Morgunblaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 20
V EÐRIÐ Norðaustan kaldi, og síðan stinn- | ingskaldi. Skýjað. Frost X—2 stig. | Ályktanir landsfundar Sjá bls. 8. Hús brennur ofan af tveim systrum í Búðardal BÚÐARDAL, 7. apríl. — Lítið hús, sem tvær aldraðar systur bjuggu í, og þó var ekki full- smíðað, brann ofan af þeim í gærkvöldi. Þær komust báðar ómeiddar út úr húsinu. en misstu allt sitt, því engu tókst að bjarga úr hinu litla húsi þeirra. Systur þær, er hér um ræðir, eru Axelina og Kristbjörg Jóns- dætur frá Köldukinn í Haukadal. Þær fluttust hingað til kauptúns- ins fyrir um það bil há'ífu öðru ári. Höfðu þær látið reisa sér þetta litla hús, sem var t:mbur- hús með um 50 ferm. gólffleti, einlyft. Það var ekki fullsmíðað, og þær ekki búnar að taka öll herbergin í því til íbúðar. Um klukkan 10,30 í gærkvöldi, er hér var strekkingur af norð- austri með snjóslitringi og þó nokkru frosti, urðu systurnar varar við eld í lofti hússins. Þær brugðu skjótt við og köll- uðu á hjálp. Fólk úr næstu hús- um þusti þegar á vettvang, en þá var húsið alelda orðið. svo ekki voru tök á að bjarga einu eða neinu af innanstokksmuun- um fötum eða öðrum eigum þeirra systra. Önnur systranna, sem hefur framfæri sitt af því að taka að sér prjón, missti prjónavélina í eldsvoðanum. Hin systirin er ör- yrki. Hafa þær orðið fyrir mjög tilfinnanlegu tjóni, því lágt mun innbú hafa verið vátryggt. Húsið var hrunið til grunna eftir um það bil eina klukku- stund. Ekki er vitað með hverj- um hætti eldurinn kom upp í hús inu, en það var ekki raflýst. Nágrannar þeirra hér í kaup- túninu hafa skotið yfir þær Köldukinnarsystur skjólshúsi. — E. Ungu stúlkurnar í Laugavegs Apóteki: Jóna Vestmann, Sigurbjörg Sveinsdóttir, Ásdís Ast- þórsdóttir og Guðrún Alfonsdóttir. ,Atferli Tímans er væqast sagt móðgandi smekkleysa" // Vib erum allar mjög sárar yfir hin- um mjög svo óviðeigandi skrifum Timans 44 GREIN sú, er Timinn birti á þriðju siðu sinni á sunnudaginn undir fyrirsögninni: „Ráðast ís- lenzkar stúlkur til starfa við enskan næturklúbb?“ hefur hvar vetna vakið athygli og andúð. Greindi Tíminn frá miklum gylliboðum, sem islenzkum stúlkum yrðu gerð, til þess að fá þær til að ganga í þjónustu næturklúbbs eins í London. Störf þeirra þar áttu að vera fólgin í þvi að „koma fram ýmist í flokkum eða einar sér, og þá mismunandi mikið eða lítið klæddar“. Fagn- aði Tíminn tíðindunum og birti jafnframt myndir, eða sýnishorn af íslenzku kvennavali, sem til greina kæmi — ásamt nokkrum stúlkum „mismunandi mikið eða lítið klæddum, sem skemmt böfðu í hinum nafngreinda enska næturklúbb. Mbl. hafði í gær tal af öllum reykvísku stúlkunum, sem Tím- inn bendlaði við hina furðulegu frétt — og fara hér á eftir um- mæli þeirra: Þvílíkt og annað eins! Anna Guðmundsdóttir, af- greiðslustúlka í snyrtivörudeild Reykjavíkur Apóteks sagði: Það var margt í búðinni, þegar þeir á þennan ósmekklega hátt. Ég varð bæði undrandi og reið, þeg- ar ég sá blaðið. Og enn meira sárnaði mér, þegar fólk fór að stöðva ,mig á götu og spyrja hvenær ég færi út, hvort ég væri ekki búin að undirskrifa Anna Guðmundsdóttir komu og báðu um mynd. Mér var sama þó að þeir tækju eina — og ég vissi, að þeir voru frá Tímanum. En mig óraði ekki fyr ír, aZ mynd af mér yrði notuð Svanhildur Jakobsdóttir samning við þennan skemmti- stað í London. Margir sögðust hafa heyrt svo — en, almáttugur, ég get sagt ykkur það, að ég færi ekki hvað sem í boði væri. Því- líkt og annað eins!“ Svanhildur Jakobsdóttir, af- greiðir í bókaverzlun Blöndals í Vesturveri: Ég kannast við þenn- an strák, sem tók myndina. Hann kemur oft í búðina, og einn dag í vikunni bað hann mig um leyfi til að taka mynd af mér. Ég leyfði það, spurði svo hvað hann ætlaði að gera með þetta, en fékk engin ákveðin svör. Svo gleymdi ég þessu bara, hugsaði ekkert frekar út í það. Myndin af mér í Tímanum kom mér því gersamlega á óvart — og það andspænis einhverjum gleði- konumyndum. Þetta leit út eins og ég væri að gerast einhver nektardansmær. Atferli Tímans er vægast sagt móðgandi smekk leysa. Allar mjög sárar Hinar stúlkurnar fjórar, sem Tíminn birti myndir af á þriðju síðunni á sunnudaginn vinna allar í Laugavegs Apóteki. Mbl. hitti þær einnig að máli í gær. Sigurbjörg Sveinsdóttir hafði orð fyrir þeim: Við höfðum ekki hugmynd um, að þessar myndir ætti að birta í Tímanum. Hingað kom Ijósmyndari og myndaði okkur, við höfðum ekki hugmynd um tilganginn. En, að þeir skyldu fella myndir af okkur inn í þessa grein á sunnudaginn, það gramdist okkur öllum og sárnaði. Fólkinu heima hjá okkur finnst þetta líka mjög leiðinlegt — og við höfum orðið varar við það úti frá, að fólk hefur talið sjálfsagt, að við værum allar komnar á samning hjá þessum enska skemmtistað. Síðast í dag sátum við á Hressingarskálanum og drukkum kaffi. Fram hjá borð inu okkar gekk maður, sem við bárum engin kennsl á. Hann stanzaði, þeytti emtaki af Tíman- um á borðið — og sagði með þjósti: „Þarna hafið þið greinina um ykkur“. Síðan gekk hann út. Við vorum alveg forviða. Um þetta eru fleiri dæmi. — Það eina, sem við getum sagt við þessu, er það, að við erum allar mjög sárar yfir því, að myndir af okkur skyldu notaðar í sam- bandi við þessi mjög svo óvið- eigandi skrif Tímans. Friðrik gerði jafn- tefli við Milev MOSKVU, 7. apríl. — Leikar fóru þannig í fyrstu umferð á skák- mótinu hér, að Friðrik Ólafsson gerði jafntefli við Búlgarann Milev. Friðrik lék drottningar- bragð (orthodox), og leyfði Mil- ev drottningarkaup. Snemma urðu svo uppskipti á peðum á miðboröimi og taflið jafnaðist. Jafntefli varð einnig hjá Luti- kov og Simagin, Vasjukov og Portisch, Spassky og Bronstein og Filip og Larsen. Skák þeirra Aronin og Smyslov fór í bið. AKRANESI, 7. apríl. — í gær voru 20 bátar héðan á sjó og var heildarafli þeirra 359 tonn af fiski. Var hæsti báturinn Ver með 30 tonn, en næstir komu Fylkir og Farsæll með um 27 tonn hvor. f dag er flotinn á sjó. — Oddur. Skiptimyntarvélin í hrað- ferðabiðskýlinu. Stórt biðskýli á endasföð hraðferðavagnanna ÞÁ er lokið smíði biðskýlis fyrir strætisvagnafarþega við endastöð hraðferðavagnanna við Kalkofns veginn og verður það nú tekið í notkun. Er skýlið 70 fermetrar og geta þar hæglega rúmast 70—80 manns. Auk biðsalar fyrir strætisvagna farþega er þar bið- stofa fyrir strætisvagnstjóra, far miðasala og snyrtiklefar. f biðsalnum er skiptimyntar- vél, þannig að hægt er að fá tveggja krónu peningum skipt í tvo krónupeninga og þá er hægt að fá 1 krónu peningum skipt i 25 eyringa. Biðskýlið hefur ver- ið í smíðum í vetur og er það til mikilla þæginda fyrir farþega hraðferðavagnanna. Þá verður í gkýlinu farmiða- sala og upplýsingar veittar. Skýlið, sem er vandað að öllum frágangi og bjart og nýtízkulegt, kostar 360—380 þús. kr. Gunnar Hansson, arkitekt, teiknaði skýl- ið. Síðdegis í gær komu bæjarráðs menn við í skýlinu, á leið til fundar, og tók forstjóri S.V.R., Eiríkur Ásgeirsson, á móti bæj- arráðsmönnum og sýndi þeim skýlið. Bæjarráðsmenn með Eiríki Ásgeirssyni í hraðferðabiðskýlinu við Kalkofnsveg. Er Eiríknr fremst á myndinni til vinstri, við hlið hans Geir Hallgrímsson, þá frú Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur, Guðmundur Vigfússon og Magnús Ástmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.