Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 6
MORGllNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. des. 1958 ,-v.. Hlustað á útvarp Á LAUGARDAGINN 6. þ. m. var farið með leikritið Grann- konan, samið upp úr sögu Doro- thy Parker, leikstjóri var Indriði Waage. D. Parker er ætíð skemmtilegur höfundur, þó hún kannske risti ekki mjög djúpt, sem skáld, hefur hún oftast eitt- hvað frambærilegt á boðstólum og er mörgum þeim skáldum fremri sem hærra er hossað. Því, satt að segja, eru sum þessi „miklu“ skáld, stundum, frábæri- lega leiðinleg, þótt sjálfsagt Johan Faye með gamla kirkjuklukku. Eru íslenzkir dýrgripir frá söguöld seldir úr landi? f NORSKUM blöðum les ég furðu lega frásögn um íslenzka kirkju- klukku frá 11. öld. Og ég spyr sjálfan mig: — er þetta satt, er þetta hægt? Allir sem lesið hafa, muna til hinztu stundar, frásögn Halldórs Laxness, í upphafi sögunnar ís- landsklukkan, er gamli maður- inn, fæddur í Bláskógaheiðinni, horfir á þá kumpána, fangann Jón Hreggviðsson og böðulinn Sigurð Snorrason, höggva niður og brjóta klukku landsins“ — sem fylgt hafði Alþingi við Öxará, síðan það var sett — löngu fyrir daga kóngsins. Hvort eru slík tíðindi enn að gerast á voru landi íslandi? Ef til vill í höfuðborginni, sem nú hýsir hið háa Alþingi og hefir aðeins útreiðar-útibú á Þingvelli við Öxará, til afnota um helgar þegar vel viðrar. í blaðinu les ég: íslandsklukkan frá 11. öld, sem á sér undarlega sögu. — Og ennfremur Elzta kirkjuklukka í Noregi er í Hölen. En Hölen er sveit austan Oslo- fjarðar í Noregi. Og svo keraur frásögnin um klukkuna. Rétt fyrir heimsstyrjöldina síð- ustu komu kauphéðnar (skinn- handlere og pelsdyrfolk) frá ís- landi til Noregs, þeir keyptu loð- dýr og greiddu verð þeirra með — kirkjuklukku. Á stríðsárunum rakst maður að nafni Johan Fay á klukkuna hjá hinum norska skinna-Dóra sem átt hafði kaupin við hina þjóð- hollu íslendinga, og keypt hana, mest til þess að koma í veg fyrir að hún yrði seld Þjóðverja nokkr um sem var að bera víurnar í klukkuna. lukkan var þá metin á 19 þúsund krónur, norskar. Eftir stríðið lét Fay klukkuna af hendi, og var þá illa að hennx búið, endaði það með því að hann eignaðist gripinn á nýjan leik. Vill hann nú ganga betur frá um framtíð klukkunnar og tryggja, að hún verði varðveitt svo sem slíkum kjörgrip sæmir. Hefir Fay hafið umræður við Smemo bisk- up í Oslo um það mál. Ein uppá- stunga er sú, að klukkunni verði komið fyrir í hátíðasölunum í Akkershus slotinu í Oslo. Verði það ofan á má með sanni segja, að íslandsklukkan hafi hlotið heiðurssess meðal þjóðminja í höfuðborg Norðmanna. Ekki kem ur það til af litlu. Þjóðminja- vörðurinn Roar Hauklid og fleiri fræðimenn hafa látið svo um mælt, að klukkan eigi vart sinn líka hér í Noregi, eftir að kirkju- klukka af svipaðri gerð fórst í eldi 1898.Hauklid telur, að klukk- an sé ekki venjuleg kirkjuklukka heldur svonefnd munkaklukka eða kóraklukka, sem í kaþólsk- um sið hékk í kór kirkjunnar og var notuð við ‘iðasöng. O. Platou \ erkfræðingur sem er talinn vera mesti sérfræðingur hér á landi, í því sem nefnt er „kampano- logia“ (klukku og klukkuturna- fræði) er einn meðai þeirra fræði manna, sem hafa skoðað fslands- klukkuna. Telur hann, að hún eigi fáa sína líka þótt víða sé leitað. Segir hann hljóm klukk- unnar góðan, — „grunntonen er klar og ledsages av en harmonerende bitone.“ — -----Ekki getur þetta allt verið gripið úr lausu lofti, eða verið órtierkt blaðahjal, þó að slíkt komi stundum fyrir. En hvernig er þessu þá varið? Hvaðan er klukka þessi komin og hver vann það óhæfuverk að selja hana til Noregs (hún gat svo sem lent í verri stað), því að óhæfuverk liefir það verið, ef sá hinn sami befir haft nokkra hugmynd um, hvað hann var að gera Fleiri spurningar geta vaknað. Er þetta íslenzkur kirkjugripur, eða er það skipsklukka, komin úr strandi, gæti það ekki skeð? Þó ekki afsaki það sölu slíks grips. Eitthvað held ég sé bogið við það sem segir í blaðinu, að þeir sem fluttu klukkuna til Nor- egs hafi greitt með henni loðdýr, sem þeir keyptu og fluttu til ís- lands til unadaneldis réít fyrir stríðið? Lifandi dýr virðast ekki vera talin í verziunarskýrslum 1938 og 1939, en 1936 og 1937 eru bæði árin fluttir inn bæði silfur- refir og merðir frá Noregi. Vel getur þetta, að klukkan hafi kom ið til Noregs rétt fyrir stríðið, hafa skolast eitthvað, og má líka til sanns vegar færa, ef það hefði verið 1937. Meðal annarra orða, var klukk- unum úr franska spítalaskipinu St. Páli bjargað, er það strandaði við austurströndina forðum? Og hvað varð af þeim, ef þeim var bjargað? Gat forn-helg klukka verið um borð í því skipi? Hvað segir fornminjavörður um þessa íslandsklukku, sem nú er orðin norsk eign, um þessa klukkusölu og historíuna alla? Og loks, ef allt þetta ótrúlega sem sagt er um þessa klukku er satt og rétt, og hún er slíkur kjörgripur, er þá ekki þess vert að athuga, hvort ekki er hægt ennþá að bjarga henni heim til íslands aftur. Væri hún ekki enn- þá betur komin í hinni nýju dóm- kirkju í Skálholti heldur enn í slotinu á Akershus, þótt það sé virðulegur staður? Á Jaðri, 26. nóvember 1958. Árni G. Eylands. flytji þau einhverja speki og boðskap. Það þarf oft sérstaka tegund manna til þess að lesa þá spekinga, skilja þá og njóta þeirra torráðnu dulrúna, sem þeir rista. Dorothy Parker og hennar líkar eru aldrei með vangaveltur og tæpitungu, en segja þó margt athyglisvert og skemmtilegt. ★ Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps stjóri vinnur gott verk og þarf- legt með þáttum þeim er hann nefnir Á bókamarkaðinum. Þar fær maður góðar glefsur úr nýj- um bókum, sjálfsagt venjulega valdir beztu kaflarnir. — Er það bæði fróðlegt og þarflegt að kynnast þar með dálítið þessum bókum ,sem margar eru góðar og girnilegar, en aðrar virðast, aft- ur á móti fremur lítils virði. ★ Hugleiðingar Einars Pálssonar út af ævintýri H. C. Andersens um Skiuggann var vel samið og eftirminnilegt. Verður það ekki frekar rakið hér, en æskilegt væri að margir hefðu hlustað á það, því margt var þar sagt af næmum skilningi og viti, sem fólk hefur gott af að heyra og muna. Séra Sveinn Víkingur talaði um daginn og veginn. Hann ræddi um þinghöld þau hin mörgu og miklu hér í haust, aldrei færri þing en tvö í einu frá því snemma í haust, og stund um allt að fimm þing í einu að hrafnaþingum meðtöldum, sagði hann. Skoðun þingmanna yfir- leitt að stöðva beri verðbólgu- öldina eða flóðið, en engin stétt má slá af kröfum um kaup og uppbætur. Þrátt fyrir góðan vilja hefur vísitalan hækkað um 17 stig, enginn gjaldeyrisforði er til, en samt á ríkisstjórnin að leysa þennan vanda. Lán, erlendis, fást ekki, enda á toppi. Já, stjórnin á að laga þetta allt, án þess að nokkur maður þurfi að fórna neinu, eða nokkuð dregið af nokkrum manni. En svo var nú stjórnin, sem samanstendur af þrem flokkum, þrískipt í mál- skrifor úr daglegq lifirm Salt, hálka og beinbrot KR. skrifar: „Mér finnst það mjög vafa- söm öryggisráðstöfun hve miklu salti er dreift á göturnar, þegar hálka er eða jörð hefur gránað. Það sem fyrir ráðamönnum vakir er auðvitað viðleitnj til að auka öryggið á götunum, en ég álít þó að það bjóði hættunni heim á öðrum götum, auk þess sem mik- ill ókostur er að aka á saltborn- um götum vegna bílanna sjálfra. Ég tel eftirtalin atriði mæla á móti saltaustrinum: 1. Þegar salt er borið á aðal- umferðargötur, taka margir bíl- stjórar keðjurnar af bílum sínum eða láta þær alls ekki á, en lenda svo oft í vandræðum, þegar þeir aka á saltlausum götum, en það beinlínis eykur slysahættuna á þeim. 2. Bílstjórar eru almennt mót- fallnir því að salt sé borið á ak- brautir, því saltvatnið sem hjólin ausa undir bílana, flýtir mjög fyrir ryðmyndun og öðrum skemmdum á bílunum. 3. Þegar hálka er eða snjór á öllum götum, eru bílar almennt með keðjur og þeim er ekið með tilliti til ökuskilyrðanna á hverj- um stað. Til hvers er líka verið að moka salti á einstefnuaksturs- götur, þar sem hættan er minnst? 4. Þeir bílar, sem aka á keðjum, hljóta að slita mikið auðumgöt- um, enda oft verið kvartað um götuslitið á vorin eftir veturinn, vegna bíla, sem aka aðalumferð- argötur á keðjum. 5. Það er eytt mörgum hundr- uðum þúsunda króna á hverjum vetri í að auðvelda akstur bif- reiða um götur bæjarins með salt burði, snjóýtum og mokstri. Þess- um peningum væri betur varið í að hreinsa gangstéttarnar, og jafn vel bera stundum á þær salt, því einmitt á hálum gangstéttum verða slysin á gangandi fólki, en ekki á akbrautunum. Það eru því vinsamleg tilmæli til þeirra, sem þessum málum ráða, að hér verði breyting á, svo að slysum fækki hjá þeim sem engan bílinn eiga, hinir eiga að geta passað sig sjálfir með gætilegum akstri.“ Bílar með keðjur, menn með brodda EG er hræddur um að það sé álitamál hvor eigi hægara með að halda sér á réttum kili í hálku, bifreiðastjórinn í bílnum sínum eða vegfarandinn gangandi. Báð- ir geta gert alls kyns ráðstafanir til að draga úr hættunni, en hvor- ugur aðilinn getur tryggt sig ör- ugglega gegn áföllum. Bifreiða- stjórinn getur sett keðjur á bílinn og ekið varlega, vegfarandinn get ur líka staulast varlega meðfram grindverkum og húsum og geng-. ið á mannbroddum. Hefði þetta síðasttalda aldrei verið lagt nið- ur, hefði mörgum verið spöruð slæm bylta. Fyrir svona 20 til 30 árum höfðu margir mætir borg- arar í Reykjavík brodd undir lág- ilinni á skólhlífum sínum. Þenn- an brodd mátti leggja niður, svo hann flæktist ekkj fyrir, ef hans var ekki þörf, en reisa hann svo upp og ganga keikur um svellin, þegar kalt var á jörðu. Klossuðu mannbroddana, sem notaðir voru til sveita, var hreinasti óþarfi að bera í jafn fínum bæ og Reykja- vík var. í hálkunni síðustu dag- ana hafa menn gripið til annars réðs: Keypt þykkan plástur og límt hann undir skóna sína. En svo við snúum okkur aftur að saltinu, þá er það mesti 6- þverri nema í graut, hvort sem er á gangstéttum eða akbrautum. Það skemmir gúmmíin á bílnum og gúmmískóhlífarnar á fótunum. En beinbrotogbeyglaðir bílar eru líka óþverri, og Velvakandi getur ekki gert sér nokkra grein fyrir því hversu miklum spjöllum salt- ið veldur og hve margar byltur og árekstra það sparar. Það væri ekki ófróðlegt rannsóknarefni — og gæti komið að miklu gagni að fá úr því skorið. inu, hvernig leysa bæri vand- ann og því eðlilegt að hún gæfist upp. Nýr verðbólgutími er skoll- inn á, eins og forsætisráðherra Hermann Jónasson sagði. Flokk- arnir, sem að stjórninni stóðu, báru ekki gæfu til að standa sam an, er til úrslita kom. Nú er þjóðin stödd í miklum vanda. — Hefði fyrir löngu átt að sjá, að ekki er unnt að lifa um efni fram ár eftir ár. Ástandið verð- ur aldrei lagað án fórna og mik- illa átaka. öll þjóðin verður að skilja það. Verkamenn, bændur, sjómenn og starfsmenn allir. — Þetta gildir ekki eingöngu um fjárhagsmál, heldur og um sið- ferðismál. Við blasir nú hrun. ef útgerð báta stöðvast um nýár- ið. Þjóðin krefst þess af alþingi, að eitthvað verði gert. Við höf- um þegar fengið nóg af aðgerða- litlu og úrræðalausu alþingi. — Þjóðin hefur nú betri skilyrði en nokkurn tíma áður til að geta lifað góðu lífi í landinu ef góð ríkisstjórn fer með mál dugandi og sparsamrar þjóðar. Þetta er útdráttur úr eftirtektarverðri ræðu séra Sveins Víkings um dag inn og veginn. ★ I stað samfelldrar dagskrár í tilefni af 800 ára afmæli borgar- innar Miinchen, sem féll niður, flutti Þorsteinn Guðjónsson er- indi um Hvamms-Sturlu og af- komendur hans. Þetta var prýði- legt erindi og margt skynsamlega athugað hjá höfundi erindisins. Sturla og afkomendur hans hafa oft ekki verið látnir njóta sann- mælis hjá sagnriturum seinni tíma. Til dæmis hefur sjálfur Snorri verið lastaður fyrir það, að hann var friðsamur maður, sem forðast vildi vígaferli og manndráp, var friðsamur höfð- ingi. Ræðumaður taldi að Snorri hefði, eins og próf. Sigurður Nordal hefur sannað, skrifað Eg- ils sögu. Einnig taldi hann líklegt að Sturla Sighvatsson hefði ritað Laxdælu og að fleiri ágætar forn- sögur, svo sem Víga-Glúms saga og Eyrbyggja hefðu sennilega verið ritaðar af niðjum Hvamms- Sturlu. Sturla Sighvatsson var áreiðanlega friðsamur maður, þótt hann dræpi ræningjana úr Vatnsfirði. Hvað sýndi það ann- að en ógeð hans á blóðsúthelling- um að hann lét ekkki drepa Giss- ur Þorvaldsson, er hann náði hon um á vald sitt? Varð það mein- leysi þó afdrifaríkt fyrir hann og aðra Sturlunga marga. ★ Kvöldvakan 12. des. var góð og skemmtileg. Fyrst fíutti Einar Ásmundsson hrl. annað erindi sitt er hann nefndi Meðal bænda og jnunka. Þessi ferðasaga frá Þýzkalandi var vissulega mjög fróðleg og skemmtileg því hann sagði frá héruðum og fólki, sem maður hafði lítið heyrt um áður. Oft eru ferðasögur leiðinlegar, af því að fólk staglast á því sama hver eftir annan, og ferðamenn rekja slóðir hver annars. Einar Ásmundsson fór á staði, sem fáir koma á og lítið hefur verið um sagt. — Þá voru leikin Ijúf og fögur lög eftir Þórarinn tónskáld Guð- mundsson. Þórarinn tekst jafnan að slá á þá strengi er til hjart- ans ná. — Jóhannes Davíðsson bóndi í Hjarðardal flutti erindi um ferða lag yfir Breiðadalsheiði. Lítill hópur fólks, þar á meðal ræðu- maður, lenti þar í blindhríð og var mjög hætt komið. Heiði þessi er há og ill yfirferðar vegna snjóa og illviðra. Sem betur fór komst þó fólkið allt lífs af en nokkuð kalið þó sumt. — Loks las Ragnar Ásgeirsson upp kafla úr bók sinni Skruddu, er það vafalaust fróðleg bók og vel rituð. — Guðni Þórðarson blaðamaður hefur flutt erindi nokkur frá Arabalöndum, en um þau lönd ferðaðist hann. Guðni er mikill ferðagarpur og hefur gefið út bók um reisur sínar, sem sjálfsagt er ágæt — ef hún líkist ferðaþátt- um þeim er hann hefur flutt í útvarp. Þorsteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.