Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 11
Föstudagur 13. febr. 1959 WOROUNBLAÐIÐ 11 Jóhannes Zoega, veJ'*ræðingur: Hitaveita eða hitamiðstöð Nokkrar athugasemdir DR. BENJAMÍIT Eiríksson, bankastjóri, ritar í Morgunblaðið 20. janúar sl. grein, sem nefnist Hitaveita eða hitamiðstöð. Hita- veitu kallar hann „fyrirtæki til að dreifa heitu vatni, sem fyrir- finnst í náttúrunni", en hitamið- stöð, „sameiginlegu miðstöð" fyr- ir Réykjavík, og held ég þessum nöfnum einnig hér. Greinin er um margt mjög at- hyglisverð, og er ég sammála hugleiðingum um fátækleik skömmtunarhugsjónarinnar, sem höfundur nefnir svo, og hagnýt- ing þeirra þæginda, sem þéttbýlið gefur kost á. Hins vegar er ég ekki á sama máli og höfundur- inn um samanburð á hugmyndun- um hitaveitu og hitamiðstöð. Þar sem ég held, að greinin hafi vakið mikla athygli og margir hafi að- hyllzt skoðanir þær, sem þar eru settar fram, vil ég koma á fram- færi nokkrum athugasemdum og leiðréttingum. Villan í samanburði dr. Benja- míns er ekki að kenna rangri ályktun hans, heldur hinu, að gengið er út frá vafasömum for- sendum. Ef Reykjavík ætti ekki kost meiri jarðhita en þess, sem hitaveitan dreifir nú, væri niður- staðan vafalítið rétt. Nú eru hins vegar fleiri varmalindir í ná- grenni bæjarins, þótt fjarlægari séu en þær, sem þegar eru nýttar í hitaveitunni. Ég á þar við Krýsuvíkur- og Hengilssvæðin. Ekki er um það deilt, að oftast er hagkvæmt að nota eldsneytis- kyndingu sem toppstöð til að- stoðar hitaveitu í kuldaköstum. í>að er ýmsum atriðum háð, hve stór sú toppstöð á að vera, til þess að rekstur hitaveitunnar verði sem hagkvæmastur. Helzt þeirra eru virkjunar- og aðveitu- kostnaður jarðhitans annars veg- ar og kostnaðua- kyndistöðvar og eldsneytis hins vegar. Hafa verð- ur hugfast, að enga nauðsyn ber til að nýta virkjaðan jarðhita allan, og jafnvel er ekki alltaf sjálfsagt mál að nota kyndingu sem toppstöð. Eins og aðstæður og verðlag er hér, má telja sennilegt, að hag- kvæmt afl toppstöðvar sé um V3 af virkjuðum jarðhita. Slíka toppstöð þarf að jafnaði ekki að nota nema nokkra daga á ári. Þetta mál álít ég, að þegar hafi verið leyst á hagkvæman hátt fyrir Reykjavík, þar sem toppstöð hitaveitu og rafmagnsveitu hafa verið sameinaðar í eimstöðinni við Elliðaár. Það sem gerir þetta mögulegt, er að toppar rafmagns- veitunnar standa ekki nema nokkrar klukkustundir á dag, en toppar hitaveitunnar jafnan nokkra daga í senn. Þess skal getið, að á þessu ári verður lokið stækkun eimstöðvarinnar, þannig að hún mun duga sem toppstöð hitaveitu fyrir allan bæinn um nokkra framtíð. Til þess að hægt sé að nýta toppstöðvarmöguleika þennan til fulls, er hins vegar nauðsynlegt að verulegur hluti bæjarkerfisins sé með tvöföldum leiðslum (helzt um helmingur þess). Að þessu stefnir og á því byggist Hlíða- veitan hér í bæ, sem væntanlega tekur til starfa áður en langt um líður. Enginn efi er á því, að hita- veitan ásamt toppstöðinni veitir notendum sínum óJÚ-jri hita og meiri þægindi en kola- og olíu- kyndingar húsanna, og hún á innan tíðar einnig að geta veitt þeim rekstraröryggi í kuldaköst- unum. En nú komum við að aðalatrið- inu: Hvernig á að lækka hitunar- kostnað og auka þægindj þeirra bæjarbúa, sem búa ennþá við eldneytiskyndingar sínar, og þeirra, sem ennþá hafa ekki byggt sín hús? Á vegum hitaveitunefndar Reykjavíkur voru á árunum 1954 og 1955 gerðar athuganir á þessu. Unnu þeir verkfræðingarnir Ein- ar Árnason, Sveinr. Torfi Sveins- son og Þóroddur Sigurðsson m. a. að athugu.ium hna. .iðstöðvum fyrir b.einn. Dr. iunnar Böðv- arsson verkfræðingur gerði hins vegar samanburð á hitamiðstöð aður hin^ - ogaíí um 67 % meiri en írá hitaveitu. Rekstrar-öryggi og þægindi hin sömu. Þjóðhagslega er kostnaðarmunur inn þó meiri, þar sem stofnkostn- aður beggja fyrirtækjanna er að meiri hluta innlendur. Áætlanir eru nokkuð lauslegar og settar hér fram í sem stytztu formi, en þær eru að mestu leyci byggðar á gögnum, sem dr. Gunn- ar Böðvarsson hefur tekið saman í áðurnefndri skýrslu og síðar. Bent skal og á það, að hlutur fasts rekstrarkostnaðar er hér nokkuð hár, en það er hitamið- stöðinni í vil. Ekki er hér heldur að neinu leyti reiknað rneð raf- orkuvinnslu samhliða hitaveil- unni, scm gæti þ bætt iekstur- inn. Tveimur mikilv'gu n spurning um er þ., ósvarað enn. Önnur er sú, hve mikil virkjanleg gufa sé á áðurnefndum svæðum. Um þetta hafa þó þegar fengizt mikil- vægar jákvæðar upplýsingar með hinum stórvirka gufubor ríkis og Reykjavíkurbæjar, og fæst spurn ingunni frekar svarað á næstu misserum. Hin spurningin er þessi: Fæst fé til þess að hrinda þessu máli í framkvæmd? Fjárskortur er að- alástæðan fyrir því, að ekki er enn komið nær settu marki, ó- skammtaðri hitaveitu fyrir alla Reykvíkinga, en raun ber vitni. Svar við þesi-ri spurningu er meðal annars komið undir því, hvernig fjármálamenn þjóðarinn- ar líta á nálið. Grein dr. Benja- míns Eiríkssonar sýnir, að hann hefur komið auga á, að hér er á ferðinni þjóðhagslegt hagsmuna- mál og tækifæri til svo arðbærrar fjárfestingar að vandfundið mun annað betra. Óskandi væri, að brátt skap- aðist það ástand í efnahagslífi þjóðarinnar, að síðar.i spurning- unni yrði svarað játandi og þann- ig yrði hægt að hraða fram- kvæmdum að stækkun Hitaveitu Reykjavíkur, viðskiptamönnum hennar og raunar þjóðinni allri til hagsbóta. Beztu afrek íslendinga ísundi Birt í Sport ÍÞRÓTTABLAÐIÐ SPORT, síð- asta hefti 4. árg. er nýkomið út, 32 bls. að stærð og prýtt fjöl- mörgum íþróttamyndum. í þessu hefti birtist í fyrsta skipti skrá yfir beztu sundafrek íslendinga frá upphafi (10—14 beztu í hverri grein) og mun ísl. sundfólki vafalaust þykja skráin hin girnilegasta til fróðleiks. Af öðru efni má nefna greinar um Meistaramót ísl. í frjálsíþrótt- um, sveinameistaramótið, mótin úti á landi, norrænu unglinga- keppnina, EM-keppni kvenna, afrekaskrá karla og kvenna í frjálsíþróttum og sundi fyrir 1958 og loks nýstárlega getraun (20 spurningar úr ísl. íþróttasögu) þar sem heitið er 1000 kr. verð- launum fyrir rétt svör. Ritstjóri blaðsins er Jóhann Bernhard. Jóhannes Zoiiga og hitaveitu og gekk frá mjög ýtarlegri skýrslu um þessi mál. Niðurstöðuna dregur hann sam- an í þessum orðum: „Undirritað- ur telur því að leggja beri áherzlu á að nota það fjármagn, sem fáanlegt er á næstunni til að afla meira laugarvatns í stað þess að binda það í viðbótarkerfum með eldsneytishitun að miklu eða öllu leyti.“ Skal þetta skýrt með einföldu dæmi, sem að vísu verður sett hér fram í áætlunarformi, þar sem verkefnið er enn ekki leyst. Á ég hér við kostnaðar- og rekstraráætlr.nir f. rir hitaveitu frá Krýsuvík og hitamiðstöð, sem nægja um 60 þúsundum manna, en ætla má að það v— A íbúatala Reykjavíkur ucan þess svæðis, sem nú hefur hitaveitu, að 10—20 árum liðnum. Ekki er hér reikn- að með topphitun, þar sem eim- stöðin við Elliðaár nægir fyrir bæði tilfellin, og eru afköst beggja því reiknuð þau sömu. Kostnaðaráætlun: A. Hitaveita frá Krýsuvík a) Virkjunarkostnaður og aðveita 90 millj. b) Götu- og heimæðar 120 — Merkilegt skýringarrit um Opinberunarbókina Samtals kr. 190 millj. Mismunur kostnaðar götukerfa stafar af því, að hitaveita með upphitunarmöguleikum hef- ur helming götukerfis einfalt en helming tvöfalt. Götukerfi hita- miðstöðvar þarf allt að vera tvö- falt. B. Hitamiðstöð a) Ketil- og dælustöð 50 millj. b) Götu- og heimæða. 120 — Samtals kr. 170 millj. Rekstrar áætlun: A. Ilitaveita frá Krýsuvík Vextir, fyrning og alm. rekstrarkostnaður um 21% af stofnkostnaði 40 millj. B. Hitamiðstöð Vextir, fyrning og alm. rekstrarkostnaður um 20% af stofnkostnaði 34 millj, Olía 52000 tonn 33 — Samtals kr. 67 millj. Samkvæmt þessu e; stofnkostn aður kitamiði ' ðvar að visií 10—11 % minni, en hitunarkostn- í HVERT sinn, er ég, leikmaður- inn, dirfist að skrifa um rit guð- fræðilegs efnis, hljóma mér í eyrum hin vængjuðu orð: „Drag skó þína af fótum þér“ o. s. frv. Og aldrei hafa þau orð verið mér ofar í huga en nú, þegar ég færist það í fang að vekja athygli á nýlega útkominni bók um það ritið, sem bæði er sérstæðast og um leið torráðnast allra rita Heil- agrar ritningar, Opinberunar- bókina. Hennar er því, ekki sízt hvað almenning snertir, sérstök þörf skýringar, og það er einmitt hlutverk þess merkisrits, sem hér verður stuttlega gert að umtals- efni. Það nefnist blátt áfram Opin- berun Jóhannesar, og er eftir Sigurbjörn Einarsson, prófessor í guðfræði við Háskóla íslands, sem löngu er áður kunnur fyrir þýdd og frumsamin rit sín um trúfræðileg og önnur efni, hvort tveggja í senn maður óvenjulega málsnjall og ritsnjall. Þetta nýja rit hans, sem er mjög vandað að öllum frágangi, kom út á vegum fsafoldarprentsmiðju í Reykjavík laust fyrir páskana í fyrra (1957), og gat ekki ákjósanlegri páska- bók. í eftirmála gerir höfundurinn svofellda grein fyrir tilgangi þess arar bókar sinnar, og skyldi hún lesin og metin í ljósi þeirra urn- mæla: „Opinberua Jóhannesar er það rit Nýja testamentisins, sem mönn- um er mest ofaetlun að færa sér í nyt í heild án allrar leiðbein- ingar. Mun og raunin sú, að margir lesendur Ritningarinnar sneiði hjá henni. Aðrir reyna að geva sér mat úr skurninni, en missa af blómanum. Þessari bók er ætlað að verða mönnum til hjálpar við lestur þessa torskilda en efnismikla rits. Við samningu hennar hef ég tek- ið tillit til vísindalegra höfuð rita, sem efnið varða, enda hef ég haft á hendi skýringu Opinber- unarbókar í Guðfræðideild Há skólans og ætlast til þess, að þessi bók geti verið til stuðnings við kennslu þar. En efnið vildi ég sníða við hæfi alþýðu. Því var mikil takmörkun óhjákvæmileg í meðferð margra fræðilegra um- ræðuefna, sem að skýringunni lúta. Á hinn bóginn vildi ég leggja áherzlu á það, sem er sér staklega tímabært og hefur var- eftir Richard Bech anlegt trúargildi. Ég hef m. ö. o. miðað við það, að bókin stæði á vísindalegum grundvelli, en væri alþýðleg að gerð og trúarlega hagnýt". — í ýtarlegum og tilþrifamiklum inngangi skýrir prófessor Sigur- björn sérstöðu Opinberunarbók- arinnar meðal rita Nýja testa- mentisins og mismun hennar og annarra slíkra rita, ræðir síðan um höfund hennar, hvenær hún er rituð, hinar ýmsu skýringar- aðferðir, sem beitt hefir verið við túlkun hennar, og svarar að lok- um þeirri grundvallarspurningu: „Hvað er Opinberunarbónin?“ Meðal annars fer hann um það atriði þessum orðum: „Opinberunarbók er ekki kirkju- eða veraldarsagan sögð fyrirfram á dulmáli. En höfundur hennar sér eigi að síður fram. Hann sér frumlæga drætti og ör- lögsímu allrar sögu, vegna þess að hann sér svo djúpt, þegar hann skyggnir samtíð sína. Jóhannes sýnir, hvers eðlis sú barátta er, sem kúgunarvald heyr fyrir algerum yfirráðum yfir lík- ama og sál, yfir vilja og sam- vizku. Hann sýnir, hvert er stefnt, þegar steypa skal Kristi af stóli í hjörtum manna. Hann sýnir, hvað er á ferð, þegar manneskja setur sig í hásæti Skaparans, þeg- ar dauðlegt hold drambar af guðlegri tign. Hann sýnir, fyrir hverju er barizt, þegar staðið er gegn slíku af staðfestu og þol- gæði, í hógværð og kærleika. Sú barátta er ekki háð með mann- legum kröftum. Víglínan í því stríði spennir um alheim og ligg- ur um hverja sál. Það, sem Jóhannes segir um þetta, á erindi við alla tíma, ekki sízt vora. Að sumu leyti er sam- tíð höfundar nær oss, sem nú lif- um, en mörgum gengnum kyn- slóðum. Orð hans mættu hafa fullskýra merkingu í eyrum kyn- slóðarinnar, sem hefur horfzt í augu við tvær tröllefldar stefnur, er báðar hafa tignað foringja sína sem einu guðdómsverur alheims- ins, báðar lagt reginþunga og kló- hvassa hramma á kirkju Krists ög hvert það afl, sem líklegt gat verið til þess að hamla gegn al- gerri einmótun í hugsun, full- kominni undirgefni undir kúg- j unarvaldið. Opinberunarbókin afhjúpar at- burði samtíðar sinnar. Að baki hins jarðneska sýningarsviðs eru alheimsleg átök ills og góðs. Á bak við ofdramb valdsins, á bak við andlega og líkamlega þrælk- un, á bak við bílífi og heimslund, á bak við sleikjuskap fjöldans frammi fyrir bolmagni, vopnum, trúarlegum lýðskrumurum og gullsins jöfrum, eru illra valda vélar, undirdjúp yztu myrkra. Á bak við kristið þolgæði örvona þrenging, djörfung gagnvart ofur efli, heillyndi og trúnað, á bak við játningu kirkjunnar, bæn hennar, boðun og kærleiksþjónustu er Drottinn Ijóssins, Hvíti-Kristur, og himneskar fylkingar hans. Samtíðarsagan er hrikalegt drama. Baksvið þess er tilveran í heild. Hvert mannsbarn er ábyrgur meðleikandi." — Þessi tilvitnun, þó að hún njóti sín enn betur í samhengj um- gerðar sinnar, gefur eigi að síður nokkura hugmynd um það, hvern ig höfundurinn fer með sitt vanda sama viðfangsefni í prýðilegri inngangsritgerð sinni, jafnt um skarpskyggni í hugsun og um sambærilega snilld í máli og stíl. Sama handbragð er á skýring- um hans við Opinberunarbókina, sem eru meginmál þessa rits hans (bls. 38—224), en hann túlkar hana kapítula fyrir kapítula, vers fyrir vers. Haldast hjá honum i hendur lærdómur, glöggskyggni og alþýðleg meðferð efnisins. Táknmál hinnar stórbrotnu bók- ar, myndir hennar og líkingar, djúptækur boðskapur hennar, allt verður þetta lifandi fyrir sjónum lesandans undir handleiðslu höf- undar umrædds skýringarrits. Hann mælir því af mikilli hóg- værð, er hann segir í lok eftir- mála síns: „Von mín er sú, að þetta verk missi ekki að öllu þess markmiðs sins að gera annar legt táknmál Opinbeiunarbókar skiljanlegt nútímamönnum og boðskap hennar ljósari en ella. ‘ Rit hans nær þeim tilgangi sín- um í ríkum mæli, og mun þvl mörgum að gagni koma, opna þeim heima nýs skimings við lestur Opinberunarbókarinnar. Og jafnframt mun þeim einnig verða það ljósar en áður, að hún á sérstakt erindi til vorra tíma, því að á vorri örlagaþrungnu öld stendur stríðið um helgasta rétt mannsins gegn kúgunarvaldi harðstjórnar og andlegs einræðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.