Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ Allhvass sunnan og suðaustan, skúrir. Viðtal tið Elsu Sigfiiss Sjá bls. 11 213. tbl. — Föstudagur 19. september 1958 Hækkun verzlunarálagningar innar á helztu nauðsynjum Samanburður á verðlagsákvæðum frá 1957 og hinum ákvæðum t FRAMHALDI af frásögn blaðsins í gær af þeirri hækkun verzlun- arálagningar, sem Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið, telur Mbl. rétt, að almenningur eigi kost á því að gera samanburð á verðlags- ákvæðum frá árinu 1957 og þeim verðlagsákvæðum, sem nú hafa gengið, í gildi. Verða hér á eftir taldar nokkrar algengustu nauð- synjar og jafnframt tilgreind verzlunarálagníng á þær eins og hún hefur verið síðan 1957 og eins og hún er nú. Kaffi Heildsala . ’57: 6% ’58: 6,5% Smásala .. ’57: 15% ’58: 18 % Kornvörur, strá- og molasykur Heildsala 1957: 7% 1958: 8% Smásala, þegar keypt er af inn- lendum birgðum: 1957: 25% 1958: 27% Þegar keypt er beint frá útlönd- um .... 1957: 30% 1958: 33% Nýir ávextir Heildsala 1957: 10% 1958: 11% Smásala, þegar keypt er af inn- lendum birgðum: 1957: 30% 1958: 36% Þegar flutt er inn beint frá út- löndum . 1957: 38% 1958: 43% Ýmsar aðrar matvörur og nýlenduvörur Heildsala 1957: 10% 1958: 11% Smásala, þegar keypt er af inn- lendum birgðum: 1957: 30% 1958: 35% Semenfsskipið laskast KLUKKAN um lð í gærkvöldi kom dráttarbáturinn Magni hing að inn á Reykjavíkurhöfn og var hann með skip í eftirdragi. Hafði því hlekkzt á í Akraneshcfn og gat ekki komizt þaðan hjálp- arlaust til viðgerðár hér í Reykja vík. Þetta er sementsflutninga- skipið Dacia, sem er í daglegum förum milli Akraness og Reykja- víkur. Hafði skipið verið að leggj ast að sementsverksmiðjubryggj unni er það rak afturstefnið í bátabryggjuna. Er ekki vitað með' vissu hversu alvarlegar skemmdirnar urðu, en ekki var hægt að beita skrúfu skipsins. Þegar keypt er beint frá útlönd- um .... 1957: 38% 1958: 42% Heilsöluálagning á hreinlætis- vörur er óbreytt. En smásölu- álagning hækkar t. d. á sápum og þvottaefni, ræstidufti og bóni, úr 25% í 28%, þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum, en úr 33% í 36% þegar keypt er beint frá útlöndum. Þá er heildsöluálagning á gúmmístígvél óbreytt, en hækk- ar á öðrum skófatnaði úr 8,5% í 9%. í smásölu hækkar álagning á gúmmístígvélum, þegar keypt er af innlendum birgðum, úr 20% í 22%, en úr 25% í 27%, þegar keypt er beint frá útlöndum. Heildsöluálagning á vefnaðar- vöru er að mestu óbreytt frá 1957 nema að prjónagarn og margs konar metravara hækkar úr 11% í 12% og sokkar og leistar úr nylon óg öðrum gerviþráðum, þar á meðal kvensokkar, úr 8% í 10%. í smásölunni er algengasta hækkun álagningarinnar á vefn- aðárvöru 2%, bæði þegar um inn- lend vörukaup er að ræða og þegar keypt er beint frá útlönd- um, t. d. hækkar álagning á karl- mannafataefni úr 25% í 27%, þegar keypt er af innlendum birgðum, og úr 33% í 35%, þegar um beinan innflutning er að ræða. Þó hækkar smásöluálagning á prjónagarni, alls konar metra- vöru, leðurvörum og fleiru, úr 30% í 33%, þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum, og úr 40% í 43%, þegar flutt er beint frá útlöndum. Mest hækkun á kvensokkum Mest hækkun á smásöluálagn- ingu er á kvensokkum og öðrum sokkum úr gerviþráðum. Þar hækkar álagningin úr 20% í 30%, þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum, og úr 27% í 35%, þegar keypt er beint frá útlöndum. Hliðstæð hækkun verzlunar- álagningar og frá hefur verið greint hér að framan verður á öðrum vöruflokkum. í forystugrein blaðsins í dag er rætt nánar um þessi mál. Sáttafundur stóð yfir í gærkvöldi SÁTTANEFNDARMENN í kjara deilu atvinnurekenda og Dags- brúnar, þeir Torfi Hjartarson, Gunnlaugur Briem ráðunevtis- stjóri og Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómari, voru á fundi með fulltrúum deiluaðila seint í gærkvöldi, er blaðið var fullbúið til prentunar. Ekkj var þá vitað hvort fundurinn myndi standa langt fram á nótt eða ekki en fundurinn hófst klukkan 4 síð- degis í gærdag. Flokksráðsfundur í Keflavík FLOKKSRÁÐ Sjálfstæðisflokks. ins í Gullbringusýslu heldur fund i Sjálfstæðishúsinu í Kefla- vik í kvöld kl. 9 stundvíslega. Frummælandi verður formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, alþingismaður. Mál árásarmannsins þingfest í dag SKÝRT var frá því hér í blað- inu á miðvikudaginn að fullorð- inn maður hefði ráðist á dreng og kjálkabrotið hann. Var þess getið í fréttinni að málið væri til fyrirsagnar í dóms málaráðuneytinu. Þetta var ekki alls kostar rétt, því málið var þá komið frá ráðuneytinu til saka- dómaraembættisins, með fyrir- mæli um það að höfða mál á hendur árásarmanninum, fyrir brot gegn 218. gr. hegningarlág- anna, er fjallar um meiriháttar líkamsárás. Hafði verið ákveðið fyrir nokkrum dögum að málið skyldi tekið fyrir í dag, þ. e. a. s. þingfest. Fréttir i stuttu máli ÞRIGGJA þrepa Atlasflugskeyti var reynt í Flórida í kvöld. — Sprakk skeytið, þegar það hafði verið mínútu á lofti. Slík skeyti hafa 8,800 km. flugþol. VULCAN sprengjuflugvél brezka flughersins flaug í dag frá Labra- dor til Bretlands á 3 klst. 27 mín. Meðalhraðinn var 1,037 km á klukkustund. 150 SERKIR voru handteknir í París í dag. Kindakjöt hækkar mjög í verði UM KLUKKAN 7 í gærkvöldi lauk Framleiðsluráð .landbúnaðar ins fundi sínum, en þar hafði ráðið ákveðið hvert vera skyldi verð á kindakjöti, og var tilkynnt um það í útvarpinu í gærkvöldi. Svo sem vænta mátti, hækkaði kjötið veruiga, enda hafði verð- lagsnefnd landbúnaðarins, sem skipuð er þrem fulltrúum neyt- enda og jafnmörgum frá fram- leiðendum, orðið sammáia um að hækka verðlagsgrundvödinn um 13%. LONDON, 18. sept. — Leiðtogar brezka verkamannaflokksins hafa krafizt þess, að stjórn kínverskra kommúnista verði veitt sæti Kína hjá S. Þ. Til fjandans með alla línubáta segja brezkir togaramenn íslendingar verða að fá 12 mílna landhelgina segir norskur skipstjóri | NESKAUPSTAÐ, 18. sept. — Síð- an 1. september hafa 4 norsk fiskiskip komið til Neskaupstað- ar. Eitt þeirra, v.s. Ruma frá Molde, kom í morgun. Fréttamað- ur Mbl. hitti skipstjórann, Oskar Seth sem snöggvast að máli í dag, og notaði tækifærið tij. að spyrja hann frétta af fiskimiðunum og framferði brezkra togara þar. — Ensku togararnir hafa aldrei j telíið tillit til neins, og ekki hafa þeir batnað núna, sagði skipstjór- inn. Skip hans var úti af Digra- i nesi 20—35 sjómílur undan landi. j Voru þeir þar í dágóðum fiski á 100 faðma dýpi. Allt í einu birt- i ist enskur togari og síðan drifu j þeir að úr öllum áttum. Voru þeir ' á örskömmum tíma orðnir 30 tals- ins. Var þá ekki um annað að gera en flýja af miðunum og láta togurunum eftir að skrapa þau. Ef að vanda lætur, yrðu þeir búnir að þurrausa allan fisk á 2—3 dögum. Ruma missti engin veiðarfæri, en það var bara heppni, sagði Oskar Seth, því ef til vill má það jafnvel kallast heppni að bjarga bátnum undan brezku togurun- um. Hann sagði sögu af því, að fyrir viku var norskur bátur að fiska um 40 sjómílur út af Rauf- arhöfn á 140—150 faðma dýpi, þegar enskan togara bar þar að. I Sá enski setti strax út bauju við j hliðina á bauju Norðmannsins, og togaði svo hringinn í kringum baujurnar! ! Þegar norski skipstjórinn kvart , aði undan þessu við þann enska, svaraði hann bara: „Til helvítis með alla línu-fiskibáta“. Þegar Oskar Seth var spurður að því, hvort hann teldi að Norð- menn yrðu að hætta fiskveiðum við ísland vegna útfærslu land- helginnar, svaraði hann því, að hann teldi það ekki. Það yrði að vísu dálítið erfiðara og stundum stæði fiskurinn grunnt, eins og t. d. í sumar, en venjulega stæði hann miklu dýpra og Norðmenn fiskuðu lítið á þeim slóðum, sem nú eru innan við línuna. í þess- ari veiðiferð hefur Ruma fengið 50 lestir af saltfiski og 44 tonn af lifur. Skipið er 98 tonn brúttó og 12 manna áhöfn. Veiðiferðin, sem nú er að ljúka, mun taka 8 vikur. Skipstjóri spurði um, hvernig gengi í landhelgismálinu og var honum sýnilega mjög umhugað um að kynnast gangi þess máls sem allra bezt. — Þótt það baki okkur ein- hverja erfiðleika, sagði Oskar Seth að síðustu, þá verða íslend- ingar að fá 12 mílna landhelgina viðurkennda. —Fréttaritari. Heildsöluverðið á niðurgreiddu kindakjöti er í ár kr. 24,59 kílóið, en var í fyrra kr. 20,89. Er hér um að ræða 17,71% hækkun. Verðið á súpukjöti í smásölu verður nú kr. 29,50, en það var í fyrra kr. 24,65 kílóið. Er hækkun in 19,68%. Verð á súpukjöti með bráðabirgðaverði því sem verið hefur í gildi undanfarnar vikur fellur nú úr gildi, en það var kr. 34,80 kílóið. Verðið á slátri, án mörs, hækk ar nú upp í kr. 38,00, en var í fyrra kr. 32. Er þar um að ræða 18,75% hækkun. Mör er á ó- breyttu verði frá því sem hann var í fyrra. Kindakjöt í öðrum verðflokki á heildsöluverði var kr. 18,04 kg. í fyrra, en verður kr. 21,64 kg. og er það 19,96% hækkun. Kílóið af II. flokks súpukjöti í smásölu er nú kr. 25,95 en var í fyrra kr. 21,32 og er þar um 21,72% hækk- un. Við ákvörðun á kindakjöts- verðinu gætir að sjálfsögðu fyrst og fremst 13% grundvallarhækk unarinnar, einnig hækkun, sem orðið hefur á smásöluálagningu kjötsins er nam í fyrra 18%, en er nú 20%. Þá hqfur sláturkostn- aður almennt hækkað svo og ýmiss annar kostnaður, sem á vöruna fellur. Listafólki neitað um vegabréfsáritun PRAG, 18. sept. — ítölsku stjórn- arvöldin hafa neitað 300 tékk- neskum hljómlistarmönnum — söngvurum og ballettmeisturum auk fjölda fararstjóra — um vegabréfsáritun til Italíu. Átti listamannahópurinn að fara til Feneyja og láta heyra þar til sín á mikilli listahátíð, sem nú er í uppsiglingu. Engin ástæða var gefin fyrir neitun ítölsku stjórnarvaldanna, en haft er fyrir satt, að þetta sé gert í mótmælaskyni við útvarps áróður tékknesku stjórnarinnar til ítalíu. Fyrir skemmstu hóf tékkneska útvarpið daglegar út- varpssendingar á ítölsku, sem beint var til ítalíu. Aðallega er þar fluttur áróður gegn ítölsku stjórninni og Vesturveldunum. Leikhús Heimdallar: Miðnœtursýning í Austur- bœjarbíói EINS og kunnugt er var í ráði, að Leikús Heimdallar hefði tvær sýningar á gamanleiknum „Haltu mér — slepptu mér“ nú fyrir helgina, en þar sem leik- ararnir eru nú önnum kafnir við æfingar hjá Þjóðleikhúsinu getur því miður ekki orðið af því. En þar sem margir höfðu pantað aðgöngumiða á þessar sýn ingar og vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að efna til miðnætursýningar í Austurbæj- arbíói annað kvöld kl. 11,30. Gamanleikurinn „Haltu mér — slepptu mér“ hefur nú verið sýndur látlaust frá því í byrjun júlímánaðar við sívaxandi aðsókn og frábærar viðtökur leikhús- gesta. Er óhætt að fullyrða að sjaldan hafi gamanl. hlotið svo samhljóða lof íslenzkra leikdóm- ara sem þessi, enda einróma álit allra, sem séð hafa leikinn, að hér sé á ferðinni einhver snjall- asti gamanleikur, sem sýndur hefur verið hérlendis í seinni tíð. Og það eru ekki einungis íslenzk- ir leikdómarar, sem hafa metið leikinn að verðleikum, því áður en sýningar hófust hér, hafði hann verið sýndur mánuðum saman í London og París við engu síðri undirtektir. Aðgöngumiðasala verður í Austurbæjarbíói eftir kl. 2 i dag og á morgun. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.