Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 2
2 m o r (; 11 y fí r4 ð i ð Miðvik’udagur 21. des. 1960 — íslenzk fram- leibsla Framh. af bls. 1 fis'ksins allar tegundir at frystum matvælum, ket, kjuklinga, græn- meti og ávexti. Það er von að^ kaupmennirnir vilji heldur kaupa hjá fyrirtækjum þar S2m þeir geta pantað allt í einu. Það sem við högnumst aðal- lega á er vörugæðin. Þeu sem ] kynna sér málið komast að því að okkar fiskur er betri. Stóra fyrirtækið Birds Eye var t.d. ný- lega að kaupa 3000 tonn af þorski frá Kanada. Þessi kaup eru e. t. v. gerð til að reyna að þvinga verðið niður, en kanadíski fisk- urinn er ekki eins góð vara og okkar fiskur. Hitt hefur orðið okkur hætcu- legra og erfiðara, að Ross fisk- veiðihringurinn er fannn að gera út verksmiðjutogara hin svo- I nefndu Fairtry skip. Á þeim er íulllz úminn dianúuí Það má œtíð treusta Royal i Tveir Vestfirðingar hittast í Gravesend, Einar Sturluson frá Hníi'sdai og Hjalti Einarsson verksmiðjustjóri frá Bolungarvík. fiskurinn frystur alveg nýr upp úr sjónum. Fairtry fiskurinn er fullkomlega samkeppmsfær við íslenzka fiskinn að gæðum og hefði getað valdið okkur stór- felldum örðugleikum, ef magn- ið hefði ekki aðeins verið svo lítið, að hann hefur venð litt fáanlegur. 19 sendiferðabiiar Þá skýrði Md. Edge okkur frá því, að íslenzka sölufyrirtækið annaðist nú sjálft dreifingu á frysta fiskinum, bæði hráum og soðnum á Lundúnasvæðinu og færu viðskiptin nú ört vaxandi. Kvaðst hann bjartsýnn á fram- tíðina. Fyrirtækið á 19 sendi- ferðabíla, en gert er ráð fyrir að hver þeirra um sig annist dreif- ingu til 200 búða, enda mun ís- lenzkur fiskur nú vera seldur til nálægt því 4000 búða á Lundúna svæðinu, en það er hringlaga svæði sem er um 80 km í þver- máli og búa á því kringum 10 milljónir manna. Sala fyrirtækis ins í septembermánuði á tilreidd um mat nam 16 þúsund sterlings- pundum en það var um 50 tQAn. Eg býst ekki við neinni byltingu í söluaukningu sagði mr. Edge, en þykist sjá fram á að salan muni halda jafnt og *þétt áfram að aukast. JÓLABAKSTURINN verður leikur einn Pillsburys BEST fœsf í matvöruverzlunum um land allt Af skýrslu mr. Edge máttl greina það, að fyrirtækið væri reiðubúið að selja stóru fisk- hringunum fisk. Til dæmis var Ross-hringnum fyrir nokkru seldl ur fiskur og í undirbúningi mun vera að selja fisk til Macfisheri- es, sem hringurinn Associated Fisheries stendur að. Viðskiptin við þessa hringa getur verið hag- kvæm og nauðsynleg, þar sem þeir ráða yfir svo gífurlega mikl- um hluta markaðarins. Þeim var í fyrstu illa við að íslendingar kæmu sér upp eigin fiskverk- smiðju í Englandi, en það jafnar sig og mun verksmiðjan stuðla að því að gera Sölumiðstöðina sjálfstæðari og miklu sterkari í öllum samningum. Edge fór nú að tala við frysti- húsámennina íslenzku um vöruna og gæði hennar. Hann kvartaði yfir því, að honum fyndist ýsu- flökin stundum vera of lítil. Þá kom kolinn og til tals, en hann er mjög vinsæll í Bretlandi. Gall- inn á honum er aðeins sá, að verðið í Englandi er ekki nógu hátt miðað við flökunarkostnað heima á íslandi. En kolann þarf samt að útvega, þótt það væri ekki til annars en að hafa hann við hliðina á öðrum fiski. Hann myndi auka söluna á öðrum fiski. Einnig ræddum við um þær marg víslegu aðferðir sem brezku fisk- félögin hefðu til að berjast hvert við annað á markaðnum. Þau undirbyðu hvert annað og væru oft miklar verðsveiflur, enda ekki alltaf um gæðafisk að ræða hjá þeim. Til dæmis var þess getið, að stóri fiskhringurinn Mudds hefði stundum þá aðferð, að selja fiskpakka í dúsínatali, en léti þess getið um leið, að Mudds-tylftin væri kannske 16 eða 18 pakkar. Þá er sú aðferð algeng að fylla kæliskápana hjá fiskkaupmanninum svo hanh geti ekki bætt við sig öðrum fiski. Þegar það er gert fær kaupmað- urinn vitanlega greiðslufrest á fiskinum. Stanzað viff fiskbúff Á eftir gekk Hjalti Einarsson dálítið með okkur um bæinn. Gravesend er bær með um 45 þúsund íbúum og líkur öðrum enskum smábæjum. Verzlanir virtust vera þar góðar og verð- lag lægra en inni í London. Þar var m.a. fiskbúð og voru Hjalti og fiskkaupmaðurinn góðkunn- ingjar. Stundum keypti Hjalti hjá honum nýjan fisk og hafði lengi reynt að fá kaupmanninn til að fara að selja frystan fisk, en gamla íhaldssemin stóð" á móti því. — Hann er nú samt að linast í þessu, sagði Hjalti. Hann verður að fylgjast með straumnum og þá er ég viss um að hann tekur fisk frá okkur. Kaupmaðurinn sagði að sonur sinn hefði þá um morguninn sem endranær farið inn á Billingsgate í London og keypt fisk á markaðnum. Er nokkuð langt að sækja hann dag- lega alla leið inn til London. Gravesend er gamall sögustað- ur. Hún stendur alveg við mynni Tems-fljótsins. Hérna réðust danskir víkingar á land, en þeir réðu um tíma yfir sjálfri London. Síðar varð staðurinn frægur fyr- ir það, að þar bjó Indíánaprins- essa, að nafni Pochahontas, sem gifzt hafði enskum aðalsmanni. Líf hennar minnir í sögnum á Melkorku hina írsku kóngsdótt- ur sem fluttist vestur í Dala- sýslu. Hún var mjög gáfuð kona og elskuð hér í sveit. Stór mynda stytta af henni stendur rétt hjá kirkju staðarins. Þangað kemur mikill fjöldi amerískra ferða- manna til að sjá styttu hennar. Heimsókninni til Gravesend er lokið og við snúum til baka full- vissir þess, að gott starf hefur verið unnið þar í verksmiðjunni. Gallinn finnst okkur aðeins sá, að þetta hafi nokkuð verið af vanefnum gert, hagkvæmara hefði verið að afla meira fjár til framkvæmdanna og reisa allt nýtt, fremur en að vera að lappa þannig upp á gamalt hús. — Þ.Tiu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.