Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 8
MORCVHBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. des. 1958 c Starfsfólkið. Nýtt og glæsilegt Lands- hankahús risiö á Isafirbi Var tekið i notkun i gær ísafirði, 13. desember. j Á bezta stað í bænum FtJLLLOKIÐ er smíði stórhýsis Bygging hússins hófst í júlí fyrir starfssemi Útibús Lands- ( 1956. Stendur það á horni Hafnar banka íslands hér á Ísafirðí. í því strætis og Pólgötu, á fögrum stað tilefni var boðið þangað á annað og er hin mesta bæjarprýði. Húsið hundrað gestum. Einnig voru teiknaði Bárður ísleifsson, arki- mættir nokkrir forráðamenn aðal, tekt, Reyjavík. Byggingameistari bankans í Reykjavík, m. a. Valtýr J var Óli J. Sigmundsson, ísafirði, Blöhdal formaður bankaráðs, Jóal Neisti hf. annaðist ailar raflagnir, Anddyri bankans. Mar íasson, bankastjóri seðlabank ans, en Jón starfaði lengi hér á ísafirði, og Svanbjörn Frímanns- scn, bankastjóri. Þarna voru veit ingar fram bornar og ræður haldrGi' í tilefni aí þessum merira áfanga í sögu útibúsins hér. Nk. mánudag, 15. desember, verður útibúið svo opnað fyrir starfsemi sína. Öllu er mjög hagan'ega fyrirkomið, til þess að hægt sé að veita viðskiptamönnunum sem greiðasta og bezta þjónustu. Ásgeir Jóhannsson, pipulagninga- meistari sá um rörlagningar, Helgi Halldórsson um múrverk innanhúss, Marte:nn Davíðsson um múrverk utanhúss, Guðmund ur Sæmundsson og synir fram- kvæmdu málningu í húsnæði bankans, en Friðrik Bjarnason sá um málningu í íbúð útibússtjóra. Húsgögn voru að mestu smíðuð hjá Guðmundi Breiðdal, Reykja- vík. Jón Karlsson frá Akureyri sem er arkitekt hjá Skandina- viska bankanum í Stokkhólmi, teiknaði öll húsgögn og réði litum og efnisvali innanhúss. Hvað er á augna? SVO heitir ein af jólabókunum, sem mesta athygli manna munu vekja. Hún er sjálfsævisaga undramanns og segir frá undrum og mjög furðulegum fyrirbærum. Höfundurinn er Paramhanska Yogananda, en frú Ingibjörg Thorarensen hefur íslenzkað bók- ina og er þetta þrekvirki frúar- innar vissulega aðdáunarefni, því að bókin er hálft fimmta hundrað blaðsíður og engan veg- inn léttmeti né auðveld í þýð- ingu. Eg er að lesa þessa bók, en á langt í land með að ljúka lestr- inum, en finn hjá mér hvöt til þess að vekja á henni athygli nú fyrir jólin. Yfirleitt sækjast menn eftir að lesa um undur og furðuleg fyrirbæri, á slíkt skortir ekki í þessari bók. Vissulega er okkur nútímamönnum, sem er- um hálfblindaðir af efnishyggju og truflaðir af glaummikilli yfir- borðsmenningu, hollt að hug- leiða efni þessarar sérstæðu bók- ar, og gætum við tileinkað okk- ur hið dásamlegasta í boðskap hennar, eins og líka í hinni heilögu bók okkar kristinna manna, mundum við síður ör- vænta um framtíð mannkynsins. mm ! ■ II i; ■i i-: ■m ^Pii? it w Im ■ Afgreiðslusalurinn. Nýtízku tæki Húsið_ er tvær hæðir, kjallari og ris. Á fyrstu hæð er húsnæði fyrir starfsemi bankans. Þar er mjög vistlegur afgreiðslusalur með ýmsum nýtízku tækjum, m.a. gjaldkeravél, fyrstu sinnar teg- undar hér á landi. Þá er sérstakt herbergi fyrir vélabókhald, en slíkt bókhald verður tekið í not- kun smám saman. Á hæðinni er einnig rúmgóð og vistleg skrif- stofa útibússtjórans. í kjallara eru fjárhirzlur bankans og geymsluhólf fyrir viðskiptavini. Auk þess er þarna eldhús og að- staða fyrir starfsfolk til þess að drekka kaffi. Þá er þarna sú nýjung, að sérstakt herbergi hefir verið innréttað fyrir viðskipta- menn bankans, einkum ætlað þeim, sem eiga heima utanbæjar. f þessu herbergi er sími fyrir viðskiptamennina. í kjaliara er einnig geymsluhólf fyrir fylgi- skjöl bankans. Hillum þar er hag- anlega fyrirkomið. Hillurnar eru færanlegar og hér um að ræða sænskt „patent“, sem ekki hefir þekkst hér á landi fyrr. Einnig er miðstöð og hitunarkerfi í kjall- ara. Á 2. hæð er íbúð útibússtjóra og auk þess gestaherbergi fyrir gesti bankans og það starfsfólk frá aðalbankanum í Reykjavík, sem hér kemur til með að dvelj- ast um stundarsakir. Rishæðin er leigð út fyrst um sinn. Húsið er 220 fermetrar að stærð eg, sem fyrr greinir, falleg bygging og hin rnesta bæjarprýði. útibússtjóri. Tók til starfa 1904 Útibú Landsbankans tók til starfa hér árið 1904, og hefir ver- ið til húsa á fjórum stöðum í bænum, lengst af í leiguhúsnæði. Nú loks hefir það fengið sitt eigið húsnæði, sem endast mun um langa framtíð. Fyrsti útibússtjóri hér var Þorvaldur Jónsson, lækn- ir. Núverandi útibússtjóri er Ein- ar Ingvarsson, og skrifstofustjóri er Hafsteinn Hannesson. Starfs- fólkið er alls níu talsins. G. K. bak við myrkur lokaðra Þótt stórveldi státi nú af atóm- sprengjum og langdrægum flug- skeytum, nægilegum til að eyða löndin, þá er til máttur þessum meiri, mátturinn sem ræður yfir frumorku efnisins — máttur andans, og þyrftum við að læra að hagnýta hann til bjargar öllu mannkyni. Sjálfsagt reynist okkur mörg- um örðugt að trúa sumum þeim undrum, sem bókin lýsir, en ekkert getur verið mannkyni nauðsynlegra en að innlífa sig þeim sannindum, sem birta vald andans yfir efninu. Þessi andlega íþrótt hlýtur að verða æðsta keppikefli mannsandans, því að „vaxa yfir sjálft sig“ er jafnvel „efnisins þrá“, eins og skáldið Einar Benediktsson orðar það. Þótt kenningar þessarar bókar virðist okkur framandi og fjalli um það, sem kalla mætti ótrúlega undursamlegt, er það þó í sam- ræmi við kenningu meistara okk- ar kristinna manna, sem kenndi, að allt gæti sá sem trúna hefði. Þetta hefur kristnum þjóðum verið prédikað, en þær aldrei lært að gerd að raunveruleika í lífi sínu og er það þeirra mesti skaði. Veitir því ekki af fræðslu , þessum mikilvægustu vísindum — vísindum andans. Miklu veigameiri en orð mín, hljóta að vera orð eins manns, sem flestir íslendingar munu þó ekki kannast við, en svo vill til að eg hef lesið dásamlega bók eftir hann. Hún heitir The Hun- gry Eye og er um list og lista- stefnur. 1 henni er mynd af einu af merkustu listaverkum Einars Jónssonar. Höfundurinn er pró- fessor í fagurfræði og heimspeki við Syracuseháskólann í New York. Nafn hans er Raymond F. Piper. Hann segir um bók Yogan- andas: „Eftir að hafa lesið af einlægni þessa bók, nýtur maður þeirrar unaðslegu tilfinningar að vera orðinn vinur sjaldgæfs snillings. .... Létt, fíngerð kímni leikur um alla bókina...... Hann og fylgjendur hans leggja megin- áherzlu á mikilvægi þess að koma á alþjóðabræðralagi. Austur- og Vesturlönd verða að leggja hinn gullna meðalveg, sem sameinar sólræna einbeitingu og fram- kvæmdir. Bókin <er stórkostleg, töfrandi ævintýri um lítt þekkta andans heima. Leiðtogi okkar hefur lýst töfrum þeirra hrífandi og skýrt og af sannfæringu." Maðurinn sem gefur bókinni þenna vitnisburð, hefur ferðast mjög um Austur- og Vesturlönd, alls um 20 lönd, kynnt sér helztu listastefnur þjóðanna og 13 helztu trúarbrögð heimsins. í riti, sem Columbía-háskól- inn gefur út, er sagt um bókina: „Ekkert þessu líkt hefur verið skrifað á ensku eða nokkru öðru Evrópumáli, sem kynnir yoga jafn vel.“ „Stórkostleg frásögn,“ segir San Francisco Cronicle. Ekki hefur höfundi þessarar bókar reynzt erfitt að trúa frá- sögn jólaboðskaparins um engla- sýn fjárhirðanna á Betlehems- völlum. Á öllum öldum hafa út- valdir menn reynt að gefa okkur trú á hið yfirnáttúrlega, sem okkur finnst svo ótrúlegt, en í bókinni eru ekki aðeins frásagn- ir um hið furðulega og ótrúlega, heldur einnig djúp einföld lífs- speki. Aðeins 6 efstu línurnar á blaðsíðu 23 birta undursamleg sannindi, sem við fljótráðir menn þyrftum að tileinka okkur. Vandalaust væri fyrir mig að telja eitt og annað fram, sem mér finnst vera gallar á bókinni, t .d. of sterk lýsingarorð hér og þar, og sjálfsagt geta málvönd- unarmenn fundið einhverja smá- galla á málinu, en um slíka smá- muni eyði eg ekki fleiri orðum í þessum fáu línum, sem lítil skil gera hinni miklu bók. í svo stuttu máli er ekki heldur unnt að birta nein sýnishorn úr bók- inni, og er líka vafasamt hvort heppilegt er að slíta þar nokkuð úr samhengi. Vafalaust verða skoðanir manna skiptar um bók- ina og fjarri sé það mér að játa, að eg hafi tileinkað mér trú á þau undur, sem bókin fjallar um, til þess er of mikið af Tómasar- eðlinu í mér, en boðskapur bók- arinnar er stórkostlegur og vafa- laust verður hún mörgum undr- unar og aðdáunarefni. Markvert er það, að hin ágæta prestsfrú, Ingibjörg Thorarensen, skyldi ráðast í að þýða bókina. Það er ef til vill enn ein sönnun þess, að brjóstvit konunnar — móðurinnar, sem fengið hefur það hlutskipti að hlúa að lífi og varðveita líf, sér oft lengra en rökhyggja heilavits okkar, en flesta mun okkur þó langa til að fræðast um það, sem er á bak við myrkur lokaðra augna. Pétur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.