Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 9
taugardagur 20 febr. 1960 Moncinsnr.4ÐiÐ 9 Hugmyndasamkeppni um; Heildarskipulagningu á byggingarsvœði Reykjavíkur og nágrennis nœstu 50 ár fyrir300þús íbúa SKIPULAG bæjarins er grundvöllur allra fram- kvæmda í bænum, umgjörð um líf og starf allra bæjar- búa, og varðar því velferð þeirra miklu, að vel sé fyrir málum þessum séð. Þó er ekki ýkja langt síðan, að skipulagsmál borgii komust yfir- leitt á dagskrá, og enn þá styttra síðan þessum málum var gaum- ur gefinn hér á landi. Raunar má telja það eðlilegt með tilvís- un til þess, að bæir mynduðust ekki hér á landi fyrr en rétt um aldamót og voru þá mjög fámenn- ir. Vöxtur bæjanna hér á landi var í byrjun einnig svo hægfara, byggingar svo litlar og umferð- artækin svo framstæð, að skipu- lag skipti ekki neinu máli, og var ekki vandamál í augum þeirrar tíðar manna. En á fyrstu áratugum þessarar aldar, með auknum fólksflutning um úr sveitum, myndun bæja og borgar, stærri byggingarfram- kvæmdum og fjölbreyttari farar- tækjum, eru skipulagsmál tekin til meðferðar. Skipulagslögin 1921 Eitt fyrsta skrefið til að snú- ast við kröfum nýja tímans í þessum málum var setning skipu- lagslaganna frá 1921, sem enn eru í gildi. Samkv. þeim lögum var skipuð skipulagsnefnd ríkisins, sem fengið var það hlutverk að fara með stjórn skipulagsmála. Þessi nefnd hefur haft mikið sam starf við skipulagsmenn Reykja- víkurbæjar. Eitt hið fyrsta, sem skipulags- nefndin réðst í að gera, var skipu- lagsuppdráttur af Reykjavík inn- an Hringbrautar. Nefndin skil- aði tillögu sinni árið 1927, en sá uppdráttur hefur ekki verið stað- festur, þótt eftir honum hafi ver- ið farið að mestu leyti. Til marks um hinn öra vöxt Reykjavíkur á undanförnum ára- tugum er það, að þá fyrir rúm- lega 30 árum, er það Hringbraut- in, sem talin er eðlileg takmörk bygginga. Og því til áréttingar er hún ákveðin sem mikil breið- gata á þeirrar tíðar mælikvarða, og skyldi umlykja höfuðstaðinn. En þegar fyrir stríð var mönn- um ljóst, að fljótlega yrði byggt mikið utan Hringbrautar, og var þá hafizt handa um skipulagn- ingu þeirra svæða. En hin mikla þróun í byggingarmálum gerði það að verkum að segja má, að jafnóðum og svæði var skipulagt, var það tekið til byggingar. Heildarskipulag innan EUiðaánna fullgert Árum saman hefur markvisst verið unnið að skipulagi bæjar- ins hérna megin við Elliðaárnar og Fossvog. Heildarskipulág á þessu svæði er fullgert. Og það sem meira er, nú þegar er fyrir- sjáanlegt, að byggð nái brátt um allt þetta svæði. Hér verður þó að skilja undan flugvallarsvæðið og ræmu frá því eftir Fossvog- inum að Elliðaám, sem ekki hefur verið skipulagt, í einstaka atrið- um. En þótt útþenslu bæjarins sé veitt nokkuð svigrúm með þess- um auðu svæðum, þá er Ijóst, að fyrirsjáanlegur skortur verður á byggingarlandi innan Elliðaár- vogs og Fossvogs, og verður því að sjá fyrir byggingarlandi utan þessarar marka. En jafnframt ber brýna nauðsyn til þess, að gæta hins mikilvæga þáttar í skipulags málum að ákveða aðalumferðar- brautir til' nágrannabæja og sveita. Nauðsyn aukins bygg- ingarlands og staðsetn- ing umferðarbrauta Það er ekki á valdi Reykjavík- urbæjar að kveða á um legu þeirra umferðarbrauta, sem liggja um nálæg sveitarfélög. Þar verður að leita samvinnu fyrst og fremst við skipulagsnefnd ríkis- ins, vegamálastjóra og þau sveit- arfélög, sem næst liggja. Þar fer fólksfjöldi nú mjög vaxandi, bygg ingar rísa upp á hverju ári, og það getur farið svo, að á næstu árum verði með byggingum úti- lokaðir ýmsir heppilegir mögu- leikar varðandi legu aðalumferð- arbrauta, ef málin eru ekki tek- in til meðferðar nú þegar. Samvinna við nálæg sveitarfélög Þegar hvort tveggja þetta er haft í huga, nauðsyn á auknu byggingarlandi fyrir Reykjavík og nágrenni fyrir hinn vaxandi fólksfjölda og svo hitt, nauðsyn- in á því að ákveða aðalumferð- argötur að og frá og innan þessa svæðis, þá er eðlilegt að Reykja- Kaflar úr rœðu Ceirs Hallgrímssonar borgarstjóra víkurbær hafi forgöngu um það að leita nú þegar samvinnu við skipulagsnefnd ríkisins og hlut- aðeigandi sveitarstjórnir um heildarskipulagningu á því svæði fyrir austan og sunnan Elliðaár- vog og Fossvog, sem ætla má að helzt komi til greina og þurfi til byggingar á næstu áratugum. Er í þeirri tillögu, sem liggur fyrir þessum fundi, miðað við þarfir næstu 50 ára í samræmi við ákvæði skipulagslaganna þar að lútandi. — Samkvæmt mjög varlegri áætlun má gera ráð fyrir, að íbúafjöldi Reykja- víkur árið 2010 — eða eftir 50 ár, — verði um 215 þús. manns, og ef nágrennið, Seltjarnamesið Kópavogur og Hafnarfjörður er tekið með, má ætla, að íbúa- fjöldinn verði 265 þúsund manns. Heildarskipulagning til 50 ára fyrir 300 þús. íbúa Að sjálfsögðu yrði það heild- arskipulag, sem um er fjallað í tillögunni, að miðast við allt að 300 þús. íbúa borg. Þótt ekki sé litið nema á reynslu síðustu 50 ára, þá er ljóst, að skipulag, er miðast við þarfir 50 ár fram í tímann, verður að vera þannig, að hægt sé að breyta og samræma kröfum framtíðarinn- ar. En í slíkri heildarskipulagn- ingu verður að gera grein fyrir aðalumferðaræðum og umferðar- mannvirkjum, svæðum undir íbúðarhús, svæðum fyrir verk- smiðjur, iðnað og annan atvinnu- rekstur, opnum svæðum, skemmti görðum og íþróttasvæðum. Mætti svo taka til skipulagningar í ein- staka atriðum hluta af þessum svæðum, hvert hverfi fyrir sig, eftir því sem þarfir framtíðar- innar kalla á. Hugmyndasamkeppni i innanlands og erlendis I tillögu þeirri um skipulags- mál, sem fyrir fundinum liggur, er gert ráð fyrir því, að sérstak- lega sé athugað, hvort rétt sé að efna til samkeppni á víðtækum grundvelli um þessa heildarskipu lagningu. Það eru margar ástæð- ur og mörg rök, sem hníga að því, að æskilegt sé, að samkeppni verði látin fram fara um slíka skipulagningu. Þegar um sam- keppni er að ræða á víðtækum grundvelli, þá berast oft margar lausnir, sem fela í sér fjölbreytt- ari hugmyndir en ella hefðu komið fram. En einkum og sér í lagi á samkeppni við í þessu til- felli, þar sem um er að ræða svæði, sem snertir mörg sveitar- félög, auk þess sem verkið heyr- ir undir skipulagsnefnd ríkisins. Búast mætti við, að ágreiningur gæti orðið milli aðila um það, hvaða meginsjónarmið ætti að hafá í slíkri skipulagningu, en samkeppni gæti verið svo óbundin, að ekkert slíkt kæmi til. Minni hætta væri á hreppa- pólitík og áróðri einstakra aðila, er ættu ríkra hagsmuna að gæta að tilteknum lausnum. Þá er hægt að vinna að úrlausn siíks heildarskipulags án þess að vera á staðnum, þar sem þar er til- tölulega lítið fyrir um mannvirki, sem skoða þyrfti og taka þarf t.ú- lit til. En loks er svo þess að gæta, að skipulagsdeild ríkisins eða skipulagsdeild bæjarins myndi tæplega geta annað slíkri skipu- lagningu með öðrum störfum, sem fyrir liggja og knýja á. Enda e. t. v. varla viðeigandi, þar sem Reykjavík væri einn af mörg- um aðilum, sem að þessu svæði standa og hagsmuna hafa þar að gæta. Að öllu þessu athuguðu væri æskilegast, ef hægt væri a'5 koma á samkeppni. En nauðsynlegt er, að hún verði á víðtækum grund- velli og sem flestum gefist kost- ur á að taka þátt í henni, þ. á. m. erlendum skipulagsfræðingum, í það minnsta frá Norðurlöndum. Skipulagning miðbæj- arins I tillögunni hefur verið greint á milli, annars vegar skipulags- mála miðbæjarins og þeirra hverfa, sem að honum liggja, og endurskipulagningar þarfnast, og hins vegar skipulagningu í ein- staka atriðum á sérstökum bygg- ingareitum utan Hringbrautar, en þó innan Elliðaárvogs og Foss- vogs. Mikil vinna margra ára hefur verið lögð í endurskipulagningu miðbæjarins, og segja má, að þeirri skipulagsvinnu sé svo langt komið, að ætla megi, að hægt væri að leggja fram tillögur inn- an skamms fram um skipulag þessa svæðis. Það ér grundvöllur þess, að gamli bærinn byggist upp og bæjarlandið í heild sé hagnýtt sem bezt. Ekki er ástæða til að efna til samkeppni um skipulag miðbæjarins, þar sem skipulagningu hans er svo langt á veg komið. Mundi samkeppni tefja endanlega niðurstöðu og valda algeru byggingarbanni um lengri tíma á þessu svæði. Skipulagning nýju byggingarsvæðanna s Háaleiti Annar meginþáttur þess verk- efnis, sem skipulagsdeild Reykja- víkurbæjar hefur með höndum, er skipulagning einstakra hverfa á hinum nýrri byggingarsvæðum, svo sem í Háaleiti, og er nú ver- ið að ganga þessa dagana frá skipulagningu allstórs svæðis, sem takmarkast af Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Háaleit- isbraut. í Háaleitishverfinu eru enn fremur nokkur hverfi, sem eftir er a ðskipuleggja í einstaka atrið um, og þarf að vinda bráðan bug að þeirri skipulagningu, svo að allt svæðið verði byggingarhæft. Þá fór borgarstjóri nokkrum orðum um þörf aukins starfsliðs skipulagsdeildar bæjarins og ráðn ingu erl. starfskrafta. Jafnframt benti hann á þann möguleika að starfandi arkitekt- um yrði falin skipulagning ein- stakra byggingarreita. Setning nýnra skipulags- laga í 5. lið tillögunnar felst áskor- un bæjarstjórnar á Alþingi og ríkisstjórn, að hlutast til um það, að sett verði ný skipulagslög, er greiði fyrir endurskipulagningu eldri bæjarhverfa. Núgildandi skipulagslög eru frá árinu 1921, og eru orðin mjög ófullnægjandi, og þarf ekki mörgum orðum um það að fara. Öllum er ijóst, hví- líkar breytingar hafa átt sér stað á viðhorfi manna til skipulags- mála, og enn fremur hvaða breyt- ingar hafa átt sér stað varðandi þau viðfangsefni og þau vanda- mál, sem skipulag bæja er ætlað að leysa frá því á árinu 1921 og til þessa dags. Frumvörp til skipulagslaga hafa verið flutt á Alþingi 1948, 1949 og 1958, en dagað uppi. — Frv. 1958 var vísað til ríkisstjórn- arinnar, aðallega á þeim forsend- um, að rétt væri að athugun færi fram á byggingarlöggjöfinni al- mennt. Það skal ekki dregið úr því, að slík athugun fari fram, en of langur tími myndi líða, þar til ný skipulagslög fengjust sam- þykkt, ef slíkri víðtækri athugun á byggingarlöggjöf yrði að vera lokið áður. Þess vegna er mjög tímabært núna, að bæjarstjórn sendi frá sér áskorun til Alþingis og ríkis- stjórnar þess efnis, að ný skipu- lagslög verði tekin fyrir á Alþingi og samþykkt. Þau atriði, sem ný skipulags- lög þyrftu sérstaklega að fjalla um, eru í fyrsta lagi stjórn og framkvæmd skipulagsmála. — Greina þarf og afmarka sérstak- lega valdsvið og verkefni sveitar- stjórna annars vegar og ríkis- ins hins vegar. Kostnaður við skipulags- vinnu f öðra lagi er þörf á endurskoð- un þeirra ákvæða, er nú gilda varðandi kostnað við stjórn og framkvæmd skipulagsmála. í nú- gildandi lögum er gert ráð fyiir því, að skipulagsgjald sé sett á fasteignir, 3%„ af brunabótavirð- ingu nýrra fasteigna. Gjald þetta rennur í skipulagssjóð ríkisins og hefur um það bil nægt til þess að inna af hendi kostnað ríkisins við embætti skipulagsstjóra og skipulagsnefnd ríkisins. Kins veg ar hafa sveitarfélög eins og Reykjavík ekki fengið neitt af þessu gjaldi, þótt Reykjavík hafi sett á stofn og starfrækt sérstaka- skipulagsdeild. Samskipti lóðaeigenda og yfirvalda í þriðja lagi þarf svo í nýjum skipulagslögum að setja lagaregl- ur varðandi samskipti lóða- og húseigenda innbyrðir og sam- skipti þeirra við bæjarfélögin, þegar svæði eru tekin til endur- skipulagningar og uppbyggingar. Þarf að auðvelda myndun félags- skapar fasteignaeigenda á til- teknum reitum í því skyni, að endurbygging geti gengið greið- Frh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.