Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 12
12 MOnCVTSHLAÐIÐ Laugardagur 20. febr. 1960 OÍ'flBlA hún svo og benti á gamlan og hrörlegan klæðaskáp, eina hús- muninn, sem var í dimmu, litlu forstofunni. Svo opnaði hún dyrnar á biðstofunni, sem var ekki alveg eins tómleg. Þar voru a. m. k. þrír eða fjórir hæginda- stólar umhverfis borðið og við vegginn til vinstri var skápur fullur af bókum. „Setjist þér þarna,“ sagði hún og benti með ómisskiljanlegri fyrirlitningu á einn stólinn. Og nú varð mér ljóst að flestir sjúkl ingar Con<iors hlutu að vera ó- breyttir verkamenn. Auðugri sjúklingar fengu allt öðruvísi móttökur. „Undarlegur náungi", hugsaði ég með mér — „mjög undarlegur náungi". Hann gat aflað sér mikilla peninga, ef hann kærði sig um það, hjá Kekesfalva einum. Jæja, ég beið. Beið í sálar- ástandi, sem er einkennandi fyr- ir biðstofu hjá læknum. Án þess að langa nokkuð til þess, heldur maður áfram að fletta óhreinum blöðum í eldgömlum tímaritum, til þess að fela óróleika sinn undir fölskum áhuga á lesmál- inu. Maður stendur á fætur og sézt svo aftur og lítur á klukk- una, sem tifar letilega í einu horninu — tólf mínútur yfir, fjórtán mínútur yfir, sextán mín útur yfir sjö — og starir eins og dáleiddur á hurð lækningastof- unnar. Að lokum — tuttugu minútur yfir sjö — gat ég ekki lengur haldið mér í skefjum. Ég var nú þegar búinn að hita setumar á tveimur stólum. Ég stóð á fætur og gekk út að glugganum. Niðri í garðinum var gamall, örlítið halt ur maður, bersýnilega húsvörð- ur, að bera olíu á hjólin á litlum handvagni. Fyrir innan lýstan eldhúsglugga var kona að strauja og 1 öðrum var kona að baða barn í keri. Einhvers- staðar, ég gat ekki greint á hvaða hæð það var, annaðhvort á næstu hæð fyrir ofan mig, eða næstu hæð fyrir neðan, var ein- hver að æfa sig á tónstiga, sömu tónarir aftur og aftur. Ég leit aftur á klukkuna — tuttugu og fimm mínútur yfir sjö, hálf átta. Hvers vegna kom hann ekki? Ég fann hvernig þessi bið veikti viljaþrek mitt og gerði mig al- veg rugaðan. Loks varpaði ég öndinni af huglétti, þegar ég heýrði hurðar skell í næsta herbergi. Eg reyndi samstundis að herða mig upp. Vertu djarfmannlegur á svipinn og berðu þig frjálslega í viður- vist hans, endurtók ég aftur með sjálfum mér. Segðu honum, að þú hafir bara litið inn, af því að þú áttir leið framhjá, til þess að kveðja hann og biðja hann að heimsækja Kekesfalva einhvern næsta dag og útskýra það fyrir þeim, að þú hafir orðið að snúa baki við herþjónustinni og fara til Holllands. Guð minn almátt- ugur, hversvegna lét hann mig bíða svona? Eg heyrði greinilega að stóll var færður til í næsta herbergi. Hafði þessi subbulega stúlkukind gleymt að tilkynna komu mína? Eg var alveg að því kominn að ganga út og minna hana á ná vist mína, þegar ég hikaði allt í einu, því að manneskjan, sem var að ganga um inni í næsta herbergi, gat ekki verið Condor. Eg þekkti fótatak hans. Eg vissi upp á hár frá því um kvöldið, sem ég gekk með honum til stöðvarinnar hvernig hann þrammaði áfram, klofstuttur og andstuttur, á brakandi skónum sínum. En þetta fótatak í næsta herbergi, sesm alltaf hélt áfram að nálgast og fjarlægjast, var allt öðruvísi, meira hikandi, ó- öruggara máttleysislegra fóta- tak. Eg veit ekki hversvegna ég hlustaði með svo æstri eftir- væntingu, svo mikilli innri á- kefð, á þetta framandi fótatak. En mér fannst einhvernvegin, að þessi manneskja í næsta her- bergi myndi vera að hlusta líka, jafn óróleg og áhyggjufull og ég sjálfur. Skyndilega heyrði ég veikt skrjáf við dyrnar, eins og einhver væri að snúa, eða reyna að snúa, hurðarsnerlinum. Og sjá, hann hreyfðist. Grannt lá- túnshandfangið hreyfðist sýni- lega í rökkrinu og dyrnar opnuð ust rétt merkjanlega. Kannske er þetta bara súgurinn, storm- urinn, sagði ég við sjálfan mig, því að enginn mannvera, nema þá helzt innbrotsþjófur að nóttu til, opnar dyr svona varfærnis- lega. En nei, rifan stækkaði. Einhver hönd hlaut að ýta mjög gætilega á hurðina og nú, jafn- vel í rökkrinu, gat ég greint út- línur manneskjunnar. Eg starði sem töfraður á hana og allt í einu spurði kvenmannsrödd í rökkrinu: „Er . . . er nokkur þarna?“ Orðin dóu á vörum mér. Eg vissi á sama andartaki, að ein- ungis blind manneskja myndi tala á þennan hátt. Aðeins sá sem var blindur, gekk, dró fæt urna, þreifaði sig svona hljóð- lega áfram. Aðeins blindur mað ur talaði svona hikandi og ó- ákveðið. Og allt í einu mundi ég eftir því. Hafði Kekesfalva ekki sagt mér, að Condor hefði kvænzt blindri konu? Þetta hlaut að vera hún. Það gat að- eins verið hún, þessi kona sem stóð fyrir innan hálfopnar dyrn ar og spurði, en gat samt ekki séð mig. Eg starði sem fastast, til að reyna að sjá hana betur í hálfrökkrinu og loks gat ég greint holdskarpa konu í víð- um morgunslopp, með grátt og helst til vanhirt hár. Hamingj- an góða, gat þessi óviðfeldna og óhugnanlega manneskja verið eiginkoná hans? Það var hræði legt, að finna þessa sjónlausu steina stara á sig og vita sig samt óséðan. Jafnframt skildist mér á því, hvernig hún teygði fram hálsin og hlustaði, að hún var líka að reyna að beita allri sinni skynjun, til að gera sér mynd af hinum ókunna manni, í herberginu, sem henni var um megn að sjá sjálf. Áreynslan af- myndaði andlit hennar, svo að það varð enn óviðfelldnara en endranær. Eitt andartak sat ég hljóður og hreyfir ^arlaus. Svo stóð ég upp og hneigði mig. — Já, hneigði mig, enda þótt það væri gersamlega tilgangslaust að hneigja sig fyrir blindri mann- eskju. „Eg . . . ég er að bíða eftir dr. Condor“, stamaði ég. Hún hafði nú opnað dyrnar al veg upp á gátt, en hélt enn með vinstri hendinni um snerilinn, eins og til að leita sér stuðnings, í myrkrinu sem grúfði umhverf is hana. Svo fálmaði hún sig áfram. „Það er komið langt fram yfir viðtalstímann", tautaði hún og nú var röddin hörð og kulda- leg — „Þegar maðurinn minn kemur heim, verður hann að borða og hvíla sig. Getið þér ekki komið á morgun?" Við hvert orð sem hún sagði, varð svipur hennar sífellt óró- legri. Eg sá, að hún gat með naumindum haft fulla stjórn á sjálfri sér lengur. Móðursjúk, hugsaði ég með mér. Eg má um fram allt ekki æsa hana. Og svo hneigði ég mig einu sinni enn og tauðaði um leið: „Fyrirgefið mér — auðvitað var það ekki ætlun mín, að leiðta læknisað- gerða hjá eiginmanni yðar á þessum tíma dags. Eg þarf bara að segja við hann örfá orð . . . viðvíkjandi einum sjúklingnum hans“. „Sjúkling hans? Alltaf eru það sjúklingarnir hans. Nú var kom- in klökkvi í röddina: „Hann var sóttur klukkan hálf þrjú í nótt og klukkan sjö í morgun var hann aftur kominn út. Svo fór hann strax þegar viðtalstíminn var liðinn í dag og hefur ekki komið heim síðan. Hann hlýtur að verða veikur, ef hann fær ekki stundlegan frið, hvorki nótt né dag, heyrið þér það. Hann er búinn klukkan fjögur. Þér getið sent honum orðsendingu, eða leitað til annars læknis, ef mik- liggur við. Það er nóg af lækn- um í þessari borg, þrír og fjórir í hverri götu“. Hún þokaði sér nær mér og ég hörfaði aftur á bak, sakbit- inn og kvíðandi, þegar ég sá hið æsta andlit hennar, þar sem tvö galopin augu blikuðu, eins og glansandi hvítir marmara- kúlur. „Farið þér í burtu, segi ég. Farið þér í burtu. Leyfið þér honum að borða og sofa, eins og annað fólk. Sleppið af hon- um klónum, öll sömul. Um miðja nótt, eldsnemma um morguninn, allan liðlangan daginn, sjúkling ur eftir sjúkling . . . oh, þið eruð hópur af kvikindum, villidýrum. Þið hugsið ekki um neitt nema ykkar eigin erfiðleika, veikindi ykkar sjálfra. En ég þoli það Skáldið og mamma litla 1) Góðan dag! Eg er frá fyrirtæk- 2) Því miður er ég hræddur um að 3) ..... ég hef talað við hana um inu „Waterstream-þvottavélar“ það hafi litla þýðingu..... þetta í mörg ár — en árangurslaust! Gæti ég fengið að tala við frúna? Fugmaðurinn hefur tekið eftir prýðis hugmynd að lita börkinn ar áhyggjur Baldur. Þér mun merkinu okkar. Hann er að lenda. gulann. 1 batna! Þetta lánaðist Markús. Það var | Nú þarft þú ekki að hafa nein- ' Markús, ég veit ekki hvernig ég á að orða það, en þakka þér fyrir. ekki. Eg leyfi það ekki. Farið þér í burtu, segi ég. Farið þér strax í burtu. Látið þér hann í friði. Leyfið þér honum að hvíla sig stundarkorn". Hún hafði fálmað sig áfram að borðinu. Einhvernvegin hiýt ur hún að hafa fundið það á sér- hvar ég stóð, því að augu hennar störðu beint á mig, eins og þau gætu séð mig. Það var eitthvað svo ósvikin, en jafn- framt svo vitfirrt örvænting í reiði hennar, að ég gat ekki anna ðen blygðazt mín. . „Auðvitað, gnádige Frau, sagði ég afsakandi. — „Eg skil það fyllilega að hr. læknirinn verði að fá svolítinn frið . . . Eg skal ekki ónáða yður frekar. Viljið þér aðeins leyfa mér að skilja eftir miða, eða kannske hringja eftir stundarkorn?" „Nei,“ hrópaði hún ofsalega. „Nei, nei, nei. Þér megið ekki hringja. Síminn hringir frá morgni til kvölds. Allir vilja láta hann gera eitthvað fyrir sig, biðja um þetta og kvarta yfir hinu. Hann er varla búinn að kingja fyrsta bitanum, þegar hann verður að þjóta á fætur. Nei, komið þér heldur á morg- un, á réttum viðtalstíma. Hann verður að hafa örlítinn tíma fyrir sjálfan sig, öðru hverju. Farið þér nú. Farið þér, segi ég“. Blinda konan fálmaði og þreif aði sig áfram í áttina til mín, með kreppta hnefana. Það var hræðilegt. Mér fannst hún ætla að þrífa í mig með framréttum höndunum. En á sama andar- taki var forstofudyrnar opnað- ar. Þetta hlaut að vera Condor. Hún hlustaði og svipur hennar breyttist. Það fór ákafur skjálfti um allan líkama hennar og hend urnar, sem rétt áður voru kreppt ar, voru nú spentar eins og í bæn. „Tefjið hann ekki“, hvíslaði hún. „Segið ekki neitt við hann. Hann hlýtur að vera þreyttur. Hann hefur ekki hvílt sig eitt andartak í allan dag. í guðs bænum, sýnið svolitla nærgætni, ofurlitla miskunsemi“. Dyrnar opnuðu.st og Condor kom inn í herbergið. Hann gerði sér bersýnilega sam stundis grein fyrir ástandinu, en samt raskaðist ekki ró hans eitt andartak. „Ah, ég sé að þú hefur verið að skemmta hr. liðsforingjanum", sagði hann á þann glaðlega hátt, sem mér varð nú Ijóst að hann notaði til að leyna ákafri geðs- hræringu. „Það var fallegt af þér, Klara“. Hann gekk til blindu konunnar og strauk henni blíðlega yfir gráa, ógreidda hárið. Við snert- ingu hans breyttist allur svipur hennar. Hræðslan, sem hafði af- skræmt hinn stóra, varaþunna munn hennar, hvarf við þessi við kvæmu atlot og hún snéri sér að honum með hjálparvana, feimn- islegu og úræðalausu brosi. Hið framstandandi enni hennar virt- ist svo bjart og hreint í rafmagns SBUtvarpiö Laugardagur 20. febrúar 8.00—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregn ir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt'* eftir Stefán Jónsson; VIII. lestur (Höfundur les). 18.55 Frægir söngvarar: Kathleen Ferrl er syngur. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Njósnarinn bíður ósig- ur“ eftir John Mortimer, í þýð- ingu Ragnars Jóhannessonar. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (5). 22.20 Góudans útvarpsins: Ymis konar danslög sungin og leikin, þ. á. m. leikur danshljómsveit Björns R. Einarssonar. Söngvari: Ragnar Ðjarnason. 02.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.