveitenda- sambandsins óskuðu enn eftir endanlegum kröfum. Hinn 23. júlí voru tíu „punktarnir“ rædd- ir á ný og virtist samkomulag um suma þeirra. Enn höfðu ekki borizt hinar almennu kauphækkunarkröfur, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Hinn 26. júlí skrifaði Vinnuveitenda- samband fslands Dagsbrún svo- hljóðandi bréf: „Til svars fyrirspurnar yðar, er Eðvarð Sigurðsson bar fram við samband vort í gær, varð- andi efni væntanlegra kjarasamn inga á milli félags yðar og sam- bands vors, viljum vér taka fram, að vér getum ekki tekið endan- lega afstöðu til þess, fyrr en oss hafa borizt endanlegar tillögur félags yðar til breytinga á kjara- samningum félags yðar við sam- band vort, er féllu úr gildi 1. júní s. 1., en viljum þó benda á, að nýgerðir kjarasamningar, er samband vort er aðili að, hljóta að gefa vísbendingu um hugsan- legar kjarabætur í væntanlegum samningum. Loks leyfum vér oss að ítreka fyrri tilmæli vor, er vér höfum borið fram á viðræðufundum fulltrúa sambands vors og félags yðar, um að þér við fyrstu hentug leika látið oss i té endanlegar tillögur félags yðar til breytinga á fyrri kjarasamningum, svo samningaviðræður geti haldið áfram“. Það skal tekið fram, að 24. júlí voru undirritaðir samningar við Verkamannafélagið Hlif í Hafn- arfirði um 6% grunnkaupshækk- un og mun það, ásamt ýmsum fleiri samningum sem gerðir höfðu verið í júlí, hafa verið ástæðan til fyrirspurnar Dags- brúnar. Þá höfðu verið gerðir eftirtald- ir samningar sem Vinnuveitenda- sambandið var aðili að: Félag íslenzkra rafvirkja, Reykjavík, samningur dags. 1. júlí 1958. Félag jámiðnaðarmanna, Rvík, samningur dags. 4. júlí 1958. Félag bifvélavirkja, samningur dags. 4. júlí 1958. Félag blikksmiða, samningur dags. 4. júlí 1958. Sveinafélag skipasmiða, samn- ingur dags. 4. júlí 1958. Félag bifreiðasmiða, samningur dags. 10. júlí 1958. Sjómannafélag Reykjavíkur: hásetar, samningur dags. 12. júlí 1958, kyndarar, samningur dags. 12. júlí 1958. Félag ísl. kjötiðnaðarmanna, samningur dags. 14. júlí 1958. Sveinafélag pípulagningar- manna, samningur dags. 21. júlí 1958. Verkamannafélagið Hlíf, Hafn- arfirði, samningur dags. 24. júlí 1958. Síðan hefur verið samið við eftirtalin félög: Trésmiðafélag Reykjavíkur, samningur dags. 31. júlí 1958. Verkakvennafélagið Framsókn (aðalsamn.), samningur dags. 3. ágúst 1958. Verkakvennafélagið Framtíðin, Hafnarf., samningur dags. 3. ágúst 1958. Félag matreiðslumanna, samn- ingur dags. 15. ágúst 1958. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur, samningur dags. 22. ágúst 1958. Skipstjórafélag Islands, samn- ingur dags. 28. ágúst 1958. Vélstjórafélag íslands, samn- ingur dags. 28. ágúst 1958. Stýrimannafélag Islands, samn ingur dags. 28. ágúst 1958. Félag ísl. loftskeytamanna, samningur dags. 28. ágúst 1958. Félag bryta, samningur dags. 28. ágúst 1958. Verkakvennafélagið Framsókn (ráðskonur í mötuneytum), samn ingur dags. 28. ágúst 1958. Næsti viðræðufundur var haldinn 1. ágúst sl. og setti Dags- brún þá fram 9% grunnkaups- hækkunarkröfu auk 10 „punkt- anna“, sem fyrr er getið. Vinnuveitendasambandið svar- aði 6. ágúst með gagntilboði sem fól í sér eftirfarandi: 1. 6% grunnkaupshækkun um- fram þau 5%, sem lögboðin voru frá 1. júní sl. 2. Kaup mánaðarkaupsmanna skuli ákveðið sem 200 sinnum samsvarandi tímakaup, sem þýð- ir 2—2,8% hækkun til viðbótar 6%. 3. Verulegur hluti þeirra manna, sem stjórna þungavinnu- vélum skyldi auk þess hækka um einn kaupflokk, sem gefur 2,6% kauphækkun umfram 6%. 4. Fyrir upp- og útskipun i fiskibótum skyldi greiða sama kaup og við togaraafgreiðslu. 5. Lýst var yfir vilja vinnu- veitenda til að stórvirkar vinnu- vélar væru skoðaðar af öryggis- eftirlitinu einu sinni á ári af ör- yggisástæðum fyrir verkamenn. Þetta munu margir vinnuveitend ur hafa framkvæmt, en það er ekki lagaskylda. 6. Vinnuveitendur lýstu yfir fyrri vilja sínum að bæta aðbún- að á ýmsum vinnustöðum, sér- staklega í byggingarvinnu og virt ist fullt samkomulag um það. 7. Vinnuveitendur samþykktu að athugaðir skyldu möguleikar á að krefjast einhvers hæfnis- prófs til þess að öðlast rétt til stjórnar sumra tegunda stór- virkra vinnuvéla. Það skal tekið fram, að mestu kauphækkanir, sem Vinnuveit- endasambandið hefur samið um í sumar, eru 6% og er það til verkamanna í Hafnarfirði og verkakvenna í Reykjavík og Hafnarfirði. Hinn 15. þ. m. barst svo verk- fallsboðun Dagsbrúnar og var þá kauphækkunarkrafan hækkuð í 12%. Loks komu fram í dag vænt- anlega síðustu kaupkröfurnar, en þær eru kr. 710.40 í grunn á viku fyrir þá sem stjórna stórvirkum tækjum. Til samanburðar má geta þess að vikukaup bifvéla- virkja, blikksmiða, jámsmiða, pípulagningarmanna og rafvirkja þ. e. a .s. faglærðra manna er kr. 665,00 á viku. Vér vonum, að af þessu sé ljóst, að það er á engan hátt sök Vinnu veitendasambands íslands, að samningarnir við Dagsbrún hafa dregizt svo mjög á langinn, sem raun ber vitni. (Frá Vinnuveit- endasambandinu). <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.