Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. apríl 1960 íwtMðHfr TTtg.: H.f Arvakur Reykjavík rrarnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson fábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesse Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Kitstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. NÝ FISKISKIP 17'ÁTT er Islendingum nauð- synlegra en að fylgjast vel með öllum nýjungum og reyna sjálfir nýjar leiðir varðandi fiskveiðar. Nú hef- ur Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri, teiknað mjög nýstárlegt fiskiskip að tilhlutan Sturlaugs Böðvars- sonar útgerðarmanns á Akra- nesi. Á þessu skipi á að vera hægt að stunda línuveiðar, síldveiðar með kraftblökk, togveiðar og reknetaveiðar, en stærð þess verður 220—240 lestir. Breyttar aðstæður Með því að smíða fyrst eitt til tvö slík skip væri hægt að sannprófa notagildi þeirra, en margt bendir til að þau, eða önnur svipuð, eigi mikla framtíð fyrir sér. Aðstæður hafa breytzt hér við land eftir útfærslu fiskveiðilandhelginn ar og verður að taka mikið tillit til þess við endurnýjun fiskveiðiflotans. Með alhliða fiskiskipum, i eins og þeim sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, I ætti að vera hægt að nýta hinar sérstöku aðstæður við ísland mun betur en á nokkr- um öðrum skipum. Og útgerð þeirra ætti að vera viðráðan- leg á ýmsum stöðum, þar sem togaraútgerð er lítt eða ekki möguleg. Smíði stálskipa Þetta leiðir hugann að öðru mikilvægu framfaramáli, en það er bygging stálskipa inn- anlands. Reynslan hefur sýnt, að innlendir aðilar eru, tækni lega séð, vel færir um að smíða stálskip. En hin ranga gengisskráning gerði erlend- um skipasmíðastöðvum hægt um vik að bjóða lægra verð. Nú eru aðstæður allt aðrar eftir að gengisskráningin er orðin raunhæf. Ef áðurnefnd gerð af fiski- skipum reynist eins góð og vonir standa til, þyrfti að reisa skipasmíðastöð er gæti fullsmíðað 2—3 slík skip á ári. Þá myndi flotinn endurnýjast eðlilega og verk- efni vera tryggð um langa framtíð. DR. ADENAUER VIÐSTAÐA dr. Konrads Adenauers, kanslara Vest- ur-Þýzkalands hér á íslandi sl. laugardag var stutt. En hún var engu að síður merki- legur atburður. Hinn aldni stjórnmálaskörungur ræddi hér við forsætisráðherra og utanríkisráðherra og rifjaði upp gömul kynni frá því hann kom hingað til lands og heimsótti Þingvelli fyrir nokkrum árum og frá heim- sókn Ólafs Thors, forsætis- ráðherra til Bonn. En í þess- um gagnkvæmu heimsóknum vestur-þýzkra og íslenzkra stjórnmálaleiðtoga sköpuðust persónuleg kynni og tengsl, sem áreiðanlega eru íslenzku þjóðinni gagnleg. Misskilningur Krúsjeffs En það voru ummæli dr. Adenauers við íslenzka blaða- menn á Keflavíkurflugvelli á laugardaginn var, sem at- hyglisverðust voru. Hann lýsti því yfir að Nikita Krús- jeff hefði misskilið hvernig Frakkar hugsa. Þess vegna hefði hann lagt á það megin- áherzlu að fara hörðum orð- um um Vestur-Þjóðverja. Til- gangur hans hefði greinilega verið, að reka fleyg milli Vestur-Þjóðverja og Frakka. Það hefði beinlínis verið höf- uðmarkmið hans með heim- sókninni til Frakklands. En Krúsjeff hefur skjátl- azt um hugarfar almennings í Frakklandi. Og hann hefur ekki þekkt de Gaulle rétt, sagði dr. Adenauer. Þessi ummæli kanslara Vestur-Þýzkalands hafa áreið anlega vakið mikla athygli út í Evrópu. Og margt bendir til þess að hann hafi rétt fyrir sér. Harðyrði Krúsjeffs um Vestur-Þjóðverja og Bonn-j stjórnina hafa samkvæmt fréttum ekki fallið í eins góð- an jarðveg meðal almennings í Frakklandi eins og hann hafði gert ráð fyrir. Verða að vinna saman Mikill meirihluti frönsku þjóðarinnar gerir sér það Ijóst, að þótt Þjóðverjar hafi á liðnum tíma sært Frakka djúpum sárum, þá er nú svo komið, að þessar tvær gömlu menningarþjóðir Vestur-Ev- rópu geta ekki komizt hjá því að vinna saman. Það er bein- línis frumskilyrði þess að þær geti varðveitt frið og, öryggi og haldið áfram hinu mikla uppbyggingarstarfi, sem hafið var að lokinni síð- ari heimsstyrjöldinni. UTAN ÚR HEIMI J Tal við taflborðið Gamli skákmeistarinn og ungi áskorandinn Mikhail Tal TAL eða Botvinnik? Það er spurningin sem ríkir meðal skákáhugamanna um allan heim og ekki einungis í Moskvu þar sem einvígið um heimsmeistaratitilinn er háð. Mun hinum 49 ára gamla rafmagnsverkfræðingi, Mik- hail Botvinnik, takast að halda heimsmeistaratitli sín- um, sem hann hefur tvisvar unnið, eða missir hann titil- inn til Mikhails Tal, nemanda frá Riga, sem er helmingi yngri? Tal hefur enn sem komið er vinninginn, hefur 5 vinninga gegn 4 eftir 9 skákir. Þessi ungi, afburða skák- maður öðlaðist rétt til að tefla um heimsmeistaratitil- inn á síðasta hausti eftir að hafa með yfirburðum sigrað skákmenn eins og fyrrver- andi heimsmeistarann Smys- lov, Keres, Petrosjan,Glicoric, undrabarnið Bobby Fisher, Frikrik Ólafsson og fleiri. — Það var fimmti sigur hans í sex alþjóðamótum á tveimur árum, svo það er verðugur andstæðingur sem mætir Botvinnik. Tal er einnig. mjög vinsæll. Hann teflir djarft, fullur sjálfs- álits og notar sér sína sérstöku hæfileika til að meta í skyndi alla möguleika flókinnar stöðu. Þá hefur hann alveg sérstakt minni. Einn af mótstöðumönnum hans hélt því eitt sinn fram að Tal dáleiddi andstæðinga sína. Þegar hann teigir fram höfuðið og veltir vöngum, eða eins og í þriðju skák þeirra Botvinniks, þegar Tal gekk fram og aftur um gólfið milli leikja, stenzt það eng inn. Tal teflir bæði hratt og djarft. í einni skákinni hafði hann 50 mínútur til góða fram yfir Botvinnik -g r jl hart á eft- ir. Það endaði með jafntefli. Tal er meðalmaður á hæð, grannur með slétt svart hár. Faðir hans var læknir en lézt fyrir nokkrum árum. Nýlega var haldið í Riga alþjóðaskákmót, en sama morgun kom hann gang- andi inn á fógetaskrifstofu borg- ' arinnar með ungri stúlku og spurði hvernig væri hægt að fá þau gefin saman. „Þér eruð svo vel þekktur að við sleppum öll- um formálum", var honum svar- að. Sama dag giftu þau sig, sama kvöldið tefldi hann gegn stór- meistaranum Spassky frá Lenin- grad og aldrei þessu vant, en skiljanlega þó, tapaði hann. Mikhail Botvinnik Mikhail Botvinnik varð heims- meistari í fyrsta sinn árij 1948 og sigraði þá fjóra taflmeistara. Á næstu árum varði hann marg- oft titilinn, en tapaði honum ioks til Vasili Smyslov árið 1957. Þeir eiga ekki endurkomu auð- ið er sagt. En Botvinnik lék það eftir fyrri heimsmeistaranum A'jechin að endurheimta titilinn. Árið 1958 vann hann Smyslov með 2 vinninga yfir eftir 24 skák- ir. Alla sína tíð sem fremsti skák- meistari Rússa, hefur hann verið meðal hinna útvöldu hjá þjóð sinni, og gefur það hugmynd um af hvílíkum áhuga er þar fylgzt með öllu er viðkemur skák. Hon- um hafa verið veittar margar orður, hann er heiðursdoktor í keppa um heimsmeist- aratitilinn tæknivísindum fyrir störf sín á sviði rafmagnstækninnar, auð- ugur, og getur lifað góðu lífi með íbúðir á stærstu hótelum og einkabifreið. Sagt er að hann sé einn hinna „400 útvöldu í Kreml“. Hann virðist taugaspenntari við taflið en Tal. Hann rær sífellt á stólnum, rennir fingrunum sí og æ gegnum hár sitt, nýi augun og reykir mikið að því er sagt er. Hann hefur teflt frá því hann var mjög ungur og tók þátt í fyrstu alþjóðakeppni sinni 15 ára gamall, en það var í Stokl...óimi í keppni milli Stokkhólms og Leningradborgar. Ári áður hafði hann á einkamóti unnið meistar- ann Capablancka. Árið 1935 sigr- aði hann á alþjóðamóti í Moskvu og fékk í verðlaun frá ríkisstjórn inni bifreið með einkabílstjóra, en þannig er „hetjunum" launað á þeim breiddargráðum. Siðan hfaa honum hlotnast óteljandi heiðursverðlaun, og nú standa menn á öndinni g bíða eftir því 1 ->rt Sovétríkin eigi áfram að tilbiðja þennan gamla snilling, eða hvort á að fylkja sér um nýtt átrúnaðargoð, ungan mann, sem skotizt hefur með ofsahraða fram í sviðsljósið, þegar það er haft í huga að hér er um skák að ræða en ekki íþróttir. Réðist cnn á Adenauer LILLE, 29. marz. — Krúsjeff réðist enn harkalega á Adenauer í ræðu í dag og var það ein harð- asta árásin, sem hann hefur gert það sem af er Frakklandsferð- inni. Sagði hann að Adenauer væri að endurlífga kynþátta- hrokann og ofsóknirnar frá Hiti- erstímanum í Þýzkalandi. Slökkviliðið 1. APR. var slökkviliðið tvisvar sinnum kvatt út með brunaboð- um, en í bæði skiptin reyndist um aprílgabb að ræða. Fyrra skiptið var boði brotinn á Njarð- götu og hafði sá hugvitsami ná- ungi, er það vann, skilið eftir miða með áletruninni „apríl- gabb“. Þá var brunaboði brot- inn á Vesturgötu 27, en það var líka gabb, reyndar ekki tekið fram að sérstaklega væri um aprílgabb að ræða Er þessi saklausi leikur nokk- uð langt genginn, er menn grípa til slíkra ráða, sem geta orðið af- drifarík, ef eldsvoða bæri að höndum. Katalína flughátur- inn hefur ferðir á ný KATALÍNA flugbátur Flugfélags íslands, sem hefur annazt ferðir til Vestfjarða hefur verið í alls- herjar skoðun undanfarinn mán- uð. Er henni nú lokið og mun flugvélin aftur taka upp ferðir á þessum leiðum eftir helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.