Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 2. febr. 1961 17 MORCUISBLAÐIÐ Ragnheiður Hall- dórsdóttir frá Bæ 85 ara SOL er gengin til vesturs. Frá austurbyggðum Húnaflóa blasa við rishá Strandafjöll er loga í skini lsekkandi sólar. Lágar línumjúkar brúnir Bjam arfjarðar og Steingrímsfjarðar skyggnast fram úr sólmóðunni. (Vfir hafdjúpinu ríkir kyrrð og friður. Leikur öldunnar við út- nes og voga er léttur og mjúkur sem meyjar koss. í»arna vestan við flóann, í litlu hvitu húsi, undir lágum hæðum, á bakkanum rétt niður við sjó- inn, dvelur kona, sem nú hefur iifað hálfan níunda áratug. A tímamótum sem þessum, er vert að líta um farinn veg, og gott þeim, sem ungir eru að vera leiddir á slíkan sjónarhól. Líf og starf Ragnheiðar Hall- dórsdóttur húsfreyju frá Bæ í Steingrímsfirði hefur þann veg í farveg fallið, að ungir mega þar margt af læra. Það væri hægt að skrifa langt mál um starfsferil Ragnheiðar, þessar lífsgiöðu heilsteypu komu, sem sýnt hefur svo frábæran tnanndóm og gefið f<jjrdæmi, sem fcverri íslenzkri konú og móður væri virðing að hafa sem mark- *nið göngu sinnar. En langt mál — eða stutt — segir aldrei sögu hennar alla. Það er glaður eldur hins innra lífs, sem gjört hefur hana sterka og starf hennar heilla drjúgt. Ragnheiður er fædd í Dölum vestur, en öil sín starfsár hefur hún dvalið norður á Ströndum, Hengt að Bæ við Steingrímsfjörð. Ung að árum giftist hún Guð- fnundi Guðmundssyni ættuðum úr Steingrímsfirði. Guðmundur varð kunnur aflamaður og sjó- SÓknari norður þar um tugi ára. t>egar þau hjón hófu samstarf sitt var ekki gulli sópað 1 greipar þeirra, en þau áttu þær eðlis- eigindir, sem giftudrjúgar reynd- ust, samhug, lífstrú og starfs- vilja. Síðustu ár 19. aldarlnnar voru érfið um Strandabyggðir, munu þau Guðmundur og Ragnheiður |þá oft hafa átt í vök að verjast, en þau „litu fram en aldrei aft- ur“. Eins og áður er sagt stund- aði Guðmundur sjóróðra, varð Ragnheiður því að standa vörð um heimilí þeirra og þar varð hlutur hennar stór. Ekki er ólík- legt að henni bafi stundum fund- szt dægrin löng, þegar maður hennar var á sjó, en stormurinn þaut og hafaldan sauð á boðum ©g blindskerjum Strandaflóans, en þangað var sótt til fanga. Annara kosta var ekki völ. Barna hópurinn, sem stöðugt stækkaði, jók athafnaþörf heimilisins. En úr brosandi augum barna sinna Jas hún fyrirheit þeirrar lífs- framvindu, sem hún þráði, og það gjörði erfiðleikana yfirstígan- Jegri og auðunnari. .Frá Bæ í Steingrímsfirði er vítt að líta norður um Húnaflóa ©g inn og austur til Húnaþings. Grímsey, fögur, há og hömrum girt, rís frá djúpi skammt undan landi, 1 Bæ varð staðfesta þeirra hjóna, Guðmundar og Ragnheið- er, eftir flæking og örðugleika frumbýlisáranna. Þar var þeim velsæld búin og þar uxu börn þeirra úr grasi. — Fallegar konur og hraustir menn— Og nú, þegar líður að leiðarlokum gleðst hún, því enn þá er yfir henni árroði hins nýja tíma. Um 250 einstaklingar, kon- ur og menn, geta í dag kallað hana móður og ömmu. Svipmót hennar á eftir að sjást víða um byggð og í borg. Mun henni þá þykja sér fulllaunað erfiði langr- ar ævi, ef það svipmót yrði jafn an merki manndóms og staðfestu. Eg hefi trú á því, að ef Ragn- heiður hefði verið seinna á ferð, að 'þá mundi hún hafa staðið í fylkingarbrjósti þeirra kvenna, sem láta að sér kveða á vett- vangi þjóðmála, til þessa gefa gáfur hennar og starfshæfni til- efni. En — makinn, börnin og heimilið hefði æítð verið hennar fyrsta — Þar fann hún, og hefði alltaf fundið lýsigull lífs síns, og svo mun jafnan verða um allar þær konur, sem eðliseigindir hennar hafa, á hvaða öld, sem þær fæðast. hreystin ein, er þeirra laun. Þannig kemst Ragnheiður að orði um syni sína í kvæðinu Grímsey. Og nú er liðið langt á ævidag- inn. Nú gefst tóm til að líta yfir farinn veg og ylja sér við arineld minninganna. Nú lætur hörpu- sláttur úthafsins í eyrum hennar sem ljúfur tónn liðinna daga. Hvarvetna þar sem leið hennar hefur legið á hún vinum að fagna, og þar sem hún festi ræt- ur hafa arfar hennar einnig frá rót runnið. Þrír synir hennar, Guðmundur Ragnar, Halldór og Gúðjón eru stórbændur í Bæ í Steingríms- firði. Björn og Karl eru búsettir á Akranesi. Ingi, Hermann og Gunnar búsettir í Reykjavík Rekur Gunnar þar útgerð og auk þess fiskverkunarstöð í Grinda- vík. Þrjár dætur hennar Vigdís, Þuríður og Agústa eru búsettar á Hólmavík en Matthildur á Akranesi. Má segja að svo hafi úr ráðizt, sem til var stofnað um athafnir til sjós og lands. Ennþá er Ragnheiður ern og hress, skapheit sem forðum og fylgist vel með öllu, en dagsbirt- an er aðeins orðin sem grá móða, en gegnum þá móðu greinir hún æðri sólarsýn og æðrast því ekki. I kyrru veðri, þegar bjart er yfir byggðum Húnaflóa, sé ég glöggt skil þeirrar byggðar, sem sterkast ber svipmót Ragnheiðar í Bæ. Þangað sendi ég henni hljýja kveðju. Megi bjartur ljómi hinnar eilífu lífssólar leika um hana síðustu æviárin og hún svo kveðja sem hún hefur lifað. Þá er vel. Þ. M. Leikrit Thomasar Wolfe, Engill horfðu heim, verður sýnt I 25. sinn annað kvöld. Aðsókn að leiknum hefur verið ágæt, enda hlaut hann mjög góða dóma hjá blaðagagnrýnendum og er það álit margra að þetta sé ein athyglisverðasta og vandað- asta sýning, sem hér hefur verið vöi á um langan tíma. — Leikurinn var frumsýndur í byrjun október sl. og hefur gengið óslitið síðan. Óhætt er að hvetja alla til að sjá þenn- an leik. — Myndin er af Gunnari Eyjólfssyni í hlutverkl höfundarins Thomasar Wolfe og Herdísi Þorvaldsdóttur i hlutverki Helenu systur hans. 75 ára í dag: GuBmundur Jáns- son skósmiður Það er háttur margra, sem ganga á sjónarhól og horfa um farinn veg samtíðarmanna sinna að vera glöggir á tímatal þeirrar sögu, sem skráð er. Þessu er að a.estu s eppt hér. Saga góðrar konu er ljósbrot í lífssögu þjóðar, sem á sér framtíð. Saga Ragn- heiðar Halldórsdóttur frá síðustu tugum 19. aldar til þessa d.vgs, er saga sem á sér framvir.du 1 hverju góðu verki, sem synir hennar og dætur kunna að atreka á komandi dögum. Ragnheiður hefur heitið á börn sín til dáða, bæði í orðum og með eigin fordæmi. Þegar harður og illvígur vetur þrengdi kosti Strandabúans, fáru synir hennar ungir og gættu fjár í Grimsey. Lærðu þeir því snemma að þreyta fangbröð við misviðri ! bæði til sjós og lands. I ! Ungum sveinum afl og dugur eykst vð hverja slíka raun. | Styrkist bæði hönd og hugur ÞAÐ ER OFT talað um góðu, gömlu dagana. Ég hugsa um þá með spurningarmerki. Hvernig liði mér ef allt yrði eins og í gamla daga? Ef allt væri horfið, sem nú er talið sjálfsagt og ómiss andi, hvernig liti þá út hér í bæ. Líklega yrði ekki talað um góðu dagana. En gamlir Reykvíkingar muna liðna tíð, er ekki var hægt að fá nægilegt vatn, ekki kveikt á rafmagnsljósum, engin hita- veita, enginn talaði í síma og enginn hlustaði á útvarp. En samt er það svo, að minningin geymist um góða.daga og hátíð- legar stundir, og þess vegna tala gamlir menn einnig um góðu dagana. Um þetta tala góðir vin- ir, er þeir hittast á förnum vegi. Hjá gömlu kynslóðinni geymist samanburðurinn. Guðmundur Jónsson, sem á afmæli í dag, gleðst yfir fram- förunum í Reykjavík, en hann gleymir ekki gömlu dögunum, og ávallt er honum Ijúft og eðlilegt að nema staðar og bjóða trygg- um vinum góðan dag. Táp og fjör og frískir menn finnast hér á landi enn. Guðmundur er í flokki þeirra, æskufjör ólgar í æðum hans, þó að hann sé 75 ára, fæddur hér í bæ 2. febrúar 1886. Hann vand- ist því á uppvaxtarárunum að taka daginn snemma og ganga að störfum, er hann heilsaði upp- rennandi sól. Honum var eðlilegt að hlýða hinu hvetjandi kalli. Morgunandi þeirra tíma örvaði framtaks hug. Að loknu námi starfaði hann með elju og dugnaði. Með gleði gengur hann að störfum sínum, alltaf glaður og reifur. Og þeg- ar spurt er: Hvernig liður þér?, þá er svarið: „Mér líður vel í dag og áreiðanlega betur á morg- un“. Bjartsýni fylgir honum, og því veit hann, að alltaf birtir, alltaf sigrar sólin skýin. Vin- gjarnlegur glampi er í augum hans, og stundum nokkur glettni í svipnum. Gamansamur er hann og hispurslaus, hreinskilinn í skoðunum, heldur fast á sínu, lætur ekki hug sinn þegjandi. Hressandi blær fylgir honum, hið sterka handtak og milda bros lýs- ir því, sem inni fyrir býr, og það hafa menn svo oft séð og heyrt, að hann er hrókur alls fagnaðar í hópi góðra vina, stefnufastur og tillögugóður, trúr félagi og tryggur vinur. ötull í starfi geng ur hann beint að settu marki, og það vita þeir, sem hann þekkja, að hann er tryggðatröll, reiðu- búinn að auka annarra gleðl. Fagurt heimili átti hann me8 ágætri konu sinni, Þórunni Odds- dóttur. Giftust þau 21. okt. 1911. Var kona hans tíguleg og fríð i sjón, sístarfandi að velgengni manns og barna. Andaðist hún i febrúar 1943. Var þá sár harmur kveðinn að Guðmundi. En hann sagði þá og segir enn: „Berjumst hart. Orkan vaxi í hverri þraut". Sex eru börn þeirra, 4 dætur og 2 synir, og mörg eru barnaböm- in, og því stigi hefir Guðmund- ur einnig náð, að hann er lang- afi orðinn. Á þessum tímamótum er hann umkringdur af þakklát- um vinum. Niðjafjöld hyllir hann í dag, er hann heldur af- mælishátíð sína á heimili dótt- ur sinnar, en heimili hennar er að Melabraut 49. Þar verður á- reiðanlega glatt á hjalla. Guðmundur er einn hlnna traustu, rösku Reykvíkinga. Með árvekni í nýtu starfi vill hann í_ öllu sæmd fæðingarbæjar síns. Ég veit, að margir eru mér sam- mála, er ég segi: Heill fylgi þér nú og áfram. Bj. J. S4NDBUSUM UNDIRVSQNA RYÐHREINSUN & MÁLMHÚÐUN sl. GELGJUTANGá - SÍMI 35-400 Cunnar Jónsson Lögmaður við undirrétti o- hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Sími 18258. Verksmsðjuúisatan liTSALA Krepsokkabuxur tízkulitir á börn kr. 135.00 — á fullorðna kr. 158.00 Eymuncsson kjallaranum Stálnœlon buxur á slráka Karlmannasokkar kr. 15.00. Herrasportskyrtur kr. 95.00. Vinnuskyrtur. kr. 100.00. Herrafrakkar frá 390.00. Herra hájsbindi kr. 10.00. Greiðslusloppar kr. 100.00. Garðpils fyrir kvenfólk. — Amerísk Kakhi-pils aðeins kr. 20.00. Eymundsson kjallarinn Austurstræti 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.