Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 24
SUS-síðan sjá bls. 8. |Hi0ri0MítílMííMfo 101. tbl. — Fimmtudagur 5. maí 1960 Þingfréttir sjá bls. 14. Nýju seðlarnir • jt mjotr og marg- litir UM þessar munir eru að koma á markaðinn nýir seðlar, 5, 25, 100 og 1000 kr. seðlar, og er það í fyrsta skipti sem 25 og 1000 krónu seðlar eru gefnir út hér á landi. Blaðið spurðist í gær fyrir um þetta hjá Vilhjálmi Þór aðal bankastjóra. Sagði hann það rétt vera að þessir seðlar væru að koma út á næstunni og að hann mundi boða til blaðamannafund- ar um þetta næstkomandi föstu dag. Hinir nýju seðlar munu vera með nokkuð öðru sniði en gömlu seðlarnir, miklu mjórri, en mis- langir, og þeir lengstir, sem bera hæstu töluna. Seðlarnir eru mis- Álasunds- bátur inn vegna óveðurs í GÆRDAG leitaði hafnar hér í Reykjavík norskur 80—100 tonna bátur frá Álasundi, vegna óveðurs. Á bátnum, sem lagðist utan á togarann Geir, sem verið var að landa úr, er níu manna áhöfn. — Skipstjórinn ósvikinn norsk- pr fiskimaður, Stobakk að nafni, sagðist vera í fyrstu veiðiför sinni á íslandsmiðum á þessu ári. — Við stundum lúðuveiðar djúpt í hafi.suðvestur af Vest- mannaeyjum. Við vorum orðn ír þreyttir á sífelldri brælu par úti og ákvað ég að leita ningað inn og bíða hér þess að veðrið lægi. Ég hef sótt hingað norður undanfarin ár, gengið mjög sæmilega. Ég etla ekki að verða eins hepp- ,nn og í fyrstu veiðiförinni l fyrra. Ég ég sé fram á það að verða tæplega kominn heim fyrr en undir næstu mánaðamót. í fyrra vorum við komnir til Færeyja úr fyrstu veiðiferðinni um miðjan maí. Stobakk skipstjóri er með ungan son sinn með sér og á bátnum eru fleiri ættingjar t. d. bróðir hans. Það sem af er árinu, taldi Stobakk skipstjóri sig hafa aflað á síldarvertið og síðan fiskveiðum fyrir um 120 þús. norskar krónur. Verður næsta virkjun jarðgufuvirkjun? Tilraunaborunum að Ijuka í Hveragerði NÚ ER um það bil að ljúka tilraunaborunum með stóra bornum í Hveragerði á veg- um jarðhitadeildar raforku- málaskrifstofunnar, með til- liti til virkjunar á jarðgufu þar. Hafa boranir sýnt að þarna virðist vera hægt ’ að fá nægilegt gufumagn með áframhaldandi borun. Verð- ur stóri borinn nú fluttur til Krýsuvíkur og byrja til- raunaboranir þar í sama skyni eftir um mánaðartíma. ★ Ekki er búið að ákveða hvort næsta rafvirkjun verður vatns- fallsvirkjun eða jarðgufuvirkjun, en ákvörðun verður tekin um það á þessu ári, að því er 'Stein- grímur Jónsson, rafmagnsstjóri tjáði blaðinu í gær. í sumar verð ur haldið áfram rannsóknum á jarðgufu til rafvirkjunar í Hvera gerði og Krýsuvík og á vatnsföll- um við Hestvatn, Urriðafoss, í Tungnaárbotnum og Fossá í Þjórsárdal, og er niðurstöður hafa verið bornar saman í haust verður endanleg ákvörðun tekin. En raforkumálaskrifstofan tel- ur að næsta rafvirkjun hér þurfi að vera til á árinu 1964. Eítil jarðgufustöð líklegri. f Hveragerði hafa verið bor- aðar 4—5 holur, sem gefið hafa nokkuð misjafna raun. Verið er að mæla í nýjustu holunni, sem er orðin 1200 m djúp, og gefur hún mikið gufumagn. Þykir ekki ástæða til að bora dýpra að svo komnu máli. Margt mælir með því að jarð- hitarafstöð verði nú gerð næstinn á milli vatnsfallsvirkjana, sagði Steingrímur rafmagnsstjóri. Ekki Útsvör áœtluð 17,3 m////. kr. í Hatnarfirði HAFNARFIRÐI — 1 fyrrakvöld var afgreidd á fundi bæjarstjórn- arinnar fjárhagsáætlun kaupstaðarins fyrir árið 1960. Eru niður- stöðutölur áætlaðar 23,9 milljónir króna, þar af útsvör 17,3 millj. kr. Til samanburðar má geta þess, að niðurstöðutölur fjárhags- áætlunarinnar í fyrra voru áætlaðar 20,4 millj. kr. og útsvör 17,2 millj. kr. — Gjaldaliðir Helztu gjaldaliðir að þessu sinni eru þessir: Til vega, vatns, holræsa og fegrunarframkvæmda 5 millj. kr., til Framkvæmdasjóðs (ætiað að verja til hafnarfram- kvæmda) 2 millj. kr., til alþýðu- trygginga 3,8 millj. kr, og til menningarmál 2,8 millj. króna. Breytingatillögur felldar Allmiklar umræóur urðu við endanlega afgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar, og stóð fundur í bæjarstjórn langt fram eftir nóttu. Báru Sjálfstæðismenn fram ýmsar breytingatillögur við áætlunina, svo sem að( lækka útsvörin. En allt slíkt var fellt af meirihlutanum, Alþýðuflokks- mönnum og kommúnistum. — G.E. Ný fram- haldssaga í DAG hefst í blaðinu ný fram haldssaga, Skipbrotsmenn eft- ir W.W. Jacobs. Fjallar sagan um roskinn skrifstofumann, sem snögglega verður ríkur og ætlar auðvitað að gera sér sem mest úr peningunum. Og eins og að líkum lætur kemst hann fljótlega í kynni við ást- ina eftir að peningarnir erxx komnir. Sagan er sKrifuð í hressilegum stíl og er ekki að efa að lesendur hafa gaman af henni. Höfundurinn, W.W. Jacobs er enskur. Hann er einkum þekktur fyrir gamansamar sög ur sínar ujn sjóara og skip- stjóra. 1 sögusafninu „Sea Whispers" er frásögnin t. d. lögð í munn næturverði við höfnina í London. Einnig hef- ur hann skrifað sakamálasög- ur, m.a. Apahöndina, er þýdd hefir verið á ýms tungumál og snúið í útvarpsleikrit er þó útlit fyrir að rafmagn frá slikri stöð verði neitt ódýr- ara. Það virðist fljótlegast að virkja gufu næst, en ekki endi- lega ódýrast. Annars er endan- legum rannsóknum ekki lokið. í Hveragerði er gert ráð fyrir 15 þúsund kílóvatta stöð til að byrja með og álíka stórri stöð í Krýsuvík, ef til kemur. Báðar má svo stækka síðar meir. Til samanburðar má geta þess að Efrafallsstöðin er 27 þúsund kíló- vatta stöð. litir, fleiri litir á hverjum seðli, og málmþræðir í þeim. Ýmsar nýjar myndir munu vera á seðl- um þessum, svo sem mynd frá Reykj avíkurhöfn, af Bessastöð- um, af Dyrhólaey, Heimakletti, Hólum í Hjaltadal og Þingvöll- um og auk þess ýmsar manna- myndir. 7 ára drengur týndur í GÆRKVÖLDI var í útvarp- inu auglýst eftir 7 ára göml- um dreng, sem ekki hafði sézt síðan kl. 3,30 síðdegis, þá við húsið heima hjá sér á Grettis- götu 47 A. Drengurinn heitir Ásmund- ur Jónatansson.Hann var í blá köflóttri kuldaúlpu og dökk- bláum molskinnsbuxum og herhöfðaður. í gærkvöldi gaf maður nokkur sig fram, sem taldi sig hafa séð drenginn um 9 leytið á Hringbrautinni á móts við Þorfinnshólmann. En ekki bárust fleiri fréttir af honum, þrátt fyrir útvarpsauglýsing- una. Er blaðið fór í prentun í gær, um miðnætti, var lögreglan að hefja leit með sporhundinum og var verið að kalla úr nokkra skáta til að- stoðar. SANDGERÐI, 4. maí. — Þrettán bátar voru á sjó frá Sandgerði í gær og fengu 96,3 tonn. — Hæstur var Hamar með 14,7, næstur Muninn II. með 13,9 og þriðji Muninn með 10,3. Línu- báturinn Jón Gunnlaugs fékk 3,7 lestir. —Axel. Reikna má með aukinni bátsmíði innanlands MÁNUDAGINN 2. maí var hald- inn aðalfundur Félags ísl. drátt- arbrautaeigenda. Formaður fé- lagsins, Bjarni Einarsson, skipa- smíðameistari, skýrði frá störf- um félagsins á sl. ári. Var m. a. unnið að því að bæta aðstöðu dráttarbrautanna við nýsmíði fiskibáta innanlands. í því skyni hækkaði Alþingi að ósk félagsins heimild til ríkisábyrgðar vegna nýsmíði úr 4 millj. kr. í 10 millj. kr. Auk þess voru endurgreiðsl- ur aðflutningsgjalda af efni til nýsmíða hækkaðar verulega á sl. ári. Reikna má með því, að nýsmíði fiskibáta muni aukast innanlands á næstunni, enda eru bátar smíð aðir hér nú fullkomlega sam- keppnishæfir bæði að gæðum og verði á við báta byggða erlendis. Á sl. ári gekk Félag ísl. drátt- arbrautareigenda í Landssam- band iðnaðarmanna. Stjórn Félags ísl. dráttarbrauta eigenda var endurkosin, en hana skipa: Bjarni Einarsson, formað- ur, Marsellius Bernharðsson, rit- ari og Sigurjón Einarsson gjald- keri. (Frétt frá Félagi ísl. drátt- arbrautaeigenda). Stálu frá varnar- liðinu á Langanesi NÝLEGA fór fulltrúi lögreglu- stjórans á Keflavíkurflugvelli norður á Langanes, en þar höfðu horfið varahlutir og verkfæri frá varnarliðinu. Kom í ljós að þrír íslendingar, sem um eitt skeið höfðu unnið við radarstöðina á Langanesi voru valdir að þjófnaði þessum og viðurkenndu þeir verknaðinn. Munu þeir hafa dregið sér þetta dót um nokkuð langan tíma, enda var það meira er til kom en saknað hafði verið.Ekki höfðu þeir þó getað komið þýfinu frá sér og var það allt á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.