Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. febrúar 1961 Harold Macmillan og sonur hans Maurice, sem verið hefir þingmaður síðan 1955. Hann veitir nú forstöðu bókaútgáfufyrirtæki fjöiskyldunnar. — Þrátt fyrir árásir Maurice á föður sinn og stjórn' hans. er ekki annað vitað en ávallt hafi verið — og sé — gott á milli þeirra, sem kallað er. ari og íhugulli en Macmillan — og að því leyti heppilegri þjóðarleiðtogi. — Einnig hef- ir í þessu sambandi verið nefndur Ian Macleod (47 ára gamall), núverandi nýlendu- málaráðherra — en hann er þó talinn þurfa góðan tíma til undirbúnings, áður en hann komi til greina sem forsætisráðherraefni í Breta- veldi. — Stjórnarandstöðu- flokkurinn kemur í raun og veru ekki við sögu í þessu efni, þar sem fylgi hans og álit er nú í mikilli lægð, eins og kunnugt er af fréttum undanfarinna vikna og mán- aða. — Því eins munu mögu- legar breytingar á brezku stjórninni eingöngu verða mál íhaldsflokksins í nán- ustu framtíð — ef þar verður um ewihverjar breytingar að ræða á annað borð. — þeirra eigin forsætisráð- herra — getur tryggt sér það rúm, sem ’ Bretar telja (af þjóðernisástæðum), að hon- um beri í alþjóða-stjórnmál- um. Jafnvel íhaldsþingmenn verða órólegir, þegar þeir svipast um í brezku þjóðlífi í dag, segir hið bandaríska vikurit, sem fyrr er til vitn- að. — Þrátt fyrir almenna- atvinnu, hefir útflutningurinn farið minnkan&i allt si. ár. Svo mjög, að ekki er undar- legt þótt það valdi ýmsum áhyggjum. Á öllum sviðum — í fjárfestingu, framleiðslu og efnahagslífinu almennt — I BRETLANDI og víðar er nú afar mikið rætt um gagnrýni á Macmillan for- sætisráðherra og stjórn hans, sem blossaði upp allskyndilega nú fyrir skemmstu, innan stjórnar- flokksins sjálfs, íhalds- flokksins. Gagnrýni þessi hefir vakið . enn meiri athygli en ella vegna þess, að í fylkingarbíjósti hinna óánægðu stendur Maurice Macmillan — fertugur son ur hins 67 ára gamla for- sætisráðherra. —• Það yr til nokkurs marks um, að hér þykir vera um eftir- tektarvert mál að ræða, að hin útbreiddu og virtu bandarísku vikurit, „Time“ og „U. S. News & World Report“, hafa bæði rætt það nokk — ★ -■ Við umræðu um efnahags- mál í brezka þinginu fyrir um hálfri annarri viku reis upp einn hinna yngri þing- manna íhaldsflokksins, Maur- ice Macmillan (þingmaður fyrir Halifaxkjördæmi), skók fingur reiðilega að ráðherr- um stjómarinnar og hrópaði: „Landið og atvinnuvegir þess hafa árangurslaust vænzt leiðsagnar ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum". — Stjórn- in „vafrar um þjóðleiðir, hlið argötur og öngstræti, án þess að hafa hugmynd um, hvar höfuðleiðin liggur“, sagði hinn ungi þingmaður enn fremur. ★ VITSMUNIR OG SJÁLFSTÆÐl Harold Macmillan for- sætisráðherra var ekki við- staddur þennan þingfund og heyrði því ekki hin snörpu orð sonar síns. En daginn eftir, þegar einn af þing- mönnum Verkamannaflokks- ins drap á þetta í spurninga- tíma og spurði undurfurðu- lega, hvað hér væri eigin- lega á seyði, hvort uppreisn hefði brotizt út innan Mac- millan-fjölskyldunnar — var forsætisráðherrann viðbúinn og lét ekki slá sig út af lag- inu. — Nei, svaraði hann og brosti góðlátlega, hér væri ekki um . neina fjölskyldu- uppreisn að ræða. — „Eins og þingmenn fengu að heyra í gær, hefir háttvirtur þing- maður Halifax-kjördæmis til að bera bæði vitsmuni og sjálfstæði í skoðunum. Hvað- an hann hefir þessa eigin- leika, skal ég láta ósagt“. Sonur gegn f öður ★ „ÞAÐ ÞURFUM VIÐ LÍKA A® GERA“ En, eins og fyrr segir, er hinn ungi Maurice Macmillan ekki einn um þessa gagn- rýni. — Einn af fremstu „diplomötum“ Bretlands, Gladwyn lávarður — fyrrum Sir Gladwyn Jebb, sem á sín- um tíma var fulltrúi lands síns hjá Sameinuðu þjóðun- um — sagði m. a. í ræðu í lávarðadeildinni á dögunum: „Ég er áhyggjufullur vegna þess, að mér virðist, er ég sný nú aftur heim eftir langa dvöl erlendis, að þessi þjóð sem heild geri sér ekki grein fyrir því eins og stendur, Macmillan, for- sœfisráðherra Bret- lands, er nú allmjög gagnrýndur heima fyrir — og er sonur hans þar í fylking- arbrjósti IHÍHlHíHlHtHíHÍHÍHiHÍý hvert hún stefnir, eða hvað hún í raun og veru vill gera“. Og hið víðlesna blað, „Daily Mail“, sem styður íhaldsflokkinn, lýsti stuðn- ingi við gagnrýnendur stjórn- arinnar með ritstjórnargrein á forsíðu, þar sem sagði m. a.: „Bretaveldi hefir ekki frá stríðslokum gert sér ljóst, hvað það vildi .... Aðrar þjóðir hafa ákveðið sig. Það þurfum við líka að gera“. Hverjar eru ástæðurnar til þessarar skyndilegu gagnrýni á Macmillan og stjórn hans? — „U. S. News & World Re- port“ er ekki í neinum vafa. Ritið segir: — Orsökin er hinn ungi maður í „Hvíta húsinu" í Bandaríkjunum. Bretum geðjast vel að hon- um — og hinir brezku gagn- rýnendur segja — efnislega: „Við viljum líka fá slíkan mann!“ — Og blaðið segir enn fremur: — Það sem þeir íhalds-þingmenn, er hafi gagnrýnt hinn ofur-rólynda Macmillan, vilji raunveru- lega sagt hafa, er þetta: — Ef Bandaríkjamenn geta feng ið mann eins og Kennedy til forustu, á slíkum tímum sem nú eru, — hvers vegna get- um við ekki gert hið sama? ★ SJÁLFUMGLÖÐ REKALDSSTEFNA Margir gera nú saman- burð á því, sem ýmsir með- limir flokks Macmillans vilja nefna „hina ötulu forustu" Kennedys forseta, og hinu, sem þeir helzt vilja kalla „sjálfumglaða rekaldsstefnu" þeirra eigin leiðtoga (þ. e. Macmillans). — Eru þessar raddir fyrirboði um einhvers konar uppreisn innan íhalds- flokksins brezka, er velta muni Macmillan úr sessi og ryðja veginn fyrir yngri og ötulli mann upp í forsætis- ráðherrastólinn í brezka heimsveldinu? spyr hið bandaríska vikurit — og svarar sjálfu sér því, að ekki séu líkindi til slíks „á iiæstunni". — Segir það, að Macmillan virðist óumdeilan- lega leiðtogi flokks síns nú og í næstu framtíð. Enginn ógni valdi hans — en ef svo færi, eigi að síður, að hann drægi sig í hlé af eigin hvöt- um á næstu árum, eða vegna tilmæla flokksmanna sinna, þá væri líklegasti „erfingi" hans núverandi innanríkis- ráðherra, R. A. Butler, sem er nú 58 ára gamall. Hann er af mörgum talinn varkár- ★ KENNEDY SKYGGIR Á MACMILLAN En hvað þá um hinar skyndilegu árásir á Macmill- an og stjóm hans? Ef íhalds- menn eru epurðir slíkrar spurningar, vísa flestir þeirra til Bandaríkjanna. — Flestir Bretar báru mikla virðingu fyrir Eisenhower sem hern- aðarleiðtoga — en þeir þótt- ust hins vegar ekki sjá í honum þann heimsleiðtoga (á friðartímum), sem þeir höfðu vænzt — og töldu óumdeilan lega nauðsyn. — Þess vegna taldi mikill hluti Breta, að Macmillan gegndi því leið- togahlutverki meðal vest- rænna þjóða, sem Eisenhow- er hefði sýnt sig ófæran um að sinna. — Þannig skyggðu störf Macmillans á alþjóða- vettvangi að nokkru á verk hans á öðrum sviðum. — Nú er hins vegar svo komið, að brezkir þegnar hafa veitt því eftirtekt — að Kennedy Bandaríkjaforseti hefir, á þeim skamma tíma, sem hann hefir setið á valdastóli, tryggt sér forustuhlutverk í samskiptum vestrænna ríkja við hinn kommúníska heims- hluta. Þess vegna sjá þeir nú ekki, hvar Macmillan Andvari No 265 Fundur í kvöld kl. 20.15. I. Inntaka nýliða. [I. Br. Indriði Indriðsson flytur s tjindi um siðastarfið. Eftir fund verða kaffiveitingar t g e. t. v. eitthvað til skemmt- i nar. — Félagar fjölmennið. Æ.T. I. O. G. T. VIALFLUTNIN GSSTOF A Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Simar 12002 — 13202 — 13602 ] Císli Einarsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa. augavegi 20B. — Sími 19631. Richard Bmtler — líklegur arf- taki Macmillans, ef hann segði af sér á næstunni. verður bilið æ breiðara milli Bretlands og helztu keppi- nauta þess, svo sem Þýzka- lands, Frakklands og Japans. — ★ — Þegar gagnrýnendur tala um sofandahátt Macmill- ans og stjórnar hans í efna- hagsmálunum, benda þeir gjarna á það, að á sama tíma og Kennedy Bandaríkja- forseti hafi brýnt fyrir þjóð sinni, að nauðsynlegt væri að færa fórnir til þess að vinna bug á efnahagsörðugleikum landsins, hafi Macmillan tjáð Bretum, að allt væri í stak- asta lagi: „Við höfum það gott — og við skulum reyna að halda því. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir það“, sagði forsætisráð- herrann í blaðaviðtali. Þetta vilja margir kalla sofandahátt, ládeyðusjónar- mið og öðrum álíka nöfnum — og halda því fram, að Bretland þarfnist „manns á borð við Kennedy“.... Árni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður Garðastræti 17 ÍÝJA LJÓSPRENTUNAR- TOFAN, Brautarholti 22 (geng inn frá Nóatúni) Sími 19222. Góð bílastæði. Sfórir hjólbarðar til sölu nokkur stykki. Lítið notaðir og ógallaðir. Stærðir: 1200x20 og 900x20 Upplýsingar í síma 36724. Rafmagnsperur Rafmagnsperur, 230- 110- og 32 volta fyrirliggjandi. Einangrunarband Gott enskt einangrunarband í 5 og 10 yds. rúllum fyrirliggjandi, hagstætt verð. ELANGRO TRADING Umboðs- og heildverzlun Sími 11188.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.