Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. mai 1959 HORGVNBL AÐIÐ ‘ó Frœösluferöir til íslands i sambandi við o/jb/óðojb/ng landfræð- inga og jarðfræðinga 1960 FYRSTA Alþjóðaþing jarðfræð- inga var haldið 1 Frakklandi 1878 og síðan hafa slík þing verið haldinn þriðja eða fjórðahvertár, það síðasta í Mexico 1956. Land- fræðingar halda einnig alþjóða- þing 4. hvert ár og var hið síðasta haldið í Rio de Janeiro 1956. Að- ins einu sinni hefur alþjóðlegt jarðfræðingaþing verið haldið á Norðurlöndum, í Stokkhólmi 1910, en það var eitt hið árangurs ríkasta þessara þinga. Alþjóð- legt landfræðingaþing hefur aldrei verið haldið á Norðurlönd um. Hins vegar hafa margir fræðimenn frá Norðurlöndum sótt þessi þing og nú er komið að endurgjaldsdögunum. Á þinginu í Ríó var samþykkt, að halda næsta landfræðingaþing í Stokk- hólmi, 6.—12. ágúst 1960 og sama haust var ákveðið á þinginu í Mexíco að næsta jarðfræðiþing skyldi einnig haldið á Norður- löndum 1960, 15.—25. ágúst. Segja má, að starf slíkra alþjóða þinga sem þessara sé tvíþætt. Annars vegar eru fyrirlestrar og umræður og ýmis nefndarstörf og skýrslur milliþinganefnda, einkum í þeim greinum, sem krefjast alþjóðlegrar samvinnu. Hinn megin þátturinn og sá sem flestir þátttakendanna hafa mest gagn af, eru fræðsluferðir um þau lönd, sem þingið er hald- ið í til þess að þátttakendur læri sem mest í fræðsluferðum þess- um eru samdir ítarlegir leiðar- vísar um þau svæði, sem ferðazt er um, og þar tjaldað þeirri nýj- ustu þekkingu, sem hægt er að veita um viðkomandi svæði. Kort, línurit og hverskyns skýringar- myndir fylgja leiðarvísum þess- um. Tala þátttakanda í þessum al- þjóðþingum hefur stöðugt farið I vaxandi og gert er ráð fyrir að i nokkuð á annað þúsund manns sæki næsta landfræðiþing, en að minnsta kosti 3—4 þúsund sæki jarðfræðiþingið. í>ví er það, að ekkert Norðurlandanna treystist til að sjá um slík þing án að- stoðar hinna og var því ákveðið að Norðurlöndin öll skiptu með sér fræðsluferðunum í sambandi við þessi þing. Þegar ákveðið var að þingin yrðu á Norðurlöndum, var þeirri áskorun beint til ís- ienzkra yfirvalda, að íslendingar tækju einnig þátt í þessari sam- vinnu og sæju um eina fræðslu- ferð i sambandi við hvort þing. Þótti margra hluta vegna eigi stætt á því að skorast undan þessu og hefur verið ákveðið, að efna til 12 daga fræðsluferðar fyrir landfræðinga dagana 23. júlí til 3. ágúst og jafnlangrar ferðar fyrir jarðfræðinga 1,—12. ágúst. Var það skilyrði sett af ís- lands hálfu, að tala landfræðing- anna færi ekki fram úr 30 og jarð fræðinganna færi ekki fram úr 60 og að þátttakendur kostuðu ferð sina að fullu. í nóvember síðastliðnum skip- aði Menntamálaráðherra nefnd til undirbúnings þessara fræðslu- ferða og er Sigurður Þórarinsson formaður hennar, en aðrir nefnd armenn eru: Guðmundur Kjart- ansson, jarðfr., Gunnar_ Böðvars- son, verkfr., Jóhannes Áskelsson, jarðfr., Klemenz Tryggvason, hag stofustjóri, Sigurður J. Briem, stjórnarráðsfulltrúi Steingrímur Hermannsson, verkfr., form. Rannsóknarráðs, Tómas Tryggva son, jarðfr. Trausti Einarsson, prófessor og Valdimar Kristins- son, viðskiptafræðingur. Eru þeir Tómas og Valdimar ritarar nefndarinnar. Það kom fljótt í ljós, er um- sóknir tóku að berast um þátt- töku í fræðsluferðunum, að ís- land var einna eftirsóttast. í sum ar ferðirnar um hin Norðurlönd- in hafa ekki svo margir tilkynnt þátttöku sína, að víst sé að af þeim geti orðið, en til íslands vilja miklu fleiri koma í báðar ferðirn ar en unnt er að taka á móti. í landfræðingaferðina hafa skráð sig um 70 manns frá 16 löndum. Meðal þeirra má nefna hinn fræga jöklafræðing Hans Kinzl í Xnnsbruck og landa hans Herbert Paschinger, G. Chabot, prófessor í landafræði við Sorbonne háskól ann, Stanislaus Kalesnik frá Leningrad, einn fremsta land- fræðing Rússa, Jan Dylik frá Pól- landi, sérfræðing í frostfyrirbær- um, Ryohei Morimoto, eldfjalla- og jarðskjálftafræðing frá Tokíó og Lucio Gambi frá Messína á Sikiley. Um þátttöku í jarðfræðinga- ferðinni hafa sótt um 120 manns frá 25 löndum. Þar á meðal eru margir frægir jarðfræðingar, svo sem Albert Brouwer frá Amsterdam, Francesco Penta frá Róm, sérfræðingur í jarðhita, Stanley Runcorn frá Acucastle, sérfræðingur í segulmagni bergs, og F. Bullard, eldfjallafræðingur frá Texas. í hópi þeirra, sem hug hafa á að koma til íslands í áðurnefndum ferðum eru menn úr eftirfarandi löndum utan Evrópu: Canada, U.S.A., Jamaica, Mexico, Guate- mala, Bolivía, Ohile, Nýja Sjá- landi Malaya, Japan, Indlandi og ísrael. Aldrei fyrr mun svo al- þjóðlegur hópur hafa sótt ísland heim, og frá sumum þessara landa hefur enginn áður til ís- lands komið. Þar eð flestir þeir, er taka þátt í þessum fræðsluferð um, munu skrifa um þær í blöð og tímarit við heimkomuna, er hér um að ræða mikla landkynn- ingu, sem mikið veltur á að vel takist. íslenzkir jarðfræðingar, landfræðingar og jarðeðlisfræð- ingar munu reyna að gera það sem í þeirra valdi stendur, en þetta er fámennur hópur, sem má sín lítils ,og er mörgum öðr- um störfum hlaðinn, en undir- búningur þessara fræðsluferða ér margháttaður og tímafrekur. Hér þarf að gefa út leiðarvísa á ensku og fjölda korta um þau svæði, sem farið verður um, en ætlunin er að fara um Suðurland austur að Skeiðarársandi og norður í land til Mývatns og Jökulsárgljúfurs. Hefur ferða- áætlun verið samin í samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins. í sambandi við landfræðinga- þingið verður gefin út háskóla- kennslubók á ensku um Norður- lönd í tveim bindum og sér Sig- urður Þórarinsson um íslands- hluta hennar með aðstoð Valdi- mars Kristinssonar. Er ritið nú nær fullbúið til prentunar. Stjórnarvöldin hafa heitið fjár- hagslegum stuðningi við undir- búning þessara fræðsluferða og undirbúningsnefndin væntir einnig velvilja og stuðnings bæj- arfélaga og annarra aðila er stuðl að gæti að því að þessar fyrstu al þjóðlegu fræsluferðir vísinda- manna til íslands megi sæmilega takast og verða okkur ekki til vansæmdar, en helzt til nokkurs sóma. Það fylgir því nokkur ábyrgð að byggja land, sem er jafn merkilegt frá náttúrunnar hendi og ísland. STAK8TEIM/VR A. W. C. Bentinck Sendiherra Hollands hér var áður aðstoðarfram- kvœmdast/óri NATO Meistaraíélag Húsasmiða AÐALFUNDUR Meistarafélags húsasmiða í Reykjavík var hald- inn 24 apríl sl. Formaður félagsins, Ingólfur Finnbogason, flutti ársskýrslu félagsstjórnar og kom þar fram, að starfsemi félagsins hefir ver- ið allmargþætt á árinu. Meðal annars var lífeyrissjóður fyrir stéttina stofnaður á starfsárinu. Félagið hefur"nú opna skrifstofu í Þórshamri við Templarasund ásamt öðrum félögum, sem standa að Meistarasambandi byggingamanna.Geta félagsmenn fengið þar ýmsa almenna þjón- ustu, svo sem aðstoð við samn- ingagerðir um verkframkvæmd- ir, enda eru félagsmenn nú skyld ir að gera skriflega samninga um öll þau verk, þar sem krafizt er áskrifta og teikningar og enn- fremur öll önnur verk, sem ætla má, að muni kosta kr. 40.000.00 eða meira. Á skrifstofunni eru jafnan fyrirliggjandi hentug eyðublöð til slíkra samninga- gerða. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, en hana skipa: Ingólfur Finnbogason, form., Tómas Vigfússon, varaform., Daníel Einarsson, ritari, Anton Sigurðsson, gjaldkeri og Gissur Sigurðsson, vararitari. BLAÐAMENN Reykjavíkurblað- anna hittu í gær að máli að Hótel Borg hinn nýja sendiherra Hoi- lands hér á landi, A. W. C- Ben- tinck van Schoomheten. Hann er einnig sendiherra lands síns í Bretlandi og hefur aðsetur í Lundúnum. Er hann 54 ára gam- all og er kunnur í heimalandi sínu sem stjórnmálamaður og í öðrum löndum fyrir starf sitt í utanríkisþjónustu Hollands og hjá yfirstjórn Atlantshafsbanda- lagsins. Hann var fjármálaráð- herra Hollands 1934—”37 og ut- anríkisráðherra 1937—39. Síðar var hann m. a. sendiherra í Svisslandi. Hann var fulltrúi Hollands í nefnd þeirri sem hafði eftirlit með þjóðaratkvæða- greiðslu í Saar 1955 og í 2t4 ár var hann aðstoðarframkvæmda- stjóri NATO og starfaði fyrst með Izmay lávarði og síðan með Spaak, núverandi framkvæmda- stjóra NATO. Hann lét af því starfi í byrjun september sl. ár. Sendiherrann sagði að þetta væri í fyrsta skipti, sem hann kæmi hingað til lands. Væri hann búinn að dveljast hér tvo daga og hefði fengið áhuga fyrir landi og þjóð. Hann kvaðst myndi nota tækifærið um helg- ina til að ferðast nokkuð um út um sveitir landsins. Annars hefði hann óvenjulega mikið að gera núna í sendiherrastarfi sínu í Lundúnum. Hann yrði því skjótt að snúa þangað aftur en hyggðist koma aftur til íslands næsta sumar. Þá sagði sendiherrann, að hann hefði í gær gengið á fund Asgeirs Ásgeirssonar forseta og afhent honum trúnaðarbréf sitt. En auk þess bar hann Ásgeiri sér- stakar vináttukveðjur frá Júlí- önu Hollandsdrottningu, sem hafði nokkuð kynnzt íslenzka for setanum í Osló, um það leyti sem jarðarför Hákonar Noregskon- ungs fór fram. Bentinck van Schoomheten kom hingað með ritara hollenzka sendiráðsins í Lundúnum. Hann sagði að Holland væri smáríki eins og ísland. Að visu væri íbúatala þess miklu meiri heldur en íslands en samanborið við stórveldin væru þau þó í sama flokki smáríkja. Báðar þjóðirnar sagði hann að væru lýðræðis- þjóðir og bandamenn í Atlants- hafsbandalaginu. Sendiherrann kvaðst hafa kynnzt ýmsum íslendingum í starfi sínu hjá Atlantshafsbanda- laginu svo sem Hans Andersen, Haraldi Kröyer og Henrik Björns syni. Minntist hann m. a. um- ræðna sem farið höfðu fram á vegum Atlantshafsbandalagsins um lánveitingar til íslendinga og um fiskveiðideilu Breta og Islend inga. Hann var spurður, hvað hann héldi um möguleikana á að kæra Húsbóndavald sem glataðist Tíminn gerir það að umtals- efni í svartletraðri grein á fyrstu síðú í gær, sem nefnist „Kommar sýna húsbóndavald“, að á forsíðu Þjóðviljans í fyrrad. hafi verið til kynning um það að boðaður væri fundur í Sósíalistafélagi Reykja- víkur og fundarefni væri: „Upp- stilling til Alþingiskosninga í Reykjavík“. í framhaldi af þessu segir Tím- inn svo: „Ýmsum kann að koma þettm spánskt fyrir sjónir, því að menn hafa haldið að það væri svonefnt Alþýðubandalag, sem fram ætl- aði að bjóða, en fundur í þeim félagsskap er ekki boðaður til þess, heldur í félagi Moskvu- kommúnista. Sést þar hvar hús- bóndavaldið er og í raun og veru er þessi forsíðutilkynning Þjóð- viljans eins konar dánartilkynn- ing Alþýðubandalagsins.“ Tíminn er sýnilega sárgramur yfir því að það húsbóndavald, sem þeir ætluðu sjálfum sér, sé komið í hendur annarra. Sú var tíðin að Framsóknarmenn dreymdi þann draum, að geta með tilstyrk þeirra Valdimars- sona og nokkurra annarra manna náð einskonar „húsbóndavaldi“ yfir Alþýðubandalaginu. Með stofnun Hræðslubandalagsins 1956, taldi Framsókn sér öruggt húsbóndavaldið yfir Alþýðu- flokknum og þóttist nú Framsókn báðum fótum í jötu standa. En svo komu vonbrigðin rétt fyrir jólin seinustu, þegar Alþýðu- flokkurinn brauzt undan Hræðslubandalagsokinu og nú hefur, að Tímans sögn, komið nýtt húsbóndavald til greina í Alþýðubandalaginu, en það er ekki húsbóndavald Framsóknar, eins og hinn fagri draumur var um, heldur húsbóndavald ann- arra manna. Það mun ekki fjarri sanni, þó notað sé orðalag Tnr.ans, að með þessum atburðum hafi endan- Iega verið gefin út „dánartil- kynning“ um húsbóndavald Framsóknarflokksins yfir öðrum stjórnamálaflokkum í landinu, enda siglir hann nú sinn sjó, einskipa. Kjósendu'rnir hafa frelsi Eins og getið var um á þessum stað í blaðinu á dögunum kom sú furðulega staðhæfing fram í Timanum fyrir stuttu síðan, að kjósendur mættu ekkert annað hafa í huga við kosningarnar 28. júlí en kjördæmamálið og var á Tímanum að skilja, að ef menn gengju að kjörborði með nokkuð annað í huga, þá væri það andstætt fyrirmælum stjórn arskrárinnar. Þeim Tímamönn- um er nefnilega mest í mun af öllu að ferill vinstri stjórnar- innar, undir forystu Hermanns Jónassonar, formanns Framsókn arflokksins, sem gafst upp nú fyrir jólin, gleymdist kjósend- um að fullu og öllu og sú eymd- armynd, sem þá blasti við, verði sem ógreinlegust í augum kjós- enda him. 28. júní. Það á að reyna að koma þeim til þess að gleyma svikaferli V-stjórnarinn- ar og uppgjöf Eysteins Jónsson- ar í efnahagsmálum landsmanna, með því að birta æsingagreinar um kjördæmamálið. En kjósend- UMSÓKNARFRESTUR um stöðu ( ur hér munu ekki láta blekkja forstjóra Innkaupastofnunar rík- sig. Þeir ganga frjálsir til kosn- Breta fyrir Atlantshafsbandalag- inu, vegna vopnaðra aðgerða þeirra hér við land. Virtist hann vantrúaður á að slík kæra hefði nokkra þýðingu, vegna þess að NATO væri bandalag en ekki dómstóll. Atlantshafsbandalagið gæti rætt um deilumálin, en ekki kveðið upp neinn úrskurð. Til þess að nokkur ákvörðun yrði tekin yrði að ríkja fullt samkomu lag um hana á fundum NATO Sendiherrann var spurður um ýmislegt sem lýtur að þjóðmál- um Hollendinga. Hann sagði m. a. að Hollendingar hefðu tapað miklu, er þeir misstu Austur- Indíur og ennfremur þegar Indó nesíustjórn hefði tekið eignar námi hollenzkar eignir austur þar samtals að verðmæti 500 milljónir sterlingspunda. Þó hefði Holland komizt klakklaust yfir þennan skell. í stað þess að einbeita sér að verkefnum í Aust • ur-Indíum hefðu Hollendingar nn snúið sér að aukinni iðnvæðingu heima fyrir og efldu viðskipti sín við ýmis önnur ríki. Sérstaklega kvað hann eftirtektarvert hve viðskipti við Afríkuríki hefðu stóraukizt á síðustu árum. Annars kvað hann þjóð sína vera mikla verzlunar- og sigl- ingaþjóð. Sjórinn væri mikil- vægur fyrir hana, þó ekki fyrst og fremst vegna fiskveiða, eins og fyrir íslendinga, heldur vegna viðskipta. Sagði hann að Hollend- ingar treystu nú mjög á samstarf Evrópuþjóða. Þeir vildu helzt af- nám allra verzlunarhafta og væntu sér góðs af Evrópumark- aðnum. Taldi sendiherrann, að Hollendingar væru iðjusöm þjóð, sem hefði m. a. tekizt að skipa verkalýðsmálum sínum svo að óvenjulega litlum tíma væri eytt í vinnudeilur. Nefndi hann í þessu sambandi að sú skipan hefði verið tekin upp í Hollandi fyrir nokkrum árum að frum- kvæði Stikkers, sem fyrir nokkru var sendiherra í Bretlandi og á íslandi, að verkalýðsfélög og vinnuveitendur skipa fulltrúa í efnahagsráð, sem fylgist með aukningu þjóðarteknanna og ger- ir þær að undirstöðu kjarasamn- inga. Þrír sækja um forstjórastarf isins var útrunninn 20 þ. m. Umsækjendur eru þrír: Jónas Thoroddsen, fulltrúi borgar- fógeta. Kristján Magnússon, skrifstofustjóri, og Pétur Pét- ursson, forstjóri. Innkaupastofnunin heyrir und- ir viðskiptamálaráðuneytið. inga og það frelsi hafa þeir sam- kvæmt stjórnarskrá landsins. Kjósendur munu ekki strik draga yfir fortið Framsóknar, þeir munu ekki gleyma þvi, að Framsókn skildi við þjóöin» á því augnabliki, sem bún var að „ganga fram af brúnínni“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.