Morgunblaðið - 02.11.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.1960, Blaðsíða 6
6 MORGVN BLAÐIÐ Miðvikudagur 2. nóv. 1960 Þjóðverjar kostuðu gróður- setningu 50 jbús. trjáplantna Og buðu tveim isl. skógtræðingum til kynnisfarar FRÁ þvi að þýzki sendiherrann H. R. Hirschfeld kom hingað til lands hefur hann fylgzt með skóg ræktarmálum okkar af miklum áhuga. Fyrir atbeina hans kom dr. Arthur Köhler hingað til lands sumarið 1959 til þess að skoða það, sem áunnizt hefur og dæma það frá faglegu sjónarmiði. En dr. Köhler er skógfulltrúi sam bandsstjórnar Vestur-Þýzkalands fyrir Norðurlönd og hefur aðset- ur við sendiráð Þjóðverja í Stokkhólmi. Hann kom á ýmsa staði til þess að líta á störf okk- ar og kynna sér skilyrði til skóg- ræktar. Skýrsla hans um ferðina er ýtarleg og greinagóð og okk- ur mjög í vil. í framhaldj af þessu sendi skógstjórnin í Bonn prófessor dr. Herbert Hesmer hingað til lands á liðnu sumri. Hann kom hingað um miðjan júlí og dvaldi hér á landi um mánaðartíma ásamt konu sinni. Próf. Hesmer er talinn einn allra færasti vís- indamaður Þjóðverja á sviði skóggræðslu, og er sérgrein hans ræktun greniskóga. Próf. Hesmer hafði með sér ágætt safn þýzkra skógræktar- bóka og tímarita og allmikið af þýzkum handverkfærum, sem notuð eru við gróðursetningu. Þetta afhenti þýzki sendiherrann og próf. Hesmer Ingólfi Jónssyni ráðherra, en hann lét gjöfina af hendi til Skógræktar ríkisins. Samtímis buðu þeir 2 íslenzkum skógfræðingum til mánaðardvai- ar í Þýzkalandi til þess að kynn- ast þeim greinum skógræktar, sem þeir kysu helzt. Varð það að ráði, að þeir Baldur Þorsteinsson og Snorri Sigurðsson fóru utan, Baldur til að skoða gróðrarstöðv- ar en Snorri til að sjá og kynnast áhrifum beitar í skógum Suður- Þýzkalands. Þeir höfðu báðir mikið gagn og ánægju af för sinni. Allur ferðakostnaður var greiddur af stjórn sambandslýð- veldisins og fyrirgreiðsla eins góð og verða má. En Þjóðverjar Jétu ekki staðar numið við þetta. Skógrækt ríkis Baldur Óskarsson Hitabylgja — fyrsta bók Baldurs Oskarssonar KOMIÐ er út smásagnasafn Hitabylgja eftir nýjan höfund, Baldur Óskarsson í bókinni eru 12 smásögur, sem fáar hafa kom ið á prent áður, og er mynd- skreyting með hverri sögu. Jón Engilberts, listmálari, hefur gert myndskreytingu. Bókin er geíin út hjá bókaútgáfunni Fróða. Baldur Óskarsson er ungur maður; fæddur 1932. Hann hef- ur ferðast um flest lönd Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku og dvaldist við tungumálanám á Spáni og í Finniandi. Undanfar- in þrjú ár hefur hann verið blaðamaður. Sögurnar í bókinr.i eru flestar skrifaðar síðan hann kom heim, og aðeins örfáar birzt áður á prenti. Þær gerast hér heima eða erlendis. Sumar af myndum Jóns EngiU berts úr þessari bók eiu nú til sýnis á myndlistarsýning u „Kammeraterne11 í Kaupmanna- höfn. Frummyndirnar eru 90x60 cm á stærð og er ætlunin að hafa sýningu á þeim öllum hér, þegar þaer koma heim. Þess má geta að bókin Hiía- bylgja er um þessar mundir sýnd á alþjóðlegri bókasýningu í Milano á Ítalíu ásamt 8 öðrurn bókum eftir íslenzka höfunda. ins voru afhentar rösklega 90 þúsund krónur, sem varið skyldi til skógplöntunar, og að ráði próf. Hesmers og mín utðu Selhöfðar í Þjórsárdal fyrir val- inu. Þar hefur verið gróðursett greni fyrir röskum 10 árum með einkar góðum arangri, svo góð- um að hann hvetur til attkinnar plöntunar. Fyrir þessa fjárhæð var svo gróðursett í um 10 hekt- ara lands, og fóru til þess rösk- lega 50 þúsund trjáplöntur. Helmingur þess var rauðgreni frá Norður-Noregi eða ails 25 þúsund plöntur, en að auki fóru þar niður 7400 sitkagreni 3000 sitkabastarður, 5500 biágreni, 7000 bergfurur, 1500 stafafurur, 1600 hvítþinir og nokkur hundr- uð af fjallaþöll og marþö.'l. Ætlunin er að bæta við fáein- um tegundum á næsta sutnri, þannig að þetta geti orðið stór tilraunareitur samtímis því, að þarna vex upp fagur skógarteig ur. Þegar þessu verki er lokið mun verða sett upp merki á þessum stað, er segir til um á hvern hátt skógurinn varð til. Gjöf Þjóðverja er mikil og góð og er vel þegin af þjóð í skóglausu landi, en ekki er minna um ver tað þiggja fræðslu þá, sem við fengum hjá próf- Hesmer og þeir skógfræðingarn- ir Baldur og Snorri öfluðu sér í Þýzkalandi. Er það vissa mín; að þessi kynni muni halda áfram á næstu árum okkur til mikils góðs, því að Þjóðverjar standa meðal fremstu þjóða í skógrækt. Vil ég fyrir hönd Skógræktar ríkisins og einnig allra þeirra, sem unna skógræktarmálum landsins, en þeir eru ekki fáir, þakka stjórn þýzka sambands- lýðveldisins fyrir þessar gjafir, svo og sendiherra hennar hér á landi, H. R. Hirschfeld, yfir- manni skógræktarmálanna í Þýzkalandi, Dr. E. Mann, próf. Hesmer, dr. Köhler og öðrum þeim, sem að þessu hafa urtnið. Hákon Bjarnason. Fyrrverandi sendiherra Cúbu í Landon og fjölskylda. Ælar að afmá Castro SENOR Sergio Rojas Santa- marina, fyrrverandi sendi- herra Kúbu í London, hélt sl. mánudag frá London áleiðis til Miami í Banda- ríkjunum til að ganga þar í Iið með andstæðingum Cast- ros. í þessu sambandi er þess skemmst að minnast að fyr- ir rúmri viku leitaði fyrrver- andi vinkona Castros og sendiherra hans hjá Sam- einuðu þjóðunum, Teresa Casuso, hælis í Bandaríkjun- um sem pólitiskur flóttamað- uv. — 150.000 flóttamenn Rojas sendiherra var áður mikill vinur og stuðningsmaður Castros. En við brottförina frá London sagði hann við blaða- menn: „Castro er ógnun við hinn frjálsa heim og verður að afmást. Ég hef helgað mig þeim tilgangi". Rojas sagði að í borginni Mi- ami einni væru nú um 150.000 flóttamenn frá Kúbu, sem allir væru reiðubúnir að berjast gegn ógnarstjórn Castros. „Þetta er ekki enn ein Suður- Ameríku-bylting, heldur bar- átta gegn kommúnismanum í hinum frjálsa heimi“, sagði sendiherrann. Leiðtogi byitingarmanna er dr. Andino Varene, fyrrverandi forsætisráðherra. ♦ Veiðisaga frá s.l. sunnudegi Maður nokkur, sem bvr i Vogunum leit inn á ritstjórn- arskrifstofu Mbl. og sagði Velvakanda eftirfarandi veiði sögu: Sl. sunnudagsmorgun lá hann og mókti í bólinu sínu, þegar konan geystist inr. í svefnherbergið og kvaðst ekki geta eldað sunnudags- matinn, því ekkert vatn kæmi úr krananum. Maðurinn ók sér rólega, og kvaðst mundu koma á vettvang. Ekki var hann þó kominn fram úr rúm inu, þegar frúin kom aftur inn með mikiu írafári og kvað eitthvað lifandi vera í krananum. Nú var kunningi okkar ekki lengi að snara sér fram úr. Hann hafði varla fengið bröndu í allt sumar og þarna var líklega kominn hnúðiax. Skv .blöðunum voru beir komnir um allt land, og virt- ust alltaf vera að færa sig upp á skaftið. Þarna var tæki færið, sem hann hafði iengi beðið eftir. • Ofurlítill regnbogasilungur Maðurinn þaut út á gólf í náttfötunum og náði veiði- stönginni sinni úr skápnum. Hann valdi flugu af mikilli kostgæfni, fagurrauða, því hnúðlaxinn er víst kominn að austan og hlýtur því að vera alinn upp í að gleypa allt sem rautt er. En rétt þegar veiðimaður- inn var að gera sig líktegan til að veiða „sinn stóra“, sagði frúin: „Það sér í sporð- inn. Nú þá var búið með það. ☆ FERHIIMAMn ☆ Ekki bitur fiskur á mcð sporðinum. Nú var beðið með eftirvænt ingu. Og loks lá um 8 cm fiskur í vaskinum, regnboga- silungur, að því er hjónunum sýndist. Ekki var það „sá stóri“. Og ekki var til neins að setja hann é pönnuna. En e. t. v. hefur komið svclítið fiskbragð af sunnudagssúp- unni. Frúin hafði einmitt ætlað að taka sér vatr. í hana, og gerði það um leið og vatn- ið fór að renna aftur • Kartöfluflutningur Nú er auglýst að kartöfiur fáist fluttar heim frá Græn- metisverzluninni, þar eð kaupmenn telja sig ekki geta haft þær á boðstólum vegna kostnaðar við pökkun. Vel- vakandi fékk hálfan poka, 25 kg., heimfluttan íyrir skömmu og greiddi kr. 10 fyrir flutninginn eða 40 aura á kílóið. Nú er deilt um það hverjir eigi að greiða kostnaðinn við pökkun á kartöflunum. Kaup menn vilja ekki bera kostn- aðinn, og ekki hefur þótt til- tækilegt að láta kaupendur greiða hann. En með þessu fyrirkomulagi hefur kostn- aðurinn samt sem áður fallið á kaupendur. Nú hefur mér dottið í hug, hvort ekki sé hentugra að kaupmennirnir pakki kartöflunum og hafi þær á boðstólum fyrir þessa 40 aura þóknun á kg og kaup- endur geti þá fengið þær i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.