Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 24
Íbróttasíðan er á bls. 18. Reykjavíkurbrét er á blaðsíðu 13. 116. tbl. — Sunnudagur 22. maí 1960 Frá sjóstangaveiðimótinu i Eyjum. Efri myndin: Aflinn veg- Inn á bryggjunni að kveldi fyrsta keppnisdagsins. Neðri mynd- i in: Á slaginu 9 er látið úr höfn og allir vilja verða fyrstir á miðin. Stangaveidin vekur áhuga Eyjaskeggja f: I DAG er stafalogn og blýtt i yeðri hér í Eyjum, sólfar og mik- il veiðivon hjá sjóstangaveiði- mónnum, sagði Njáll Simonarson, Jiegar Mbl. átti tal við hann í gærdag. I — Áhugi er orðinn geysimikill íyrir keppninni hér, við áttum í erfiðleikum með að fá báta leigða ti.1 þessarar fyrstu keppni, en nú faafa fjölmargir bátaeigendur kornið til okkar og boðið báta sína næsta ár, sagði Njáil. Keilir dreg- inn til Rvíkur ? HAFNARFIROI — f gær- ' \ morgun fréttist hingað að | j togarinn Keilir, sem er eign s 5 Axels Kristjánssonar og 1 j fleiri, hafi orðið fyrir vél- | 5 arbílun á leið sinni á Ný- S • fundnalandsmið. Var hann j i fcominn um 500 mílur héð- ; V an frá landmu, þegar s • skrúfuöxullinn bilaði, og j i verður hann að fá aðstoð j j til að komast í höfn. Mun s ^ þetta hafa gerzt á föstudag. j < Svo vildi til, að togarinn ý j Brimnes, sem gerður er út S j af sama fyrirtæki og Keil- ■ i ir, var einnig á leið á Ný- ; j fundnalandsmið, en var S j kominn nokkuð lengra á- ■ \ leiðis. Kom hann Keili til \ ) aðstoðar og mun hann S draga hann til Reykjavíkur. • Á þessum slóðum var ágæt- \ isveður, þegar óhappið S vildi til. —G.E. Eyjaskeggjar hópast niður á brygg.ju, þegar veiðimennirnir láta úr höfn á morgnana og koma að á/kvöldin og það var mikil þröng umhverfis vigtina, þegar aflinn var veginn á bryggjunni í gærkvöldi. 1 kvöld býður Bæjarstjórn Vestmannaeyja keppendum og starfsmönnum til kvöldverðar í samkomuhúsinu. I>á mun bæjar- stjórnin gangast fyrir sýningu á bjargsigi fyrir keppendur og sið- an verður stiginn dans í sam- komuhúsinu. Þegar bátarnir koma að landi annað kvöld, síðasta dag mótsins verður Lúðrasvei Vestmannaeyja á bryggjunni og leikur fjöruga marsa meðan aflinn verður veg- inn. í>að er óhætt að segja, að það sem af er hefur mótið tekizt framar vonum og enginn vafi er á því, að þessu verður haldið áfram í framtíðinni, sagði Njáll að lokum. Vetrarríki fyrir noröan I>AÐ er vetrarríki í dag hér á Siglufirði, sagði Guðjón Jónsson fréttaritari Mbl. á Siglufirði í sím tali laust eftir hádegi í gær. Hér er keðjufæri á öllum götum og Siglufjarðarskarð sem búið var að ryðja að mestu hefur nú teppzt algjörlega á nýjan leik. Vonskuveðrið brast á seint á föstudagskvöld og í fyrrinótt var 0 gráðu hiti og mikil snjókoma. Margir höfðu sleppt kindum sín- um, sagði Guðjón og voru ýmist við að ná fénu í hús í alla nótt og eru enn ókomnir. Hér var allt orðið iðgrænt og vorlegt um að litast, fólk var við garðyrkjustörf 1 frístundum sín- um og voru margir búnir að setja niður í garða sagði Guðjón. Guðjón sagði, að þar í bænum væri hríðin svo dimm í snörpustu hriðjunum að varla sæist milli húsa, en þess á milli er nokkur hundruð metra skyggni. 1 Siglufjarðarskarði var búið að ryðja bílum leið gegnum 4 metra þykka skafla í skarðinu, og búist hafði verið við að það yrði fært í dag. En nú er, míkill nýr* snjór fallinn efra og enginn veit nú hvernig hægt verður að cpna skarðið aftur. Þar efra er frosi og þreifandi stórhríð. HÚSAVÍK, 21. mai: — Eftir lang- stætt góðviðri og sérstakar veð- urblíður brá hér í gær til norð- an og norðaustan áttar, fyrst með slyddu en kólnaði er á daginn leið og var orðið hvítt niður í fjallsrætur í gærkvöldi. 1 morgun var orðið alhvítt niður í sjó, og kominn öklasnjór. I allan dag hefur verið snjókoma. Veður þetta veldur bændum miklum örðugleikum, par sem fannkoman er það mikil að helzt verður að hýsa lambær, en burð- ur allsstaðar byrjaður og sums- staðar langt kominn. Snjókoma er mest við ströndina og svo aftur í hálsveitum, en t.d. í Reykjadal og fram Aðaldal var lítil sem eng in snjór kominn í morgun. UM það bil er blaðið var að fara í prentun í gær, kl. 4, náöist síma samband við ísafjörð og sagði fréttaritari Mbl. þar að tekið væri að rofa til þar vestra. í fyrradag og nótt var þar mikil snjókoma og versta veður, norðan og norð- austan stórhríð. En snjóinn tekur fljótt upp, sagði fréttaritari, vegna bleytunnar. Allir vegir vestur yfir f jall hafa lokazt í nótt Gera má ráð fyrir að talsverðir fjárskaðar hafi orðið í þessu veðri, t.d. á Snæfjallaströnd, en um það er ekki vitað með vísíiu hér ennþá. Tíð var orðin svo góð að ómögulegt var að halda fénu heima við, en sauðburður langt á veg kominn. STYKKISHÓLMI, 21. maí. — Hér var norðan hvassviðri í nótt og snjóaði niður á jafn- sléttu. Fjöll eru alhvít og fremur kalt í veðri. — Fréttaritari. Vissi stjórn Olíufélagsins ekki um hvarf 3 miili. kr.? SÍÐAN rannsókn Olíumáisins hófst hafa Framsóknarmenn reynt að breiða út þann áróður í einkasamtölum, að Haukur Hvannberg væri einn sekur um öll misferlin og stjórnendur fél- agsins hefðu ekkert um þau vit- að, ekki einu sinni stjórnarfor- maðurinn. í Tímanum í gær er svo kveð- ið upp úr með þennan áróður og Haukur Hvannberg þjófkenndur. Segir svo í forystugrein Tím- ans: ,, — — Mun þessi inneign í Sviss nema um 3 millj. ísl. króna. Rannsóknin hefur ekki, svo kunnugt sé, leitt annað í Ijós, en að Haukur hafi verið hér einn íslenzkra manna að verki, og það, sem hér hefur gerzt, s(j raunveru- lega það, að reynt hafi verið að draga stórfellt fé frá fyrirtækinu með sviksamlegum hætti“. Ef menn eiga að fást til að trúa þessum fuiryrðingum Tímans, verður hann líka að gefa um það yfirlýsingar, að þannig sé háttað fjárreiðum SÍS-félaganna, að starfsmenn geti gengið í eignir þeirra og dregið sér milljónir eða milljónatugi. Og að því er þetta mál varðar sérstaklega þá, spyrja menn undrandi: Hvers konar stjórn er það í einu félagi, sem veit ekki, að 3 millj. króna eru teknar- út af reikningi félagsins í einka- þarfir framkvæmdastjórans? Hvernig er háttað endurskoðun Vinna hafin á ný við hinn mikla Austurveg slíks félags, þar sem hlutir _sem þessir eru duldir í 4—6 ár? Og þó munu hinir sjálfsagt fleiri, sem spyrja: Hvers konar fífl halda Framsóknarbroddarnir að Islendingar séu, er þeir reyna að telja fólki trú um, að þeir hafi ekkert vitað um olíusvindlið? A MÁNUDAGINN var hófust á ný framkvæmdir við hinn mikla Austurveg um Þrengslin, en unn ið var að lagfæringu vegarans fram á vetur. Þangað, sem vegurinn er nú kominn, er helluhraun, sem hin- ar öflugustu jarðýtur fá eigi unnið á, því verður að byggja undir veginn með því að flytja að allt efni í hann. Eru við það nú 4 stórir vörubílar, og taka þeir efnið í Þrengslunum, skammt frá sjálfum veginum. Ásgeir Markússon verkfræð- ingur sagði, að þarna væri fyrir höndum óhemjumikið verk við flutning á efni í, veginn. Þetta er einn allra erfiðasti kafli allr- ar leiðarinnar og verkið því sein unnið. Sem dæmi nefndi Ásgeir, að á einum kaflanum sem und- anfarna dagur hefur verið unnið að því að fylla upp, muni þurfa um 8000 kúbikmetra af vegagerð arefni í kafla, sem er þó aðeins um 20 m langur. Þessi helluhraunkafli sem hér um ræðir er 3% km á lengd og munu fara í hann hundruð þús- unda kúbikmetrar af efni til þess að undirbyggja hinn nýja, breiða veg. Verkið hefur sótzt vel miðað við aðstæður, þessa fyrstu viku, sagði Ásgeir. Caribou kemur á briójudag Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ kem- ur hingað kanadísk flugvél af Caribou-gerð og mun verða til sýnis forystumönnum íslenzkra flugmála á miðvikudag. Áður hefur verið greint frá því að þessi flugvél yrði fengin hingað til lands, en hún mun sérstaklega vera hyggð fyrir stuttar flug- brautir og hafa ýmsir talið hana hæfa vel íslenzkum staðháttum. Þessi flugvél kemur frá Eng- landi. Hefur hún verið á sýning- arferð um Evrópu, en er nú á heimleið. Caribou á undir veniulegum kringumstæðum að bera 30 far- þega, en getur komizt af með um 200 m langa flugbraut og get- ur flogið með allt milli 100 og 292 km. hraða. Þessi flugvél er alveg ný af nál- inni. Kanadíski herinn hefur fengið nokkrar svo og sá banda- ríski en framleiðslunúmer vélar- innar, sem hingað kemur er 9. Blaðið innti Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóra innanlands- flugs F. í. eftir áliti hans á vél- inni. Vildi hann ekkert að svo stöddu segja annað en það, að hún væri dýr í innkaupi, kostaði um 600.000 dollara. Hver borgar brúsann? Þjóðviljirin skýrir fra því í gær, að efna eigi til utanfarar til Austur-Þýzka lands á svonefnda Eystra saltsviku. Segir blaðið, að ferðin verði „ódýr“ og „spennandi“. Um kostnaðinn er það að segja, að heildargjöld á mann eiga að verða 7500 krónur, en ferðast á flug- leiðis og kostar flugfar- gjaldið eitt 6.924,00 krón- ur. Virðast því menn Krú- sjeffs ætla að hlaupa eitt- hvað undir bagga, en spurningin er, hvort þeir eiga líka að leggja til „spenninginn“. Ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr því eftir æfingarnar í París. Þimofært um Oddsskarð NESKAUPSTAÐ: — Hér er nú norðaustan slydda, hefur þó ekki fest snjó í byggð en fjöll öll hvít niður í miðjar hlíðar. Mikill stormur er hér úti fyrir og liggja þátarnir inni. Smábátar hafa fengið hér prýðisgóðan afla undanfarna daga, um það bil eitt skippund á mann á dag. Vegurinn um Oddsskarð hefur spillzt mikið og er það illfært öðrum en stærstu bifreiðum. Ef svona heldur áfram er nokkuð víst að vegurinn teppist algerlega. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.