Morgunblaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. Jan. 1959 Heuss forseti Þýzkalands 75 ára í dag THEODOR Heuss forseti þýzka sambandslýðveldisins er 75 ára í dag. Hann er vinsæll meðal þjóð- ar sinnar sem virðulegur þjóð- höfðingi, sem blandar sér ekki í stjórnmál en gefur ríki sínu svip mannþroska og lýðræðislegra hugsjóna. Heuss er fæddur í Heilbronn í Wiirttemberg syðst í Þýzkalandi suður við Svissland. Hann skýrir sjálfur svo frá í æskuminningum sínum, að forfaðir hans hafi ver- ið sænskur, komið til Þýzkalands í herferð Gústavs Adoifs, en ílenzt suður í Schwaben. Þar lifðu ættfeður hans mann fram af manni sem smábændur, vín- yrkjumenn, veitingamenn og handverksmenn í hinum fagra Neckar-dal. Afi Heuss hafði hrifizt af bylt- ingarhugmyndunum 1848. Með fjölskyldunni lifði síðan hugsjón lýðræðis og frjálslyndis. Upp af þeim rótum er Theodor Heuss runninn. og hann ólst upp í um- hverfi hins friðsama og frjáls- lynda Suður-Þýzkalands, sem lit- ið hefur verið á sem andstæðu hins herskáa Prússlands. ★ Theodor Heuss var sem ungur maður frábær námsmaður. 21 árs lauk hann háskólaprófi í Mún- chen í þjóðfélagsfræði, en sneri sér þá að blaðamenns'ru. Hann gegndi ýmsum störfum á langri ævi, ýmist sem blaðamaður eða prófessor i Berlín og Stuttgart í þjóðfélagsfræðum. Hafði hann orð á sér sem færasti þjóðfélags- fræðingur Þjóðverja og hefur ritað margar bækur um það efni. Árið 1912, er hann var 28 ára gerðist hann aðalritstjóri Neckar Zeitung í heimabæ sínum Heil- bronn. Þótt þetta blað væri lítið, var þess víða getið í ritstjórn- aráum hans fyrir frjálslynda stefnu og djarflega mótspyrnu gegn einræði Vilhjálms II. keis- ara. ★ Theodor Heuss varð náinn sam verkamaður Friedrich Nau- manns, hins kunna stjórnmála- manns, sem stofnaði Frjálslynda flokkinn í Þýzkalandi. Hann var kosinn á ríkisþingið í Berlín 1924—28 og 1930- 33. Og hann var ritstjóri helzta stjórnmála- tímarits Frjálslynda flokksins, sem nefndist Hjálpin („Die Hilfe“). Hann var mótstöðumaður Hitl- ers og gaf árið 1932 út bók, er nefndist „Vegur Hitlers", þar sem hann varaði við hættunni frá nazistum. Samt hlýddi hann þeim flokksfyrirmælum Frjáls- lynda flokksins 1933, að greiða atkvæði með því að Hitler yrðu falin alræðisvöld til bráðabirgða. Knúði þá öngþveiti í Þýzka- landi og ðþa að flokksforusta Frjálslynda flokksins vildi ekki trúa því, að nazistar myndu fyrir fullt og allt afnema lýðræði í landinu. Heuss barðist gegn þeirri ákvörðun flokksráðsins að greiða Hitler atkvæði, en þegar hún var tekin hlýddi hann flokks aganum. Hann hélt enn áfram í þrjú ár að skrifa árásargreinar á Hitler og nazista í tímarit sitt, unz naz- istar bönnuðu útgáfu tímaritsins, sviptu Heuss prófessorsembætti og bönnuðu honum öll afskipti þaðan í frá af þjóðmálumö Var hann atvinnulaus í áratug, en kona hans, Elly Heuss-Knapp, sem var leikinn kennari, vann fyrir lífsviðurværi fjölskyldunn- ar. Þessum árum varði Theodor Heuss til ritstarfa. Hann skrif- aði þá m. a. ævisögu vinar síns Friedrichs Neumanns, foringja frjálslynda flokksins oe þykir hún enn hið mesta listaverk. ★ Við lok seinni heims«'tyrjaldar- innar bjó Thedor Heuss i Heidel- berg og hóf hann nú að nýju blaðamennsku og stjórnmála- starfsemi í hinu hersetna iandi. Það var upp af hugsjónum slikra manna sem nýtt og lýðræðissinn- að Þýzkaland tók að gróa. Hann stofnaði dagblaðið Rhein-Neckar Zeitung, sem nú nýtur mikils álits í Þýzkalandi og 1945 varð hann menntamálaráðherra í hér- aðinu Wúrtemberg-Baden. Hann var kosinn formaður Frjálslynda fiokksins þýzka 1948 og átti mik- inn þátt í samningu lýðræðis- legrar stjórnarskrár fyrir þýzka sambandslýðveldið. Við það starf miðlaði hann oft málum milú Kristilega lýðræðisflokksins og Jafnaðarmanna, en einnig urðu skoðanir hans sjálfs í þjóðfélags málum þungar á metunum. Hann átti uppástunga að því, að for- seti Þýzkalands yrði vaidalaus þjóðhöfðingi og ópólitískt samem ingartákn þjóðar sinnar. Getur forsetinn t. d. hvorki vikið for- sætisráðherra né rofið þingið, en það gat hann á dögum Weimar- lýðveldisins. Lagði Heuss áherzlu á það að móta stjórnarskrána svo, að nýr Hitler gæti ekki risið upp meðai þjóðarinnar. Einnig beitti hann sér fyrir því að landinu yrði skipt niður í héruð (Land- er), sem hafa mikla sjálfstjórn. ★ Þegar stjórnarskrá þýzka sam- bandslýðveldisins gekk í giidi þann 12. septeember 1949, var Thedor Heuss kosinn fyrsti for- seti. í rauninni var hann kos- inn vegna hrossakaupa við Kristi lega flokkinn, sem hafði stjórnar samstarf við Frjálslynda flokk- inn. Var þá ákveðið að Adenauer foringi Kristilega flokksins skyldi verða hinn valdamikli forsætis- ráðherra, meðan foringi hins smærra Frjálslynda flokks skyldi taka við hinu valdalausa en virðulega forsetaembætti. Höfðu margir litla trú á að skipun þessa manns í forseta- cmbættxð gæf: góða raun, því að að hann hafði um langan aldur verið flæktur í stjórnmálabavátt una og svo er það óvenjulegt í ð hámenntamenn og prófessorar njóti sérlegra vinsælda meðal al- mennings. En það fór betur en margir hugðu. Theodor Heuss reis upp fyrir alla flokkadrætti. Hann var áfram frjálslyndur maður, en ekki neinn fulltrúi Frjálslynda flokksins. Hann kcm fram sem góðlátlegur lærifaðir þjóðar sinn ar, lítt formfastur, gamansamur og þó virðulegur. Þegar fyrsta kjörtímabili hans lauk, var hann að nýju kjörinn forseti Þýzkalands í júlí 1954 og að þessu sinni í einu hljóði. Mynd þessi var tekin 12. september 1949, þegar Theodor Heuss vann embættiseið sinn sem fyrsti forseti hins þýzka sambandslýðveldis. Hergeir Eliasson skipstj. f DAG er til moldar borinn Her- geir Elíasson, skipstjóri, Kapla- skjólSvegi 5, Reykjavík. Hann lézt í sjúkrahúsinu Sólheimar, föstu- daginn 23. janúar sl. Hergeir var fæddur í Haukadal í Dýrafirði hinn 7. júní 1901 og var hann því aðeins 58 ára, er hann lézt. Foreldrar Hergeirs voru Elías Arnbjörnsson íshús- stjóri í Haukadal og bústýra hans Þórkatla Bjarnadóttir, bæði hin- ar ágætustu manneskjur. Hergeir ólst upp í foreldrahús- um fram yfir fermingaraldur, en þá lá fyrir honum, sem öðrum unglingum þar í byggð, að fara á sjóinn. Byrjaði hann fyrst á hinum svokelluðu skakskútum þeirra tíma, ag var hann þar á sumrin, en heima á veturna. Veturinn 1918—17 og 17—18 stundaði Hergeir nám í Héraðs- skólanum að Núpi í Dýrafirði. Að því námi leknu vildi Hergeir heitinn kynnast öðrum veiðiað- ferðum, en hann hafði áður þekkt. Réði haan sig þá á togara frá Reykjavík *g var hann þar í nokkur ár, uaz hann haustið 1923 innritaðist 1 stýrimannaskólann í Reykjavík #g stundaði þar nám í tvo vetur til vorsins 1925 er hann útskrifaðist þaðan með ágætustu einkunn. Eftir það var Hergeir stýrimaður á ýmsum tog- urum frá Reykjavík. En þegar nýsköpunartogararnir komu til landsins var Hergeir heitinn, sak- ir dugnaðar sí*s og áhuga í starfi, sjálfsagður til að taka við skip- stjórn á eiau af hinum glæstu skipum. Gerðist hann þá skip- stjóri á Agli rauða frá Norðfirði, og var hann *ieð hann, unz heils- an tók að bila. Hin síðustu ár var hann starfsmaður hjá áburðar- verksmiðjunmi í Gufunesi. Ég, sem þessar fáu línur skrifa, átti því láni að fagna að alast upp með Hergeir og dvelja með honum bæði í leik og starfi. Minn- ingarnar frá þeim árum eru mér sérstaklega kærar og minnist ég hins elskulega leikbróðurs og skrifar úr daglegq lífínu Leikhúsgestir mega vel við una NÚ erum við stödd nokkurn veginn á miðju leikári, og með því að horfa bæði aftur og fram á við, getum við gert okkur nokkra grein fyrir þvi hvernig okkur fellur leikritaval leikhús- anna þetta árið. Ég get ekki betur séð en að leikhúsgestir megi vel við una. Á efnisskrá leikhúsanna er áber andi mikið af leikritum, sem at- hygli hafa vakið erlendis og er því forvitnilegt að kynnast, þó skoðanir leikhúsgesta á hverju einstöku leikriti séu að sjálfsögðu oftast skiptar. Úr þeirra hópi er t. d. enska leikritið Horfðu reiður um öxl eftir Osborne, reiða unga manninn, sem margir telja full- trúa hinnar rótlausu æsku vorra tíma, og Dómarinn eftir Svíann Moberg, sem ræðst í heilagri vandlætingu á átumein, sem hann telur vera áberandi í þjóðfélagi okkar. Allir synir mínir er e. t. v. ekki eins umdeilt leikrit, en mik- ils metið hvar sem það hefur ver- ið sýnt, eins og flest leikrit Mill- ers. Nýrra leikrit eftir hann Horft af brúnni var enn í gangi. í haust. Einnig gafst þeim, sem ekki voru búnir að sjá Dagbók Önnu Frank, kostur á að bæta úr því á þessu hausú, en það leikrit hefir verið sýnt við fáclæma vin- sældir í flestum borgum austan hafs og vesta*, sem á ant að borð hafa leikhus. Ef litið er fram á við, kemur í ljós, að væntanleg eru mörg athyglisverð og þekkt leikrit, sem fengur er að. f kvöld verður t. d. frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikrit Thorntons Wilders, Á ystu nöf, sem er talið ákaflega nýstárlegt hvað byggingu snertir, og um mánaðarmótin byrjar Leikfélag Reykjavíkur að æfa Túskildings- óperuna eftir Brecht, ádeilu- stykki, sem í þrjá áratugi hefur verið sýnt á fjölum leikhúsa, sem vilja telja sig framverði leik- menningar. Þá hefur verið til- kynnt að seinna í vetur verði tek- ið fyrir leikrit bandaríska höf- undarins Eugenes O’ Neils „A long days journey into the night“, sem leikhús stórborganna hafa keppst við að færa upp að undan- förnu. Þessi upptalning ber vott um að leikhúsin vilja fylgjast með og gefa okkur kost á að sjá það, sem hæst ber og mesta at- l.ygli vekur. EitthvaS fyrir aiia EKKI þarf heldur að kvarta undan því í þetta sinn, að íslenzkir leikritahöfundar eigi ekki upp á pallborðið. f byrjun leikársins færði Þjóðleikhúsið upp leikrit Kristjáns Albertsson- ar, Haust. Og í Iðnó hafa í vetur verið sýnd tvö léttari leikrit eftir íslenzka höfunda, Spretthlaupar- inn eftir Agnar Þórðarson og Delerium bubonis eftir þá Jón Múla og Jónas Árnasyni. Til uppfyllingar er svo eitt- hvað af þýddu léttsaeti, eins og gamanleikurinn Sá hlær bezt og sakamálaleikritið Þegar nóttin kemur. Sumum kann e. t. v. að finnast of lítið af slíku, en tæp- lega er hægt að halla á leikhúsin fyrir að taka fram yfir leikrit, sem fyrir einhverra hluta sakir vekja athygli í erlendum leik- húsum og flestum hlýtur að leika forvitni á að kynnast. Ekki má gleyma Rakaranum í Sevilla, þessari gömlu, vinsælu óperu, sem færð var upp á jólum. Æskilegt væri að sjálfsögðu að hægt væri að reka óperuhús, sem byði allan ársins hririg upp á óperur og söngleiki, en ég hygg að fáar borgir á stærð við Reykja- vík hafi efni á að færa upp, því ekki sé nema ein ópera á ári. Lengi vel leit út fyrir að vanta mundi einn mikilvægan lið á efnisskrá leikhúsanna á þessum vetri, og á ég þar við barnaleik- ritin. En nú virðist ætla að rætast úr því. Hefur Þjóðleikhúsið til- kynnt væntanlegar sýningar á barnaleikritinu Undraglerin eftir Óskar Kjartansson. Barnaleikrit- ið hefði þurft að koma fyrr á vetrinum. Um jólaleytið og í jan- úarmánuði geta börnin minnst verið úti og er það þeirra helzti samkvæmistími. En leikritið fyrir börnin verður vel þegið þó seint komi. Velvakandi er se» sagt harla ánægður með leikritavalið á þessu leikári, og eftir því að dæma hve fáir óánægðir hafa haft sig í frammi, virðist aug- ljóst að flestir eru það líka. skólafélaga með innilegu þakk- læti. Hergeir heitinn var drengur góður. Dyggð eg skylda voru hans æðstu boðorð. Dugnaði hans og ósérhlífni í starfi var viðbrugðið, enda árangur starfs hans eftir því. Giftur var Kergeir Ragnheiði Þórðardóttur, hinni ágætustu konu, sem lifir mann sinn ásamt fjórum mannvænlegum börnum, sem öll eru uppkomin. Ástvin- um hins látna vinar míns votta ég mína inmilegustu samúð og bið Guð að blessa þeim minning- una um ástríkan eiginmann og elskulegan föður. Vinur, þú ert horfinn yfir landa mærin. Þín saga er ekki full- sögð með þessum fátæklegu orð- um, en hún er annarsstaðar skráð, þar sem seint mun yfir fyrnast. Ég kveð þig svo með þessum orðum sálmaskáldsins. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt'*. Blessuð sé minning þín. Helgi Pálsson. ★ EKKI hefði mig órað fyrir þvf, í sumar, er vinur og leikfélagi minn heimsótti mig, að ég ætti eftir að fylgja honum til grafar, mikið frekar öfugt. Þetta er nú samt staðreyad. Hergeir Kr. Elías son, skipstjóri er látinn, horfinn sj'ónum okkar, aðeins 58 ára. Margar endurminningar koma mér í hug, er ég festi þessi orð á blaðið. Það var margt, sem við drengirnir í Haukadal höfðum okkur til dægradvalar, bæði úti í náttúrunni og á heimilunum, hvor hjá öðrum. Allar eru þess- ar minningar um Geira, eins og hann var kallaður, ljúfar og fölskvalausar. Hann var strax í æsku sérlega góður drengur og þó forlögin réðust svo að leiðir skildu um 20 ára aldurinn hefi ég ávallt haft þær spurnir að þau einkenni hans, að vera drengur góður hafi aldrei haggast. Hann var sama ljúfmennið, hvort held- ur hann stjórnaði skipi sínu úr stjórnklefanum eða vann meðal félaga sinna á þilfarinu. Hann miklaðist ekki af stöðu sinni, sem skipstjóri, enda var hún fengin fyrir dugnað, reglusemi og trú- mennsku hans sjálfs en ekki fyrir klíkuskap, seni svo of oft á sér stað. Fyrir fáum árum hætti Her- geir skipstjórn, kom í land, heils- an ekki orðin til stórræða. Eftir það vann hann við Áburðarverk- smiðjuna i Gufunesi. Sjómanns- konur einar geta skilið fögnuð eftirlifandi eiginkonu og barna að fá nú að njóta heimilisföður- ins milli vinnustundanna, slíkt var fátítt áður. Nú er þeim fögn- uði í burtu kippt, öllum að ó- væntu. Eftir lifir góð minning, já svo góð, að við, æskuvinirnir, sem bezt þekktum Geira, teljum nú horfinn einn af beztu sonum Dýra fjarðar. Það er því mikils að sakna af hans ástvinum, en því meir að minnast. Ég flyt ykkur mínar og minna, beztu samúð. Farðu vel vinur. Veganesti þitt var áreiðanlega gott. Þörleifur Eggertsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.