Morgunblaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 2
’Z MORUVNBLAÐÍÐ Laugardagur 31. jan. 1959 * Umrœður um niðurfœrslufrumvarpið í efri deild í gœr STJÓRNARFRUMVARPIÐ um niðurfærslu verðlags og launa o. fl. var tekið til annarrar umræðu í efri deild Alþingis kl. 1,30 í gær. Fjárhagsnefnd deildarinnar hafði tviklofnað um málið Meiri hlut- inn, Eggert G. Þorsteinsson, Gunn ar Thoroddsen og Jóhann Jósefs- son, lögðu til að frv. yrði sam- þykkt óbreytt. Björn Jónsson greiddi atkvæði gegn frumvarp- inu í nefndinni, en Bernharð Stefánsson skilaði séráliti. Eggert G. Þorsteinsson hafði framsögu fyrir hönd meirihlut- ans. Skýrði hann frá störfum nefndarinnar og afstöðu ein- stakra nefndarmanna og lagði til að frv. yrði samþykkt. Bernharð Stefánsson talaði fyr ir hönd 1. minnihluta fjárhags- nefndar deildarinnar. Rakti hann frumvarpið og efnahagsráðstaf- anirnar aimennt og kvað erfitt að taka afstöðu til þess máls með an ekki lægi meira fyrir en þetta frv. Kvaðst hann að lokum óska, að sú tilraun, sem hér væri gerð til að lækka dýrtíðina, tækist, og því mundi hann ekki leggjast á móti þessu frv. Bjöm Jónsson talaði af hálfu 2. minnihluta fjárhagsnefndar og lagðist eindregið gegn frumvarp- inu. Páll Zóphóníasson kvaðst ekki geta fylgt frumvarpinu þar eð með ákvæðum þess væri bænda- stéttin sett skör lægra en aðrar stéttir. Emil Jónsson, forsætisráð- herra, kvað fjölda manna á þessu landi ekki hafa fengið uppbót á sín laun frekar en bændur. Auk þess hefði varatillaga framleiðslu ráðs landbúnaðarins verið tekin upp í frumvarpinu. Klukkan 3,59 var fundi frestað til kl. 4,45. Var annarri umræðu um frumvarpið þá haldið áfram og talaði fyrstur Finnbogi Bútur Valdimarsson. Ræddi hann um tilraunir til stjórnarmyndunar í des. s.l. og kvað bæði Framsókn- arflokkinn og Alþýðubandalagið hafa treyst því, að núverandi for sætisráðherra gæti myndað stjóm með þessum flokkum. Al- þýðuflokkurinn hefði hins vegar ekki getað hugsað sér neitt nema bráðabirgðastjórn. Hermann Jónasson kvaðst lítið hafa gert að því að vísa til sam- ræðna, sem átt hefðu sér stað við tilraunir til stjórnarmyndunar. Hins vegar hefði hann skýrt Emil Jónssyni frá þeirri skoðun sinni, að hann teldi skynsamlegast eins og á stóð, að mynda þjóðstjórn. Hefðu Framsóknarmenn álitið það beztu lausnina, því reynslan hefði sýnt, að það þyrfti furðu lítinn andblæ af hálfu stjórnar- andstöðu til að hindra að ríkis- stjórn kæmi fram málum sínum. Fleiri tóku ekki til máls við aðra umræðu málsins. Var nú gengið til atkvæða. Allar breyt- ingartillögur voru felldar, eins og nánar er skýrt frá annars staðar í blaðinu og frumvarpinu vísað tii 3. umræðu með 9 atkvæðum gegn þremur. Frumv. var tekið til þriðju um ræðu þegar að lokinni annarri umræðu. Alfreð Gíslason talaði þá fyrir breytingartillögu komm- únista um launajafnrétti karla og kvenna, samhljóða þeirri er felld var í neðri deild daginn áður. Að máli hans loknu sagði mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason nokkur orð, en síðan var gengið til atkvæða. Tillagan var felld með 9 atkvæðum gegn þremur, en fimm sátu hjá. Frumvarpið sjálft var samþykkt með 8 atkv. gegn þremur að viðhöfðu nafna- kalli, en 6 sátu hjá (Framsóknar- menn). Við atkvæðagreiðsluna um frumvarpið gerði Hermann Jón- asson grein fyrir afstöðu Fram- sóknarmanna og var sú greinar- gerð samhljóða þeirri er Eysteinn Jónsson hafði gert í neðri deild daginn áður. Forseti deildarinar lýsti því yfir að frumvarpið um niður- færslu verðlags og launa o.fl. væri orðið að lögum og sleit því næst fundi. Flugslysið í Miami // Ég hélt ég mundi sjá Sankti Pétur" TVÖ FLUGSLYS urðu í Banda- ríkjunum í síðuistu viku með all- undarlegum hætti, en þykja merkilegust fyrir þær sakir, að allir farþegar og áhafnir beggja vélanna komust lífs af. Bæði slys- in urðu á Super Constellation- vélum. Flugvél frá TWA-flugfélaginu var á leiðinni frá Washington til Kansas City með fimm manna áhöfn og 28 farþega, þar af 17 konur (þá elztu 74 ára, þá yngstu 18 mánaða gamalt barn). Þegar vélin var hátt yfir St. I.ouis athugaði flugmaðurinn lend ingargírinn og komst þá að raun um að eitthvað var bogið við hjólaútbúnaðinn. Hægra hjólið fór ekki niður, hvernig sem reynt var. Þá hugðust flugmennirnir ná vinstra hjólinu upp aftur, en ár- angurslaust. Það var ekki um neitt annað að gera en halda tókst það svo vel, að engan sak- aði. Brann til ösku Þetta er í stórum dráttum saga vélarinnar frá TWA. Hin vélin, sem var af sömu gerð eins og fyrr getur, var frá Eastern Air Lines. Hún var að fara af vell- inum í Miami með 12 farþega, þegar kviknaði í hreyfli númer þrjú. Flugmaðurinn sneri við og lenti strax aftur á annarri flug- braut. Farþegar og áhöfn rudd- ust út úr vélinni í einni svipan, síðastur James Rush, flugstjóri. Skömmu eftir fuðraði vélin upp eins og myndin sýnir, sem frétt þessari fylgir. Suslov vill þrælbinda rússneskar bókmenntir MOSKVU, 30. jan. — 1 dag var haldið áfram fundum á 21. þingi rússneska kommúnistaflokksins. Margir þingfulltrúa, sem til máls tóku, réðust harðlega á þá Araba leiðtoga, sem létu það viðgang- ast, að kommúnistar í Araba- löndunum væru ofsóttir, eins og þeir komust að orði. Margir ræðu manna réðust einnig á Júgóslavíu stjórn og endurskoðunarstefnuna svonefndu, og einnig réðust þeir harkalega á flokksf jendurna Mal- enkov, Búlganin o. s. frv. Körfuknattlciks- keppni á Akureyri AKUREYRI, 29. jan. — Nú um helgina munu körfuknattleiks- menn úr Reykjavík sækja Akur- eyringa heim í keppnisför. — Eru þeir væntanlegir hingað til bæj- ins á laugardag, en hér er um að ræða lið frá Körfuknattleiksfé- lagi Reykjavíkur. Mun það fyrst keppa við K.A. kl. 5 á laugardag- inn. Síðan verður hraðkeppni á sunnudag á sama tíma. Auk Reykvíkinganna munu taka þátt í henni íþróttafélag Menntaskól- ans, Þór og K.A. — Allir kapp- leikirnir verða háðir í íþróttahúsi Menntaskólans. Varast ber framandi áhrif Mikail Suslov, sem talinn er næstur Krúsjeff áð völdum, flutti einnig ræðu í dag á þinginu. Hann fullyrti, að flokkurinn hefði tengzt fólkinu enn nánari bönd- um en áður, ekki sízt eftir að flokksfjendurnir höfðu verið ein angraðir. Þá réðist hann á fram- andi áhrif á rússneskar bókmennt ir og listir og sagði, að menn yrðu að vera vel á verði til að útiloka þessi skaðlegu áhrif. V élst jóranámskeið á Akureyri AKUREYRI, 29. jan. — Nýlokið er hér í bæ námskeiði fyrir vél- stjóra, sem Fiskifélag íslands gekkst fyrir. — Hófst það hinn 1. okt. sl. og sóttu það alls 14 nemendur. Forstöðumaður námskeiðsins var Jón Ármann Jónsson, vél- stjóri á Húsavík. — Aðrir kenn- arar voru þeir Bragi Sigurjóns- son, ritstjóri, og Grímur Sigurðs- son, útvarpsvirki. Allir nemendurnir luku til- skildu prófi og öðluðust þar með vélstjóraréttindi, sem miðuð eru við 400 ha. vélar. — Námskeiðið var haldið í Verzlunarmannahús- inu. — vig. áfram til Kansas City og á leið- inni voru gerðar ítrekaðar til- raunir til að ná upp hjólinu. Farþegunum var sagt hvernig komið væri. — Tvær kaþólskar nunnur voru um borð og sagði önnur þeirra eftir að flugstjór- inn hafði nauðlent vélinni og allt tekist vel: „Ég hélt ég mundi sjá Sankti Pétur“. — Flugfreyjurn- ar söfnuðu öllum farangri far- þeganna saman, konunum var sagt að fara úr háhæluðu skónum og farþegum að losa sig við blý- anta og penna úr vösunum, taka af sér úr og hringi o. s. frv. Flug- mennirnir vissu, hvað var að: Leki hafði komizt. í háþrýsti- kerfið, sem þrýstir hjólunum upp og niður. Hellt var kaffi, vatni o. fl. í kerfið en allt kom fyrir ekki. Loks gaf sig fram John nokkur Probey, 25 ára gamall vélamaður, sem var meðal far- þega, og tókst honum um síðir að ná hjólinu upp aftur. Síðan var ákveðið að magalenda vélinni og BONN, 30. jan. — Hinn 5. febr. koma saman í Washington full- trúar Bretlands, Frakklands, Þýzkalands og Bandaríkjanna til að ræða Þýzkalandsmálin. Frétta- menn segja, að á fundinum muni Þjóðverjar fylgja því fast fram, að landið verði sameinað að und- angengnum frjálsum kosningum. Þó hefur Bonnstjómin ekki enn tekið endanlega afstöðu til þess, Eiginmaður leik- konunnar gerir „byltingu“ MONACO, 29. jan. NTB-Reuter. — Rainier fursti í Monaco leysti í dag upp þing landsins og sak- aði það um að beita þvingunum. Jafnframt leysti hann upp borg- arstjórnina og nam úr gildi stjórn arskrána. f útvarpsávarpi í dag sagði furstinn, að hann mundi breyta stjórnarskránni og veita konum kosningarétt í þingkosn- ingum, eins og stjórnarandstaðan hafði krafizt. Rainier sagði að þingið hefði misnotað þau rétt- indi, sem stjórnarskráin hefði veitt því. Hann hafði áður látið þingið vita, að hann mundi ekki þola neins konar ráðstafanir, sem miðuðu að því að takmarka völd hans einvalda í Monaco. hvernig slíkar kosningar skuli fara fram. Þá segja fréttamenn í Bonn ennfremur, að Vesturveld- in muni afhenda Sovétstjórninni svar sitt við síðustu orðsendingu hennar út af framtíð Þýzkalands í byrjun febrúar. Frá Kanada berast þær fregnir, að Kanadastjórn leiti nú að nýrri leið til lausnar Þýzkalandsvanda málinu. Þetta upplýsti Sidney Smith, utanríkisráðherra, í dag. Fulltrúar Vesturveldanna rœða Þýzkalandsmálin — Hans Hedtoft Framhald af bls. 1. álciðis á slysstaðinn og Teist- an er einnig á leiðinni þang- að. I gærkvöldi var upplýst, að Lynge þingmaður frá Græn- landi væri meðal farþega. Engum bjargað á miðnætti Frá Ottawa bárust þær fréttir klukkan hálf tólf í gærkvöldi, að þýzki togarinn Justus Haslinger hafi verið kominn í grend við slys staðinn. Skipstjórinn tilkynntí flugstöðinni í St. Johns, sem hef- ur yfirumsjón með björguninni, að ekki hafi verið hægt að ná einum einasta manni um borð i togarann vegna veðurs og sjó- gangs. Þá voru öldurnar 6 metra háar á slysstaðnum. Um svipað leyti og þessi frétt barst frá Kanada, kom önnur frétt frá New York þess efnis, að nýtízku skip hefði ekki farizt vegna árekstrar á ísjaka síðan 1943. Þá fórst verzlunarskip. — Þá bentu íréttamenn á, að 1515 menn hefðu farizt, þegar Titanie fórst. Þá sendu fréttastofur einnig út í nótt þá frétt, meðan beðið var eftir nánari fréttum af af- drifum Hans Hedtoft, að marg- ar mæður og börn væru um borð í skipinu. Venjulega er ekkí mikill ís á þeim slóðum, sem slysið varð, segja fréttamenn ennfremur. Þá var þess getið í fréttum á miðnætti, að þýzki togarinn Jo- hannes Kreuss frá Bremerhaven hefði misst radíósamband við hlð sökkvandi skip. Tvö af skipum Grænlandsverzlunarinnar, auk þeirra, sem annars staðar er get- ið, Sjókonungurinn og Bláhvelið, voru á leiðinni á slysstaðinn, en áætlað er að ferðin taki 14—15 tíma. Teistan verður ekki komin á slysstaðinn fyrr en seinnipart- inn á morgun. Loks var þess getíð, að fær- eyskur togari væri kominn á vettvang, en hann ætti sjálfur fullt í fangi með að halda sér á réttum kili vegna veðurofsans. Slysstaðurinn er nákvæmlega 59 gráður og 30 mínútur norð. lægrar breiddar og 43 gráður vest lægrar lengdar. Þormóður goði stefnir á slysstaðinn Um miðnætti í gærkvöldi áttí blaðið tal við Henry Hálfdánar- son, framkvæmdarstjóra Slysa- varnafélags fslands. Sagði hann, að samband hefði verið haft við nokkra íslenzka togara, sem fyr- ir skömmu fóru á Nýfundnalands mið, en þeir voru um 400 mílur frá slysstaðnum og kæmust ekki þangað fyrr en eftir rúman sólar- hring. Sagði Henry, að togarinn Þor- móður goði, sem haldið hefði í gær heimleiðis af Nýfundna- landsmiðum, væri af islenzkum skipum næstur slysstaðnum og stefndi þangað. Er Slysavarnar- félagið hafði samband við radió- stöðina í Prins Christianssund á Grænlandi í gærkvöldi, var þýzk ur togari kominn á slysstaðinn, en gat ekkert aðhafst vegna ósjóa. Voru öldurnar allt að 6 m háar. í gær sneri Slysavarnafélagið sér til flugstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli með tilmælum um, að flugvél yrði send á vett- vang undir eins og mögulegt væri. En litlar líkur voru taldar á, að það yrði fyrr en í fyrra- málið. AKRANESI, 30. jan. — Togarinn Bjarni Ólafsson, sigldi í fyrradag með afla sinn 190 lestir, er hann fiskaði á heimamiðum, til Þýzka lands. Hinn bæjartogarinn Akur- ey kom af veiðum í dag og siglir með aflann, sem er einnig veidd- ur á heimamiðum, beint til Þýzka lands. —Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.