Morgunblaðið - 19.05.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1960, Blaðsíða 20
23 MORGZJNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 19. maí 1960 SLipLrotáinenn 13 EFTIR W. W. JACOBS — Já, það hefði getað verið heil mannsævi, sagði Peplow. — Og Jack varð að lesa kvæði fyr- ir frú Jardine, en ég þrælaðist á árunum á meðan. — Hún kom með bókina með sér, sagði Knight, rauður af vonzku. — Hún gerði það af ásettu ráði — með öðrum orðum hefur hún vitað, að ég kæmi hingað. Hún hló að mér allan tímann. Það var ekki um að vill- ast — ég sá það í glyrnunum í henni. — Það hefur víst allur mann- skapurinn verið að hlæja að okk ur, sagði Peplow. Og ég verð að segja, að ég hef aldrei fyrr heyrt ástarkvæði lesin eins og bar- dagakvæði. — Ég hef aldrei skammazt mín eins á ævinni, sagði Knight. Og þessi bjálfi Tollwyn, var svo ósvífinn að Vera að labba kring um tjörnina á meðan, með ung- frú Seacombe upp á arminn. — Og þau voru bæði brosandi og reyndu að láta það ekki sjást, bætti Peplow við hátíðlega. — Aldrei hef ég vorkennt Jack aumingjanum eins á ævinni. — Hann var alveg eins og vitfirr- ingur í framan. — Hugsaðu um sjálfan þig, svaraði vinurinn hvasst. — Maður getur nú ekki alltaf verið sigurvegari, sagði Carsta- irs. — Frú Penrose varð ykkur of klók í þetta sinn. Þú hefðir átt að taka þátt í gamninu og lesa ástarkvæðið hátíðlega. Þú gerir mér hálfgerð vonbrigði, Knight. — Mér fannst hann líka fara ramvitlaust að þessu, sagði Pep- low. — Ég reyndi að gjóta aug- unum til þín einu sinni, en frú Penrose greip það á lofti, svo að ég varð að láta eins og fluga hefði ílogið upp í augað í mér. — Jæja, hlaupið þið nú út og leikið ykkur, sagði Carstairs og þaggaði þannig niður svar Knights. — Það má enginn sjá Jæja Sam, þá þarft þú ekki lengur að hafa áhyggjur af Finni Brodkini ykkur grátandi hér. Látið þið svo stúlkurnar alveg í friði en reyn- ið að vera almennilegir við hitt fólkið. Hann gekk síðan frá þeim, en félagarnir fóru leiðar sinnar til þess að vera almennilegir við þá, sem kynnu að verða svo óheppn- ir að hitta þá. Carstairs stóð and- artak brosandi með sjálfum sér, en kom þá auga á frúrnar Pen- rose og Jardine, sem komu úr hinni áttinni. — Ó, mig langar í te, sagði frú Penrose, er hann snerist í fylgd með þeim. — Við höfum verið úti að róa og erum auð- vitað glorhungraðar. — Róa? — Jæja, eða öllu heldur höf- um við nú legið í letinni og hlust að á skáldskap, sagði hún og brosti ofurlítið. — Hr. Knight var að lesa okkur ástarkvæði. Það átti einhvern ^eginn svo vel sam an að fljóta þarna á spegilsléttu vatninu og hlusta á það. Finnst yður ekki? — Sennilega, svaraði Carsta- irs — en einhvern veginn dettur mér nú í hug, að Knight hafi kannske ekki alveg innlifað sig í anda kvæðanna. —Hmm, sagði frú Panrose, er Carstairs leiddi þær til sætis. — Ég hafði að minnsta kosti mikla ánægju af lestrinum, en kannske hefur umhverfið átt einhvern þátt í þvL — Ég hef aldrei haft Knight grunaðan um neinn smekk fyrir skáldskap, sagði Carstairs sak- leysislega. — En maður skal aldrei dæma menn eftir líkum. Las hann ótilkvaddur? — Bkki kannske beinlínis. Já, tvo mola, þakka yður fyrir. — Nú, þarna kemur baróninn. — Hvaða barón? — Frú Jardine kallar Tollhurst höfuðsmann alltaf Miiunchausen barón, einhverra hluta vegna. — Nei, þetta máttu ekki segja, Pabbi, af hverju sagðir þú mér ekki að Finnur beitti þig fjár- kúgun? Isabella, greip frú Jardine fram í. — — Þú skilur að minnsta kosti alltaf við hvern er átt, þegar ég geri það, svaraði vinkona henn- ar. — Það er dálítið annað, svar- aði frú Jardine með vandlæting- arsvip, en í sama bili kom höf- uðsmaðurinn þangað og átti sér einskis ills von. Hann settist við næsta borð. — Ég sá yður úti á vatninu, frú Penrose, sagði hann og hall- aði sér í áttina til þeirra með íbyggnu brosi. — Já, ég hef gaman af slíku, þegar einhver annar hefur alla fyrirhöfnina, svaraði hún. — Það er nú lítil fyrirhöfn á svona vatni, sagði höfuðsmaður- inn brosandi. — En ég hefði gam an af að fara með yður á ein- trjáning niður hávaða. — Ég hélt, að þessir hávaðar væru svo hættulegir, svaraði hún einfeldnislega. — Við erum nú ekki öll gædd hugrekki yðar, sagði frú Jardine. — O, það er svo sem ekki um neitt hugrekki að ræða, svaraði höfuðsmaðurinn. — Bara svolitla sálarrósemi, ef til vill. — Þér hafið að minnsta kosti nóg af henni, sagði Pope með að- dáunarsvip. — Hvað rósemi snertir, hygg ég fáir standi yður á sporði. Segfið mér frá tígrisdýr- inu, sem þér skutuð. Ég á við dýrið, sem var búið að koma yð- ur undir. Svei mér ef ég fékk ekki kuldahroll, þegar þér sögðuð mér frá því. — Æ, segið okkur frá því, höf uðsmaður, tók frú Penrose undir biðjandi. — Mér er einmitt alltof heitt, eins og er. — O, það var svo sem ekki mikið, sagði höfuðsmaðurinn og hió við. — Pope fór að tala um tígrisdýr, fyxir skömmu og þá mundi ég eftir þessu. Skepnan stökk fram úr skóginum og felldi mig um koll, og ég skaut það gegn um vasa minn með skamm- byssu. — Hugsið ykkur, sagði Pope, eins og kynnir í sirkus. — Gegn um vasann! Hafði ekki tíma til að draga upp byssuna. — Þetta hefur verið eins og galdrabragð í augum veslings tígrisdýrsins, sagði frú Penrose. — Meiddi það sig? — Kjálkabrotnaði, svaraði Pope fyrir höfuðsmanninn. — Og lá svo dautt fyrir næsta skoti. — Voðalegt! sagði frú Penrose og gerði sér upp hroll. — Og mér þykir svo vænt um öll dýr, og er meira að segja í Dýraverndun arfélaginu. — Það hefði verið hræðilegra, ef dýrið hefði drepið Tollhurst? spurði Pope og glápti á hana. — Já, það hefði það víst, svar- aði frú Penrose, eins og annars hugar, en Tollhurst höfuðsmað- ur flýtti sér að renna úr bollan- um sínum í tveim stórum sop- um. — Já, það hefði það senni- lega. Ég vildi ekki að þú hefðir áhyggjur af því vina mín. En nú verður allt í lagi, úr því að ég hefi segulbandsspóluna. Nú varð ofurlítið hlé á viðræð- um, en frú Penrose virtist helzt ekki vita af því, en starði dreym andi augum á landslagið. Loksins rauf Pope þögnina með því að fara að hrósa tekökunni, sem hann var að leggja sér til munns. — Einhver er að flýta sér, sagði Carstairs, og leit við, er hann heyrði fótatak, sem nálgað- ist óðfluga. — Nú, það er ung- frú Blake! Stúlkan, sem hafði komið þjót- andi fyrir húshornið á harða hlaupum, hló, másandi og slengdi sér niður í stól, þrýsti hönd á síðu sér og sagði: „Ó!“ — Hvað gengur á, Effa? spurði frú Jardine. — Ó! Ó, hjálpi mér, endurtók stúlkan. í þessu bili kom einnig ungfrú Seacombe og einnig hún fór með hraða, sem var of mikill til þess að vera kvenlegur, og nú gutu stúlkumar augum, hvor til annarrar og hlógu. — Hvað hafið þið verið að gera? spurði frú Jardine. — Ekkert, svaraði ungfrú Blake og fór undan í flæmingi. — Við vorum í kapphlaupi við Sir Edward, sagði ungfrú Sea- combe, — og Effa vann. — Kapphlaupi? Og í svona hita, sagði frú Jardine og leit kringum sig. — Hvar er Sir Ed- ward? Ungfrú Blake hristi höfuðið. — Hann var langaftastur, sagði hún brosandi. — Auðvitað gerði hann það, sem hann gat, en ég held bara ekki, að hann sé vel upplagður. Nú, þarna kemur hann. Aumingja maðurinn! Ofurlítill samúðarkór heilsaði Sir Edward, og jók þannig á gremju hans. Hann staðnæmdist hjá hinum, rétti úr grannvöxnum líkamanum og reyndi að brosa. Hann hafði hattinn í hendinni og þessi hreyfing í hitanum hafði leikið illa rytjulegu lokkana, sem hann var vanur að greiða yfir skallann. — Ó, Sir Edward, sagði frú Jardine, mjög áhyggjufull, — það er ekki ráðlegt að láta ungar stúlkur hlaupa svona í þessum hita. En það er nú svona, að ungu mennirnir eru ekki alltaf jafn tillitssamir. — Góð hreyfing, sagði Sir Ed- ward með mestu herkjum. — Ég .. ég .. hef bara haft gaman af því. Ég er feginn, að ég vann ekki — það hefði ekki verið kurteisi. — Það var fyrirhafnarlítil kurt eisi í þetta sinn, tautaði ungfrú Blake, er hann hneig niður í stól inn og þurrkaði á sér ennið. — Að hverju eruð þið að brosa? — Engu, svaraði Talwyn aumingjalega. — Ef þér viljið gefa í skyn, að þér hafið viljandi látið okkur eft ir sigurinn, sagði ungfrú Blake í réttlátri reiði, — þá er það skammarlegt. — Ég var ekkert að halda því fram, sagði Talwyn og fór undan. — Þarna er karlmönnunum rétt lýst, sagði hin reynda ung- frú. — Þeir bykjast alltaf vera framar á öllum sviðum. En kon- an getur allt, sem karlmaður get ur. Munið þér það! — Og gera það auk þess bet- ur, sagði ungfrú Seacombe og leit ögrandi kring um sig. — Við hlupum hann bara af okkur, sagði vinstúlka hennar. — Þarna komið þið með það! sagði Talwyn. — Þið hafið þá hlaupið i göngukeppni/ Ungfrú Seacombe setti frá sér Hefur þú enn í hyggju að leggja fram frumvarp þitt um sölu Háu skóga Sam? bollann svo að glamraði L ______ Jseja, gott og vel! Ekkert annað en endurtaka keppnina — og hr. Pope verður dómari. Komið þér bara, Sir Edward! Eitthvað taut frá Pope um hit- ann í veðrinu fékk enga áheyrn. Stúlkurnar stóðu upp og biðu og sama gerði Talwyn og togaði i yfirskeggið. — Effa! sagði frú Jardine hvasst, ég vil ekki hafa þessa vit- leysu. Það er alltof heitt og auk þess.... — Sir Edward vill það, svar- aði hún. — Ekki satt? — Vitanlega, ef þér viljið, sagði Sir Edward. — Og ef yður finnst ekki of heitt. — Stattu þig, hvíslaði Toll- hurst í eyra hans. — Ég skal dæma þær úr leik. Jæja, Popæ! bætti hann við, hátt. — Bölvuð vitleysa er þetta allt saman, sagði frú Jardine, er keppendur og dómarar gengu burt. — Ég er alveg báivond við hana Effu. Svei mér ef ég botna í þessu unga fólki nú á döguim- Carstairs hristi höfuðið samúð arfullur. — Verið þér rólegar, frú, ég er viss um, að hún vinn- ur aftur. — Vinnur, þó-þó! Eins og mér sé ekki fjárans sama, hvort hún vinnur eða tapar. En það er aum inginn hann Sir Edward, sem ég er að hugsa um. Þessi gæðamað- ur, bætti hún við og sneri sér að frú Penrose. — Svo óeigingjam! — Já, þetta er of mikið erfiði fyrir mann á hans aldri, sagði Carstairs. — Hvers vegna skor- uðu þær ekki heldur á strákana? Þeir hefðu getað þegið það. — Hvaða stráka? spurði frú Jardine og hóf augnabrýnnar. — Knight og Peplow. Ungu mennirnir, sem eru hérna þessa dagana. Þér kannizt aðeins við þá, er ekki svo? Frú Jardine játaði ákæruna með ofurlitlu snuggi. — Ofurlít- ið, sagði hún eftir hæfilega um- hugsun. — Hafið þér þekkt lengi þessa stráka, eins og þér kallið þá? spurði frú Penrose. — Dálítinn tíma, svaraði hann og hélt sig að bókstafssannleikan um. — Knight er mikill vinur frænku minnar gömlu. Þetta eru skemmtilegustu drengir, finnst mér. — Drengir! fussaði frú Jard- ine. SHtltvarpiö Fimmtudagur 19. mal 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50—14.00 ,,A frívaktinni**, sjómanna þáttur (Guðrún Erlendsdóttir stjórnar). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. .20.00 Fréttir. 20.30 Borgfirðingakvöld, — dagskrá í umsjá Klemenzar Jónssonar og Páls Bergþórssonar. a) Guðmundur Böðvarsson skáld flytur frásöguþátt: Gist 1 Gilsbakkaseli. b) Guðrún Amadóttir frá Odd*- stöðum les borgfirzk minn* ingarkvæði. c) Jón Helgason rithöfundur flyt ur frásögu: Feðgar á flæði- skeri. d) Páll Bergþórsson ▼eðurfræð- ingur og Borgfirðingakórinn flytja rökkursöngva: gamla húsganga og grein um þá eftir Kristleif t»orsteinsson; dr. Hallgrímur Helgason set- ur út lögin og stjórnar kórn- um. 21.45 Islenzk tónlist: a) ,,Agnus Dei“ eftir Þorkel Sig- urbjörnsson (Kór Hamline há skólans í Bandaríkjunum syngur; Robert Holliday stjórnar). b) Concerto grosso eftir Jón Nordal (Leikhúshljómsveitin í Helsinki leikur; Jussi Jalas stjórnar.) 22.00 Fréttir og veöurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Drykkju- maður“ eftir Frank O’Connor (Andrés Björnsson þýðir og les) 22.35 Sinfónískir tónleikar: Sinfonia espressiva eftir Gösta Nyström (Konserthljómsveitin i Stokkhólmi leikur; Tor Mann 23.10 Dagskrárlok. Nei, takk, ég hætti að reykja fyrir mörgum árum! a r L ú á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.