Morgunblaðið - 12.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1960, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. apríl 1960 Mikill ferðamanna- sfraumur i sumar Skortur á gistiherbergjum i júli og ágúst FERÐASKRIFSTOFA ríkisins er nú að undirbúa sumarferðir ís- lendinga til útlanda og móttöku erlendra ferðamanna hér. Ferða- manr aumurinn verður sýni- lega niji>g mikill í sumar og hef- ur skrifstofan verið beðin um að útvega fleiri gistiherbergi í júlí og fram í miðjan ágúst en líkindi eru til að hægt verði að fá. Er Ferðaskrifstofan nú að at- huga hvort unnt er að fá fleiri gistiherbergi á heimilum eða út- búa skóla í bænum sem gistihús. Ekki virðist hafa dregið úr áhuga íslendinga fyrir utanlandsferðum í sumar, þrátt fyrir hækkað verð- Iag, að því er Þorleifur Þórðar- son, framkvæmdastjóri Ferða- skrifstofunnar tjáði blaðinu. Ráð- gerir ferðaskrifstofan hópferðir til Norðurlanda og Evrópuland- anna að vanda, og auk þess er í athugun Rússlandsferð með ferða hóp. Einnig getur ferðaskrifstof- an útvegað fólki farmiða með hópferðum erlendra ferðaskrif- stofa. 35 manna hópmr — 380 þúsund í gjaldeyri? í sumar verður mikill ferða- 100 þús. kr. gjöf til barnaskóla Bolungarvíkur BOLUNGARVÍK, 11. apr. — Ein- ar Guðfinnsson, útgerðarmaður, gaf í dag byggingarsjóði barna- skólans í Bolungarvík 100 þús. kr. í tilefni af 60 ára afmæli konu hans, Elísabetar Hjaltadóttur, en hún hefur Verið í mörg ár I skóla nefnd skólans. — Bolvíkingar þakka þennan stórhug o.g höfð- ingsskap. — Fréttaritari. mannastraumur. Hér verða háð ýmis konar mót, t. d. hjúkrunar- kvennamót, sem 120—160 erlend- ar hjúkrunarkonur sækja senni- lega, um 100 jarðfræðingar koma af alþjóðafundi sínum í Dan- mörku og um 500 norrænir lög- fræðingar koma ýmist með flug- vél og búa þá á hótelum eða með Gullfossi og búa í skipinu. Þá mun Norðurlandaráð hafa hér fund í sumar og vitað er um ýmis konar smærri mót. Þess utan ráðgera danskir, sænskir, svissneskir þýzkir, frankir og brezkir ferðamenn sumarferðir hingað í smáum og stórum hópum. Sem dæmi má nefna þrjá 35 manna hópa frá lítilli ferðaskrifstofu nálægt Stuttgart Sendi ferðaskrifstofa þessi tvo hópa hingað í fyrra, og vill nú bæta við tveimur og hafa þá fimm, en sennilega verður ekki hægt að útvega nægilegt hótelrými. Er það skaði, því þarna munu tapast 380 þús. kr. í gjaldeyri fyrir hvorn hóp, þar sem hver mun fara með 1200 þýzk mörk fyrir fargjöldum og uppihaldi. ' Engin vandræði með skemmti- ferðaskipin f sumar eru væntanleg nokkur skemmtiferðaskip. Þrjú stórskip, með 450—550 bandaríska ferða- menn hvort, brezka skipið Car- onia, sænska skipið Gripsholm, sem bæði hafa komið hér á und- anförnum sumrum og skip sem nefnist Argentina. Þá kemur þýzka skipið Ariadne með um 200 farþega, og stanzar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Engin vandræði eru með þessa farþega, segir Þorleifur, því bílakostur er hér góður og vegir ágætir — Tillaga Islands Framhald af bls. 1. tir, sagði Hare. — íslenzka nefnd- in hefir lagt fram tillögu um mál- ið. Þetta er nákvæmlega sama til- lagan og var lögð fyrir ráð- stefnuna 1958 og felld. Nú, eins og þá, er hún tilefni mikillar deilu. — 1 fyrsta lagi: Þar er talað um þjóð eða „people”, sem er yfirgnæfandi háð fiskveiðum meðfram ströndum, vegna af- komu og efnahags. Hvað er átt við með orðinu þjóð, „people”? Ef það á við íbúa allra strand- héraða, sem stunda útveg til eig- in afkomu, þá mun þetta hafa mjög víðtækar afleiðingar. Alls staðar er til strandbyggð. — í öðru lagi: Hver á að ákveða hvort þörf sé fyrir takmörkun fiskveiða á aðliggjandi hafi, og á vísinda- leg friðun að vera eini grund- völlur fyrir slíkri ákvörðun? — í þriðja lagi: Eftir hvaða reglu á að ákveða forréttindi, sem veita skal? • Hagsmuna strandríkja gætt Tillagan svarar engri þessara spurninga. Aðeins eitt er aug- Ijóst. Einungis er minnzt á hags- muni strandríkis, ekkert á hags- muni annarra. Við skulum ekki gleyma því, að aðstaðan nú er í grundvallaratriðum allt önnur en þegar þessi tillaga kom fyrst fram 1958. Þá var tillagan rædd rr.eð tilliti til 6 mílna. Nú er hins vegar komin fram hin sameigin- lega tillaga Bandaríkjanna og Kanada, sem gerir ráð fyrir 12 mílna einkafiskveiðisvæði eftir mjög stuttan tíma. — Menn munu nú almennt telja að meginhags- muna strandríkja sé vel gætt. • Affrar spurningar Ef líta má hins vegar svo á að íslenzka tillagan eigi aðeins við þau lönd, hverra efnahagsafkoma byggist að langmestu leyti á fisk- veiðum, þá koma fram aðrar spurningar. Ef nógur fiskur er við strönd þeirra fyrir alla á 10 ára uppsagnartímanum, þá er eng in þörf fyrir forréttindi. Ef ekki er nógur fiskur þar fyrir alla, þá mætti athuga um einhverja tak- rnörkun á fiskveiðum fjarlægra þjóða. — Hare sagði, að Bretland væri þess vegna reiðubúið að í- huga kröfur slíkra ríkja um for- gangsrétt innan 12 mílna á 10 ára uppsagnartímabilinu. Bretland væri ekki óvinveitt þessum ríkj- um og vildi gjarna íhuga aðstöðu hinna fáu landa, sem væru nær algerlega háð fiskveiðum. Hér væri fyrst og fremst um 3 lönd að ræða: ísland, Færeyjar og Grænland. - • Eiga líka viff vandamál aff etja Grænland væri mjög dreifbýlt, en ströndin löng og væri nógur fiskur fyrir fiskimenn þar á 10 ára tímabilinu og miklu lengur. Færeysku fiskimennirnir hafa um langt árabil stundað veiðar á öllu Norður-Atlantshafi, við fs- land og Grænland eins og annars staðar, sagði Hare. — fsland hef- ur mjög fullkominn sjávarútveg með stóran nýtízku fiskiskipa- flota, þar á meðal stóra togara, er geta sótt á fjarlæg mið. Afli íslendinga hefur nær þrefaldazt á síðustu 20 árum og tvöfaldazt á hvert mannsbarn. Augljóst er því að ekki horfir til vandræða á íslandi. En lofið mér að bæta þessu við: Fiskimenn annarra þjóða veiða á hinu opna hafi kringum ísland. Við gerum það — en sleppum okkur. — Hvað um Færeyinga, eða belgísku Bragi Svanlaugsson hjá snjóbíl og sleffa flugbjörgunarsveitar- innar. Sleffinn var unninn í sjálfboffavinnu og einstaklingar og fyrirtæki á Akureyri gáfu efnið í hann. (Ljósm.: St. E. Sig. Happdrœtti Háskólans f GÆR var dregið í 4. flokki Happdrættis Háskóla fslands. — Hæsti vinningurinn 100 þús. kr. kom á númer 40123. Er þetta heilmiði, sem var seldur í um- boði Arndísar Þorvaldsdóttur, Vesturgötu 10, Reykjavík. Kom 50 þús. kr. einnig á heil- miða númer 46657, sem var seld- ur í umboði Helga Sivertsen i Vesturveri. Þessi númer hlutu 10.000 krónur: 19413 19562 26140 26302 28468 35551 54675 Þessi númer hlutu 5000 krónur: 6823 10399 11468 12512 15265 21548 27609 2i8779 30319 32685 36411 37283 39813 40665 41467 49480 51192 53369 (Birt án ábyrgðar). «>---------------------- Fiugbjörgunarsveitina á Ak- Akureyri skortir ný tæki Hefir látið gera öflugan sleða aftan i snjóbil SÍÐASTLIÐINN sunnudag bauð Flugbjörgunarsveit Ak- ureyrar tíðindamönnum út- varps og blaða að skoða tæki sín og ferðabúnað. Var farið í ferðalag upp á Vaðlaheiði og ekið alllangt á snjóbíl inn eftir heiðinni. Meðal nýrra tækja, sem Flugbjörgunar- sveitin hefur nú tekið í notkun, er stór sleði, sem smíðaður er af Braga Svan- laugssyni, forstjóra BSA- verkstæðisins og nokkrum starfsmönnum hans, í sjálf- var haldið á bílum frá Akur- eyri og austur í Vaðlaheiði. Við vestanverða heiðarbrún hafði Flugbjörgunarsveitin komið sér upp bækistöð á laugardaginn og höfðu fjórir félagar úr sveitinni haft þar næturdvöl. Þegar kom- ið var í bækistöðina sýndi fram- kvstj. sveitarinnar, Tryggvi Þor- steinsson, fréttamönnum áhöld- in og skýrði notkun þeirra. Lýsti hann sérstaklega hinum nýja sleða, sem er ætlaður til þess að tengja aftan í snjóbíl sveitarinn- ar. Sleðin er á- stálgrind með seglhúsi og gluggum og rúmar átta til tíu menn í sæti eða fjög- ur sjúkrarúm. Unniff aff öflun tækja Þar var numið staðar og for- maður Flugbjörgunarsveitarinn- ar, Kristinn Jónsson, framkvstj., ávarpaði fréttamenn með nokkr- um orðum. Þakkaði hann hið mikla framtak og hagleik við smíði hins nýja sleða og gat þess að nú væri unnið að því við áhrifamenn að fá ýmis ný og fullkomin tæki fyrir sveitina. Þessu næst voru fram bornar veitingar og dvalizt við vörðuna nokkra stund og nutu menn út- sýnisins í hinu fegursta veðri. Var síðan haldið heim á leið. Ferðin var bæði fróðleg og skemmtileg. — St. E. Sig. boðaliðsvinnu, en einstakl- ingar og fyrirtæki gáfu efni í hann. Laust eftir hádegi á sunnudag fiskimennina. Þeir koma frá litlu landi, en íbúarnir eru 40 sinnum fleiri en á Islandi En þeir hafa litla strandlengju og þurfa að sækja fjarlæg mið. — Hinar svo- nefndu „fjarlægu“ fiskiþjóðir þurfa líka að stríða við sín vanda mál, sagði Hare. Forgangsréttur til fiskveiða á opnu hafi utan lögsögunnar er atriði, sem er fullt af vandamál- um. Málstaður þeirra, sem heimta forréttindi, er ekki eins sjálf- sagður og sumir vilja halda fram — og afleiðingin kynni að verða alvarlegt óréttlæti ef allar kröf- ui þeirra næðu fram. • Hvar er eftirgjöf hinna? Ég hef hér rakið hinar þungu fórnir, sem land mitt er reiðubú- ið að taka á sig, hélt Hare áfram. — Hin sameiginlega til- laga, sem nú liggur fyrir, er sönnun þess, að margar þjóðir eru reiðubúnar að gefa eftir tii að ná samkomulagi. En mér virð- ist, sem viljinn til að gefa eftir hafi hingað til aðeins komið fram hjá þeim þjóðum, sem vilja 6-f-6 mílur — hvar er eftirgjöfin, sem hinar ætla að veita? - * - Við höfum heyrt margar ræð- ur, þar sem talað er um nauðsyn samkomulags — og höfum við talið, að það væri sagt í ein- lægni. En fram til þessa hefi ég ekki heyrt neitt um eftirgjöf — enga fórn frá þeim, sem tefldu fram 12 mílna landhelgi. Svo ein- hliða afstaða getur vissulega brotið niður ráðstefnuna og gert að engu vonir allra, sem einlæg- legavilja styrkja alþjóðalög. Vantar bíl og talstöffvar Þá gat framkvæmdastjórinn þess, að það sem sveitina skorti tilfinnanlegast nú í dag væri öflugur fjallabíll til sumarferða- laga, svo og talstöðvar bæði í hann og snjóbílinn. Hafa nú þegar verið lagðar inn beiðnir til Landssímans um slík tæki og er þess að vænta að þeim verði sinnt hið bráðasta. Að þessu loknu var stigið upp í snjóbílinn og sleðann og haldið inn frá Vaðlaheiðarvegi um 10 km leið inn að vörðunni á há- heiðinni. Anægjulegir tónleikar (iflusica IMova MUSICA Nova efndi til tónleika í Framsóknarhúsinu í gærkvöldi. Flutt voru 6 ný tónverk eftir 5 ung, íslenzk tónskáld og- voru öll verkin frumflutt. Húsfyllír var á þessum tónleikum og undir tektir afburða góðar. Tónleikarn- ir í heild voru hinir ánægjuieg- ustu og verður nánar sagt frá þessu í blaðinu síðar. — J.Þ. A/A /5 hnútar >/ SV 50 hnútar X Snjókoma » 06 i \7 Skúrir K Þrumur mss KuUaski! Zs'* Hitmkit H H»l L- Laqi í GÆR voru fallegir og til- komumiklir útsynningsklakk- ar á lofti og komu úr þeim töluverðar haglhryðjur. — Hæstu klakkarnir munu hafa náð 5 km. hæð, eða líkt og mikill hluti Himalajafjalla. Lægðin suðaustur af Hvarfi var í gær á leið austnorðaust- ur, og var talið sennilegt, að hún mundi valda austan og síðan norðaustanátt, sem sagt hreti norðan lands. Veffurhorfur kl. 22 í gærkv.: SV-mið: SV stinningskaldi og skúrir, gengur í vaxandi austanátt, hvasst og rigning í nótt, en NA-átt á morgun. SV-land til rBeiðafj., Faxa- fl.mið og Breiðafj.mið: SV- kaldi og skúrir, gengur í aust an- og NA-átt í nótt, stinnings kaldi og skýjað á morgun. Vestf. og Vestf.mið: Breyti- leg átt og él í kvöld, hvass NA og snjókoma á morgun. Austf. og SA-land, Austfj. mið og SA-mið: Sunnan kaldi og skúrir 1 kvöld, vaxandi austanátt í nótt, allhvass og rigning í fyrramálið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.