Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 10
1C MORCVHHLAÐ1Ð Föstudagur 13. febr. 1959 ■ i i Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigu> Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. GAGNLEG GREINARGERÐ GREINARGERÐ sú, sem Jónas Haralz, ráðuneytis- stjóri, flutti í útvarpið í fyrrakvöld um áhrif *iðurfærslu- i laganna var mjög gagnleg. Þar [ var skýrt frá því umbúðalaust og ’ án orðalenginga, hver áhrif þessi l löggjöf hefur haft á verðlagið í [ landinu. Komst ráðuneytisstjór- [ inn m.a. þannig að orði, að verð- [ lækkunin hafi yfirleitt „svarað [ til lækkunar kaupgreiðsluvísitöl- i unnar úr 185 stigum niður í 175 ' stig, þ.e.a.s. til lækkunar um 5,4%. Verðlækkunin gat þó held- ur ekki orðið eins mikil og þessi kauplækkun, vegna þess að í verði sérhverrar vöru og þjónustu eru innifaldir kostnaðarliðir, sem laun og hagnaður hafa luil eða engin áhrif á“. Þrír lækkunar flokkar Ráðuneytisstjórinn telur, að . skipta megi vörum og þjónustu í þrjá flokka eftir því hve miklar lækkanirnar eru. [ f fyrsta flokknum er þjónusta, en þar gætir launakostnaðar mik- ils. Lækkunin í þessum flokki er full 5%. f í öðrum flokki ,sagði ráðuneyt- isstjórinn, er að finna innlendar lanábúnaðarafurðir og innlend- ar iðnaðarvörur. f framleiðslu- t kostnaði þeirra gætir launakostn- aðar einnig mikils. Þó hafa er- lendar rekstrarvörur og fyrn- ingar tækja nokkur áhrif á verð- lag landbúnaðarafurða, og er- lend hráefni, fyrningar véla og húsaleiga eru þýðingarmiklir lið- ir í kostnaði iðnaðarvöru. Lækk- unin í þessum flokki gat því ekki orðið 5%, en yfirleitt milli 3—4%. Á landbúnaðarafurðum er lækk- unin um 4%, þegar miðað er við óniðurgreitt verð. En að sjálf sögðu verður lækkunin miklu meiri, þegar tekið er tillit til niðurgreiðslnanna. | f þriðja flokknum, sem ráðu- neytisstjórinn nefndi, eru erlend- ar vörur. í þeim flokki leiðir verðlækkunin eingöngu af lækk- un álagninga í heildsölu og smá- sölu, svo og á lækkun farmgjalda og uppskipunar, þegar nýjar vör- ur koma til landsins. Yfirleitt má segja, að af 5% lækkun álagn ingar leiði 1,5% til rúmlega 2% verðlækkun erlendrar vöru. Eindreginn samvinnu- vil" Ráðuneytisstjórinn gat þess, að þegar ríkisstjórnin hefði farið fram á aðstoð verzlunarsamtak- anna, bæði kaupmanna og sam- vinnufélaga við framkvæmd nið- urfærslulaganna, þá hefðu þessi samtök tekið því mjög vel og verið reiðubúin til slíkrar sam- vinnu. Því ber mjög að fagna, að vax- andi skilningur ríkir jiú meðal þjóðarinnar almennt á nauðsyn þess að stöðva verðbólguna. En í því starfi verður fyrst og fremst að láta almenning fylgjast vel með því, sem er að gerast og segja fólkinu satt um áhrif þeirra ráðstafana, sem gerðar eru. í þessari greinargerð verðgæzlu- stjóra var ekki gerð tilraun til þess að láta líta svo út sem stigin hefðu verið nokkur risaskref í baráttunni gegn dýrtíð og verð- bólgu. Þvert á móti var trúverð- uglega farið með staðreyndir og tölurnar látnar tala sínu máli. Þar var ekki gerð tilraun til þess að blekkja almenning með því að segja honum, að stórkostlegar verðlækkanir hefðu orðið á nauð- synjum fólksins, heldur aðeins sagt, það sem hægt var að standa við, að verðlagið hefur af völd- um niðurfærslulaganna, lækkað um 1,5 til rúmlega 5%, og að þessar lækkanir eru heldur minni en sú lækkun launakostn- aðar um 5,4%, sem niðurfærslu- lögin fólu í sér. En það sprettur af því, hverja þýðingu í verði vöru og þjónustu erlendur kostn- aður hefur og sá innlendur kostn- aður, sem ekki breytist beinlínis með launum. Almenningur hefur með þessari greinargerð ráðiuneyt- isstjórans, fengið mjög giögg- ar upplýsingar um áhrif nið- urfærslulaganna. f þessari grreinargerð fólst ekkert skrum eða yfirlæti. Það voru aðeins fluttar staðreyndir, sem nauð- synlegt er að þjóðin þekki. FÖLKSFJÖLGUN Á ÍSLANDI HAGSTOFA íslands hefur nýlega gefið út skýrslu um manntal á íslandi. En síðasta allsherjarmanntal fór, eins og kunnugt er, fram árið 1950. í þessum skýrslum getur að líta margvíslegan fróðleik um mannfjölda á íslandi. Má af þeim draga margar ályktanir um af- komu þjóðarinnar og þróunina í landinu allt frá þeim tíma er hið fyrsta manntal fór fram. En það var framkvæmt af Árna Magnús- syni og Páli Vídalíu árið 1703. Þá reyndust allir íslendingar vera 50.358 að tölu. Næsta mann- tal fer fram árið 1762. Þá hefur fólkinu fækkað niður í 44.845. Sjö árum seinna fer svo aftur fram manntal. Þá er mannfjöldinn á íslandi 46.201. Næstu árin er mikið hallæris- tímabil í landinu og árið 1785 er ibúatalan komin niður í 40.623. En frá þeim tíma hefur þjóðinni stöðugt haldið áfram að tjölga, þegar undan er skilið tímabilið frá 1880—1890. Á þeim tíma voru mikil harðindi í landi og þús- undir manna fluttu til Vestur- heims. Árið 1801 eru íslendingar rúmlega 47 þúsund. En um miðja 19. öld er íbúatalan komin upp í 59 þús. Árið 1901 eru íslend- ingar 78.470. Árið 1910 eru þeir 85.183, árið 1920 94.690 og árið 1930 er mannfjöldinn á íslandi orðinn tæp 109 þúsund. Árið 1940 eru íslendingar rúmlega 121 þús- und og árið 1950 er mannfjöld- inn 143.973. Þessar tölur sýna, að á 18. öldinni fækkaði landsmönmim af Iandfarsóttum og óáran, en á 19. öldinni var nokkur f jölg- un milli allra manntala nema á árunum 1880—1890, eins og fyrr segir. Á 20. öld hefur fólks f jölgunin verið miklu örari. Allt segir þetta sína sögu um þá miklu sókn, sem ís- lenzka þjóðin hefur staðið í fyrir bættum lífskjörum og vaxandi menningu og þroska. ___ ^ w &&&-■ UTAN UR HEIMI Attlee gefur einkurmir FYRIR NOKKRU birtist I Berlingatíðindum eftirfarandi grein, sem fjallar um sjálfs- ævisögu brezka sfjórnmála- mannsins Clement Attlees. — Vafalaust mun mörgum þykja fróðlegt að fá nasasjón af skoðunum Attlees m.a. á sam- tíðarmönnum hans. Fer grein- in hér á eftir lauslega þýdd og nokkuð stytt. ★ Clement Attlee, efursti í heims styrjöldinni fyrri, fyrrverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, varaforsætisráðherra í stjórn Winstons Churchills í heimsstyrj- öldinni síðari, forsætisráðherra eftir lok styrjaldarinnar og nú jarl, verður í sögunni tæplega skipað í flokk mikilla stjórnmála- manna. Hann var háttprúður og kyrrlátur maður, sem var vel til þess fallinn að halda saman stjórn málaflokki, enda varð hann Lloyd George — Neville Cliamber- mestur þingskör- lain — daufgeröur ungur. og nöldursamur flokksleiðtogi. Raunverulega átti Hugh Dalton að verða það, og ef til vill hefði hann orðið föður- landi sínu nýtari maður. En hins vegar hefði það ekki orðið betra fyrir flokk sem hafði mörgum og ólíkum en metnaðargjörnum mönnum á að skipa svo sem Morr ison og Henderson, Greenwood og Cripps, Strachey og Shinwell, Bevin og Bevan, Dalton og Laski, og fleiri mætti telja. Attlee tókst að halda þeim öllum í skefjum. Þó að þeir litu ekki upp til hans, tóku þeir fullt tillit til hans. Hann gerði sér heldur ekki leik að því að egna þá gegn sér. Hins vegar voru völd hans undir þvi komin, að þeim kæmi ekki sem bezt saman. Sjálfsævisaga Attlees jafnast engan veginn á við ævisögu Churchills, enda bjóst enginn við því. Hins vegar var sjálfsævisaga hans sýnd í mjög skemmtilegu ljósi í brezka sjónvarpinu, og má ekki sízt þakka það Francis Williams, sem hafði viðtal við Attlee. Ef til vill hefir Williams tekizt að fá Attlee til að segja meira en hann ætlaði sér, en hvað sem því líður, heppnaðist honum að lyfta mjög undir frá- sögn lávarðarins. ★ Er Attlee var spurður að því, hver hefði verið mestur þingskör- ungur í hans tíð, svaraði Attlee Ramsay MacDonald Truman — hug- — kynlegur kvistur rakkur maður hiklaust: Lloyd George — auðvit- að! Um MacDonald — sem Churc hill kallaði í brezka þinginu manninn með gúmmíbeinagrind- ina — segir Attlee, að hann hafi verið kynlegur kvistur og mjög erfiður viðfangs. Lloyd George sagði um Neville Chamberlain, að hann væri ágæt- lega til þess fallinn að vera borg- arstjóri í litlu þorpi á friðartím- um. Attlee segir um Chamberlain Clement Attlee — leysir frá skjóðunni að hann hafi verið daufgerður og nöldursamur. Winston Churchill var ekki mikill þingskörungur, en mikils virtur í þinginu. Hann tal- aði í tíma og ótíma. Sama skoðun kemur fram hjá Truman í end- urminningum hans. Churchill var óumdeildur meistari í eintali. John Allsebrook Simon, sem var fjármálaráðherra í stjórn Chamberlains, á ekki upp á pall- borðið hjá Attlee, enda gátu fáir umborið hann. Hann gat aldrei sagt svo fimm orð í samhengi, að sannfæringarkraftur fylgdi orð- um hans. ★ Winston Churchill og Attlee unnu mjög vel saman á stríðsár- unum. Attlee er ekki öfundsjúk- Roosevelt — De Gaulle — léleg- mjög aðlaðandi ur stjórnmálamað- ur, en . . . • ur— það er hans sterka hlið. Honum hefir áreiðanlega aldrei komið til hugar að reyna sig við Churchill. Attlee var hæverskur en ekki auðmjúkur eða undirgef- inn. Hann átti það til að minna Churchill á, að langar ræður auð- velda ekki endanlegar niðurstöð- ur. Churchill átti oft erfitt með að ákveða sig, því að það var alltaf svo margt, sem hann vildi helzt koma í framkvæmd í einu. Og hann tók það heldur aldrei illa upp, þó að gert væri gys að hon- um. Harold Laski, prófessor í stjórn málasögu og hagfræði við háskól- ann í Lundúnum, átti sæti í stjórn Verkamannaflokksins. Hann var kátlegur karl, sem taldi sér trú um, að hann hefði vit á stjórn- málum, og það, sem verra var, hann þóttist hafa mikil áhrif á því sviði. Margar skrítlur hafa verið sagðar af honum, og Attlee gæti vafalaust bætt einhverju þar við, en hann nennir ekki að leggja sig niður við það. Laski var reyndar mjög góðlyndur og hjálpsamur. ★ Attlee er þeirrar skoðunar, að Neville Chamberlain og Simon séu einhverjir þeir lélegustu stjórnmálamenn, sem nokkum tíma hafa haft með höndum for- ustu ríkisstjórnar í Bretlandi. Þeim Hitler og Mussolini var þetta fullljóst. Baldwin og Mc- Donald tóku þeim Chamberlain og Simon ekki mikið fram. En þrátt fyrir það, var Baldwin á- gætur þingmaður. Hann hafði alltaf veður af því, hvernig and- rúmsloftið var í þinginu. Ef loft- ið var lævi-blandið, var hann mjög elskUlegur í ræðum sínum og talaði þá helzt um veðrið. Brezkir hershöfðingjar eru einnig vegnir og metnir af Attlee. Hann metur Alanbrooke mest, og Alexander er að hans dómi annar í röðinni. Hins vegar líkist franski hershöfðinginn Weygand einna helzt rottu, sem hefir lent í gildru. Monty gat unnið orrustur og hafði lag á að kema mönnum til að láta mikið með sig. Hann fleytti alltaf rjómann ofan af — enda linnti hann aldrei látum fyrr en það tókst. ★ Var það rétt að varpa kjarn- orkusprengjunai? Attlee kveður já við þeirri spurningu. Japanir voru aðvaraðir. Þeir létu sér fátt um finnast, og ómögulegt var þá að geta sér til um, hversu lengi þeir myndu halda styrjöldinni á- fram. Attlee segir um Stalín, að eng- um hafi getað dulizt, að hann var miskunnarlaus harðstjóri, en hann hafi þó haft kímnigáfu til að bera. Molotov brosti aðeins með augunum, aldrei sást bregða fyrir kátínuglampa í augum hans. Bevin var illa við Molotov. Öll- um, sem neyddust til að eiga í samningaviðræðum við Molotov, var í nöp við hann. Það eru að- eins þeir, er lesa um samninga- viðræðurnar, sem halda því fram að Molotov hafi verið mesti dipló matinn á árunum eftir heimsstyrj öldina. Roosevelt var aðlaðandi, mjög aðlaðandi, segir Attlee, en allt bendir þó til þess, að honum geðjist betur að Truman. Hann var ekki lengi að læra sitt starf, og hann var hugrakkur maður. Eisenhower var mikill hermaður — í þeim skilningi, sem venjulega er lagður í þau orð, en hins veg- ar ágætur diplómat. Hann hefði aldrei átt að hefja afskipti af stjórnmálum. De Gaulle var góð- ur og hugrakkur hermaður, en lélegur stjórnmálamaður. „Þetta sagði ég honum einu sinni í bréfi, og hann svaraði um hæl: „Ég hefi komizt að þeirri niðurstöðu, að stjórnmál séu alltof alvarlegs eðlis til þess, að þau séu eftirlátin stjórnmálamönnum einum“. Ég hélt ekki, að hann væri svona gamansamur". Georg VI. fær mjög góðan Stalín — miskunn-Winston Churchill arlaus harðstjóri — meistari í eintali vitnisburð hjá Attlee. „Og svo átti hann mjög duglega konu“. ★ Gætir stéttaskiptingar innan vébanda þingsins? Attlee svarar hiklaust: Alls ekki. Það kemur engum að gagni, þó að hann hafi peningaráð eða sé af aðalsættum. Hver og einn er veginn og met- inn eftir manngildi sínu. Hvernig hegðar góður þing- maður sér? Hann má ekki vera dramblátur, og hann verður að geta umgengizt ólíka menn eðli- lega og óþvingað. Um framtíð Englands segir Attlee: Það er rétt, að við eigum við risavaxna erfiðleika að etja. En það er langt frá því, að Eng- land sé orðið lítið annars flokks ríki. Við erum ekki lítilfjörleg þjóð, þó að ýmsir séu þeirrar skoðunar og láti þá skoðun hik- laust í ljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.