Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. júlí 1960 títg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. LOFORÐ EFND CTJÖRNARANDSTÆÐING- ^ AR eru af og til að ympra á því að stjórnarflokkarnir hafi svikið loforð þau, er þeir gáfu kjósendum fyrir síðustu þingkosningar. Sjálfstæðis- flokkurinn birti þá hina ítar- legustu og ákveðnustu kosn- ingastefnuskrá, sem íslenzkur stjórnmálaflokkur hefur sent frá sér í upphafi kosningabar- áttu og Alþýðuflokkurinn birti stefnuskrá, sem í veiga- miklum atriðum var sama eðlis og kosningastefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Alþýðu- flokksmenn geta áreiðanlega svarað fyrir sig, en hér skal lítillega rakið, hvað þegar hefur tekizt að framkvæma af stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins. Stefnuskráin er í sex megin liðum. I fyrsta liðnum er rætt um stöðvun verðbólguþróun- ar. Þar segir að stöðva þurfi víxlhækkun á milli kaup- gjalds og verðlags, tryggja hallalausan ríkisbúskap og gera ráðstafanir til að tryggja hag spariíjáreigenda og jafn- vægi milli eftirspurnar og framboðs lánsfjár. Allt hefur þetta þegar tekizt, sem kunn- ugt er, en í þessum lið er auk þess rætt um allsherjarsparn- að í opinberum rekstri, sem nú er unnið að. í öðrum lið er rætt um að koma á raunhæfri gengis- skráningu og stöðugu gengi, uppbyggin gu gj aldeyrisvara- sjóða og skapa framleiðslunni starfsgrundvöll án uppbóta. Þar er og rætt um endurskoð- im á lögum um skatta, tolla og útsvör. Allt er þetta þegar komið til framkvæmda eða í þann veginn að taka gildi. Þar er og rætt um að draga þurfi úr og síðan afnema nið- urgreiðslur. Þetta hefur enn ekki tekizt en að því ber að stefna. Þriðji liður nefnist stétta- friður og er þar bent á ýmsar leiðir til að koma í veg fyrir stéttastríð. Til þessa hefur tekizt að tryggja vinnufrið og er vonandi að þær leiðir, sem bent er á í kosningastefnu- skr á Sj álfstæðisf lokksins, muni geta orðið til þess að tryggja hann í framtíðinni. I fjórða lið er rætt um upp- byggingu atvinnuveganna, iðnvæðingu landsins, stór- framleiðslu og margháttuð rannsóknar- og vísindastörf. Þá er logð sérstök áherzla á að hlúa að sparnaðarviðleitni og örva myndun innlends fjármagns og á almennings- þátttöku í atvinnurekstri í formi opmna hlutafélaga og almenns verðbréfamarkaðs. Að öllum þessu er nú unnið í ríkum og vaxandi mæli, sumt er vel á veg komið en annað skem.ur, en hinu er hægt að lofa, að nú verður megináherzla lögð á að fram- kvæma þennan lið stefnu- skrárinnar, þar sem grund- völlur hefur þegar verið lagð- ur að framförunum með hin- um frjálslyndu efnahagsráð- stöfunum. í fimmta lið er rætt um sem frjálsust heimsviðskipti og að- ild að samtökum frjálsra þjóða, sem miða að auknu við skiptafrelsi í heiminum. Víð- tæku viðskiptafrelsi hefur þegar verið komið á og þar með er búið að gera ráðstaf- anir, sem mjög munu auð- velda íslendingum þátttöku í viðskiptasamstarfi lýðræðis- þjóðanna. í sjötta hðnum er svo rætt um, að allar aðgerðir í efna- hagsmálum miði fyrst og fremst að því að greiða fyrir aukinni framleiðslu. Er þar minnzt á endurskoðun skatta- kerfis og fuilnýtingu atvinnu- tækja, afnám á höftum og hömlum á athafnafrelsi ein- staklinganna og raunhæfa samkeppni og frjálsa verð- myndun. Þá er rætt um dreif- ingu efnahagsvaldsins í þjóð- félaginu og að sjálfstæði þjóð- félagsborgaranna verði tryggt með eignamyndun öllum til handa. Er gert ráð fyrir að þessu marki verði náð á grund velli þeirra aðgerða, sem að framan eru greindar. Þarf ekki að eyða að því orðum, að þessara ávaxta hinna frjálslyndu efnahagsstefnu munu menn von bráðar njóta. Að lokinni þessari upptaln- ingu stefnuskrárinnar segir svo: „Eins og fyrr segir verður þeim áföngum á leiðinni að markmiðunum, sem hér hafa verið taldir upp, ekki öllum náð í senn. Fer það nokkuð eftir, hversu hart þjóðin vill leggja að sér. Á hennar valdi er að velja röð þeirra, kveða á um hvað í fyrirrúmi skuli sitja og hverju fresta um sinn, því að í allt verður ekki ráð- izt í sama mund“. Kosningastefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins var þannig ekki mörkuð til eins árs, held ur um alla nánustu framtíð. Menn gerðu sér grein fyrir að allt var ekki hægt að fram- kvæma í einu og af því leiðir að ýmislegt af því sem boðað var, er enn ekki komið til framkvæmda. Hitt er þó meg- inatriði málsins að ótrúlega mikið hefur þegar áunnizt og skammt að bíða lokasigurs. UTAN UR HEIMI 1 ,Sferkt' framboð H É R er ný mypd af þeim John Kennedy og Lyndon B. Johnson, forsetaefni og vara- forsetaefni Demókrataflokks- ins við forsetakosningarnar, sem fram eiga að fara í Bandaríkjunum í nóvember nk. Þetta framboð er yfirleitt talið mjög „sterkt“ og er það nú allalmenn skoðun, að demókratar muni sigra í þess- um kosningum. — ★ —* Of snemmt er þó að spá nokkru um það — og bezt að bíða og sjá, hverju fram fer á flokksþingi republikana, sem hefst í Chicago innan skamms. Fyrir fram er talið nær fullvíst, að núverandi varaforseti, Richard Nixon, verði þar valinn forsetaefni Repúblikanaflokksins — en það er talið geta haft úrslita- áhrif á niðurstöður forseta- kjörsins, hverjir koma til með að gegna öðrum ábyrgðar- mestu stöðunum í nýrri ríkis- stjórn. Er þar ekki sízt horft til embætta varaforsetans og utanríkisráðherrans. — ★ — Nú er sem sagt þegar vitað, hver verður varaforseti, ef demókratar fara með sigur af hólmi í kosningunum — og talið er nokkurn veginn víst, að Kennedv muni skipa Adlai Stevenson í embætti utan- ríkisráðherra, ef hann verður kjörinn forseti. Kennedy hef- ur að vísu ekki gefið neinar yfirlýsingar um þetta enn — og bíður þess væntanlega að sjá, hvað gerist á flokksþingi repúblikana, áður en hann slær út þessu trompi sínu — en margir stjórnmálfréttarit- arar hafa látið í ljós þá skoð- un, að repúblikönum mundi reynast erfitt að sigrast á „tríóinu“ Kennedy, Johnson og Stevenson. — ★ — Er því búizt við, að Kenne- dy láti ekki hjá líða að gera það heyrinkunnugt, áður en lagt líður, að hann hyggist skipa Stevenson utanríkisráð- herra í væntanlegri stjórn sinni —■ jafnvel þótt ýmsir telji, að Kennedy sé ekki sér- lega hrifinn af honum og mundi persónulega gjarna kjósa annan mann til þessa mikilvæga embættis. ATBURÐIR þeir, sem gerzt hafa í Kongó eftir að landið hlaut sjálfstæði um síðast- liðin mánaðamót, hafa ver- ið aðalfréttaefni heimsblað- anna að undanförnu. Þar hefur rikt hin mesta ógnar- öld, blóð hefur runníð og hin ægilegustu hryðjuverk verið unnin. Hinir hvítu íbúar landsins hafa hvergi verið óhultir og mikill fjöldi beirra flúið land. Þessi mynd var tekin á flugvellinum í Leopoldville í síðustu viku, þegar belg- ískar hersveitir gerðu þar áhlaup og náðu vellinum á sitt vald. Skelfingin skín út úr svip þessa fólks, sem reynir að skýla sér á bak við borð inni í flugstöðvar- byggingunni á meðan byssu kúlurnar þjóta hjá. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.