Morgunblaðið - 12.04.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.1960, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 12. aprfl 1960 MORGTJTSBLAÐIÐ 15 Frá Alþingi: fyrst athygli, voru þekktustu skákmennirnir Þjóðverjinn Lasker, Capablanca frá Kúbu og Alekhine, sem var af riissnesku bergi brotinn en franskur ríkisborgari. Þegar Botvinnik var 14 ára og enn í B-flokki, vann hann Capa- blanca í fjöltefli. Tveimur ár- um síðar komst hann í meist- araflokk. Tvítugur að aldri, árið 1931, vann hann allar skákir sínar; síðan hefir hann orðið Rússlandsmeistari sjö sinnum. En hann var ekki enn heims frægur. Hann varð verkfræð- ingur og kvæntist. Botvinnik var jafnan mjög feiminn og Botvinnik I TÓLF ÁR samfleytt hefir Botvinnik verið frægastur sov ézkra skákmanna. Árið 1948 varð þessi skáksnillingur heimsmeistari í fyrsta sinn. Hann hefir verið heimsmeist- ari síðan að undanskildu einu ári, 1957, er landi hans, Smysl- ov, vann titilinn af honum. Nú ver Botvinnik heimsmeistara- titilinn einu sinni enn, 48 ára að aldri, og áskorandinn er í þetta sinn miklu yngri, hinn 23 ára Tal frá Latvíu. Það er erfitt hlutskipti að vera skáksnillingur. Heims- meistarakeppnin, sem hófst í Moskvu 15. marz, stendur í tvo mánuði. Skákirnar verða 24 nema til þess komi, að ann- ar hvor keppendanna fái til- skildan vinningsfjölda áður. í hverri viku verða tefldar þrjár skákir, annan hvorn dag verða tefldar biðskákir, en einn dag í viku eiga kepp- endurnir frí. Skákáhugi er mjög mikill í Sovétríkjunum, og menn bíða í löngum biðröðum til að geta komizt inn í salinn og horft á skákeinvígið. Fremstu sætin eru geymd handa tign- um gestum: læknum, lögfræð- ingum, verkfræðingum, vís- indamönnum og tónlistar- mönnum, og flokksleiðtogar koma líka eins oft og þeir geta vinnu sinnar vegna. Fiðlu- snillingurinn Davíð Oistrakh fer gjarna. I aftari sætunum sitja menn af öllum stéttum, þeirra á meðal skákmenn og skákunnendur. Kona Botvinn- iks kemur stundum. Hún var áður balletmær við Bolshoil- leikhúsið, mjög aðlaðandi kona, sem teflir líka skák. Og ef áhorfandan* grunar, að Botvinnik stríði í ströngu, get- ur hann gengið úr skugga um það með því að líta á konu hans. Þegar svo stendur á, er hún mjög áhyggjufull á svip- inn. Rússar hafa ekki alltaf átt beztu skákmenn heimsins. Bot vinnik fæddist í Petrograd 1911, og þegar hann vakti — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. menn, sem reynt hafa að kynna sér þessi mál öll, telja, að Ver- woerd sé alls ekki sjálfrátt — hann sé í rauninni algerlega blindaður af kynþáttahatri. Og margir hafa líkt ástandinu í Suð- ur-Afríku undanfarið —. ógnar- stjórn hinna hvítu og lögreglu- ofsóknunum — við það, sem gerðist í Þýzkalandi á Hitlers- tímanum. ^ Flóðbylgja hatursins Svo virðist nú sem stjórn- inni mun enn sem fyrr takast að berja niður andspyrnu blökku manha og réttarkröfur með hörku og miskunnarleysi í krafti heimakær. Það varð því nokk- ur bið á því, að hann yrði frægur utan heimalands síns. En 1935 komst hann'í fyrsta sæti ásamt Flohr, en bæði Lasker og Capablanca voru aftar í röðinni. í Nottingham var hann einnig sama ár í fyrsta sæti ásamt Capablanca, og fjölmargir frægir skák- menn urðu að láta í minni pokann fyrir honum. Öll al- þjóðaskákmót lögðust niður í heimsstyrjöldinni, en 1946 kom Botvinnik aftur fram á sjónarsviðið, . sterkari en nokkru sinni fyrr; og 1948 varð hann heimsmeistari. Botvinnik lítur á skákina sem skapandi list, og hann býr sig mjög vandlega undir list- sköpun sína. Mánuðum saman hefir hann athugað ekki að- eins þær skákir Tals, sem hann vann í Júgóslavíu á sl. ári, heldur og allar skákir þessa snjalla nýliða, sem birt- ar hafa verið. Hann hefir aldrei áður teflt við Tal; en hann veit allt um hann, þekk- ir styrkleika hans og veik- leika, hegðun hans, þegar á reynir, frjálsleg áhlaup hans, breytni hans, er illa gengur, viðbrögð hans við öllum hugs- anlegum vandamálum, hvort sem þau koma honum á óvart eða ekki. Botvinnik gæti ekki þekkt Tal betur, þó að þeir hefðu þekkzt það, sem af er ævi Tals. Botvinnik gerir áætlanir sínar í samræmi við þessa þekkingu. Hann sér andstæð- ing sinn ekki aðeins sem slík- an heldur öllu fremur sem hráefni, eins og myndhöggvar. inn lítur á steininn, sem hann ætlar að höggva til og móta. Það verður ekki svo auð- velt að móta Tal. Þessi ungi maður er mjög ólíkur Bot- vinnik í allri skapgerð, ákaf- lyndur og allt að því leyndar- dómsfullur í list sinni. En Botvinnik mun vita, hvernig bezt er að höggva steininn til og reyna að vinna í samræmi við það. Botvinnik sér og hugs ar svo marga leiki fyrirfram, að annað eins hefir sennilega aldrei þekkzt í sögu skáklist- arinnar. Hann býr yfir allri þeirri skákþekkingu, sem hægt er að afla sér. Það, sem háir honum mest, er skortur á óþvinguðu ímyndunarafli, en Tal virðist hins vegar hafa þennan kost tM að bera. Andlit Botvinniks og fram- koma endurspegla skapgerð hans. Hann er meðalmaður á hæð, vel vaxinn en grannur, hann hefir fallegt en ekki hátt enni. Augu hans að baki horn- spangagleraugunum eru at- hugul, en augnaráðið ber vott um varkárni. Hann hefir stór- an, viðkvæmnislegan munn og bros hans er aðlaðandi, en þegar hann bítur saman vör- unum verður munnsvipurinn grimmdarlegur; þannig er því oft farið um íeimna menn, sem eru jafnframt mjög met- orðagjarnir. Hann er afar kurteis og agar sjálfan sig af mikilli hörku. Hann reykir aldrei og drekk- ur mjög lítið. Þegár hann er að tefla, hefir hann venjulega á borðinu hjá sér flösku af rússnesku hindberjavíni; hann opnar ekki flöskuna fyrr en hann er viss um, að skákin gangi eins og hann ætlast til; stundum opnar hann flöskuna alls ekki. Botvinnik kemur alltaf stundvíslega tíu mínútum áð- ur en skákin á að hefjast, og hann hverfur af jafnmikilli stundvísi, þegar skákinni er lokið, inn í bifreið sína, sem einkabílstjóri ekur. Hann er jafnan fáorður, jafnvel í við- urvist þeirra, sem þekkja hann vel og hann treystir. Þó að honum liggi eitthvað á hjarta, hefir hann ekki orð á því, fyrr en hann hefir íhugað vandlega allar hugsanlegar afleiðingar af því, sem hann hefir í hyggju að segja. Skákferill Botvinniks hefði verið óhugsanlegur utan Sov- étríkjanna, nema svo hefði viljað til, að hann hefði verið auðugur maður. Hann vinnur þrjá daga í viku sem verk- fræðingur; hann tók sér frí frá skákinni til að taka dokt- orspróf í verkfræði. Aðra daga vikunnar helgar hann skáklistinni. Sovétstjórnin ger ir Botvinnik þetta kleift; svona mikil áherzla er lögð á, að Rússar skari fram úr á skákborðinu. Þetta merkir, að styrki aðr- ar þjóðir ekki skákmenn sína fjárhagslega, geta þær ekki vænzt þess að eignast skák- kappa — nema þeir séu auð- ugir sjálfir — er hafi tök á að þrautþjálfa sig svo, að þeir komist í hóp meistaranna og verði í þeim hóp ár eftir ár. Hvað svo sem hendir Botvinn- ik, er það því líklegast, að Rússar muni eftir sem áður eiga beztu skákmennina, þar sem þeir búa langbezt að skák mönnum sínum. (Observer — Mbl. einka- réttur). Lónosjóðnr íslenzhrn námsmanna erlendis stofnaður IFRUMVARP ríkisstjórnarinnar um Lánasjóð íslenzkra náms- | manna erlendis var til umræðu á fundum Efri deildar Alþingis sl. föstudag og hlaut þar endan- 1 Iegt samþykki. Auður Auðuns gerði grein fyr- I ir áliti menntamálanefndar deild arinnar, sem haft hafði málið til meðferðar, og ræddi auk þess nokkuð um einstök atriði þess. ] I frumvarpinu væri gert ráð fyrir I fastri skipan á lánveitingum til íclenzkra námsmanna erlendis, jafnframt því sem mjög aukið fé 1 hefði nú verið veitt þeim til stuðn ings. Með frumvarpinu væri því stigið stórt spor í rétta átt, og mælti menntamálanefndin því einróma með samþykkt þess. Þeg ar A.A. hafði lokið máli sínu I pakkaði menntamálaráðherra, I Gylfi Þ. Gíslason, nefndinni fyrir skjóta afgreiðslu á málinu. Fleiri kvöddu sé? ekki hljóðs um frumvarpið, og var það að lokum samþykkt sem lög frá A1 þingi. Norðlendingur seldi ágætlega OLAFSFIRÐI, 8. apríl. — NorO- lendingur seldi I Grimsby í dag, 155 lestir fyrir 9591 sterlings- pund. Er þetta fyrsta veiðiför hans eftir strandið í Færeyjum og viðgerðina, sem fram fór þar. Frá Færeyjum fór togarinn beint á veiðar, en áhöfnin er að mestu Færeyingar. Kom Norðlendingur aðeins snöggvast til Sauðárkróks til að taka olíu, áður en skipið hélt til Englands. I valdaaðstöðu sinnar, með því að fangelsa forystumenn þeirra og banna öll samtök þeirra o. s. frv. — en hve lengi? — Hve lengi getur minnihlutinn kúgað meiri- hlutann? Hvað verður þess langt að bíða, að flóðbylgja haturs og hefnigirni, sem býr um sig í brjóstum hinna svörtu milljóna, falli með óstöðvandi mætti og ofurþunga yfir hina miskunnar- lausu hvítu herra? — Þannig spyrja menn nú um víða veröld — og svarið virðist raunar að- eins geta verið eitt: Að því hlýt- ur að koma fyrr eða síðar, að blökkumenn reiði refsivöndinn að kúgurum sínum — hvenær það verður, vitum við ekki nú. ^ „Púðurtunna“ Hinir hvítu stjórnarherrar — og þá sér í lagi Verwoerd for- sætisráðherra, sem frumkvöðull og tákn hinnar harðsvíruðu kynþáttastefnu — hafa safnað glóðum haturs að höfði sér. Og það eru eRki aðeins hinir þel- dökku íbúar landsins, sem hugsa valdhöfunum þegjandi þörfina. Mörgum hvítum manninum er einnig meira en nóg boðið og1 blöskrar harðýðgi stjórnvald- ' anna. — Það var hvítur stór- bóndi, sem reyndi að ráða Ver- woerd forsætisráðherra af dög- um sl. laugardag. Það atvik seg- ir sína sögu um það, hvílík „púð- urtunna" Suður-Afríka er orðin. Vil kaupa góðan 4—5 inanna bíl (má vera station) ekki eldri en ’55. Mikil útborgun. Tilboð merkt: „Milliliða- laust. — 4315“, sendist afgr. Mbl. strax. Nofað mótatimbur lítið notað mótatimbur óskast. Uppl. í síma 19804 og 12075. Skrifstofustúlka óskast sem fyrst. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. T5Ib. leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „M-200 — 3147“ fyrir miðvikudagskvöld. Danskar plastplötur til Llands Stærsti danski framleiðandi plast-plata óskar eftir sambandi við vel þekkt íslenzkt fyrirtæki í bygg- ingariðnaðinum. EVERLITE A/S Fredriksberg Alle 18—20 K0benhavn V. — PÁSKAR ‘Óvenjulega fjölbreytt úrval alls konar Nauta- og svínakjöts Efni í næstum alla kjötrétti og auðvitað hangikjötið góða! Gjörið svo vel að líta inn: • • / KJOTBUfl VESTURBÆJAR ss Bræðraborgarstíg 43 Sími 14879

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.