Morgunblaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 22
22 MoncvvntL aðið Föstudagur 16. okt. 1959 Reiptogib um börnin RÓMABORG, 15. okt. Reuter: Dómstóll hér í borg kvað upp þann dóm, að Ingrid Bergman kvikmyndaleikkona skyldi fá umráð barna sinna, sem hún átti í hjónabandi með Roberto Rosselini. Þar með lýkur ein- um þættinum enn í hinum stöðuga reipdrætti þessara frá skildu hjóna um börnin. 2 mánuði á ítaliu Þegar þau Ingrid og Rosse- lini skildu var gerður samn- ingur milli þeirra um umráð barnanna og þar kveðið svo á, að Ingrid skyldi hafa um- ráð þeirra, þó að því undan- skildu, að þau fengju að fara til föður síns tvo mánuði á hverju sumri. Börnin fóru suður til föður síns í sumar, en þegar tveggja mánaða tíminn var Uðinn vildi hann ekki láta þau af hendi aftur og varð Ingrid að höfða mál gegn honum fyrir ítölskum rétti og krefjast af- hendingar barnanna. Börnin eru 9 ára sonur, Ro- bertino og 6 ára tvíbura- systur Isabella og Isotta. Er þau voru formlcga afhent móð ur sinni j dag, sagði Ingrid: — Ég er glöð en þreytt. Rosselini hefur höfðað nýtt mál gegn Ingrid fyrir dóm- stóli í Rómaborg og krefst þess þar að fá alger umráð barnanna. er að auka samskipti og skiln- ing milli þessara tveggja þjóða. Varð það úr að láta Bæjarbóka- safnið sitja fyrir þeim bókum, sem félagið teldi sér fært að gefa, þar að það er stórt bóka- safn, sem hefur lánað út tals- vert af dönskum bókum á und- anförnum árum. Á síðasta ári lánaði það út 5330 Norðurlanda- bækur og mun a. m. k. helm- ingur þeirra vera danskar. Snorri Hjartarson þakkaði fyr- ir hönd safnsins þessa kærkomnu gjöf. Sagði hann að þessi bóka- gjöf mundi áreiðanlega verða til að auka útlán á dönskum bók- um og áhuga á þeim. Á myndinni sést stjórn Dansk-íslenzka félagsins og forstöðu- maður Bæjarbókasafnsins með hluta af bókagjöfinni. Þeir eru dr. Friðrik Einarsson, formaður félagsins, Ásbjörn Magnússon, Snorri Hjartarson, Lúðvík Storr, ræðismaður, og Brandur Jónsson. — Bœjarbókasafnið rœr bókagjöf frá Dansk-ísl. félaginu DANSK-íslenzka félagið hefur gefið Bæjarbókasafninu í Reykja vík 74 bindi af dönskum bókum og afhenti stjórn félagsins þessa myndarlegu bókagjöf j gær. í safni þessu eru margar merk- ar bækur, svo sem Danmarks- Oldtid, myndskreytt bók í tveim- ur bindum eftir Johannes Bron- sted, rifsafn Sörens Kirkegaards og ritsafn Knuds Beckers og loks má nefna Orr og Tyr eftir Mart- in A. Hansen, en liavia hefur m. a. gefið út einhverja beztu ferða- bók, sem til er um ísland. Gjafa- bækurnar eru yfirleitt skáldsög- ur og sögulegar bækur og innan — Kinaför Við vorum viðstödd vígslu á nýj- um leikvangi, og voru óhorfend- ur þar um 80,000, en íþróttamenn- irnir yfir 10,000. Þar fór fram leikfimi, þar sem flokkur, som fyllti leikvanginn, sýndi til að mynda hrísakra, sem bylgjast fyrir golu, eða flokkurinn skipt- ist í hópa, sem var líkast því að það væru blómhnappar. Var mér það miklu kærara og fegra en hersýningin. Viðtökurnar voru mjög góðar. Kínverjar eru prýðilega gestrisn- ir og kurteisir í bézta lagi. Var allt gert til þess að við gætum séð sem mest af því, sem við óskuðum eftir. Sóum við að von- um mikið af musterum frá fyrri dögum, höllum og grafminms- merkjum o. s. frv. Sömuleiðis iagði ég rækt við að kynnast öðr- um, gömlum listaverkum svo sem málverkum, höggmyndum, skurð verki og steypuverki, en af þessu öllu er mikið í landi og sumt ævagamalt. Að kínverska fólkinu geðjast mér mjög vel. Maður, sem er vingjarnlegur í framkomu er viss um að mæta brosi. Þegar Halldór Laxness kom fra Kína í fyrra, hvað hann svo að orði, að Kínverjar hefðu í sig og á. Þetta hygg ég að sé satt. Ma m- fjöldi er mikill í því landi og víða mjög þéttbýlt. Þar er sums- staðar hætt við flóðum, sem m;kil spjöll gera, en á öðrum stöðum þurrkum, sem löngum hafa vald- ið hungursneyð. Við þetta eru Kínverjar nú að berjast, sönru- leiðis eru þeir að vinna að því að koma upp stóriðnaði til að bæta hag almennings. Þeir fara aðiar leiðir en við gerum hér á Vestur- löndum, en hver þjóð verður að ráða hverja leið hún velur í þeim efnum. Við lögðum af stað snemma morguns 2. október frá Peking og komumst til Stokkhólms þá um kvöldið, síðan dvöldumst við nokkra daga í Kaupmannahötn og komum heim aðfaranótt síð- astliðins iaugardags. Var gott að koma heim eftir svo langa útivist. um ljóðabækur, en safnið er mjög fátæk af þeim síðartöldu. Formaður Dansk-íslenzka fé- lagsins, dr. Friðrik Einarsson, læknir, skýrði frá því að stjórn- inni hefði fyrir nokkru dottið i hug að auka danskan bókakost á íslandi, þar eð tilgangur félags Orðsendmg h.f. Byggis. Staðfestir ásökun um gróft trúnaðarbrot" MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi „orðsending frá h.f. Byggi, og er blaðinu ánægja að birta hana. Hún skýrir viðhorf forráðamanna félagsins til þeirr- ar ákvörðunar varnamáladeild- ar að afturkalla þá heimild, sem félagið hafði til að bjóða í verk fyrir varnarliðið. Hinsvegar er þar hvergi vikið að þeim ein- stæða atburði, þegar þeir félag- ar, að sögn Alþýðublaðsins tóku í sínar hendur hlutverk réttvís- innar að sanna tollsvik á sam- keppendur sína á Keflavíkurflug- velli. Orðsending h.f. Byggis gerir bæði vegna þess, sem hún segir og þegir um, óhjákvæmilegt, að ríkisstjórnin gefi tafarlaust tæm- andi skýrslu um það, sem í þess- um málum hefur gerzt, eins og Morgunblaðið hefur margoft krafizt. Orðsending h.f. Byggis hljóðar svo: Vegna blaðaskrifa nú að und- anförnu um starfsemi Byggis hf. á Keflavíkurflugvelli, viljum vér taka fram eftirfarandi: Um nokkurt skeið hefur fyrir- tækið Byggir hf. haft á hendi nokkra starfsemi á Keflavíkur- flugvelli fyrir varnarliðið. í sam- bandi við starfsemi þessa höfum vér með leyfi hlutaðeigandi yfir- valda flutt inn lyftitæki, er not. uð eru við utanhúsviðgerðir á há- um húsum. Eigi var oss gert að greiða toll af tækjum þessum. I marzmánuði sl. þurfti að fara með tæki þessi hingað til Reykja víkur til viðgerðar. Að viðgerð Frh. á bls. 23 Vetrarsiarf Ármanns hafið Knattspyrnukeppni kom af sfað blóðugum erjum LEOPOLDVILLE í Kongo 15. okt. Reuter: — Belgískt setu- lið í Mið-Kongó var í dag kallað út til að kveða niður hatramma bardaga milli svert ingjaættflokka, sem staðið hafa í nokkra daga. Er sagt að 20 svertingjar hafi látið líf- ið, 17 hafi særzt og nokkur þorp hafi verið Iögð í eyði í ættflokkaerjunum, sem urðu í nágrenni Luluabourg. í tilkynningn nýlendustjórn ar Kongo um þetta segir, að einn af ættarhöfðingjum Lulua ættflokksins hafi fallið í Iaun- sátri stríðskappa af Baluba- ættflokknum. Skærur þessar hófust eftir knattspyrnukeppni milli Lulua og Baluba-manna. Fór keppnin fram á knattspyrnu- vellinum í Luluabourg. Höfðu Balubamenn betur, en ekki tókst að ljúka keppni, því að áhorfendur þustu út á völlinn og hófust stympingar og slags mál. Lögregla dreifði hópnum. Síðan skipulögðu Luluamenn ránsferðir til þorpa Baluba- manna. Brenndu þeir um 100 svertingjakofa og höfðu á brott með sér konur og börn andstæðinga sinna. ELSTA starfandi íþróttafélag landsins, Glímufélagið Ármann, hefur nú hafið vetrarstarf sitt. „íþróttir fyrir fjöldann" er eitt aðalmarkmið félagsins, enda hef- ur það haft á stefnuskrá sinni flestar þær íþróttagreinar sem náð hafa vinsældum hér á landi. í dag leggur félagið stund á átta íþróttagreinar en sú niunda, róður, hefur legið niðri undan- farið vegna þess að hinir eldri afreksmenn félagsins í róðri hafa hætt keppni. Til skamms tíma voru Ármenningar einráðir í þessari íþróttagrein, enda lengi vel þeir einu, sem lögðu stund á þessa skemmtilegu íþrótt hér á landi. Hnefaleikar voru lengi vel iðk aðri af Ármenningum en þeir hafa nú sem kunnugt er verið bannaðir með lögum frá Alþingi. Þær greinar sem nú er leiðbeint í, eru þessar: Sund, fimleikar, íslenzk glíma, frjálsar íþróttir, Judo, handknattleikur, körfu- knattleikur og skíðaíþróttin. Sundfólk Ármanns æfir í Sund höllinni. Er kennt bæði sund og sundknattleikur en í honum hafa Ármenningar verið leiðandi síð- astliðin tuttugu ár. Kennari er Ernst Backman. Fimleikar eru kenndir í öll- um flokkum, fyrir fólk á hvaða aldri sem er. Fer kennslan fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Karlaflokkum kennir Vigfús Guðbrandsson en kvennaflokknum Jónína Tryggva Nielsen. Við skíðaskálann í Jósefsdal. FH. vonn fyni leikinn ISLANDSMEISTARARNIR í handknattleik, FH, fóru utan til Þýzkalands á mánudaginn. Þeir kepptu sinn fyrsta leik á mið- vikudaginn við lið frá Liibeck og sigruðu með miklum yfir- burðum, 29 mörkum gegn 18. dóttir f forföllum Guðrúnar íslenzk glíma er æfð í íþrótta- húsinu við Lindargötu og er kennt bæði yngri og eldri. Kenn ari er Kjartan Bergmann Guð- jónsson. Er lögð mikil áherzla á að kenna byrjendum í þessari þjóðaríþrótt íslendinga um aldir. Frjálsíþróttamenn rnunu æfa innanhúss í vetur eins og undan- farið. Einnig þar er lögð mikil áherzla á að kenna byrjendum. Kennari í frjálsum íþróttum er Benedikt Jakobsson. Judo er þjóðaríþrótt Japana og hefur Ármann nýverið tekið þessa íþróttagrein á stefnuskrá sína, fyrst íslenzkra íþróttafé- laga. Fer starfsemin að mestu fram í íþróttahúsinu við Lindar- götu og er Japaninn Matzoka Sawamura kennari. Handknattleikur er æfður í 7 flokkum, karla og kvenna. Æft er í íþróttahúsinu við Háloga- land og eru kennarar þeir Stefán Kristjánsson, Gunnar Jónsson og Hallgrímur Sveinsson. í vetur mun félagið senda karlaflokk til keppni í handknattleik til Þýzka lands. Er það á vegum íþrótta- félags lögreglumanna í Hamborg en það félag heimsótti ísland á vegum Ármanns á síðasta vori, Körfuknattleikur er einnig iðkaður að Hálogalandi. Kennt er í öllum aldursflokkum karla og kvenna. Ásgeir Guðmundsson, kennari leiðbeinir í körfuknatt- leiknum. Skíðaskáli félagsins í Jósefs- dal er öllum opinn, jafnt Ármenn ingum sem öðrum. Áhugi fyrir skíðaíþróttinni er mikill innan Ármanns, enda óvíða betri að- staða til að iðka þessa fögru vetraríþrótt en í Jósefsdal. Hundrað manns geta gist í hinum glæsilega skála félagsins, sem reistur var á sinum tíma ein- göngu í sjálfboðavinnu félags- manna. Skrifstofa Ármanns er í íþrótta húsinu við Lindargötu og eru þar veittar allar nánari upplýsingar um starfsemi félagsins. Hún er opin þrjú kvöld £ viku, mánu- dags,- miðvikudags- og föstudags kvöld, frá kl. 7,30 til 9,30 öll kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.