Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 21. des. 196v, nortcrnvnr 4fíiÐ 13 Kjartan Jakobsson frá Reykjarfirði — minning F. 14. águst 1929 | D. 16. sept. 1960 KJARTAN Jakobsson fæddist að Reykjarfirði á Ströndum og var alinn þar upp í foreldrahúsum. í>ar vandist hann öllum venju- legum sveitastörfum. Hann varð snemma aðalstoð föður síns við búskapinn og er þroski leyfði, j kom hann sér upp eigin búi. Það' þurfti þrek og dug til að sitja áfram að búi sínu í Reykjarfirði, er aliir nágrannar fluttu burtu. Það þrek áttu þau Jakob Kristj- ánsson og Matthildur Benedikts- dóttir, foreldrar Kjartans heit- ins. Þann dugnað erfðu synir þeirra, er síðastir manna yfir gáfu heimabyggðina, Hornstrand ir. Kjartan heitinn naut venju- legrar barnaíræðslu í farskóla í Reykjarfirði. Síðan stundaði hann nám í tvo vetur í héraðs- skólanum í Reykjanesi. Hann var glöggur maður, skýr í hugsun og kunni vel að greina kjarna hvers máls. í dagfari sínu var hann hæglátur, orðvar og jafn- lyndur, en þó glaðlyndur í hópi vina sinna og félaga. Hjálpsemi og greiðvikni við vini og vanda lausa var honum í blóð borin. Kjartan heitinn var mikill hag- leiksmaður til handanna. Hann hóf ungur smíðar, gerði við eldri báta og byggði nýja á eigin spýt- ur. Ennfremur smíðaði hann margt húsmuna ,sem bera hagleik hans gott vitni. Lífsbaráttan á nyrstu byggðum íslands er hörð og ströng. Hana háðu þeir Reykj arfjarðarbræður af miklum dugn aði. Þeir sóttu fÖng sín til sjávar og í björg Hornstranda, oft um langan og torsóttan veg. Þar var hlutur Kjartans heitins aldrei síztur. Hann var fyglingur svo að af bar. 12. október 1956 kvæntist Kjartan eftirlifandi konu sinni Flóru Ebenezerdóttur frá Bol- ungavík. Þau bjuggu fyrst eitt ár í Reykjarfirði, síðan fluttu þau til ísafjarðar og bjuggu þar í einn vetur. Þann vetur vann Kjartan við skipasmíðar. Heimabyggðin átti jafnan rík- an þátt í skapgerð Kjartans heit- ins, og kallaði hann til sín. Þann 17. júlí 1958 fluttust þau hjón norður aftur og tóku þá við vitavarðarstarfi við Hornbjargs- vita. Það var ábyrgðarmikið trún aðarstarf og sinnti Kjartan heit- in því starfi sínu af einstakri trú- mennsku og dyggð, sem ávallt einkenndi störf hans. f Látravík bjuggu þau hjón góðu búi og undu hag sínum vel í tvö ár, þrátt fyrir fámenni og einangr- un. Það er ekki gestkvæmt í Látravík, en þeir fáu sumargest- ir, sem lögðu leið sína um Horn- strandir, munu eflaust minnast lengi hversu hlýlegar móttökur húsráðenda þar voru. Þegar Kjartan heitinn tengd- ist fjölskyldu minni með giftingu sinni, hófust kynni okkar. Þau kynni leiddu til þess að ég mat hann æ meira, er ég kynntist honum betur. Dætur mínar áttu því láni að fagna að eiga sumar- dvöl á heimili hans og Flóru, bæði í Reykjarfirði og í Látra- vík. Það er bjart yfir minning- um þeirra frá þeim sumrum, því Kjartan heitinn var barngóður svo að af bar. Fyrir hjónaband sitt eignaðist Kjartan heitinn eina dóttur, sem nú dvelur hjá móður sinni. Þó hún nyti ekki návistar föður sína, átti hún nk- an þátt í huga hans. Kjartan heitinn andaðist í Sjúkrahúsi ísafjarðar 16. sept. 1960. Það er stórt og óbætanlegt skarð höggvið í hinn prúða mannvænlega barnahóp þeirra Jakobs og Matthildar frá Reykj- arfirði. Þá ráðstöfun skilur guð einn .Hann einn ræður öllu. Dýpstu samúð mína og fjöl- skyldu minnar votta ég eftirlif- andi konu hans, foreldrum og systkinum og hinni ungu dótt- ur hans. Megi hin hlýja og hreina skapgerð föður hennar ávallt leiða hana um lífsins vegi, þá mun henni vel vegna. Pétur Bjarnason t K V E Ð J A F. 14. á$. 1929 — D. 16. sept. 1960 Á hörpustreng míns hjarta. hryggðin lag sitt slær. Um brautu líð þú bjarta bróðir, vinur kær. Guðs í gegn um geima geislar sólin heið. Bæn. sem báðum heima blessar þína leið. í góðum föðurgarði giaða lifðum stund. þá vorið hlýja varði vaðinn treysti mund. Það band er ekki brostið þó breytt hafir um svið, en ljárinn hefur lostið lífs þíns eikarvið. Þá sá ég síðasta sinni svipinn hreina þinn, geymist mér í minni, ég milda gleði finn. Hinn mikli Kærleiks kraftur þig knúði á okkar fund, við eignumst aldrei aftur aðra slíka stund. Það frá þinni hendi þáði ég liér á jörð, hátt í hæð ég sendi hljóða þakkargjörð. Mér gulli fannst ég glata er gekk ég brott frá þér. Ég bað um annan bata en bati veittur er. Þótt skammt sé milli skúra, skugga, birtu og éls má ei hugann múra myrkur þessa hels. Þó af við skerum anga aftur blómgast rós. Bjargs við bratta tanga brennur vita ljós. Stýr svo fögru fleyi friðar yfir dröfn, ljós á láði og legi lýsa þér í höfn. Bak við tjaldið bíður brekka yðja græn og um loftið líður lit.il ferðabæn. Guðrún Jakobsóóttir, Reykjahlíð, 24. sept. *L960. Efri deiid: Sumþykkti ríkisreikning 1959 EFRl DEILD Alþingis lauk í gær afgreiðslu á ríkisreikningi ársins 1959 og fær Neðri deild hann þá til athugunar. Áður hef- ur Alþingi það, er nú situr, lok- ið að fullu afgreiðslu tveggja ríkisreikninga, þ. e. fyrir 1957 og 1958. Við umræðurnar skýrði Gunn- ar Thoroddsen, íjármáiaráð- herra. frá því, að stefnt væri að þeirri breytingu á starfshátt- um ríkisendurskoðunarir.nar, að töluleg endurskoðun fari íram jafnóðum og tekjur og gjöld féllu til, en byrjaði ekki þá fyrst er reikningsári væri lokið. Þar sem 3 ríkisreikningar hefðu verð teknir til endurskoðunar á þessu ári, væri tölulegri endur- skoðun hins síðasta skemmra komið en venjulega, þegar Al- þingi fengi ríkisreiknmg til meðferðar. Þeir hefðu hins veg- ar oftast verð samþykkir án þess að umræddri endurskoðun væri lokið til fulls, enda skipti mestu máli fyrir Alþingi að geía fjallað um reikninganna og at- hugasemdir þingkjörinna yfir- skoðunarmanna þeirra strax á næsta ári eftir sjálft reiknings- árið. Þetta töldu einnig báðir framsögumenn fjárhagsnefndar I deildarinnar, þeir Magnús Jóns- son og Karl Kristjánsson, sem voru sammála um að næsta fá- nýtt væri að gagnrýna reikníng | ana, eftir að þeir væru orðnir ■ „sögulegt plagg“ svo sem segja ' mætti að þeir hefðu verið oft áður. Jafnframt væri þó æski- ■ legt, að tölulegri endurskoðun þeirra væri sem lengst komið. Að umræðum loknum var reikningurinn samþykktur sam- hljóða. Asgeir Bjarnason raíveirust j. - Kveðja ÞÓTT seint sé ætla ég með þessum fáu línum að minnast góðkunningja míns, Ásgeirs Bjarnasonar, rafveitustjóra á Siglufirði, en hann andaðist að heimili sínu 5. september sl., og var jarðsunginn frá Siglufjarð- arkirkju 12. sama mánaðar. Ásgeir heitinn var borinn og barnfæddur Siglfirðingur, fædd- ur á Siglufirði, 21. des. 1895. | Hefðj hann því orðið 65 ára í j dag, ef honum hefði enzt ald- j ur til. Foreldrar Ásgeirs voru, þau hjónin Sigríður Lárusdótt-[ ir Blöndal, sýslumanns á Korns- á, Björnssonar og síra Bjarni Þorsteinsson, prestur og tón-, skáld á Siglufirði, en hann var um marga áratuga skeið and- legur og veraldlegur leiðtogi Siglfirðinga og vildu allir hlýfa hans ráðum og forystu meðan hans naut við, þótt samkomulag væri oft á þeim árum um fátt annað. Á þvi heimili, sem foreldrar Ásgeirs heitins lögðu grundvöil að, ólst hann úpp til fermingar- aldurs, en brátt mun hafa orðið Ijóst, að hann var gæddur at- gervi, líkamlegu og andlegu, og var því ungur settur til mennta. Stundaði hann nám við gagn- fræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1912. Á þessum árum hélt rafmagnið, hinn mikli orkugjafi ljóss og [ yls, innreið sína hér á landi og j mun hugur Ásgeirs heitins á unga aldri hafa hneigzt að raf- magnsfræðum, enda var hann allra manna gleggstur á tölur og starðfræðileg og tæknileg viðfangsefni honum jafnframt sem opin bók. Hóf hann undir- búningsnám í rafmagnsfræðum þegar að loknu gagnfræðaprófi, hóf hann nám í þessum fræðum við Oslo Tekniske Skole á árinu 1917 og lauk þaðan burtfarar- prófi 1919. Síðan hélt hann til Þýzkalands og stundaði raffræði nám við Technische Hochshule í Karlsruhe á árunum 1919— 1922. Að námi loknu hvarf Ásgeir heitinn heim til íslands og sett- ist að á Akureyri um hríð Var hann í þjónustu Indriða Helga- sonar, rafvirkjameistara árin 1922—23. Árið 1923 hvarf Ásgeir heitinn aftur heim til átthaga sinna og æskustöðva, Siglufjarðar og bjó þar jafnan síðan. Rak hann þar eigin raflagnastarfsemi fram á árið 1939, en gerðist þá rafvirkja meistari Síldarverksmiðja ríkis- ins og starfaði í þjónustu þess fyrirtækis þar til hann árið 1950 var ráðinn rafveitustjóri á 'Siglu firði, en því starfi gegndi hann til dauðadags. — Málefnum Raf veitu Siglufjarðar stjórnaði Ásgeir heitinn af öryggi og hag- sýni. Stóð hann jafnan fast á einkaeignarétti Siglufjarðarkaup staðar á Skeiðfossvirkjuninni, og vann að því af festu og dugn aði að gera þann eignarétt ský- lausan. Um hæfni hans til að ráða fram úr tæknilegum við- fangsefnum rafveitunnar efaðist enginn. Ásgeir heitinn kvæntist þýzkri tfonu Friedel, fædd Franz, frá Karlsruhe. Reyndist hún manni sínum frá því fyrsta til hins síð asta hinn ágætasti lífsförunaut- ur. Þau hjón eignuðust þrjú j börn, en þau eru: Sigrid Fridel j gift Erlendi Pálssyni, skrifstofu- j manni á Siglufirði Arnold Bein- I teinn, verzlunarmaður í Reykja I vík, kvæntur Soffíu Georgsdótt- ur og Henning Ásgeir, flug- stjóri, kvæntur Polly Gísladótt- ur. Öll eru börnin hin mannvæn- I legustu svo sem þau eiga kyn til. Ásgeir Bjarnason var sonur foreldra, sem sköruðu fram úr um andjegt og líkamlegt atgervi j og alinn var hann upp á ein- | hverju mesta menningarheimiti j hérlendis sinnar tíðar. Alls þessa I bar hann á margan hátt merki til síðustu stundar. Á yngri ár- um var hann ýturvaxið glæsi- mennj og hinn ágætasti iþrótta maður. Hann var maður kurt- eis og óáleitinn að fyrra bragði og kunni vel að stilla skap sitt, þótt skapstór væri. Hann hafði ekki mikil afskipti af félags- málum eða öðrum opinberum málum, en var þó manna fast- astur fyrir og varð skoðunum hans á mönnum og málefnum ekki auðveldlega haggað. Hann hafði örugga dómgreind og var gæddur góðum almenn- um gáfum, svo sem áður er get- ið. Hann var unnandi tónlist- ar, og „músikalskur“ eins og það er orðað, og átti enda ekki langt þar til að sækja. Hann var mað- ur hispurslaus í framkomu,1 hreinskiptinn og drenglyndur. Ásgeir heitinn hafði um all- langt skeið átt við vanheilsu að búa og hafði ‘hann gengið undir hvern holskurðinn á fætur öðr- um áður en yfir lauk. Á bessu ári hrakaði heilsu hans mjög og varð, er á árið leið ekki um að villast að hverju dró. Sjálfum mun honum hafa verið allra manna ljósast hvert stefndi með heilsu hans, en ekki mun sú vitn eskja hafa haggað rósemj hans og beið hann þess fem verða vildi æðrulaus og óskelfdur.Kom þar fram skapfesta hans og karl mennska. Siglfirðingar munu sakna Ás- geirs Bjarnasonar og minnast hans lengi með hlýhug og þakk læti fyrir starf hans, sem allt miðaði að því að veita til þeirra birtu og yl. Mun jafnan verða bjart um nafn hans í hugum þeirra. Einar Ingimundarsorr. Heimkeyrsla á vörum — Kartöflur í 5 kg pokum VerzSunin Selás — Sími 2205J ShSLÉTT POPLIN (N0-IR0N) HINER STRAUNING ÓÞÖRF,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.