Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 17
Miðvikudagur G. maí 1959 MORGUISBLAÐIÐ 17 — Ræða Sigurðar Bjarnasonar Framh. af bls. 14. um væru orðnir kjóser’',’ir í stærri kjördæmum. Missa þeir áhugann? Af tilefni þesara ummæla hv. þm. Barðst. mætti spyrja hann og hv. þm. Strand að því, hvort þeir .ætli sér að hætta að berjast fyrir hagsmunum fólksins í Stranda- sýslu og Barðastrandasýslu, ef þeir kynnu að verða kosnir þm. í hinu nýja Vestfjarðarkjördæmi? Missa þeir virkilega allan áhuga fyrir hagsmunamálum fólksins í þessum héruðum, enda þótt þeir verði kosnir með atkvæðum fleira fólks en þeir hingað til hafa haft bak við kosningu sína? Þá ályktun virðist mega draga af ummælum hv. þm Barðst. og raunar hv. þm Strand. líka. En ég vil segja þessum hv. þm. Framsfl. það, að það er ekki ætl- an mín að láta af baráttu fyrir framfaramálum fólksins við ísa- fjarðardjúp, sem hingað til hafa verið kjósendur mínir, enda þótt ég kynni með haustinu að verða kosinn á þing í hinu nýja Vest- fjarðakjördæmi, sem nær yfir allar sýslur Vestfjarða. Ég mun þvert á móti halda áfram að gæta hagsmuna þess hér á Alþ. eftir megni um leið og ég teldi mér skylt að berjast jafnhliða fyrir hagsmunamálum annarra byggð- laga á Vestfjörðum. Ég geri mér vonir um að milli allra þm; hins nýja Vestfjarðarkjördæmis geti tekizt góð samvinna um fram- fara og hagsmunamál þess lands- hluta. Það er einmitt slík sam- vinna, sem strjálbýlið þarf mjög á að halda, ekki aðeins milli þm. sinna, heldur og milli hinna ein- stöku byggðalaga og ráðamanna þeirra. Og það er mín skoðun, að með hinum stærri kjördæmum muni samvinna fólksins í strjál- býlinu aukast að miklum mun og styrkja aðstöðu þess í sókn þess fyrir bættum lífskjörum, meira jafnrétti og batnandi aðstöðu í lífsbaráttunni. Tengslin við þingmenn- ina rofna ekki Það er líka fjarstæða sem hv. þm. Framsóknarfl. þrástagast á, að tengslin milli þingmanns og kjósenda séu úr sögunni með stækkun kjördæmanna. Þing- mennirnir og stjórnmálaflokkarn ir hafa nákvæmlega sömu hags- muna að gæta í því, að halda tengslum við fólkið, þekkja óskir þess og vilja og reyna að full- nægja réttmætum kröfum þess. Við þm. Sjálfstæðisfl., sem fylgjum þessu frv., og hinni nýju kjördæmaskipun, sem það gerir ráð fyrir, gerum það vegna þess, að við teljum að með því sé lagður grundvöllur að auknu réttlæti, traustara lýðræði og þingræði og heilbrigðara stjórnar fari í landinu. Það er vissulega kaldhæðni örlaganna, að sá stjórnmálaflokkur, sem fyrst og fremst hefur kennt sig við sam- vinnustefnuna skuli snúast gegn þeirri breytingu á kjördæmaskip- un landsins, sem einmitt mun hafa rík áhrif í þá átt að auka samvinnu héraðanna og fólks þeirra um hagsmunamál þess. En Framsfi. hefur dagað uppi eins og nátttröll, sem lítur brún nýs dags á lofti. Hann hefur á sér yfirskin samvinnunnar en af- neitar hennar krafti. Réttlætið mun sigra En enginn stjórnmálaflokk- ur þolir það til lengdar að standa gegn heilbrigðri þróun í þjóðfélagi sínu. Þess vegna á Framsfi. eftir að iðra þess sár- lega, að hann hefur staðið eins og þrándur í götu alls sam- komulags um réttláta iausn kjördæmamálsins. Misréttinu verður eytt, réttlætið mun sigra. Og á grundvelli þess mun Alþingi, hin forhelgasta stofnun þessarar þjóðar, halda áfram að vera brjóstvörn ís- lenzku þjóðarinnar í sveit og við sjó í sókn hennar fyrir batnandi þjóðfélagi i landi sínu. AKRANESI, 4. apríl. — Kvik- myndin um bandaríska prédik- arann Billy Graham var sýnd í Bíóhöllinni hér á laugardags- kvöldið. Allur aðgangseyrir rann til íslenzka kristniboðsins í Konso í Afríku. Oddur.— SANDGERÐI, 16. apríl. — í gær voru héðan á sjó 18 bátar og fengu þeir samtals 93 tonn miðað við óslægðan fisk. Muninn fé'kk 16,4 tonn, Rafnkell 11,8 tonn og Faxi 9,8 tonn. Þessir bátar voru allir með net. Afli línubáta er sáratregur og fengu þeir í gær 3—4,5 tonn. — Axel. Borgarastyrjöldin Framh. af bls. 8 voru framkvæmdar í sama anda og trúvillingaaftökurnar fjórum öldum fyrr. Þjóðfélags- og efnahagsmál skiptu litlu máli í þessum fyrsta þætti borgarastyrjaldarinnar. Það var hið persónulega og sál- ræna hatur, sem öllu réði í við- leitni beggja aðilja til að hreinsa af spænskri grund allt sem þeir álitu spillt og fordæmanlegt. Æfður Marxisti ferðaðist um Katalóníu og Aragóníu í ágúst og september 1936. Hann lýsti undrun sinni yfir því, að anar- kistarnir, sem höfðu orðið sigur- sælir í þessum héruðum höfðu drepið alla landeigendurna, en þeir höfðu steingleymt að skipta landi þeirra milli smábænda, eða að hækka laun vinnufólks í sveitunum. Allt þetta drápæði ríkti með- an sumarfríin stóðu yfir í öðrum Evrópulöndum og athygli heims blaðanna beindist mest að Ol- ympíuleikunum í Berlín. Jafn- vel utanríkisráðuneytin voru varla starfhæf af því hve margt starfsfólk þeirra var í sumar- fríi. Það tók þau langan tíma að fá öruggar fréttir af atburð- unum og meta þær. Almennings álitið í Evrópu var gjarnt á að líta á allar deilur, sem baráttu milli fasisma og lýðræðis. Og eftir sigra fasismans í Mið- Evrópu, var almennt litið svo á, að hér hefðu fasistar enn einu sinni reýnt að hrifsa til sín völdin, en sem betur fer, hefði þeim einu sinni verið veitt mót- spyrna, Fyrir það urðu Spán- verjar vinsælir. EN á meðan voru styrjaldarað- ilarnir á Spáni smámsaman að komast að raun um það að engar líkur voru til að skjótur sigur næðist. Löng barátta var framundan, og það var nauð- synlegt að sýna meiri gætni. Með haustinu hófst nýr þáttur borgarastyrjaldarinnar. Fyrsti þáttur hennar hafði staðið í tvo mánuði, annar þátturinn átti eftir að standa tvö ár. Með hon- um féll niður hinn andlegi eldur og frumstæða grimmd. Borgara- styrjöldin varð reglubundin, leið inleg og hægfara hernaðarleg og stjórnmálaleg samkeppni. Nú voru litlu staðbundnu bar- dagarnir í hverri borg og hverju þorpi úr sögunni. Tveir helm- ingar Spánar stóðu andspænis hver öðrum, sitt hvorum megin við víglínuna, eins og tvö aðskil- in ríki, sem áttu í styrjöld hvort við annað. Víglínan var óra- löng og þunnskipuð herliði. Til þess að manna hana og vinna styrjöldina urðu báðir aðilar að kveðja menn til herþjónustu og þjálfa stóra heri. Þetta þýddi líka að nú urðu þeir að fara að leita eftir erlendum vopnum og vistum, erlendum bandamönn- um. Héðan í frá var styrjöldin háð á þremur sviðum, — á víg- línunni, á heimavígstöðvunum og í alþjóðlegum stjórnmálum og áróðri. Aþessu tímabili bar mest í fréttunum á hernaðaraðgerð um, en þær leiddu þó ekki til neinna úrslita. í fyrstu voru her irnir örsmáir, samanborið við hina löngu víglínu. Smámsaman jukust þeir, þar til um hálf milljón manna var undir vopn- um hvoru megin. Báðir herirnir voru samt hægfara og getulitlir, aðeins færir um að heyja tak- markaðar staðbundnar orustur. Á einstaka stöðum var um að ræða smávegis landvinning eða tap, en hvergi herfræðilegur sig- ur. „Þjóðernissinnar" höfðu í byrjun svolítinn vinning fram yfir „Lýðveldismenn“. Oftast báru staðbundnar sóknir þeirra nokkurn árangur svo langt sem þær náðu, meðan Lýðveldissinn- ar virtust mæðast fyrr. Eini veru legi sigur Lýðveldismanna var varnarsigur. Það var vörn Madr- id, veturinn 1936—37. Þrátt fyrir. þessar litlu sólcnir og gagnsóknir sýndi heildar- myndin þrátefli og aldrei virtist þráteflið vera endanlegra en ein- mitt haustið 1938, rétt áður en lýðveldið hrundi. Hrun þess staf- aði heldur ekki af hernaðarástæð- um, þó það kæmi fram í hernaðar stöðunni. Lýðveldið hrundi vegna þess að stjórnmálaástandið innan- lands var orðið óheilbrigt og mjög næmt fyrir atburðum á vettvangi alþjóðamála. Þegar þau þróuðust lýðveldinu í óhag, var úti um það. (Observer. — öll réttindi áskilin) Margrét B!örns- dóttir frá Álfta- vatni M I N N I N G Svo leiftursnöggt mannlífið líður á braut sem ljósglit, er blikar á kveldi. Og erfitt finnst mörgum að þola þá þraut, þeim, er af kærleikans eldi var vermdur og alinn á æskunnar stund af alúð og viðkvæmri gleði. í>að sjá mega börnin er sorgmæddri lund. syrgja hér móður á beði. Þú horfin ert burt af hérvistarbraut. Við kveðjum með söknuð í hjarta, því loks hefur skaparinn leyst þig frá þraut, og leitt þig í sæluna bjarta. Með einstöku þoli þá byrði þú barst. er bölið á herðar þér lagði. í lífinu hreinasta hetja þú varst er hryggðin að dyrunum barði. Aldraðir foreldrar, ástfólgin börn af elsku þér kveðjurnar færa, í lífinu ávallt þú varst þeirra vöm þau votta þér þökkina kæra. Og vinirnir kveðja þig kærasta fljóð með klökkva í huga þess biðja, að alfaðir himneskur efli þann sjóð er ást þín gaf til þinna niðja. Ragna Sigríður GunnarsdóttiK Málverkauppboð vorður í Sjálfstæðishúsinu n.k. föstudag— Sýnt kl. 2—6 fimmtudag (Uppstigningadag) ogkl. 10—1 á föstudag. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar Austurstræti 12 — Sími 13715. Ameríski söngkví ntettinn FIVE KEYS Þar sem hljómleikaför Five Keys út á land seinkar um einn dag, verður hægt að hafa eina hljómleika ennþá í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11,15. Allra síðasta sinn Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói eftir kl. 2 í dag. Sími 11384. Blindrafélagið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.