Morgunblaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 15
FJmmtudagur 16. júlí 1959 MORGUNBLAÐ1Ð 15 Afmælismót Ármanns i gærkvöldi: Finnski gesfurinn hafði yfirburöi í 100 m hlaupinu Hörður Haraldsson ógnar metinu í 400 m hlaupi við góöar aðsfæður AFMÆLISMÓT Ármanns í frjálsíþróttum hófst í Laugar- dal í gaerkvöldi. Meðal kepp- enda voru tveir finnskir íþróttamenn og kom annar þeirra fram í gærkvöldi, Borje Strend, 100 metra hlaupari, sem sigraði meS yfirburðum og vakti athygli þeirra er til sáu fyrir skemmtilegan og kraftmikinn hlaupastíi. Hinn Finninn, sem er sleggjukastari, kemur fram á Melavellinum í kvöld, en þá lýkur þessu móti Ármanns. Seinagangur Áhorfendur í gær voru fáir — alltof fáir. VirSist nú svo sem seinagangur og handahófs leg framkvæmd frjálsíþrótta- mótanna sé búin aS kæfa þann áhuga, sem fannst hjá almenn- ingi fyrir þessari skemmtilegu íþróttagrein. Og grátlega slöpp var framkvæmd mótsins í gær kvöldi. Keppnin hófst 10 mín. of seint og þegar allt átti aS vera komið í fullan gang var veriS aS kalla keppendur til rásstaSar eSa aS kast- eSa stökkstaS. PaS er höfuSnauS- syn aS framkvæmd mótanna sé betur undirbúin og ákveS- inn tímaseSilI settur, sem síS- an er haldiS viS, hvaS sem skeSur. Agi verður aS koma í staS agaleysis, ef forystumenn frjálsíþróttamóta vilja áfram fá einhverja mótsgesti. Setning 1 upphafi setti Jens Guðbjörns- son, formaður Ármanns, mótið með stuttri ræðu. Hann þakkaði keppinautum Ármenninga á uðn- um árum, ræddi um nauðsyn þjálfunar og það hve íslenzkir frjálsíþróttamenn hefðu áþreifan lega sýnt og sannað að af þeim má mikils krefjast hvað árangur snertir. Hann ávarpaði Finnana á sænsku og þeir voru kynntir áhorfendum og færðar gjafir Ár- manns. YfirburSir Yfirburðir Borje Strand í 100 metra hlaupinu voru miklir og hann setti glæsilegt vallarmet. Drengjameistara- mótið og meistara- mót kvenna Drengjameistaramót íslands fyrir 18 ára og yngri verður háð í Reykjavík 21. og 22. júlí n.k. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Fyrri dagur: 100, 800, 200 m. gri'ndahl., spjótkast, kúluvarp, há stökk og langstökk. Síðari dagur: 300, 1500, 110 m grindahl., kringlu kast, stangarstökk, þrístökk og 4x100 m boðhl. Þátttökutilkynningar sendist í pósthólf 1099 í síðasta lagi 18. júlí. Meistaramót kvenna í frjáls- íþróttum verður haldið samhliða móti karla 9.—11. ágúst. Keppt verður í 100, 200 m hlaupum, 80 m grindahlaupi, 4x100 m hlaupi, hástökki, langstökki, kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Þátt- taka tilkynnist í pósthólf 1099 í síðasta lagi 4. ágúst. Hilmar fylgdi honum fast eftir í byrjun en gaf verulega eftir í síðari hluta hlaupsins. Röð hinna var óbreytt frá upphafi hlaups til loka. Skemmtilegasta og bezta keppni kvöldsins var í 400 m hlaupinu. Hörður Haraldsson sýndi þar mikla yfirburði og einnig að honum er ætlandi til mikilla afreka á þessari vega- lengd. Árangur hans, 49,5 sek. og yfirburðasigur gefa vissulega fcil kynna að hann getur við betri að- stæður komist niður undir metið — kannski undir það. Tækifærið vantar. Kristleifur sigraði örugglega l 1500 m hlaupinu og gaman verð- ur að sjá hann í keppni við Svav- ar sem nú var fjarverandi, nú þegar Kristleifur hefur fengið aukið sjálfstraust — og aukinn hraða. Hörð keppni 1500 m hlaup drengja var með skemmtilegustu greinum kvölds- ins. Þeir háðu harða baráttu en forystu hafði frá upphafi Jón Júlíusson Á., mjög efnilegur hlaupari. Allir hinir sýndu góð tilþrif. Það er meira af slíku sem vantar á frjálsíþróttamótin til að gera þau skemmtileg á að horfa og laða áhorfendur að. Öruggur sigur Rostockfararnir voru hinir ör- uggu sigurvegarar i sínum grein- um, Einar í langstökki og Jón Pétursson í hástökki en hin stóru afrek komu ekki. I fyrsta sinn á sumrinu tapaði Þorsteinn Löwe kringiukasts- keppni. Hallgrímur varð honum yfirsterkari en þetta er jafnasta um var sagt upp sunnudaginn 31. maí. Hófst athöfnin með því að séra Sigurður Einarsson í Holti flutti bæn. Þá flutti skólastjórinn, Jón H. Hjálmarsson, skólaslita- ræðu. Rakti skólastarfið á vetrin- um, lýsti prófum og afhenti nem- endum prófskírteini. 1 skólanum voru lengst af vetrarins eitt hundrað nemendur og skiptust svo í bekki að í 1. bekk voru 21, í öðrum bekk 38 og í þriðja bekk, sem skiptist í landsprófs- og gagn fræðadeild, voru 41 nemandi. —• Skólastarfið gekk vel, heilsufar nemenda var gott og námsárang- ur góður, sérstaklega á gagn- fræða- og landsprófum. Á 1. bekkjarprófi varð hæst Sigurbjörg Sigurðardóttir, Varma landi, Skag., með 8,76 í aðaleink- unn, og aðra hæstu einkunn hlaut Jón R. Kristinsson, Borgarholti, Holtum, Rang., með 8,62. — Á unglingaprófi urðu efstar og jafn ar með 8,63 í aðaleinkunn, þær Ragnhildur Bogadóttir, Hlíðar- bóli, Fljótshlíð, Rang., og Þórdís Sveinsdóttir, Fossi, Síðu, V-Skaft. 1. og 2. bekkur útskrifuðust 28. apríl. Á gagnfræðaprófi var hlut- skörpust Guðbjörg Einarsdóttir, Garði, Presthólahreppi, N-Þing., með ágætiseinkunn, 9,06 og aðra keppni þeirra þrímenninga 1 ár. Ingvar Hallsteinsson FH var hinn öruggi sigurvegari í spjót- kasti, en spjótkasti fleygir ein- kennilega lítið fram hér hjá okk- ur. Víst er að menn eins og Ingv- ar gætu kastað mikið lengra en eitthvað virðist skorta, rétta þjálfun eða breytt kastlag. — A. St. Heltzu úrslit: 100 m hlaup 1. Borje Strand Finnl. 10,7 2. Hilmar I>orbjömsson Á 11,0 3. Valbjörn Þorláksson ÍR 11.2 4. Einar Frímannsson KR 11,3 400 m hlaup 1. Hörður Haraldsson Á ^ 49,5 2. Þorkell St. Ellertsson Á ^ 53,2 3. Hjörleifur Bergsteinsson Á 55,5 1500 m hlaup 1. Kristleifur Guðbjörnsson KR 4:00,4 2. Reynir Þorsteinsson KR 4:26,8 110 m grindahlaup 1. Guðjón Guðmundsson KR 15,6 1500 m hlaup drengja 1. Jón Júlíusson Á 4:32,2 2. Heigi Hólm ÍR 4:33,4 3. Steinar Erlendsson FH 4:33,8 4. Gústaf Óskarsson KR 4:35,2 5. Friðrik Friðriksson ÍR 4:35,6 4x100 boðhlaup Ármann 44,1 KR 45.5 ÍR 45,9 Langstökk 1. Einar Frímannsson KR 6,59 2r. Ólafur Unnsteinsson HSH 6,33 3. Kristján Eyjólfsson ÍR 6,23 Hástökk 1. Jón Pétursson KR 1.85 £. Heið^r Georgsson ÍR 1,70 3. Jón Ólafsson ÍR 1,70 Kringlukast 1. Hallgrímur Jónsson Á 46,71 2. Þorsteinn Löve ÍR 45,75 3. Friðrik Guðmundsson KR 45,02 4. Gunnar Huseby KR 42,20 Spjótkast 1. Ingvar Hallsteinsson FH 55,55 2. Björgvin Hólm ÍR 54,10 3. Valbjörn Þorláksson ÍR 51,96 4. Arthur Ólafsson UMSK 46,57 varð hlutskarpastur Ingvar Helgi Arnason, Ytri-Skógum, Austur- Eyjafjöllum, Rang. Hann hlaut ágætiseinkunn 9,37. Aðra hæstu einkunn á landsprófi fékk Guð- brandur Fr. Steinþórsson, Skag- nesi, Mýrdal, V-Skaft. Hann hlaut ágætiseinkunn 9,27. Er þetta ó- venju glæsilegur námsárangur og hafa ekki verið tekin fyrr svo há 3. bekkjarpróf í Skógarskóla. — Nemendur, sem sköruðu fram úr í námi hlutu bókaverðlaun og einnig nokkrir aðrir fyrir góð störf í þágu skólans. Landspróf þreyttu 14 nemendur og gagn- fræðapróf 27. Allir stóðust próf. Að lokinni skýrslu sinni ávarp- aði skólastjóri hina brautskráðu nemendur, þakkaði þeim dugnað og harðfylgi í námi og góð störf í þágu skólans og árnaði þeim heilla. Auk skólastjóra tóku til máls Björn Björnsson, sýslumaður, for maður skólanefndar, og sr. Sig- urður Einarsson í Holti, sem var prófdómari að vanda við 3. bekkjarpróf. I skólalok gróðursettu nemend- ur með kennurum sínum um 2000 trjáplöntur í skógrækt skólans. Með þessari skólauppsögn er lokið 10. starfsári Skógarskóla. Námsárangur góður í Skógaskóla HÉRAÐSSKÓLANUM að Skóg- hæstu einkunn hl&ut Sigríður Þórarinsdóttir, Spóastöðum, Bisk. ágætiseinkunn, 9,02. Á landsprófi I kvöld klukkan 8,30 fer fram seinni hiuti afmælismóts Ármanna á Melavellinum. Eins og frá var sagt í blaðinu í gær eru tveir finnskir íþróttamenn meðal keppenda. t kvöld verður keppt í sleggjukasti og er Kalevi Korppu frá Finnlandi meðal kepp- enda. Myndin hér að ofan sýnir Korppu búa sig undir að kasta sleggjunni. — Ég þakka innilega öllum, sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 7. júní s.l. með heimsóknum, skeytum og góðum gjöfum. Guð launi ykkur og blessi. Sig. B. Sigurðsson, Hof-Akri Þakka hjartanlega heimsóknir, góðar gjafir og heilla- skeyti á sextugsafmæli mínu 5. júlí s.l. Lifið heil. Halldór Diðriksson, Búrfelli, Eiginmaður minn, HANNES AGtJST PÁLSSÓN frá Vík Stykkishólmi, audaðist 14. þ.m. í Landspítalanum. Magðalena Nielsdóttir Móðir mín, SVEINBJÖKG EYVINDSDÖTTIR, Hákoti, Akranesi, andaðist 9. þ.m. að Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju 17. þ.m. kl. 15. Blóm afbeðin. EyvindurValdimarsson Sonur okkar, JÓHANN GUÐMUNDSSON andaðist 9. þ.m. að heimili okkar, Grænhól. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum sýnda samúð. Jónína Guðmundsdóttir, Guðmundur Hjartarson Bróðir minn. PÁLL SIGURÐSSON andaðist að heimili sínu Hrepphólum, Hrunamannahreppi, aðfaranótt 15. júlí. Jón Sigurðsson Jarðarför STEFÁNS ÞORLÁIÍSSONAR fyrrv. hreppstjóra Reykjardal, Mosfellssveit fer fram laugard. 18. þ.m. Húskveðja að Reykjardal kl. 1,30 e.h. Sætaferð frá B.S.t. að Lágafelli kl. 2. eh. Jarðsett verður að Mosfelli Sigurður N. Jakobsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.