Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 17
Þriðiudagrur 5. apríl 1960 ■M o tr r rr iv n r 4 n 10 17 Sjötugur í dag: Hallgrímur Jónsscn vélstjóri ÞEIR, sem þekkja Hallgrím Jóns hann og setið í Sjómannadags- hafi að sjálfsögðu fengið sem kyn son vélstjóra og ræða við hann, en kunna ekki glögg skil á aldri hans, mundu ekki telja líklegt, að hann væri orðinn sjötugur. En sjötugsafmæli á hann samt i áag. Hann er fæddur í Móabúð í Grundarfirði 5 dag aprílmánað- ar 1890, sonur Jóns bónda Jóns- sonar og konu hans, Guðrúnar Hallgrímsdóttur. Faðir hans stund aði sjó með búskapnum eins og flestir bændur við utanverðan Breiðafjörð, og Hallgrímur vand- ist snemma sjósókn. Hann var fyrst á áraskipum, en síðan vél- bátum. Seytján ára gamall tók hann að læra vélsmíði á ísafirði og varð að náminu loknu vél- stjóri á togurum. Á árum heims- styrjaldarinnar fyrri lenti skip það, sem hann var á, Skúli fógeti, á tundurdufli, en Hallgrímur hélt áfram sem vélstjóri á togurum eins og ekkert hefði í skorizt til 1918, nema hvað hann var einn vetur í vélstjóradeild Stýrimanna skólans og annan í Vélstjóra- skólanum og iauk þaðan prófi. Þegar hann kvaddi togarana, réðst hann annar vélstjóri hjá Eimskipafélagi Islands, varð vél- stjóri á einu af skipum þess 1920 og síðan til 1953, að hann lét af vélstjórastörfum, hafði þá verið yfirvélstjóri á Gullfossi hinum nýja, frá því að hann lét fyrst úr höfn. Þegar seinni heimsstyrjöldin geysaði, lenti Hallgrímur aftur í skipreika, var á Dettifoss, þegar það' skip fórst á tundurdufli, en samt sem áður var Hallgrímur óbilaður að þreki og kjarki, og þegar hann hætti farmennsku, var það sakir þess, að hann hafði náð því aldurstakmarki, sem sett var vélstjórum í þann tíð á skip- um Eimskipafélagsins. Hallgrím- ur naut mikils trausts hjá fé- laginu, og var hann eftirlitsmað- ur við smíði og niðursetningu véla í nokkra af hinum nýju Fossum, meðal annars Gullfoss. Hallgrímur kvæntist árið 1918 Rannveigu Sigurðardóttur, Bjarnasonar úr Garðhúsum í Reykjavík, og Vilborgar Sigurð- arrlóttur úr Steinhúsinu, líka í Reykjavík. Frú Rannveig lézt ár- ið 1955. Þau hjón eignuðust fjög- ur börn, Sigurð, sem er vélstjóri við útvarpsstöðina á Vatnsenda- hæð, Jón, sem var í mörg ár gjaidkeri í Héðni, en dó árið 1954, Hermann, fulltrúa hjá Sam- vinnutryggingum, og frú Guð- rúnu Sullivan, sem nú gegnir skrifstofustörfum á Keflavíkur- fiugvelli. Auk þess ólu þau upp Unni Árnadóttur Hagalín, systur dóttur frú Rannveigar, og Hall- grím Kristjánsson, bróðurson Hallgríms. Hallgrímur naut ekki aðeins traust og virðingar hjá Eimskipa félagi Islands, heldur og hjá starfsmönnum og félögum sínum á sjónum, enda var hann allt í senn: með afbrigðum vel að sér í sinni sérgrein, samvizkusamur, reglusamur, stjórnsamur og prúð ur yfirmaður og hinn ágætasti félagi. Hjá Vélstjórafélagi íslands naut hann trausts um fram aðra menn, var í stjórn þess í meira en fjóra áratugi og formaður þess í tuttugu og fjögur ár, rit- stjóri ársrits þess og skrifaði hina myndarlegu og greinargóðu sögu félagsins, sem út kom á hálfrar aldar afmæli þess árið 1958. Hann átti auðvitað mikinn þátt og merkilegan í kjarabaráttu félags ins og hagaði henni af slíkri lagni, seiglu og festu, að aldrei kom til verkfalls í formannstíð hans, og vann þó félagið marga sigra á þeim árum. Hann hefur og tekið mikinn þátt í störfum Farmannasambands íslands, ver- ið þar í stjórn og stundum for- maður, var aðalhvatamaður að stofnun sjómannablaðsins Vík- ings, var í ritnefnd þess og hefur margt í það skrifað. Þá hefur ráði. Hann hefur verið sæmdur gullmerki Sjómannadagsins og riddarakrossi Fálkaorðunnar. Hallgrímur hefur lítt sinnt öðr- um félagsmálum en þeim, sem varða vélstjóra og aðra farmenn, enda löngum á sjónum, en þó hef- ur hann lengi verið félagi Odd- fellowreglunnar. Hallgrímur er maður bók- hneigður, hefur margt lesið og lesið allt vel, er gjörhugall og glöggur á aðalatriði og mjög minnugur, og ávallt mun hann hafa lagt sig fram um að mynda sár sjálfstæða skoðun á öllu, sem hann hefur átt kost á að kynnast náið, en hins vegar er hann laus við aö telja sig dómbæran um mál, sem hann hefur ekki getað kynnt sér og veit sig ekki hafa fengið um staðgóða vitneskju. Auk sérgreinar sinnar og hags- munamála vélstjóra og farmanna hefur hann einkum lagt sig eftir að kynna sér sögu þjóðar sinnar og atvinnu- og þjóðfélagsmál, ekki aðeins með Islendingum heldur og öðrum þjóðum, er víð- sýnn og frjálslyndur, en afstaða hans þó öll mótuð af sjálfstæðri íhugun og þeirri ábyrgðartilfinn- ingu, sem hoiium virðist í blóð borin — enda hyggur hann ekki „sannleik hóti betri hafðan eftir Sankti-Pétri, heldur en ef svo hending tækist, húsgangurinn á hann rækist“, og gildir þetta hvort sem Sankti-Péturinn og húsgangurinn eru innlendir eða erlendir. Hann er hæglátur, kurt eis og tillitssamur og laus við að vera málskrafsmaður, en þó hefur hann gaman að rökræðum, er lökíastur og heldur eindregið á sínum málstað, þótt ávallt sé bann prúður í málflutningi og þagni gjarnan, ef skap andstæð- ings í skoðunum þolir illa rökin og orðbragð hans ber þess merki, en þógn Hallgríms mundi í>á eng inn taka sem samþykki. I glöð- um hóp er hann oft smáglettinn og kemur stundum þægilega á óvart. Hann er svo umtalsfróm- ur, að fáa þekki ég slíka, og mundi erfitt að fá hann til að kasta steini að nokkrum sínum með- borgara, jafnvel út af opinber- um málum. Ef ávirðingar ein- hvers ber tal, þagnar hann gjarn- an um hríð, en freistar síðan að víkja samræðunum að öðru. Hann er og manna skilningsbezt- ur á bresti náungans, jafnvei þeirra, sem hann mundi lítils meta, og mun frekar fágætt, að maður, sem er jafnharður við sjálfan sig, grandvar og skyldu- rækinn, skilji eins og hann brokk gegna samferðamenn. Og oft hef ég undrazt það, ef talið hefur borizt að æsku nútímans, svo ólík sem eru viðhorf hennar til margs og ungs fólks á unglingsárum Kallgríms, hve vel hann skilur brestina og hvert far hann gerir sér um að virða þá fyrir sér frá sjónarmiði breyttra fjölskyldu- hátta og þjóðlífs. Þó að hann fylgju góða greind, festu og at- orku,getur ekki hjá því farið, að foreldrar hans hafi verið í óvenjurikum mæli gædd þeim eiginleikum, sem fleyttu íslenzku þjóðinni á langri nótt umkomu- leysis, fátæktar og margvíslegra hörmunga yfir hvérn háskaboða gjörhygli, seiglu, skyldurækni og oft furðu skarpri og skemmtilegri raunvísi í afstöðu til manna og máttarvalda. Þau hjónin, Hallgrímur og frú Rannveig, bjuggu lengstum í Borgarholti við Kaplaskjólsveg. Þau höfðu í mörg ár nokkurt bú, og auk barna og fósturbarna voru oft viðloðandi á heimili þeirra um lengri og skemmri tíma utanbæjarmenn, bæði karl- ar ok konur, og þá einkum skyld- menni og sveitungar Hallgríms. Þar sem hann var lengstum að heiman, féll að mestu í hlut hús freyjunnar uppeldi barnana, öll umsýsla og úrlausn margra mála, sem ekki þoldu bið, en frú Rann- veig var mikil kona sem móðir og húsmóðir, gætin, en skapföst, gædd heilbrigðri dómgreind og skarpskyggni og leysti venjulega heppilega hvern vanda, kunni til dæmis vel að bíða, unz betur hentaði, ef eitthvað var torráðið, vandleyst eða viðkvæmt. Hall- grímur kunni vel að meta kosti konu sinnar og mun aldrei hafa hrundið neinum hennar dómi eða þótzt þurfa þar um að bæta, sem hún hafði leyst úr vanda, og hjónaband þeirra og heimilislífið var þanng, að ekki mundi ofsagt, að það hafi verið eins og bezt getur orðið. Sonur Hallgríms og tengda- dóttir ráða nú húsum í Borgar- holti, en Hallgrímur býr á Hrefnugötu 4 í Reykjavík. Mun hann mega búast við gestum í dag, því þótt hann hafi aldrei verið nein silkitunga við þá, sem hann hefur haft samstarf við eða önnur samskipti, nýtur hann vin- áttu margra og enn fleiri kunna hann vel að meta, og ekki aðeins börn hans og fósturbörn, heldur og allir, sem dvöldu á heimili þeirra hjóna í Borgarholti eða höfðu af því náin kynni, eru tengdir Hallgrími styrkum bönd um hjartahlýju, trausts og virð- jngar. Guðm. Gíslason Hagalín. Enn var bíl stolið I FYRRINOTT var bíl stolið hér í bænum og fannst hann skömmu eftir hádegi í gær. Var þetta lítill pallbíll, sem keyptur hafði verið af sölunefndinni. Hafði bíll inn staðið á bílastæði við Álf- heima 38, er honum var stolið. Hann' fannst á vegspotta skammt fyrir austan Baldurshaga, en þessi vegur var lagður í sam- bandi við brezkar herbúðir á styrjaldarárunum. Var bíllinn ó- skemmdur að sjá. Vilhjálmur Bene- diktsson — Minning I DAG verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju Vlihjálmur Bene diktsson frá Borgareyri í Mjóa- firði eystra. Hann lézt 26. f. m. Vilhjálmur var fæddur 19. febrúar 1877 og voru foreldrar hans hjónin Margrét Hjálmars- dóttir Hermannssonar í Firði í Mjóafirði og Benedikt Sveinsson dóttursonur Benediktar Þorsteins sonar prests á Snorrastað í Norð- firði. Voru þessir forfeður hans miklir sveitarhöfðingjar á seinni tíð og urðu mjög kynsælir. Er af þeim kominn ættbogi á Aust- urlandi og víðar. Vilhjálmur ólst upp í stórum systkinahópi á miklu menningar- heimili; þar sem búskapur til lands og rjávar var rekinn með kappi og dug. Þar var og gnægð gáðra bóka úl lesturs þegar ann- ir leyfðu. Þau Borgareyrarsystkini voru mjög söngelsk, spiluðu sum á orgel og var þar oft tekið lagið mec þeim þrótþ og fjöri, sem segja má að væri aðalsmerki þeirra Ekki áttu þau minstan þátt í þeim fagra söng sem keyra mátti í Mjóafjarðarkirkju um aldamótin síðustu. Er mér, sem þetta rita minnistæð síðan hin djúpa og mikla bassarödd Vil- hjálms sem var eins og breiður grunnur sem efri raddirnar hvíldu á. Mikið var teflt á Borgareyrar- heimili í þá daga. Vera má að sumir bræður Vilhjálms hafi verið honum snjallari skákmenn. En c ú minni ég að hafa séð glæsilegri né vasklegri konung en á aldamótahátíð Mjófirðinga, er bræður hans, Sveinar tveir, þreyttu skák með lifandi mönn- um og hann var konungur fyrir öðru liðinu. Innan við tvítugsaldur réðist Vilhjálmur að verzlun frænda síns Konráðs Hjálmarssonar og starfaði við hana síðan meðan hún var við líði, eða um nær hálfrar aldar skeið. Urðu honum fljótt öll störf þar jafn tö:.r, en einkum lét honum vel öll verkstjórn og þau umsvif sem fylgja mikilli fiskverzlun og fiskverkun. Ekkert virtist falla honum betur en að etja kappi við örðugleikana, hvort sem þeir voru af náttúrunnar völdum eða Hallo Rognheiðnr Jónsdóttir ird Stmiðjuhóli — Kveðjn F. 28. nóv. 1881. — D. 25. marz 1960 Nú sefur þú Halla, nú sefur þú vært, nú sækir þig enginn kvíði, því ljósið á himnum þér lýsir skært og lokið er sjúkdómsstríði. Nú ástvinir horfnir þig umvefja kært og engla-hópurinn fríði. Ei skýjadrög lengur þar skyggja nein, þar skortir ei Drottins náðarljós, og gatan sem löngum var grýtt er nú bein þar glóir hin fegursta rós. Nú svífur þín sál um sælunnar geim að sólguðsins himneska ós. Við þökkum þér Halla dug og dyggð og drengskap við okkur heima. Þú ástvinum sýndir trausta tryggð, þá tryggð þeir í minningu geyma Og hvar sem þau fara um breiða byggð munu börnin þér aldrei gleyma. Hve sæl ertu Halla, nú sefur þú rótt, nú signum við kistuna þína. Og bjóðum þér öll síðan blessaða nótt í birtu sem aldrei mun dvína. Þín leið er nú mörkuð, þótt liggir þú hljótt við leiði þitt stjörnurnar skína. Þorsteinn Sveinsson. öðrum toga spunnin Var hann þá oft aðsópsmikill og gustur í fasi, unz orrustan var unnin. En þá gat hann verið allra manna reifastur og Ijúfastur. Konráð Hjálmarsson kunni vel að meta þennan unga og frækna frænda sinn, og þegar hann setti á stofn verzlun sína á Norðfirði gerði hann Vilhjálm að verzlunar stjóra þar. Sú verzlun efldist svo á fáum árum að hún varð síðan um langt skeið með stærstu verzlunar- og útgerðarfyrirtækjum á Aust- fjörðum. Vilhjálmur giftist 1905, Helgu Jónrdóttur frá Gaukstöðum í Garði góðri konu og glæsilegri. Þau eignuðust eina dóttur, Sig- ríði, sem gift er Karli Þorfinns- syni kaupmanni í Reykjavík. Á þeirra vegum fluttu þau gömlu hjónin frá Norðfirði 1942. Konu sína missti Vilhjálmur 10 árum síðar. Dvaldist hann eftir það á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar átti þar góða og ánægju lega ellidaga. Hún hélt lengi góC.i heilsu þótt aldur færðist yfir hann og stundaði verzlun og afgreiðslustörf allt þangað til á sl. ári, að hann kénndi þess, meins, er varð honum að bana. Sjúkdóminn bar hann til hinztu stundar með því æðruleysi og karlmennsku sem honum var svo ríkulega í blóð borin. Ólafur H. Sveinsson. Góður vetur í Strandasýslu FRÉTTARITARI Mbl. á Brodd*- nesi á Ströndum, Guðbrandur Benediktsson, kom hingað til bæjarins um miðja síðustu viku og leit þá inn á ritstjórn blaðs- ins. Sagði hann veðráttuna þar um slóðir hafa verið með ein. dæmum hagstæða í vetur og hefðu úrkomur verið fátíðar, en óvenjuleg staðviðri. Aðeins nokkra daga í febrúar var ófært bílum tii Hólmavíkur. Skepnuhöld hafa verið góð og bændur eru almennt farnir að fóðra sauðfé sitt á votheyi. Fólksfæðin setur svip sinn á félagslífið að sjálfsögðu sagði Guðbrandur. Þó hafa íbúar tveggja hreppa, Fells- og Óspaks eyrar komið saman til mannfagn aðar á víxl í samkomuhúsum hreppanna, og hefur þá verið set- ið að spilum og dansað fram á nótt. Á leiðinni hingað suður, sagði Guðbrandur að hvergi sæist lit— brigði á jörðinni, þrátt fyrir ein- muna tíð, fyrr en komið er í Hvalfjörð, þá mátti sjá- aðeins gróðurnálairlit á blettum, sem bezt liggja við sólu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.