Morgunblaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 17
Föstudagur 16. okt. 1959 MORCTJNfíLAÐIÐ 17 Rödd írá sjúklingi Hinn nýi forseti A.T.A., Ivan Matteo Lombardo, fyrrverandi við- skiptamálaráðherra italíu (t. v.) og John Eppstein, fram- kvæmdastjóri samtakanna. Ársþing A.T.A. í Tours Beiting vopnavalds við Ssland rœdd ÁRSÞING „Atlantic Treaty Assocíation“ (ATA, sem er al- þjóðasamtök áhugamanna um vestræna samvinnu, var haldið í Tours í Frakklandi dagana 2.—8. september s.l. Fyrir hönd ísienzka félagsins, sem nefnist „Samtök um vestræna sam- vinnu“, sóttu þingið þeir Sigurð- ur A. Magnússon, ritari félagsins, Knútur Hailsson, fulltrúi í menntamálaráðuneytinu, Jóhann Frímann, skólastjóri á Akureyri, og Lárus Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins. Á þinginu voru rædd ýmis þau mál, sem hæst ber í samskiptum vestrænna' þjóða þessa stundina, og var m.a. vikið að deilum ís- lendinga og Breta. Gerði íslenzka nefndin grein fyrir afstöðu fs- lendinga til málsins og urðu um það nokkur orðaskipti. í lok þingsins var samþykkt stefnu- skrá alþjóðasamtakanna fyrir næsta ár, og var þar bent á ýms- ar leiðir til að efla samstöðu Atlantshafsríkjanna. M. a. var samþykkt ályktun, sem brezka og íslenzka sendinefndin höfðu komið sér saman um, þar sem beiting vopnavalds í sam- skiptum bandalagsríkja er hörm- uð og heitið á áhugamenn f báðum löndum að vinna að því, að spurningin um vopnaða íhlut- un verði rædd í því skyni að binda enda á hið óeðlilega ástand. Frakkar gagnrýndir í lok þingsins komu þeir Spaak framkvæmdastjóri Atlantshafs- Vestmanna• eyjabréf Framhald af bls. 8. Þau félög sem hér hafa verið greind eru öll félaus og gjörsam- lega um megn að kaupa húsið og koma því í það horf sem nauð- synlegt er. En þar sem þau hafa Öll miklu hlutverki að gegna inn- án bæjarfélagsins, sýndist eðlileg ast að bæjarfélagið keypti húsið, endurbætti svo það er nauðsyn- legt þætti og afhenti síðan áður- nefndum félögum til afnota fyr- ir starfsemi sína. Það kann að vera að ýmsum þætti þetta í mikið ráðist og ef til vill fullstrembið fjárhagslega fyrir bæjarfélagið, en ég hygg þó að það menningarheimili er þarna rísi myndi á skemmri tíma en margan grunaði, skila aftur þeim aurum sem í það hefðu upphaflega verið lagðir, í þeim verðmætum, sem peningamæli- kvarðinn verður ekki svo auð- veldlega lagður á. Vestmannaeyjum, 14. okt. 1959, bandalagsins, Norstad yfirhers- höfðingi, Debré forsætisráðherra Frakklands og Couve de Mur- ville utanríkisráðherra og ávörp- uðu þingheim. Var Spaak mjög gagnrýninn á stefnu Frakka und anfarið og taldi að þeim bæri að hyggja betur að samstarfi og samheldni vestrænna ríkja. Lester Pearson, fyrrverandi utanríkisráðherra Kanada, lét af störfum sem forseti ATA, en í hans stað var kosinn Ivan Matteo Lombardo, fyrrverandi viðskipta málaráðherra Ítalíu. Varaforset- ar voru kosnir þeir dr. Richard Jæger, varáforseti vestur-þýzka þingsins, og Carpentier hershöfð- ingi frá Frakklandi. Fram- kvæmdastjóri samtakanna er John Eppstein frá Bretlandi og gjaldkeri Per Markussen frá Danmörku. Þingið í Tours sóttu um 100 manns frá félögum í 14 meðlima ríkjum Atlantshafsbandalagsins, öllum nema Portúgal. Næsta árs þing verður háð í Kaupmanna- höfn í júní 1960. Kínverjar þakka MOSKVU, 12. okt. NTB-AFP. — „Pravda“ birtir á forsíðu sinni í dag símskeyti frá kínversku kommúnistaleiðtogunum til Krús jeffs, þar sem honum er þakkað fyrir för hans til Bandaríkjanna. Segir í skeytinu, að viðræður Krúsjeffs við Eisenhower muni ekki aðeins draga úr viðsjám í heiminum, heldur einnig gegna miklu hlutverki í framtíðarsam- bandi ríkjanna. Vestrænir fréttaritarar benda á hinn vinsamlega tón í skeyt- inu, sem sé mjög óvenjulegur, og einnig á þá staðreynd að skeytið er ekki undirritað af flokksfor- manninum einum, en hann er Maó Tse-Tung, heldur .einnig af forseta Kína, Líu Sjaó-Sjí, for- manni fyrstu nefndar þingsins, Sjú Teh marskálki, og forsætis- ráðherranum, Sjú En-Laí. Gæzlustúlkur vilja verða bæjar- starfsmenn GÆZLUSTÚLKUR á barnaleik- völlum Reykjavíkur, 18 að tölu, hafa skrifað bæjarráði bréf. í því láta þær í ljósi óskir um að ger- ast fastir starfsmenn Reykjavík- urbæjar. Á fundi bæjarráðs, er haldinn var á föstudaginn, var þetta er- indi tekið fyrir, og ákveðið að senda það til samvinnunefndar um launamál bæjarstarfsmanna. EFTIR nákvæma rannsókn af hendi Ólafs Björnssonar héraðs- læknis úrksurðaði hann að ég skyldi ganga undir uppskurð, sem framkvæmdur var á önd- verðu síðastliðnu óri á Land- spítalanum af dr. Hjalta Þórar- inssyni. —■ Eftir að þessi dómur var upp- kveðinn, verð ég að játa, að margt sótti á hugann. Ég hef alla mína tíð má segja setið á sömu þúfunni, stundað landbúskap austur undir Eyjafjöllum, fyrst sem aðstoð foreldra minna og að þeim gengnum rekið mitt eig- ið bú með systur minni, og þó ég í eðli mínu sé mannblendinn, þá hafa þó aðstæður mínar í lífinu staðið fyrir því að ég þjálf- aðist í það að umgangast og kynna mig framandi fólki. Þar sem ég er kominn hátt á sjötugsaldur gat ekki hjá því farið að mér dytti til hugar að kynni við það fólk sem ég nú var dæmdur til að blanda við geði svo vikum eða mánuðum skipti gætu ekki orðið þau er reynslan skar úr, má hver lá mér sem ástæðu finnur til. Þó skal ég geta þess að aldrei hvaflaði að mér ótti eða kvíði fyrir þvl, sem framundan var, enda hefði allt slíkt rokið út í veður og vind, undir eins og' Sigríður yfirhjúkrunarkona á 3. deild hafið heilsað mér, og tekið á móti mér við fyrstu komu mína á sjúkrahúsið með sínum góða þokka, sem undir eins var til þess að vekja traust mitt, sem staðfestist enn betur þegar frá leið og ég fór að njóta hennar göfuglegu aðhlynningar og hlýja við’móts, sem ég mun ekki gleyma, en geyma í þakklátuin huga meðan mér endist minni og heilsa. Hún mun ávallt minna mig á það göfugasta í fari þeirra sem á leið minni hafa orðið í líf - inu: Kærleika og fórnarlund. Henni vil ég þakka af alhug al'.a þá vinsamlegu umönnun og hjartahlýju, sem hún bæði sýndi mér og samdvalar-sjúklingum mínum. Þá eru mér hugstæðar og vil færa þakkir mínar undirhjúkr- unarstúlkunum, sém á einn og annan hátt önnuðust um mig með sínum svifléttu hreyfingum og alltaf komu sem friðarins englar með fangið fullt af sólskini. Dr. Hjalta Þórarinssyni, sem framkvæmdi uppskurðinn, vil ég færa mínar beztu þakkir og virð- ingu, fyrir alla framkomu, bæð; sem læknis og manns. Ég mun í þakklátum huga géyma minn- inguna af kynnum mínum yið hann, sem perlu í sjóði minning- anna. Annarra lækna sem heim- sóttu stofuna minnist ég með hlýhug og þökk. Eg mun alltaf minnast Lands- spítalans og alls starfsfólksins þar með það efst í huga að mann- kærleikurinn getur breytt dimm- ustu nótt í sólskinsdag. Stofufélögum mínum þakka ég samverustundirnar og óska þeim bata og góðrar framtíðar. Öllum þeim sem heimsóttu mig á sjúkrahúsið þakka ég vin- semdina og hugulsemina að muna eftir gömlum piparsveini, se.n metur mikils þá hluttekningu sem þeir auðsýndu með heim- sóknum sínum, og vel man ég að minn aldurhnigni en virðu- legi kennari, Ólafur Eiríksson, kominn fast að níræðu, lagði það á sig að koma til mín í heimsókn — af því hafði ég óblandna ánægju. Þegar ég lít yfir þennan kafla ævi minnar finnst mér hann lær- dómsríkur. Þetta sjúkdómstímabil mitt, hefur fært mér sönnur ó að þrátt fyrir allt er lífið dásam- legt og mennirnir góðir. Alúðar þakkir færi ég minni ágætis frænku, frú Aðalbjörgu Skæringsdóttur og manni henn- ar, Hermanni Guðjónssyni, Óð- insgötu 15, sem tóku mér opnun örmum á heimili sitt þegar sjúkrahúsvist minni lauk. Hinum unga efnismanni, Ast- þór Tryggvasyni, sem tók að sér umsjá heimilisins í sjúkdómslegu minni og sér um það enn votta ég innilegasta þakklæti fyrir öil sín verk sem hann hefur innt af hendi með trúmennsku og sæmd. Sveitungum mínum þakka ég móttökur allar þegar heim koin og vinsemd fyrr og síðar. Rauðafelli undir A-Eyja- fjöllum, 5. okt. 1959. Sigurður Sigurösson. Stórkost- legur sig- .,V ur Bern- steins í Hamborg Hamborg, 30. sept. Á FERÐ sinni um Evrópu komu Leonard Bernstein og New York Philh. Orch. einnig til Hamborg- ar og í gær kvöldi héldu þeir tónleika í „Stóru Tónlist&rhöll- inni“ („Grosse Musikhalle") hér í borg. Tónleikarnir hófust á „Karneval í Róm“, eftir Hector Berlioz, sem strax í upphafi skap- aði' gott andrúmsloft. Hápunktur tónleikanna kom samt á stað, þar sem sízt var við búizt. Það var konsert fyrir píanó, fiðlu, selló og hljómsveit, eftir Beethoven. Verk þetta sem er álitið með lélegri verkum Beethovens, var leikið snilldar- lega af John Corgliani, Laszlo Varga og Leonard Bernstein, sem bæði lék píanóverkið án nótna og stjórnaði í senn. Næst á dag- skrá var „Konsert fyrir hljóm- sveit“ eftir bandaríska tónskáld- ið Walter Piston, mjög einkenn- andi verk fyrir bandaríska tón- list í dag. Síðast var leikið „Eul- enspiegel" eftir K. Strauss, —- snilldarlega, enda var hrifning- in svo mikil, að hljómsveitin varð að leika Scerzo eftir Prokofieff aukalega. Einnig er hér á ferð hinn frægi austuríski fiðlusnillingur Max Rostal, sem í gærkvöldi lék fiðlu konsert Bartoks með óhemju tæknilegum yfirburðum, en örlít- ið kuldalega. Max Rostal, sem nú er á sextugsaldri, hefur annars að mestu leyti dregið sig í hlé og kennir við tónlistarskólann í Köln. — G.K. Kaup-Sala Skipti — Danmörk 100 mismunandi stimpluS frí- merki fyrir dönsk á sama verðn Advokat Henning Buhr Frederiksgade 11, Köbenhavn K- FYRIR 350 árum, 1. september 1609, sigldi Henry Hudson skipi sínu upp fljót það í Bandaríkj- unum, sem síðan var kennt við liann og nefnt Hudsoná. Þessa merkisatburðar var minnst 1. sept. sl. með því að borgarstjórinn í New York, hr. Robert Wagner, lét stefna saman við ána fulltrúum flestra þeirra þjóðabrota, er byggja nú New York. Voru valdar til þess ung- ar stúlkur, er klæddust þjóðbún- ingum hinna gömlu heimalanda sinna. Þær höfðu meðferðis vatn frá ættlöndum sínum og var því hellt í fötu mikla, er borgarstjór- inn fleygði út í ána, og skyldi þetta vera tákn þess, að þannig hefðu öll þjóðarbrotin sameinazt við hina miklu móðu. Frá Islandi barst vatn, sem tekið var úr Gullfossi og flugu Loftleiðir því vestur um haf. Fulltrúi íslands var valinn ung frú Edda Miller, dóttir Guðrún- ar, sem er formaður íslendinga- félagsins í New York. Fagur þjóðbúningur og góð framkoma ollu því, að Edda var valin úr hópi rúmlega 50 ungra stúlkna til þess að koma, ásamt 5 stöllum sínum, fram á mynd, sem birt var frá hátíðahöldunum I öllum stórblöðum New York borgar. Edda kom einnig fram í sjónvarpi og talaði í útvarp, þar sem hún flutti kveðjur og árnaðaróskir frá íslenzku ný- lendunni í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.