Morgunblaðið - 08.08.1959, Page 6

Morgunblaðið - 08.08.1959, Page 6
e MORWNM'AÐ ÍÐ Laugardagur 8. ágúst 1959 Sárin eftir styrjöldina grísku borgara- eru ekki gróin Sagt frá stjórnmálaástandinu i Grikk- landi og dómnum yfir Manoel Glezos ÞAÐ er. aðeins liðinn um einn áratugur síðan borgarastyrjöld geisaði í Grikklandi. Griskir kommúnistar gerðu uppreisn gegn löglega kjörinni stjórn landsins. Þeir náðu stórum landssvseðurn á sitt vald í norðurhluta Grikklands og bjuggu um sig í fjalllendi og öræfum suður um allt land, jafnvel í nágrenni höfuðborgar- innar Aþenu. Styrkur kommúnistaherjanna var mestur við landamæri kom- múnistaríkjanna í norðri, Al’ban- íu, Júgóslavíu og Búlgaríu, enda var það á allra vitorði, að þaðan fengju þeir ógrynni vopna, skot færa og vista. Uppreisninni var stjórnað beint frá Moskvu og átti smáríki eins og Grikkland skiljanlega í vök að verjast, þegar rússneska síór- veldið hafði látið til skarar skriða og sló hrammi sínum yfir það með hemaðarofbeldi. Um tíma var útlitið mjög svart. Var ekki annað sýnna en að kom múnistar myndu leggja Grikk- land undir sig. Gríski herinn var illa skipulagður og vanbúinn vopnum til að mæta þessari hættu. En allt snerist þó til betri vegar. Með vaxandi skilningi manna á útþenslustefnu Rússa ákvað Truman forseti að veita Grikkjum hernaðarlega aðstoð, sem fólst í hergagnasendingnm og tæknilegri aðstoð. Og enn nokkru seinna kom upp sundur- þykkjan milli Júgóslava og Rússa, sem einnig olli misklið meðal grískra kommúnista og varð til þess að dró úr hernaðar aðstoð kommúnistaríkjanna við flokkurinn verið bannaður og kommúnísk undirróðursstarfsemi refsiverð að lögum. Þótt þjóðfélagið hafi smám saman jafnað sig eftir hernaðar- átökin og stjórnmálalíf Grikk- lands færzt , samt lag eftir lýð- ræðislegum leiðum hefur því þó verið frestað ár eftir ár, að leyfa kommúnistum eðlilega flokks- starfsemi á þingræðislegum grundvelli. Þetta er að mörgu leyti miður farið. Meðan málum er svo háttað má véfengja það að Grikkland sé lýðræðisríki og einnig leiðir þetta til þess að kommúnistar dylja sig og auka áhrif sín með leynilegum aðferðum í ýmsum flokkum og félagasamtökum. Má í þessu sam bandi benda á það að í allri Vestur-Evrópu hefur það reynzt happasælast í baráttunni gegn kommúnistum, að takast á við þá á vettvangi þingræðis og opin- berra stjórnmála. E' IN helzta mótbáran gegn því að veita kommúnistum aftur pólitísk réttindi í Grikklandi er einmitt hættan frá hinum fjöl- menna hópi grískra kommúnista, sem enn hefst við í Rússlandi og þá. Smám saman sótti gríski rík- leppríkjunum og situr um færi isheririn fram, umkringdi komm- únistaflokkana og dreifði- þeim á flótta. Lokaþátturinn var mik- ill bardagi í hinu svonefnda Grammos-fjalllendi, þar var beitt fallbyssum á báða bóga, en hinn skipulegi her kommúnista beið þar lokaósigur. ★ ENN eru sárin eftir þessa harð- vítugu borgarastyrjöld ógró- in. Verst var það, að þegar tók að halla undan fæti fyrir komm- únistum, gripu þeir til óyndisúr- ræða. Þeir réðust á fjölda frið- sælla sveitaþorpa, lögðu þau í rústir með skothríð og íkveikj- um, myrtu marga íbúanna en rændu öðrum, einkum konum og börnum og fluttu þau nauðug til kommúnistaríkjanna. Þeir grískir menn sem fluttir voru nauðugir til Júgóslavíu fengu nokkrum árum síðar að snúa heim og voru rúmlega 10 þúsund talsins. Nýlega fengu um 1000 grískir menn einnig að snúa heim frá Póllandi. Enn munu þó milli 40 og 00 þúsund Grikkja dveljast í lepp- ríkjum Austur-Evrópu. í þessum hópi eru bæði landflótta komm- únistar og fólk sem haldið er þar nauðugu, unglingar, sem fluttir voru sem ungbörn frá heima- landi sínu, en hafa verið aldír upp við kommúnískt uppeldi. Harmleikur alls þessa fólks hefur verið saminn og settur á svið af höfðingjum alþjóða- kommúnismans. Þeir hugsa sér að nota hina landflótta Grikki sem varaskeifu, ef tsekifæri gefst til að efna til nýrrar borgara- styrjaldar í GrikklandL Enn sitja fjölmennar hersveitir grískra kommúnista í Búlgaríu og Rúmeníu, reiðubúnir að hefja stríðið hvenær, sem merki er gefið frá Moskvú. ★ ÞORPIN sem kommúnistar lögðu í rústir bera þess enn menjar, þrátt fyrir ötult og ár- angursríkt uppbyggingarstarf. En erfiðast verður að þurrka út ;ir minningunni hryðjuverkin. Það er einnig ein afleiðing grisku borgarastyrjaldarinnar að siðan hefur gríski kommúnista- til valdbeitingar og árása. Hætt- an frá þeim er áberandi og því í rauninni skiljanlegt, að grískir forustumenn séu ófúsir að stíga þetta skref. Þjóðin reynir að verja sig gegn slíkum utar.að- komandi áhrifum. Þó kommúnistaflokkurinn sé bannaður og kommúnísk starf- semi refsiverð, er það athyglis- vert dæmi um aukið frjálslyrdi og stefnu til aukins lýðræðis, að opinberlega er vitað, að allmargir kommúriistar eru starfandi í helzta stjórnarandstöðuflokkn- um, hinum vinstrisinnaða EDA- flokki og amast stjómarvöld ekki við því. Annað dæmi þessa er að á síðustu tveimur árum hefur mörg hundruð kornmúnistum, sem verið höfðu í haldi síð- an á árum borgarastyrjaldarinn- ar verið sleppt úr fengelsum. Lagaframkvæmdinni gegn kommúnistum hefur aðallega og nær því eingöngu verið beint gegn beinni samvinnu við útsend- ara Moskvuvaldsins. Útlagasveitir kommúnista i Austur-Evrópu halda uppi stanz- lausum útvarpsáróðri, sem þeir beina til Grikklands. Þeir smygla áróðursblöðum og vopnum inn í landið, aðallega frá Búlgaríu og þeir reyna að halda tengslum og skipuleggja kommúnistadeildir í Grikklandi, með þvi að smygla yfir landamærin æfðum áróðurs- og skemmdarverkamönnum. Það er gegn slíkn landráða- Manoel Glezos starfsemi fyrst og fremst sem lög- gjöfinni gegn kommúnistum er nú beitt. ★ FYRIR nokkru hófu kommún- istablöð um gervallan heim upp samstilltan söng vegna har.d- töku nokkurra kommúnista í Grikklandi, sem urðu uppvísir að beinu samstarfi við hið út- lenda vald kommúnismans. Er augljóst mál, að hér er um sam- stillta áróðursherferð að ræða, sem rekur rætur sínar beina leið austur til Moskvu. Hér þóttust kommúnistarnir fá sérstakt tækifæri til smeðju- legs áróðurs vegna þess, að einn hinna handteknu, gríski blaða- maðurinn Manoel Glezos var hálf gildings þjóðhetja úr síðustu styrjöld, frá því hann vann bað þrekvirki, að rífa þýzka haka- krossfánann niður af háborg Aþenu, Akropolis. Hefur hinn samstillti áróður kommúnista oið ið smeðjulegastur í kringum nafn þessa manns. Fjöldi blaðagreina um heimilislíf hans hefur verið saminn í Moskvu og þær þýddar og birtar I kommúnistablöðum um allan heim. Til þess að skera viðkvæm hjörtu var því m. a. haldið fram statt og stöðugt í þessum áróðri í marga mánuði, að það ætti að dæma Glezos til dauða. Við hlið- ina á þeim staðhæfingum voru svo birtar myndir af konu hans og barni. Sannleikurinn er sá, að Manoel Glezos hefur nú um nokkurra ára skeið fengið átölulaust að rit- stýra dagblaði í Aþenu, sem lef- ur látið í Ijósi kommúnískar skoð anir og það var á almannavitorði, að hann væri kommúnisti. Fram- kvæmd löggjafarinnar um bann við kommúnistastarfsemi er svo mild, að ekki var hreyft hár á höfði Glezos meðan hann hélt sér á vettvangi innan.andsstjórn- mála. ★ EN í desember sl. komst gríska lögreglan á sr,. Liir um það, að Glezos hafði náið samband við grísku útlrgana og átti þátt í skipulagningu leynistarfsemi þelrra j. Grikklandi. Lögreglan lét til skarar skríða og fann þá m. a. tvo sendiboða frá Moskvu, sem Glezos hélt á laun. Hér var um mjög alvarlegt brot að ræða og væri talið land- ráð í hvaða ríki sem er. Þó Glez- os hafi rifið niður nazistafána fyrir nærri tveimur áratugum breytir það engu og getur ekki leyzt hann undan refsingu. Mála- ferli gegn honum og nokkrum félögum hans fóru fram í herrétti í Aþenu fyrir opnum tjöldum. Hann var ekki dæmdur til dauða eins og áróður alþjóða-kommún- ismans hafði haldið fram, heldur í fimm ára fangelsi og fjögurra ára vist á eyju einni í Eyjahafinu. En eins og aðrir fangar hefur hann möguleika á styttingu refsi- tíma, ef hann hegðar sér vel. Það er að sjálfsögðu ætíð scg- legt þegar ungir myndarlegir menn hljóta slíka dóma með inni- lokun í mörg ár. En hitt er jafn furðulegt, að kommúnistar skuli ætla sér að riota málið sér til framdráttar í pölitískum tilgangL Þeir gætu sannarlega litið sér nær, þar sem einkenni þjóðskipu lags kommúnismans er misbeit- ing dómsvaldsins í þágu vald- hafanna og valdaferill hans stráður aftökum á saklausu fólki og stærstu og hörmulegustu fangabúðum, sem mannkynssag- an kann að greina frá. !Áttrœður í dag; Þórarinsson í dag, 8. ágúst, er vinur minn Magnús Þórarinsson, Bakkastíg 1, 80 ára. Mig setur hljóðhn er ég hugsa um liðinn tíma, hve ört árln fljúga og öldur tímans skola manni fram í tímans fljót. sem fyrr eða síðar hverfur í hafsins djúp. Ég man það glöggt, er ég ?á vin minn Magnús í fyrsta sim, með litla stjúpdóttur sína í fang- inu, gripinn sorg og nístandi harmi, því dauðinn hafði hrifið unga og glæsilega konu hans með sínum þungu fangtökum, sem þeir skilja bezt er í slíkum spor- um hafa staðið. Þær vonir er hann hafði eygt og í hans hlut- skipti fallið brustu. Hin gáfaða kona flutti til annarra heim- kynna. Litla dóttirin hafði nú misst föður og móður, en Magn- ús gleymdi ekki umhyggju sinni og kærleika til litlu stjúpdóttur sinnar, þótt örlögin væfu sína skrifar úr daglega lífínu J H Banna á akstur um gangstéttir ANNES Jónsson sendir mjólk urbílstjóra svohljóðandi svar við bréfi, sem birtist hér í dálk- unum 5./8. „Mjólkurbílstjóri er óánægður við mig, af því að ég notaði orð- ið narri um tal þeirra félaga. Þetta orð er viðhaft um hvatvísa menn í biblíunni, sem ég las þeg- ar ég var barn. Varla fara mjólk urbílstjórarnir að mólistera b'b- líuna, þó þeir hafi Samsöluna í bakhöndinni. Við erum auðvitað hreinir enguar hérna vesturfrá, en pó dálítið jarðbundin. Því verður okkur þröngur vegurinn um ör- mjótt sund milli bíls og búðar, þegar bílstjórinn stendur þar bi- sperrtur eins og illa gerð kross- rella. Ég hef aldrei lagt neinum bíl upp á gangstétt, vegna þess að ég hef aldrei átt bíl, né heldur feng- ið leyfi til bess. þó ég hafi beðið með gátandi tárum. En það er svo sem eftir strákunum mínum, að hafa lagt farartæki sínu í veg fyrir mjólkurbílana, svo þeir gætu ekki ekið eftir hellunum ‘fram hjá húsdyrum tnínum. við sjáum eftir hellunum, sem eru laeðar r.ieð prýði og ærnum kostnaði. En aðalatriðið er þetta: Það á að banna akstur um gangstéttir, og stöðu bíla þar. Umferðarhætt- an er nóg fyrir því. Við sem ferð- úmst eins og postularnir eigum rétt á gangstéttunum Einhvers staðar verða vondir að fara “ H Margur fyllist svartsýni. AFNFIRÐINGUR" telur ág að ástæðulausu hafa orðið fyrir svo freklegri móðgun hjá opinberum embættisrnanni, að hann telur ástæðulaust að kyrrt liggi. Hann skrifar: „Ég er einn af þeim, sem und- anfarin ár hefi unnið að því að koma upp eigin íbúð af litlum efnum í frístundavinnu. Þetta hefur tekizt með þrotlausri virnu. Við erum fimm í heimili og höfum búið í eitt ár i íbúðir.ni. En tl þess að geta staðið í skilum varð konan að vinna úti af og til síðastliðið ár, óg er þet.ta auð- vitað ekkert einsdæmi. Nú síðustu daga hefur skatta- og útsvarsskráin legið frammi hér I Firðinum, og margir lagt leið sína á skattstofuna. Var ég einn af þeim. Eg bað um að fá að líta á framtal mitt, og fé«ck það. Ekki skal ég draga í efa hæfileika skattstjórans til að riag ræða tölum rétt í sambandi við framtöl manna. Hitt er annað mál að margur fyllist svartsýni á rétt lætið, þegar skattaupphæðin hef- ur verið birt, einfaldlega vegna þess að hann eigir ekki mögu- leika á að framfleyta sér og standa í skilum. Þess vegna leyfði ég mér að spyrja þennan virðu lega mann hvaða tilgangi svona álagning ætti að þjóna, þar sem ég lít svo á, að heppilegast sé fyrir alla, að tölurnar séu ekki hærri en svo, að menn þurfi ekki að missa eigur sínar eða segja sig til sveitar. E Röskleg afgreiðsla. N skattstjórinn var víst ekki sammála, því svarið, sem ég fékk var: „Enga ósvífni hér, út með þig“, og til frekari áherzlu gerði maðurinn sig líklegan til að hjálpa mér út., Nú er mér spurn: Eru engin takmörk fyrir því, hvað skatt- stjórinn í Hafnarfirði má bjóða óbreyttum borgurum? voð, en svona er lífið, fullt af hverfulleik, brostnum vonum og þó oft lífgandi geisla nýs lífs og hamingju. Veit ég að Magnús Þórarinsson þekkir þessar hliðar lífsins báðar. Ég hefi átt því láni að fagna að í nærfellt fimmtíu ár að eiga samleið með þessum ágæta manni. Höfum við staðið hlið við hlið i gleði og sorgum lífs okk- ar og sólskinsdögum, sem skir.ið hafa eftir skúrir hins jarðneska lífs, og höfum mætzt og fagnað hver Öðrum. Magnús Þórarinsson er fædd- ur að Flankastöðum á Miðnesi, sonur hjónanna Þórarins Eiríks- sonar og Kristinar Magnúsdóttur Norðdahl prests frá Sandfelli í Öræfum. Þau fluttu ung frá æskustöðvum sínum til Suður- nesja, sem altítt var í þá daga. Þau hjónin eignuðust 11 börn, en aðeins þrjú komust til full- orðins ára sem talið var. Magnús var elztur þeirra, þar næst Pétur og síðan Halldóra, sem var yngst þeirra. Pétur var formaður á Miðnesi og drukknaði rúmiega tvítugur, hinn efnilegasti maður. Á þeim tímum um síðustu alda mót og nokkuð fyrr var Viða þröngt í búi, og þurftu allir að lesggja fram krafta sína til lífs- bjargar. Var það hlutverk Magn- úsar svo fljótt og hann gat vett- lingi valdið að fljóta á hafsins bárum til að leita lífsbjargar, þó hugur hans stefndi að öðru marki þá knúði þörfin hann og skyldu- ræknin U1 þess er verða varð. Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.