Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 19. júlí 1960 MORGVNBLAÐIÐ 3 77/ Parísar, Sviss og Rín í sumarleyfi FERÐASKRIFSTOFAN Sunna efnir í ágúst til þriggja vikna sumarleyfisferðar til Parísar Rínarlanda og Sviss. Flogið verð- ur báðar leiðir, héðan til Parísar 11. ágúst og heim frá Hamhorg að þremur vikum liðnum með viðkomu í Kaupmannahöfn. Sú nýjung verður tekin upp í þess- um ferðum, að fólk hefir meira frjálsræði en almennt er og venja í hópferðum. Eins geta þeir sem vilja farið heim að lok- inni fyrstu viku ferðarinnar í París annarri vikunni í Rínar- löndum, eða þriðju vikunni í Sviss, og orðið eftir á heimleið í Hamborg, eða Kaupmannahöfn að eigin vild. Fyrstu viku ferðarinnar er dvalið í París og gefst fólki þar kostur á að eyða tímanum að frjálsu vali og taka þátt í ferðum með fararstjóra um borgina, á skemmtistaði, til Versala og víð- ar um nágrennið. Frá París er farið til Rínar- landa og dvalið þar í viku í kunnum sumardvalarbæ á bökk- um Rínar, sem Rúdesheim heitir. Þaðan er farið í ferðalög á landi, þar á meðal um vínræktarhéruð- in, sem standa í blóma í ágúst, til Heidelberg og fleiri fagurra staða að ógleymdum siglingum á skemmtiferðaskipum á Rín. Frá Rínarlöndum er farið til Sviss og dvalið í viku í ferða- mannabæjum við fjöll og vötn og í blómfögrum dölum Alpafjall- anna. Þeir sem vilja geta komizt alla leið suður til Norður-Ítalíu, enda er skammt þangað, að fara þegar komið er til Suður-Sviss. Þessi þriggja vikna sumarleyf- isferð kostar með uppihaldi 12.600 til 14660 krónur eftir þvi hvaða hótel eru valin, og að sjálfsögðu minna fyrir þá sem aðeins taka þátt í ferðinni, fyrstu, eða aðra viku íerðalags- ins. Aðrar utanlandsferðir Sunnu í sumar, sem einnig verða með flugvélum, eru Ítalíuferð í ágúst, ferð um 'Spán og Portúgal, suður til Marokko í september og Mallorcaferð í september. Þá efnir skrifstofan til tveggja vikna Norðurlandaferðar í ágúst, en einn ferðamannahópur frá skrif- stofunni er einmitt um þessar mundir í þriggja vikna ferð um Norðurlönd. Ferðaskrifstofan Sunna er opin daglega kl. 5—7 og frá kl. 2 þessa viku, sími 16400. Svo virðist sem ferðalög til út- landa ætli að verða með allra- mesta móti í sumar, enda fólki greiðara um gjaideyrisöflun en verið hefur um langt skeið. Fer mjög í vöxt að fólk, ekki sizt það sem vant er að ferðast notar sér það hagræði og þann sparnað, sem því er samfara að komast utan með hópferðum ferðaskrif- stofanna og eiga áhyggjulaust sumarleyfi í útlöndum. Bœjarráði sent harBort bréf um tónlisfarflutning FYRIR nokkru barst bæjarráði Reykjavíkur harðort bréf frá Freymóði Jóhannssyni, þar sem hann gerir að umtalsefni tónlist- arflutning á þjóðhátíðinni hér í bænum, 17. júní. Gerir Freymóð- ur þá kröfu að einungis verði leikin og sungin íslenzk lög á þessari miklu hátíð Undirlægjuháttur f upphafi bréfsins segir m. a.: „Mér hefur virzt, að öllum finn- ist sjálfsagt að ræðumenn séu íslenzkir, tali á íslenzku, um ísl. efni og frá ísl. sjónarmiðum". Síðar segir, að framan af degi virtist, sem þessari skyldu við móðurmálið og það, sem ísl. er,' væri fullnægt sæmilega, ræðu- menn ísl. og töluðu á ísl.....“ Bréfritara þykir mikið á bresta í söng karlakórsins þennan dag, en um þverbak keyri þegar dans- hljómsveitirnar tóku að leika um kvöldið fyrir dansi á götunum. .. Með þeim hljómsveitunum náði hið erlenda yfirtökunum. Endaði þetta fagra hátíðakvöld því með undirlægj uhætti • þess, sem ís- lenzkt getur talist“. Af nógu að taka Undir lok bréfsins segir Frey- móður að það hljóti að vera rétt- mæt krafa að einvörðungu ísl. lög eða tónsmíðar verði fluttar þennan dag. Það er nóg til af góðum ísl. tónsmíðum í heila stórhátíð og sömuleiðis isl. dans- lögum í heila slíka kvöldskemmt un“. Að lokum segir Fremóður, sem fengizt hefur við dægurlaga smiði undir nafninu 12 septem- ber: „Þess verður að krefjast fyrir hönd allrar þjóðarinnar, að þjóðhátíðanefndir verði skyld- aðar til að sjá um að þessi há- tíðisdagar verði á allan hátt ís- lenzkir, líka að bví er snertir danslögin". Í1«d A vitamíni. Hrainsar ot mýkir húdina Hvað segja dæturnar? Er það ekki undravert að fullorðin kona skuli líta svona unglega út. Leyndardómurinn er að hún notar Rósól-crem með A vitamíni á hverju kvöldi. AIRWICK SILICOTE Húsgagnagljáí OMO RINSO WIM LUX-SPÆNIR SUNLIGHT-SÁPA LUX- SÁPULÖGUR SILICOTE - bílagl jái Fyrirliggjandi Ólafur Cislason & Cohf Sími 18370 Rafsuðuvélar Rafsuðuhjálmar Rafsuðukapall ^ HÉÐINN = Véloverzlun simi 24 £60 Þýzku nælon-teygju- Sundbolirnir eru komnir. Unglinga- og fullorðins-stærðir. Verðið sér- staklega hagkvæmt, frá kr. 412,00. —* Kjörgarði. — Laugavegi 59. B i I a s a I a n Klapparstíg 37, sími 19032 Austin 10 ‘46 ágætur bíll, til sölu í dag. B i I a s a I a n Klapparstíg 37. Simi ±9032 B i I a s a I a n Klapparstíg 37. Sími 19032 Moskv/itch '60 ókeyrður, til sölu. — B i I a s a I a n Klapparstíg 37. Simi 19032 B i I a s a I a n Klapparstíg 37. Sími 19032. Volkswagen '60 ókeyrður, til sölu. — B i I a s a l a n Klapparstíg 37. Sími 19032. B i I a s a I a n Klapparstíg 37. Simi 19032 Ford '58 einkabíll, ástand mjög gott. Skipti koma til greina á ódýrari bíl. B i I a s a I a n Klapparstig 37. Sími 19032 Ford Taunus '58 '59 Station, óskast strax. — Æskilegt að Moskwitch, smíðaár 1955, yrði tekinn upp í kaupin. — Milli- greiðsía í peningum. Rifreiðasalðn Njálsgötu 40. — Sími 11420. Volgswagen ’59 keyrður 8 þús. km. — Fæst með góðum greiðsluskil- málum. Volkswagen ’58, ’57, ’56, ’55, ’54, ’52 Chevrolet Corver 1960 Skipti möguleg á ódýrari bíl. — Ford Consul 1960 Moskwitch ’59, ’58, ’57, ’55 Höfum mikið úrval af öll um tegundum hifreiða. Gamla bilasalan Rauðará — Skulagötu 55. Tjarnargötu 3, sími 11144 Ford Fairlane ’55 einkavagn, ekinn 60 þús. Ford Original ’55, — Overdrive Ford taxi, uppgerður ’59 vel. útlítandi. Chevrolet taxi uppgerður. Mjög góður. Volkswagen ’58 Ekinn 22 þús. Moskwitch ’55 Ekinn 38 þús. Opel Rekord ’58 Ekinn 40 þús. erlendis. Tjarnarg. 3 — Sími 11144 BIL A 8 A LIIVIH við Vitatorg. — Sími 12-590 Mercedes-Benz 190 ’58 Ekinn 9 þúsund km. Bercedes-Benz 180 ’55 diesel, nýkominn til lands- ins. — BÍLASALIIVIU við Vitatorg. — Sími 12500. BÍLASALIIVN við Vitatorg. — Sími 12500. Fiat 1100 fólkshíll, 1960 Fiat 1800 fólkshíll 1959 Mjög glæsilegur. BÍLASALINN við Vitatorg. — Sími 12500. BÍLASALINN við Vitatorg. — Sími 12500. Volkswagen ’60 Ekinn 5 þús. km. Volvo ’54, fólksbíll mjög góður bíll. BÍLASALINN við Vitatorg. — Sími 12500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.