Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 10
10 MORCTJNBl AÐIÐ Fðstudagur S. maí 1960 Margrét giftist í DAG kl. 11,30 verða hennar konunglega tign Margrét prins essa og hr Anthony Armstrong Jones gefin saman í hjóna- band í Lundúnum. Þegar óbreytt stúlka geng- ur í hjónaband, er það alltaf viðburður í hennar kunningja og ættingjahópi, en þegar það er prinsessa sem í hlut á, tek- ur öll þjóðin og jafnvel fleiri þjóðir þátt í atburðinum. Ekki sízt þegar prinsessan er í ára- tug búin að vera æfintýra- prinsessa miljóna manna, sem þyrstir í rómantík. Gífurlegur undirbúningur Undanfarnar vikur hefur verið mikill undirbúningur fyrir brúðkaupið í Bretlandi og almenningur varla um ann- að talað. Hofmarskálkar, hirð- fólk, lögregla, blaðamenn og útvarpsmenn hafá vikum sam- Hjónaefnin horfa á kappróðurinn milli Oxford og Cambridge. um dýrðir í Lundúnum an undirbúið þessa stund og sérfræðingar á fjölmörgum sviðum hafa skipulagt allt í smáatriðum. Það fyrsta, sem ganga þurfti frá, voru boðs- kortin. Þau eru teiknuð af fremstu listamönnum Bret- lands og ku vera alveg frábær. Ekki er hægt að bjóða nema 2000 gestum í Westminister Abbey. Tignasti gesturinn ut- an fjölskyldunnar Verður Ingi- ríður, drottning Danmerkur. Sjálf kirkjan hefur verið skreytt af mikilli vandvirkni og mun verða enn skrautlegri en þegar Elísabet prinsessa gifti sig 1947. Yfirleitt er tal- ið að ennþá meiri íburður sé við þetta brúðkaup en þá og hefur komið fram gagnrýni í brezka þinginu á því hve miklu fé sé til kostað. Það hef ur verið talsverðum erfiðleik um bundið að tryggja blaða- mönnum, útvarpsmönnum og sjónvarpsmönnum viðunandi vinnuskilyrði í kirkjunni, en sjónvarpsnotendum í Bret- landi, Austurríki, Þýzkalandi, ítalíu, Luxemburg, Monte Carlo, Hollandi, Noregi, Sví- þjóð og Sviss gefst kostur á að fylgjast með brúðkaupinu, því 23 sjónvarpsvélum verður komið fyrir á mismúnandi stöðum. Einnig munu útvarps- hlustendur víða um heim geta fylzt með því sem gerizt, því BBC mun útvarpa í allar áttir á ensku og éinnig á nokkrum öðrum málum á tímanum frá um 10,45—12.55. Þeir Bretar, sem ekki eru nógu tignir til að vera boðnir í brúðkaupið, hafa undanfar- ið verið að tryggja sæti á pöll- um meðfram blómum skreytt um götunum, þar sem þeir geta séð brúðhjónunum og brúðkaupsgestum bregða fyr- ir. Fyrstu munu þeir sjá konungborna gesti aka frá Buckinghamhöll að kirkjunni í bílum og verða þeir komnir þangað kl. 10.55. Þá aka Elísa- bet drottning og dror,tningar- móðirin, ásamt prinsmum af Wales með fylgdarliði frá Clarence House, heimili Margrétar og móður hennar og halda til kirkjunnar. Fimm mínútum seinna kemur Her- togrnn af Edinburg akandi frá Buckinghamhöll til Clarence House, til að sækja brúðina. Og loks kl. 11,15 heldur brúð- urin af stað í vagni ásamt hertoganum og fríðu föru- neyti til kirkjunnar. Brúðhjón in aka svo saman til baka til Buckingham hallar og aðrir á eftir þeim. Lögreglan reiknar með að milljónir manna muni reyna að sjá eitthvað af dýrðinni andartak og hefur iögreglan því haft mikinn við- búnað til að mæta umferðinni. Frá laugardegi til þriðjudags komu 88 þús. útlendingar til London. Einnig hafa verið reistar litlar slysavarðstövar meðfram leiðinni, sem ekin verður, en þar verða hvorki meira né minna n 6000 lög- regluþjónar. Á undan brúðinni ganga klerkar inn kirkjugólfið og brúðarmeyjar á eftir og er ein af þeim Anne prinsessa. Er brúðhjónin ganga fram kirkju gólfið, fara klerkar á undan og á eftir brúðarmeyjum kemur skipulögð Jylking konung- borinna. í fyrradag komu hjónaefnin í kirkjuna, til að æfa sig fyrir brúðkaupið. Undanfarið hafa brúðargjaf ir streymt til hallarinar, komn ar um 900, þar á meðal slíp- aður 18 karata demantur frá ný'endunni Sierra Leone og skátastúlkur í Bretlandi og samveldislöndunum eru að safna fyrir dýrindis gólfteppi handa Margréti, sem er skáti. Ljósmyndarinn vakti ekki athygli Brúðhjónin, Margrét Rose prinsessa og Anthony Arm- strong-Jones eru bæði þrítug á þessu ári, hann 7. marz, hún 21. ágúst. Þau kynntust fyrst 1958, en trúlofun þeirra 26. íebrúar sl. kom þó sem þruma úr heiðskíru lofti yfir Breta. Sennilega er ástæðan fyrir því að tókst að halda sam- drætti þeirra leyndum svo lengi fyrir blaðamönnum sú, áð það vakti ekki athygli þó svo þekktur hirðljósmyndari sæist fara inn eða út úr Clar- ence House, þar sem prinsess- an nefur búið með móður sinni síðan Elísabet systir hennar settist að í Búckingham höll snemma á ríkisstjórnarárum sínum. Flestir þekkja æfisögu prins essunnar, síðan foreldrar hennar urðu konungur og drottning Bretaveldis árið 1936, er Játvarður föðurbróðir hennar fór frá völdum og hún varð önnur í röðinni til ríkis- erfða. Hún var ekki nema 16 ára er hún fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til fjar- lægs lands, og síðan hefur hún farið margar, til Afríku, Vest- ur-Indía, Canada o. s. frv. Nú er hún aðeins í fjórða sæti til ríkiserfða í Bretlandi, kem- ur á eftir Anne prinsessu. En síðan 1951 hefur hún verið ein aí fimm fulltrúum, sem rækt hafa störf drottningar í fjar- veru hennar og þar sem nægir að tveir af þessum fimrn skrifi undir, skjöl, hafa hún og móð- ir hennar venjulega tekið að sér störf Elízabetar drottning- ar, er hún hefur farið frá. Og það verður Margrét Rose að haida áfram að gera þangað til fjögur börn systur hennar eru orðin 2'1 árs. Brúðguminn Antony Arm- strong-Jones var í skóla í Cambridge og hóf nám í arkitektúr en er hann féll á seinni hluta prófi hætti hann í stað þess að undirbúa sig undir aðra tilraun annars stað- ar eins og venjan er. Hann sneri sér að ljósmyndun og var orðinn þekktur ljósmynd- ari með eigin Ijóemyndastofu er hann trúlofaðist Margréti prinsessu. Á skólaárunum var Armstrong-Jones mikill íþróttaáihugamaður, m. a. sig- urvegari í hnefaleik í sínum þyngdarflokki og hann leiddi ræðara Cambridge-liðsins til sigurs í hinum fræga kapp- róðri við Oxford-stúdenta á Thames árið 1950. Eftir brúðkaupið mun Mar- grét prinsessa og Armstrong- Jones setjast að í Kensing- ton höll. Það er sögufræg höll, þar sem Victoria drottning tók m a. við tilkynningunni um að hún væri orðin drottmng. Auk þess — og það er kannski ekki síður mikiívægt -4* er engin húsaleiga greidd þar, því þjóð höfðinginn getur heiðrað tigna þegna eða aðra, sem til þess hafa unnið, með því að bjóða þeim að búa þar. skrifar um: KVIKMYNDIR 0 ’0'0■0.&"‘0‘:0-0 0 0 0 0'0 0-.0~0t0,0^0 0 10t* 0:-0 .0:0'^ Tjamarbíó: Þrjátíu og nín þrep. ÞETTA er brezk sakamálamynd tekin í litum. Gerast atburðirnir í London og einnig í fögru um- hverfi í hálöndum Skotlands. — Fjallar myndin um ungan mann, Richard Hannay, sem verður á- horfandi að umferðarslysi. Kona sem ekur barnavagni verður fyr ir bifreið og slasast, en Richard tekst að bjarga barnavagninum. Þegar hann skyggnist í vagninn sér hann að þar er ekkert barn, en hins vegar skammbyssa og kvenveski. Síðar kemrfr konan, sem fyrir slysinu varð heim til Richards. Hún segir honum, ó- ljósum orðum þó, að erlendir njósnarinn hafi komizt yfir leyni skjöl og til þess að ná í skjölin þurfi að leysa leyndardóminn um hin þrjátíu og níu þrep. Richard bregður sér um stund í annað herbergi og þegar hann kemur til baka finnur hann konuna liggjandi á gólfinu dauða, með rýting í bakinu- Ricahrd ákveður að leysa þessa furðulegu gátu, en lendir í mikl- um ævintýrum og erfiðleikum, þar eð lögreglan grunar hann um morðið og er sífellt á hælum hans. Hann verður vegna rann- sóknar sinnar að halda upp í heiðarnar og þar hittir hann fyr ir unga stúlku, ungfrú Ficher, sem í bókstaflegum skilningi verður bundin honum við rann- sókn málsins. Eftir mikil átök bæði við bófana og lögregluna, vegna misskilnings hennar, tekst þeim að leysa gátuna. Mynd þessi er víða bráð fynd in og auk þess er spenna henn- ar allmikil. Mesta hlutverkið, — egiginlega eina stórhlutverkið, Richard Hannay leikur Kenneth More, hinn sjalli leikari. Er leikur hans með miklum ágæt- um. Annars eru hlutverkin mörg í myndinni og yfirleitt vel með þau farið. TRÍPÓIÍBfÓ: Konungur vasaþjófanna. ÞETTA er frönsk mynd um erki þjóf og fjölskyldu hans. Gamli maðurinn, sem Amédée heitir er af gamalli þjófaætt, sem eink- um hefur lagt stund á úraþjófn- að. Hann er 103 ára og í tilefni að því er mikið um að vera á heimili hans, þar sem fjölskylda hans hefur safnazt saman til að hylla hann, auk þess yfirvöld bæjarins og lögregla, því að hann er elzti borgari bæjarins og loks til að votta honum virðingu sína fulltrúar frá starfsmannafélagi þjófa. Gamla manninum hefur orðið ofraun að slökkva hin 103 kerti á afmælistertunni og því leggst'’hann fyrir í rúmi sínu. Allir halda að hann s^ að gefa upp öndina og er því kallað á prestinn. Amédée skrifar og rifj- ar nú upp helztu afrek sín sem þjófur, meðan menn gengu með vasaúr, en armbandsúrin, sem eyðilögðu þessa atvinnugrein hans, voru ekki komnir til sög- unnar. Og fulltrúar starfsmanna félags þjófa segja einnig sínar ‘sögur og eru allar þessar frá- sagnir sýndar í myndinni og eyk ur það ekki lítið á fjöbreytni’, hennar og skemmtilega atburða rás. Ekki verður sagt um mynd þess, að í henni felist holl sið- ferðikenning, en þrátt íyrir það' er hún yfirleitt græskulaus, ger- ir skemmtilegt skop að flestu, þjófum, lögreglu og seilist jafn vel til þess að gera bráðfyndið gys að slagsmálunum og skamm byssuskotunum á dansknæpun- um í villta Vestrinu, sem er svo algengt í amerískum kúreka- myndum. Myndin er skemmtilega gerð og afbragðs vel leikin. Einkum er bráðsnjall leikur Yves Ro- beirts í hlutverki Amédée’s gamla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.