Morgunblaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 14
14 MORCV1SB1.AÐ1Ð Sunnudagur 26. okt. 1958 SENDISVEINN Röskur sendisveinn óskast allan daginn Olíufélagið h.f. Sími 24380 Iðnaðarsaumavélar helzt með borði og motor, óskast til kaups. Upplýsingar í síma 22450. H/fOFNASMIÐJAN IINHOltl 10 ” • ISiANOl „Old English” ÐHI’BSIIXH (frb- dræ-bræt) Fljótandi gljávax Léttir störfin! Er mjög drjúgt! Sparar dúkinn! Inniheldur undraefnið „Silicones‘*# sem bæði hreinsar, gljáir og sparar — tíma, erfiði, dúk og gólf. FÆST ALLS STAÐAR VERKAMENISi 2—3 vedkamenn, helzt vanir bygginga- vinnu, óskast strax. Um framtíðarat- vinnu getur verið að ræða. Umsóknir sendist blaðinu fyrir n.k. þriðjudagskvöld mokt: Verkamenn — 7097. BAÐKER nýkomin J. Þorláksson & Norðmann h.f. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30 — Reykjavikurhréf Framh. af bls. 13 anir og heimta síðan að aðrir framkvæmi. Aðallega eru það svo ríkið og sveitasjóðir, sem standa eiga undir kostnaðinum, sem af öilu þessu leiðir. Menn gæta þess ekki, að þessar stofn- anir hafa ekki yfir öðru fé að ráða en því, sem þú og óg leggj- um þeim tií. Síðan kvarta menn undan sköttunum og virði koma alveg á óvart, að miki^ kosti að koma öllum ályktunum í framkvæmd. Um kirkju landsins er e. t. v. mest aðkallandi, að kirkjuhúsin séu víðs vegar endurbætt. En er þá skynsamlegt að reisa að nýju allar hinar gömlu kirkjur? Sam- gönguhættir og aðstæður hafa gerbreytzt. Mundi ekki miklu nær að fækka kirkjum, en reyna heldur að gera þær skap- lega úr garði? Aður fyrri voru kirkjur með veglegustu húsum í hverju byggðarlagi. Nú eru þær alltof viða með hinum ömurleg- ustu. Nógir peningar? Hér á landi þarf margt að gera og stundum vill gleymast, að pen ingar eru ekki ótakmarkaðir. Flestir láta þó eins og embættis- báknið sé orðið miklu stærra en góðu hófi gegni. En hverjum kemur til hugar að draga úr því eða standa á móti stækkun, þeg- ar það varðar hans eigin áhuga- mál? Nú er á kirkjuþingi talað fjálglega um 2 eða 3 biskupa í landinu, og er látið svo sem sú fjölgun muni í rauninni ekki kosta neitt. Auðvitað hlýtur hún að kosta töluvert, jafnvel stórfé. En forsætisráðherranum, Her manni Jónassyni, sýnist ekki of- bjóða það. Eftir honum er haft: „Kvað Hermann t.d. ekki úr því skorið, hvort hentugra væri að Alþingi sæti í Reykjavík eða austur á Þingvöllum. Þá kvað ráðherrann mikinn og almennan vilja fyrir því að biskupinn yrði fluttur að hinu forna höfuð- bóli, sem nú hefði verið endur- reist. — Þannig þyrfti áfram að halda. Endurreisa hinn forna þingstað þjóðarinnar að Þingvöll um og síðan Hóla í Hjaltadal“. Áhugamál Hermanns Þá heyra menn það. Hermann Jónasson á sér þó eitt hugsjóna- mál á efri árum annað en að lafa í ríkisstjórn. Það er að flytja Alþingi úr Reykjavík til Þing- valla! Vist er brýn nauðsyn á því að koma betri skipun á starfshætti þingsins. Þar er mikið verkefni fyrir höndum. En vand- fundið mun óráðlegra fálm en að flytja þingið til Þingvalla, kosta þar milljónatugum upp á nýöyggingar og láta síðan þing- heim og mikið starfslið sitja þar mánuðum saman. Öðru hverju tala hinir æðstu valdamenn fjálega um nauðsyn á því að spara. En bæði þeim og öðrum gleymist alltof oft, að tal- ið eitt nýtist litt til sparnaðar. Leiðin til að spara er að spara Ný bók Lög og soga Greinasafn dr. Ólafs Lárussonar kom út í gær, fyrsta vetrardag. HLADBUÐ IISil 1000 tíma Allar stærðir Allar gerðir Alls staðar Heildsölubirgðir; TERRA TRADING hf Sími 1-1864 en ekki bæta sífellt við nýjum útgjöldum. Afturför Eysteins Aðstaðan við umræður við framlagnngu fjárlaga er harla ójöfn. En Eysteinn Jónsson nýt- ir nú í fyrra þann aðstöðu- mun til hins ýtrasta. Við um- ræðuna sl. mánudag þótti þrennt einkum athyglisvert: Frammistaða Eysteins. Hún vakti þeim mun meiri eftirtekt sem vitað er, að Eysteinn getur stundum verið snarpur ræðu- maður, ekki sízt í útvarpi. Nú förlaðist honum mjög og var greinilega brugðið í svarræðu sinni. Rangindin fá ekki rétt við svo lélegan málstað sem Eysteinn Jónsson hefur nú að verja. Þá þótti málflutningur Magn- úsar Jónssonar með ágætum. Hann flutti mál sitt með rökum og stillingu, svo sem hans var von og vísa. Loks reyndi Emil Jónsson að reka af sér slyðruorðið. „Hann talaði eins og bankastjóri" sagði einn af stuðningsmönnum stjórn- arinnar. Þessi lýsing átti að sýna, að ekki væri fullt mark takandi á orðum Emils. En staðá Emils fær orðum hans einmitt sér- stakt gildi í þessu sambandi. Hann hefur öðrum mönnmn bet- ur færi á því að fylgjast með því, sem er að gerast í fjármál- unum og þess vegna hefur hann nú ekki lengur getað orða bund- izt. Þó er það ekki eingöngu fjár- málavizkan, sem ráðið hefur orð- um formanns Alþýðuflokksins. Þar kemur einnig til, að Alþýðu- flokksmenn eru nú farnir að skilja, að með áframhaldandi þjónustusemi sinni við Eystein Jónsson og Framsóknarflokkinn brugga þeir sjálfum sér banaráð. Listkynniug STYKKISHÓLMI. — S.l. aunnu- dag komu á vegum Ríkisútvarps ins og menntamálaráðs til Stykkishólms listamennirnir Guðmundur Jónsson óperusöngv ari, dr. Páll Isólfsson og Björn Olafsson fiðluleikari. Héldu þeir tónleika í kirkjunni og voru verk eftir innlenda og erlenda höf- unda á efnisskránni. Kirkjan var þétt setin og var listamönnun- um forkunnarvel tekið. Sr. Sigurður Ó. Lárusson ávarpaði þá í lok tónleikanna og þakkaði þeim komuna, en Guð- mundur Jónsson svaraði f.h. þeirra félaga. Það er mjög ánægjulegt að þetta starf er hafið og fjöldinn fagnar því. — Á.H. Mega ekki líta hið veikara kyn j BELGRAD, 22. okt. — Tveir júgóslavneskir sjomenn, sem handteknir voru í Shanghai í júlí sl. hafa enn ekki verið látn- ir lausir þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir jugóslavnesku stjórnar- innar til þess að fá þá leysta úr haldi, eða a.m.k. fá vitneskju um afdrif þeirra. Mennirnir voru á júgóslavn- esku skipi og handteknir, þegar lögregla kínsverkra kommún- ista gerði leit í skipinu í höfn- inni í Shanghai. Var sjómönn- unum gefið að sök að hafa átt vingott við kínverska konu. Ámeríska bókasýníngin Allra síöasti dagur — Opið frá Ameríska kl. 10-10 e.n. bókasýningin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.