Morgunblaðið - 28.07.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1959, Blaðsíða 16
16 MORCTnvnr. AÐ1Ð Þriðjudagur 28. júlí 1959 EMPTV/ THAT'3 A JEWEL CASE, ALL RISHT/ Í'P LIKE TO TALK TO \ HIM/ AT LOST POREST, „ MR. ROBERTS... I ...WHY? rf NO, 6IR...WE PIPN'T 6EE ANY OEWELS. ALL WE FOUND WASTHI3 FANCY BOX...OPEN AND EMPTY ON THESNOW/- RANGER, WHERE 13 THIS FELLOW TRAIL WHO BROUOHT MISS LANE . POWN? M 50NN njosnaæsaga ur £FT/R M/CHAEL GRAT SOLT/kOW HE/MSSTYRJOLD/NN/ SlÐARl „Þessi Þjóðverji er hinn eini virðingarverði maður í öllu þessu njósnamáli. Ég dreg enga dul á aðdáun mína á hinum sál- fræðilegu hæfileikum hans, hinni leyfilegu herkænsku hans, heiðarleik hans, gáfum og blekk ingarhæfileikum og áhrifum hans á konurnar. Ég veit, að Bleicher hefir sjálfur tekið 300 andspyrnu menn enn fasta og að hann bar aldrei á sér vopn nema í eitt skipti. Ég veit, að hann hefir hafnað því að taka upp samninga við England eða frönsku and- spyrnuhreyfinguna, einnig þá, þegar Þjóðverjar höfðu tapað stríðinu. Því Hugo Bleicher fyrir- lítur svik“. A þessari stund gat jafnvel hinn opinberi ákærandi Becognée ekki afneitað því, að hann var ekki aðeins 'ákæranai, heldur öllu fremur líka — Frakki. Hann viðurkenndi, að fyrir ,\æð una“ væri ást hennar og „kyn- ferðislegt staðfestuleysi", — eins og hann komst að orði — mjög mildandi ástæður. En því næst varpaði hann svik unum við 35 ættjarðarvini á hina voga f kálina og vog réttlætisins hallaðist „Læðunni“ í óhag. Hinn opinberi ákærandi hækkaði rödd ina og krafa hans hljómaði um Til leigu Verziunarhúsnæði í stóru verzlunarhúsi í nýju hverfi. Plássið er 60 ferm. í tvennu lagi, búð og geymsla. Húsnæði þetta mætti einnig nota t.d. fyrir rakarastofu, tannlækningastofu, afgr. fatahreinsunar, léttan iðnað o. fl. Tilboð er greini til hvaða nota húsnæðið óskast, sendist afgr. Mbl. fyrir föstudag, merkt: „Góður staður—9492“. Matráðskona Matráðskonu vantar að Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja. frá 1. ágúst n.k. til áramóta eða lengur eftir samkomulagi. Uppl. hjá ráðsmanni sjúkra- hússins Steini Ingvarssyni. Bæjarstjóri. salinn, þar sem var dauðaþðgn: „Svikarinn hefir fyrirgert lífi sínu! Ég krefst dauðarefsingar “ Þegar verjandinn, Maitre Al- bert Vaud byrjaði varnarræðu sína .þegar á eftir var svipur á- heyrenda kuldalegur, þungbúinn, meira að segja fjandsamlegur, hvert sem litið var. Hann vissi, að dómurinn var þegar kveðinn upp. Krafan: „Læðuna á högg- stokkinn" var í fyrirsögnum allra aðalblaðanna og hún stóð letruð í hinum myrka svip hinna eið- svörnu og dómaranna. „í nafni hinna sviknu — í nafni þeirra, sem fluttir voru á brott — í nafni hinna dauðu — í nafni þjóðarinnar" kvað aukaréttur andspyrnuhreyfingarinnar upp sinn dóm laugardaginn 8. janúar 1949. Hann hljóðaði á þessa leið: „Condamnée a mart — dæmd til dauða!" „Læðan“ lét ekki bugast, þegar hún heyrði þennan dóm. Hún tók honum með ró og jafnaðargeði. En þessa ró og jafnaðargeð tóku menn sem „tilfinningaleysi“. Öld ur hatursins risu nú enn hærra gegn henni, þegar hún gerði fjand mönnum sínum það ekki til geðs, að láta bugast og grátbæna um líf sitt. Á eftir dómnum kom óend- anleg nótt í Fresnes-fangaklefan- um. Þeirri nótt varði Matthildur Carré til þess að skrifa verjanda sínum, Maitre Naud, langt bréf: „Kæri meistari! Gjarna hefði ég sagt yður margt fleira, en fangaverðirnir voru því miður viðstaddú og ég gat ekki talað um það. En þér megið einmitt ekki trúa því, sem nokkur vitnanna hafa borið um það, sem þau nefndu siðleysi mitt. Dauðadómur minn er upp kveð- inn. Ég hef ekki gert al'lt það, sem mér hefir verið borið á brýn. Ég hef að vísu ekki alltaf verið vinsamleg gagnvart yður — ein- mitt vegna þess, að ég hef sam- úð með yður. Ég vildi, að þér geymduð mig í minningu yðar hvorki sem „óvætt“ né „tilfinn- ingalausan kvenmann". Ef þér vissuð, hvað það hefir kostað mig, að steypa á mig þessari grímu og dylja hið sanna, innra eðli mitt undir henni! f mörg ár — nánar tiltekið síðan á þeim degi, er ég yfirgaf Hugo Bleich- er, hef ég ekki fundið neina manneskju á þessari jörð, sem ég gæti komið fram við, eins og ég er í raun og veru. Hversu oft var ég að því komin að örvænta, hversu oft hef ég haldið, að ég gæti ekki þolað þetta lengur. En þessa fimm daga, sem mála- ferlin hafa staðið og einkum eft- ir að dauðadómurinn var upp kveðinn varð mér það ljóst, hváð an ég fæ þann kraft og þá still- ingu, að ég get meira að segja brosað rólega hér í banaklefa mínum. Ég finn ekki einu sinni til reiði eða haturs til hins opin- bera ákæranda, herra Becognée — enda þótt mér fnnist ég sjálf vera ósegjanlega lítil, yfirgefin og óhamingjusöm. Mér lá við gráti meðan þér Ensk skríístofustúlka óskar eftir góðu sérherbergi með húsgögnum og aðgangi að baði og eldhúsi í nágrenni miðbæjarins. Tilboð merkt: „Sérherbergi — 9107“ sendist afgr. D Ö M U R blaðsins fyrir miðvikudaginn 29. þ.m. Hinar viðurkenndu amerísku „M I S C A RT A" plastplotur á borð og veggi fást nú í fjölbreyttu litaúrvali af ýnisum plötustærðum. Einnig fyrirliggjandi tilheyrandi L í M. Helgi IViagnussan &. Co. Hafnarstræti 19. — Símar: 1-3184 og 1-7227 1) Nei, við sáum enga gimsíeina — fundum aðeins þctta skrin — það lá opið og tómt á snjobreið- unni. Tómt. Þetta er gimsteinask'ín — það er ekki um að villast, seg- ir Ríkarður. Mikið úrval af síðbuxum, peysum og blússum. Einnig sérlega fallegt úrval af sundbolum. Hjá Báru Austurstræti 14. 2) Tómas, hvar er þessi náungi, Markús, sem flutti ungfrú Lane niður af fjallinu? 3) Hann er heima í Týndu skóg um, Ríkraður. Hvað .... 1 Ég þarf að tala við hann. voruð að halda varnarræðuna. Ég var búin að fá nóg af þessu öllu, ég gat ekki meira, hugrekkið var bilað. Hve gjarna hefði ég viljað rétta yður höndina til að sýna yð- ur þakklæti mitt fyrir hma dá- samlegu vörn yðar, enda þótt dómur minn væri fyrirfram á- kveðinn. Þér einn lituð öðru vísi á mig en ákærendur mínir og dómarar — og þér lituð rétt á mig. Ég trúi því enn stöðugt, að ég eigi rétt á að lifa. Ég trúi því líka, að ég eigi afl til að gera öðrum gott og gera þá hamingju- sama. Ég trúi því enn, þegar ég stend andspænis hinum hræðilega dauðdaga, sem bíður mín. Það er svo ósegjanlega margt ófram- kvæmt, sem býr mér í huga — en hve lengi úr þessu? Þess vegna grátbæni ég yður. Reynið allt, sem í yðar valdi stendur til að losa mig úr þessum hataða klefa og frá Fresnes. Mig brestur nú orð og ég get ekki viðhaft innan- tóm orðtæki. Ég vildi einungis, að þér gætuð skilið neyð mína, hvaða von ég bind enn við yð- ur — og með hvaða tilfinningum ég hugsa um yður .... Yðar litla......“ f stað undirskriftar málaði Matthildur kennimerki sitt undir þetta bréf, úlínur að litlum kettL ★ Það vantaði ekki menn, sem studdu mál „Læðunnar". Eink- um voru það báðir fangelsisprest arnir, þeir Arbousset og Aumon- ier. Þeir studdu náðunarbeiðni verjandans Martre Naud til for- seta franska lýðveldisins. Þessir báðir andlegrar stéttar menn ! snerust reiðir gegn blöðum, gegn hinum einhliða, hlutdræga frétta flutningi í málaferlunum gegn „Læðunni“. Þeir fóru hlýjum orð um um hin-ar djúpu og ríku til- finningar þessarar konu. Fjóra mánuði stóð Matthildur Carré á þröskuldi dauðans. Fjóra mánuði óttaðist hún um líf sitt í banaklefanum í Fresnes. Þá kom úrskurðurinn. Hinn 8. maí 1949 var dauðadóminum breytt í ævi- langt fangelsi. Sex árum síðar, vorið 1955, var „Læðan“ -náðuð og látin laus. í mörg hundruð kílómetra fjar- lægð frá París, einhvers staðar úti í sveit, hefir „Læðan" 'engið athvarf hjá nánum ættingjum. Þar lifir hún, mjög hjartabiluð og — hálfblind. Hin mikla njósna kona frá síðari heimsstyrjöld- inni, hin blóðheita, lífsþyrsta- kona, sem þráði ævintýri, er orð- ..i þreytt. Ósegjanlega þreytt. — Endir. ailltvarpiö Þriðjudagur 28. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. — 19,00 Þingfréttir — Tónleikar. — 20,30 Erindi: Endalok Napóle- ons fyrsta (Jón R. Hjálmarsson skólastjóri). — 20,4? Frá tón- leikum í Stokkhólmi í júnímán- uði: Sænska útvarpshljómsveitin leikur tvö verk; Sten Frykberg stj. — 21,20 Upplestur: „Það vissi það enginn“, smásaga eftir Hall- dóru B. Björnsson (Vilborg Dag- bjartsdóttir). — 21,30 Samleikur á balalæku og píanó: Evgenij Blínov og Mihail Bank ieika nokkur lög (Hljóðritað á tón- leikum í Austurbæjarbíó 28. sept. sl.). — 21,45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). — 22,10 Lög unga fólksins (Haukur Hauksson). — 23,05. Dagskrárlok. Miðvikudagur 29. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 „Við vinnuna“. Tón leikar af þlötum. 20.30 „Að tjalda baki“ (Ævar Kvaran leikari). 20. 50 Einsöngur: Birgit Nilsson syng ur. 21.05 Útvarp frá Þórshöfn í Færeyjum (ef skilyrði leyfa): Sig. Sig. lýsir síðari hálfleik í landsleik í knattspyrnu milli Fær eyinga og íslendinga, er fram fer um daginn. 22.10 Kvöldsagan: „Tólfkóngavit“ eftir Guðmund Friðjónsson; IV. (Magnús Guð- mundsson). 22.30 í léttum tón: 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.