Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐ1Ð ■Þriðiudagur 14. júní 1960 Afrek Karls Guðmundssonar í Noregi vekja afhygli Lið hans komst i úrslit um Noregsmeistaratitilinn NORSKA liðið Lilleström, sem Karl Guðmundsson þjálf- ar nú, vann umtalaðan og glæsilegan sigur í fyrradag. Þann dag mætti liðið til úr- slitaleiks í sínum riðli í keppn inni um Noregsmeistaratitil- inn. Er þáttur Karls Guð- mundssonar sem þjálfara liðs- ins mjög rómaður og ekki Landslið karla « handknattleik LANDSLIÐ karla í handknatt- leik heldur æfingu í kvöld kl. 9 í íþróttahúsi Háskólans. Lands- liðsmenn eru beðnir að hafa með sér útigalla. Landsliðsnefndin leggur áheralu á að vel verði mætt. K.K. sigurveg- arS í 2. fl. B f REYKJAVÍKURMÓTI yngri flokkanna í knattspyrnu varð KR Reykjavíkurmeistari í 3. fl. B, er þeir unnu Fram 6:3 sl. laugardag, en áður höfðu þeir unnið Val 3:2. Einn leikur er eftir í þessum aldursflokki, leikur Fram og Vals, en hann getur ekki haft áhrif á úrslit í flokknum ,þar sem KR hefir unnið bæði liðin. í 2. fl. B, er einn leikur eftir Fram:Valur og er það úrslita- leikur í þeim aldursflokki, þar sem félögin eru jöfn að stigum er þau mætast í leiknum. f hinum aldursflokkunum er mótið um það bil hálfnað, en úrslit einstakra leikja í mótinu hafa verið eftirfarandi: 2. flokkur A: Valur:KR 1:1 FramrVíkingur 5:1 ValuriÞróttur 2:2 KR:Fram 5:1 2. flokkur B: Valur :KR 0:3 Fram :KR 4:2 3. flokkur A: Fr am: V í kingur 1:2 Valur :KR 1:1 KR :Fram 1:0 3. flokkur B: Valur.KR 2:3 KR:Fram 6:3 4. flokkur A: Fram:Víkingur 5:0 KR:Valur 2:0 Fram :KR 0:2 Valur: Þróttur 6:0 4. flokkur B: Fram b:Víkingur 0:2 KR:Valur 11:0 Fram c:Víkingur 0:3 Framb :Framc 7:0 KR.Fram b 0:1 5. flokkur A: KR:Valur 1:4 Fram:Víkingur 0:1 KR :Fram 2:1 Valur:Þróttur 6:1 5. flokkur B: KR:Valur 3:0 Fram;Víkingur b 1:0 Fram :Víkingur c 4:0 Víkingur b: Víkingur c 2:1 KR:Fram 0:2 farið dult með að hann eigi stóran þátt í franigangi Lille- ström-liðsins. Vakti Karl at- hygli á sér og íslandi og bætti með því nokkuð fyrir ófarir ísl. landsliðsins í Noregi á dögunum. ★ Fyrirkomulag Keppninni í norsku „Hovedseri en“ er þannig hagað að liðum er skipt í tvo riðla og tvöföld um- ferð í hvorum riðli. Noregsmeist- ararnir Fredrikstad unnu sinn riðil fyrir nokkru. En nú mætti Lilleström liðinu Viking frá Stav angri í úrslitaleik hins riðilsins. Lilleström gerði sér veikar vonir um sigur en vonuðust eftir jafn- tefli. Almannarómur í Noregi taldi sigur Viking vissan. En leikurinn kom og úrslit hans urðu að Lilleström sigr- aði með 4 mörkum gegn engu. Var það glæsilegur sigur og rómaður mjög. ★ Góður leikur Leikurinn var að dómi Uifars Þórðarsonar læknis sem leikinn sá og kominn er heim, mjög vel leikinn. En Lilleström kom mjög á óvart. Karl hafði undirbúið lið sitt vel og lagði meðal annars mismunandi leikaðferðir fyrir liðsmenn sína ef einhver þeirra bæri ekki árangur. Og Úlfar segir: Þrjú mörk Lilleström voru beinn árangur af „taktik“ sem Karl hafði lagt fyrir lið sitt. Vegur hans sem þjálfara er mjög mikill og hlýða liðsmenn Lilleström honum í smáu og stóru. Var Karl að vonum hinn ánægðasti eftir leikinn. Nú geng- ur lið hans til leiks við Frederik- stad um Noregsmeistaratitilinn. Magnús Guðbjörnsson og Eyjóifur Jónsson. Eyjólfi fagnað af þúsundum manna EINN þáttur hátíðahalda Sjó- mannadagsins var Viðeyjar- sund Eyjólfs Jónssonar. — Hafði Sjómannadagsráð ósk- að eftir því sundi og beðið hann að vera í hafnarmynn- inu um kl. 4. Á slaginu 4 synti Eyjólfur þar í gegn og horfðu þúsundir manna á hann og fögnuðu honum. Bát- ur fylgdi Eyjólfi að venju ísfirðingar í 1. deild kandidatar næsta ár — Mæta í úrslitaleik um sæti þar KEPPNI 2. deildar íslandsmóts- ins í knattspyrnu hófst í Reykja- vík 1. júní. Keppninni er skipt í 2 riðla. í öðrum eru ísfirðing- ar, Þróttur og Víkingur og fóru allir leikirnir fram í Reykjavík. í hinum riðlinum eru Hafnfirð- ingar, Vestmannaeyingar, Sand- gerðingar og Kópavogur. Fara leikirnir fram í Vestmannaeyj- um, Sandgerði, Hafnarfirði og Reykjavík. Keppni fyrri riðilsins er nú lokið með sigri ísfirðinga en keppni hins síðara riðils er enn ekki hafin. Átti hún að hefjast í Vestmannaeyjum um helgina en var frestað vegna Sjómanna- dagsins. Reykjavíkurriðillinn Þróttur og Víkingur hófu leik í hinum riðlinum með leik 1. júní. Þróttur sigraði með 5—0 eins og getið hefur verið. Fyrir helgina komu ísfirðing- ar hingað og léku á föstudaginn við Víking. Isfirðingar sigruðu með 5—0 og höfðu algera yfir- burði. Á sunnudagskvöldið var úr- slitaleikur riðilsins milli Þrótt- ar og ísfirðinga. Leikur sá var ekki stór né mikill frá sjónar- miði góðrar knattspyrnu. Isfirð- ingar sýndu þó á köflum dálag- legt spil en tilviljunin réði mestu um það hvað úr varð. ísfirðingar áttu mun meira í fyrri hálfleik en Þróttur varð þó fyrri til að skora. Gerði það Jens Karlsson eftir 29 mín. leik af stuttu færi. Á síðustu mín. hálfleiksins jöfn- uðu ísfirðingar. Var þar Erling Sigurlaugsson að verki eftir lag- legt upphlaup vallarmiðju. ísfirðingar tóku forystu á 10 min. síðasta hálfleiks. Léku þeir upp hægri væng og brást vörn Þróttar illa svo Kristmann út- herji Isfirðinga fékk knöttinn óvaldur og skoraði af stuttu færi. 14 mín. síðar jafna Þrótt- arar. Lék Axel Axelsson útherji í gegnum klaufalega staðsetta vörn ísfirðinga og skoraði. Fjórum mín. síðar fá Isfirðing- ar hornspyrnu á Þrótt. Útherji spyrnir vel og Birni Helgasyni tekst að skora fallega með góð- um skalla. Tveim mín. síðar bæta Isfirð- ingar fjórða markinu við er þeir léku upp vallafmiðju út á vinstri og eftir mikið klúður og fálm beggja liða við mark Þróttar skoraði Jón Ólafur útherji í tómt mark Þróttar. Lið Þróttar var mjög sundur- slitið í leiknum og náði aldrei saman. Það vantaði og á baráttu- viljann og var liðið ólíkt því er það fyrst í vor ógnaði beztu lið- um 1. deildar. Óskiljanlegt hrap það hjá einu liði. ísfirðingar sýndu sem fyrr segir mun betri leik. Leikur liðs- ins var þ óaldrei stefnufastur eða fastmótaður, og tilviljun réði mestu um gang hans. Björn Helgason var bezti maður liðs- ins (og vallarins). Átti þátt í næstum öllum upphlaupum liðs síns og sá eini sem vel byggði upp. Þó virðist hann í mun lak- ari æfingu en í fyrra, og æfinga- leysi setur svip sinn á leik liðs- ins. Góðan árangur sýndi og Al- bert Sanders framvörður. Hörður Óskarsson dæmdi og gerði það vel. — A. St. alla leið. Eyjólfur lagði í sundið kl. 2,13 og var þá sjáv- arhiti 11 gráður. Hann var 1 klst. 55 mín. á sundi þar til hann snerti land. ★ Gjafir Eyjólfur snerti land milli Ing- ólfsgarðs og Faxagarðs. Þar stóð Erlingur Pálsson og stjórnaði húrrahrópum mannfjöldans Eyj- ólfi til heiðurs. Eyjólfur hélt síð- an í bátnum að Loftsbryggju og steig þar á land. Magnús Guðbjörnsson hinn gamalkunni hlaupagarpur var með í ferðinni sem boðsgestur. Er Eyjólfur stóð á Loftsbryggju af- henti Magnús honum að gjöf frá sér, bikar ásamt verðlaunapen- ingi. Gripir þessir eru síðan 1921 og hlaut Magnús þá fyrir sigur í hlaupum. Hlaupið var frá Elliða ám svokallað Verkamannahlaup að sögn Magnúsar, og var þetta fyrsti bikarinn sem Magnús vann til. Vildi Magnús með þessu sýna aðdáun sína á þrautsegju og elju Eyjólfs við sjávarsund og varð að orði. „Er ég sé Eyjólf synda þessa leið sé ég hversu lítill íþróttamaður ég hef verið saman borið við hann“. ★ Yfir Skerjafjörð A laugardaginn synti Eyjólfur yfir Skerjafjörð í 31. sinn. Með honum lögðu af stað 3 aðrir lög- regluþjónar. Skömmu eftir að þeir hófu sundið hvessti mjög svo braut á öldutoppum. Var mót- vindur allsterkur alla leið, og töluverður straumur. Tveir lög- regluþjónanna urðu að hætta til- raun sinni annar eftir 20 mín. sund en hinn er hann átti 100 m ófarna. Höfðu þeir sopið sjó. Eyj- ólfur synti yfir á 65 mín. og Rún- ar Guðmundsson lauk sundinu á 1 klst. 31 mín. Hyggjast þeir fé- lagar Eyjólfs í lögreglunni reyna aítur slik sund. Þess má að lokum geta að Eyj- ólfur mun reyna að synda yfir Ermarsund í ágústmánuði. Marg- ir munu hafa hug á að styrkja hann til þeirra dýru tilraunar og er framlögum veitt móttaka í verzl. Sport Austurstræti 1. Knattspyrna hrífur Bandaríkjamenn Verður fyrst um sinn sjónvarpað myndum frá helztu keppnum knattspyrnunnar í Evrópu, úr- slitaleik brezku keppninnar á Wembley, úrslitaieik keppninnar um Evrópubikarinn o. s. frv. ALLT bendir til þess að knatt- spyrnan eignist einlæga aðdáend ur í Bandarikjunum. eigi síður en hún hefur aflað sér annars staðar í heiminum, þar sem hún hefir verið iðkuð. Hin alþjóðlega knattspyrnukeppni, sem um þess- ar mundir stendur yfir i New York hefir þrátt fyrir slæmar að- stæður vakið mikla athygli og 10 til 11 þúsund manns mæta til hvers leiks keppninnar. Siðustu fréttir af alþjóðlegu keppninni eru þær að á laugar- daginn vann ameríska knatt- spyrnuliðið Þjóðverjanna 2:1, en sl. miðvikudag gerðu Nice, frá Frakklandi og Kilmarnock frá Staðan er því þessi: Skotlandi jafntefli 1:1. Kilmarnock 7 stig, New York 3 stig, Burnley 3 stig, Bayern Munchen 3 stig, Glenavon 2 stig, Nice 2 stig. Fastur sjónvarpsliður Áhuga Bandaríkjamanna fyrir knattspyrnunni má bezt sjá á því að nú verður knattspym- aa- tekin upp sem fastur laugar- dagsliður í einni af aðalsjón- varpsstöðvum Bandaríkjanna. sér um undirbúning mótsins. 17. júní mótið FRJÁLSÍÞRÓTTAKEPPNI 17. júní mótsins verður tvískipt eins og undanfarandi ár og fer fram 16. júní og 17. júní. Verður mót- ið háð á Melavellinum. Fyrri daginn verður keppt í þessum greinum: 200, 400 og 1500 m. h„ langstökk, hástökk, sleggju kast, spjótkast og 4x100 m boð- hlaup. Á þjóðhátíðardaginn verður keppt í þessum greinum: 110 m gr. hl. 100, 800 og 5000 m hl., kringlukast, kúluvarp, þrístökk og stangarstökk og 1000 m. boð- hlaup. Frjálsiþróttaráð Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.