Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 24
Þjóðhátíð Grikkja Sjá bls. 13. JVtorg iiáWíP N ámslán , Sjá bls. 10. 83. tbl. — Föstudagur 8. apríl 1960 Þýxkur pilfur bjargaði ölvuðum manni úr höfninni „Nú veit ég hvab sjórinn er kaldur'‘ í FYRRAKVÖLD bjargaði 17 ára gamall þýzkur drengur íslendingi úr höfninni í Reykjavík. Maðurinn var drukkinn - og hefir sennilega ætlað að fá sér meira að drekka. Lögreglunni var þegar til— kynnt, að maður hefði dottið í höfnina og fór þegar á stað- inn, en þá hafði þýzki piltur- inn, sem er af saltskipinu Margarethe Bishchoff, stungið sér eftir manninum, synt til hans og komið utan um hann björgunarhring. Lögreglan dró þá svo báða á þurrt land. Pilturinn, sem sýndi þetta snarræði, heitir Holger Wolff og er frá Hamborg. í viðtali við blaðamann Morgunbl. í gær, sagðist hann áður hafa bjargað manni frá drukknun, en þá með hjálp annarra drengja heima í Þýzkalandi. — Fannst þér sjórinn ekki kaldur, spurði blaðamaður- inn? — Jú, hann var hræðilega kaldur, en ég gleymdi því, þegar ég fann lyktina af mann aumingjanum, hún var erin verri. — Datt þér ekki í hug, að sjórinn væri kaldur, áður en þú stakkst þér? — Nei, ég stakk mér bara af éinhvers konar eðlishvöt. — Heldurðu að þú fáir ekki lungnabólgu? — Nei, ér er hress eins og eftir bezta bað. — Ertu trúlofaður? — Já. — Bjargaðir þú henni líka frá drukknun? — Nei, hún bjargaði mér. — Megum við birta mynd af þér í Morgunblaðinu? — Velkomið, en ég vildi gjarna fá eina með mér til að sýna kærustunni minni. — Vildir þú kasta þér út aftur, svo myndin verði raun- verulegri? Njasslendingar albún- ir til sjálfstjórnar - — sagði dr. Banda í sjónvarpsviðtali LONDON, 7. apríl (Reuter). — Dr. Hastings Banda, leiðtogi þjóðfrelsishreyfingar Njasslend- inga, sem nýlega var sleppt úr fangelsi í Suður-Ródesíu, kom hingað flugleiðis í dag til við- ræðna við ýmsa embættismenn brezku stjórnarinnar. — Ekki hefnr verið látið uppi, hvert er- indi hans raunverulega er, en við brottför sína frá Afríku lét hann ákveðið í það skína, að Njassa- land mundi hverfa úr Mið-Af- rikusambandinu, en fyrir því hafa dr. Banda og fylgismenn hans lengi harizt. fe' ' WÍMi 1 / Holger Wolff eftir baðið — Nei takk, nú veit ég, hvað sjórinn hér er kaldur. Þess skal að lokum getið, að fslendingnum var stungið í kjallarann til að láta renna af honum, eftir að hann hafði verið færður úr fötunum og vafinn í teppi. Skipulag Breiðholts- hverfis fyrir bcejarráði GEIR Hallgrímsson borgarstjóri, greindj frá því á fundi bæjar- stjórnar í gær, að skipulagsupp- dráttur yfir Breiðholtshverfi lægi nú fyrir bæjarráði. Hér væri um •að ræða svæði, sem tæki yfir 8 hektara lands. Borgarstjóri sagði frá þessu í sambandi við framkoman tillögu írá kommúnistum um að bæjar stjórn skyldi fela bæjarráði og skipulagsnefnd að ganga frá skipulagsuppdræíti yfir Breið- tiolthverfi. Koma til móts við óskir húseigenda Sagði borgarstjóri, að afstöðu þyrfti að taka til ýmissa atriða áður en gengið yrði endanlega frá skipulagsuppdrættinum. Á umræddu svæði hafa marg- ir byggt án þess að haaf fengið lóðarréttindi. Fyrir nokkrum ár- um hefðu kommúnistar borið fram tillögu um að húseigendum á umræddu svæði yrði tryggður lóðaréttur til 10 ára, en Fram- Nýtt fæðingar- heimili Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær upplýsti borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, að ráðgert væri, að fæðingarheimilið við Þorfinns- götu yrði fullbúið í júní í sumar. — Mun þar verða rúm fyrir 26 sængurkonur. KEFLAVÍK BINGÓ verður spilað að Vík (uppi) í kvöld kl. 9. Góð verð- lauí.. Aðgangur ókeypis. Heimir, félag ungra Sjálfstæðismanna. farafélag íbúanna féllst ekki á þá tímatakmörkun og hefur rann sókn málsins byggst á viðleitn- inni til þess að koma svo langt til móts við óskir húseigendanna sjálflra, sem heildarskipulag bæjarins leyfði, sagði Geir. Bæjarráð tekur málið fyrir Sannleikurinn væri sá, að sam þykkt skipulagsuppdrátta út af fyrir sig væri ekki fullnægjandi afgreiðsla málsins, heldur yrðu bæjaryfirvöldin um leið að gera sér grein fyrir og ákveða tíma- lengd lóðarréttinda, hvernig lóða réttindum skuli háttað, þegar fleiri en eitt hús lenda inn á sömu lóð og hvaða meðferð þær eigriir skyldu sæta, sem væru í götustæðum, eða utan skipulags- ins. Fischer vann Friðrik ÞÆR fréttir bárust frá skák- mótinu í Argentínu í gær, að Friðrik Ólafsson hafi tapað í 7. umferð fyrir Fischer. í sömu um- ferð gerði Spassky jafntefli við Bronstein. Eftir 7 umferðir eru þeir efst- ir Spassky með 6(4 vinning og Fischer með 6 vinninga. Stúdentaráð sendir skeyti til Cenf STÚDENTARÁÐ Háskóla ís- lands sendi í gær svoihljóðandi skeyti til íslenzku sendinefndar- innar á sjóréttarráðstefnunni í Genf. „Styðjum heilshugar baráttu ykkar fyrir óskertri 12 mílna fiskveiðilögsögu og gegn hvers konar takmörkunum hennar“. Væri unnið að ákveðnum til- lögum í þessum málum og mundi bæjarráð taka málið til meðferð- ar svo fljótt sem unnt yrði. Væri því rétt að vísa framkominni til- lögu til bæjarráðs — og var það samþykkt. Ný bók Laxness a morgum tungumálum KAUPMANNAHÖFN, 7. apríl. (Einkaskeyti til Morgunblaðsins). — Dagblaðið Politiken skýrir frá því í dag, að Halldór Kiljan Lax- ness hafi þegar afhent nokkrum bókaútgefendum í ýmsum lönd- um mestan hluta af handriti hinn ar nýju skáldsögu sinnar, sem gerizt í Utah á tímum hinna miklu flutninga Mormónanna frá íslandi. Martin Larsen, lektor, hefur þegar tekið til við að þýða bók- ina á dönsku og mun hún koma út í haust hiá bókaforlagi Gylden dals. Barnamúsikskólinn flytur söngleik fyrir börn BARNAMÚSÍKSKÓLINN í Reykjavík efnir til skemmtunar fyrir almenning næstkomandi sunnudag, 10. apríl. í maíbyrjun lýkur áttunda starfsári Barnamúsíkskólans. — Nemendur skólans eru nú á 3. hundrað að tölu. í lok skólaárs- ins hafa nemendur oftast efnt til skemmtunar og sýnt ýmis atriði úr skólastarfinu, sungið og leikið á hljóðfæri, ein og í smáhópum. Það telst til nýlundu í starfi skólans í vetur, að nemendur hafa æft stuttan söngleik eftir Hindemith, „Wir bauen eine Stadt“, sem á íslenzku hefur hlotið nafnið „Við reisum nýja Reykjavík“. Þorsteinn Valdi- marsson hefur þýtt og staðfært textann. Nemendur skólans sjá einir um flutninginn, syngja og skipa hljómsveitina, sem leikur undir, en Baldvin Halldórsson leikari hefur annazt leikstjórn. Auk þessa stutta söngleiks verða ýmis önnur skemmti- atriði, kórsöngur, einleikur og samleikur á ýmis hljóðfæri. Skemmtun þessi verður hald- in aðeins einu sinni fyrir al- menning, n. k. sunnudag kl. 4 síðdegis í samkomusal Haga- skóla við Hagatorg. Börn innan 10 ára aldurs fá ekki aðgang nema í fylgd fullorðinna. Að- göngumiðar fást í Hljóðfærahús- inu, Bankastræti og í hljóðfæra- verzlun Siguríðar Helgadóttur, Vesturveri. Um 70 Afríkubúar komu til flugvallarins til móts hann. Þeir sungu og báru veifur og spjöld, sem á var letrað: „Lengi lifi Banda, hinn ókrýndi konungur Njassalands!" — En Afríkumenn imir og margir fréttamenn, sem hugðust ræða við dr. Banda, urðu að snúa frá við svo búið, því að lögreglulífvörður fylgdi honum þegar til bifreiðar, sem ók á brott með hann á miklum hraða. ★ Talið er, að dr. Banda muni hafa aðalaðsetur í London næsta mánuðinn, en í næstu viku mun hann fara til New York sem gest. ur hinnar svonefndu „Amerísku Afríkunefndar“, sem vinnur að auknum skilningi á málefnum Afríkubúa vestanhafs. ★ Fréttamenn áttu sjónvarpsviff- tal viff dr. Banda 4 kvöld, og sagffi hann þá m. a., aff stjórnar- skrármál Njassalands yrffu rædd í júní nk. á ráðstefnu í London — en síðar verffur haldin ráff- stefna um framtíff Miff-Afríku- sambandsins. — Dr. Banda full- yrti, aff Njasslendingar væru reiðubúnir aff taka stjórn mála sinna í eigin hendur. — Hann kvaffst vilja ræffa mál þeirra viff nýlendumálaráðherrann, sem væri „sannkristinn heiðursmaff- ur“ — ekki viff Welensky, forsæt- isráffherra Miff-Afríkubandalags- ins, sem hann fór hinum hörff- ustu orðum um. í póst- húsinu Aldrei hefur þröngin veriff jafn mikil og nú, er pósthús- iff í Reykjavík hóf sölu á flótta mannafrímerkjunum er út komu í gær. Langar biðraðir mynduðust af fólki sem var meff umslög álímd þessum nýju frímerkjum og beiff eftir að fá þau stimpluð meff út- gáfudagsstimpli Reykjavíkur og mátti þarna sjá marga þekkta frímerkjasafnara bæj- arins. Ef til vill seinkaði þaff afgreiffslunni, aff of fáir póst- stimplar voru í notkun en þaff er nauðsynlegt á slíkum degi sem þesstum, aff fleirri stimpl- ar séu tiltækilegir þótt vitaff sé, að sérlega afkastamiklir og vandvirkir póstmenn voru að verki í allri ösinni í gær. — Myndin var tekin í pósthús- inu í gær. — Ljósm. Ól. K. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.