Morgunblaðið - 22.07.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.07.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIB Laugardagur 22. júlí 1961 Athugið Tek að mér nýlagnir breyt ingar og allskonar viðgerð ir á vatns- skólp og mið- stöðvarlcjgnum. Sími 22771. Setjum í tvöfalt gler kíttum upp glugga o.fl. — Útvegum efni. Uppl. í síma 24947. Fiskbúð til leigu sem fiskbúð eða fyrir annan rekstur eða starfsemi. — Uppl. í síma 34129. Ung hjón óska eftir íbúð, húshjálp getur komið til greina. — Skilvís greiðsla.. Uppl. í síma 36939. Rauðamöl Seljum rauðamöl og vikur gjall til uppfyllinga í grunna, í vegi, plön o.fL Sími 50997. Róleg eldri kona getur fengið herb. og fæði gegn húshjálp. Sími 17796. Til sölu Rafmagnsspíral hitadunkur 20 1. Uppl. í síma 37653. Trésmiðir Smiði vantar við mótaupp slátt. Sími 32326. Húsnæði Reglusamur maður óskar eftir herb. í Voga- Hlíða- Laugarnes- eða Smáíbúða- hverfi. Uppl. > síma 37963 eftir kl. 6. Mótatimbur Vil kaupa notað mótatimb ur 1x4“ og 1x6“. Uppl. í síma 18151. 100 ferm. hæð til leigu nálægt Laugavegi. Tilvalið til atvinnureksturs. — Sími 11873. Framreiðslutúlka Stúlka ósLast til fram- reiðslustarfa strax, á sum- arveitingahús. Uppl. Máva hlíð 37 efstu hæð. — Sími 23201. Tannlækningastofan Laugavegi 126 er lokuð á laugardögum til 1. okt. Birgir J. Jóhannsson tannlæknir. Nýtt Sængur nylonfylltar (dún- létt, riklaust) Garðastræti 25 -— Sími 14112. Einbýiishús til sölu í Miðbænum á eign arlóð. Þeir sem óska uppl. sendi tilb. til Mbl. merkt „Nýtízku íbúð — 5483“ í dag er laugardagurinn 22. júli 203. dagur ársins. Árdegjsflæðj kl. 1:00. Síðdegisflæði kl. 13:23. Slysavarðstofan er opin aUan sólar- hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrlr vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður vikuna 22.—29. júlí er í Vesturbæjar apóteki, — sunnudag í Austurbæjar apóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4. helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Næturlæknir í Hafnarfirði 15.—22. júlí r Garðar Olafsson, sími 50126. Næturlæknir í Hafnarfirði 22.-29. júlí er Kristján Jóhannesson, sími 50056. M[UM Kvenfélag Hallgrímskirkju fer skemmtiferð þriðjudaginn 25. júll kl. 7 árd. frá Hallgrímskirkju. Farið verð- ur í Vík í Mýrdal. Uppl. í síma 14442, 12297 og 13593. Dansk gudstjeneste afholdes I Dom- kirken söndag den 23. juli kl. 100.00 f.m. Præst ved Frederiksberg kirke í Köbenhavn, Dr. theol. Niels Nöj- gaard prædiker. Det Danske Selskab í Reykjavik Séra Jón Auðuns, dómprófastur er komjnn heim úr sumarleyfi. Gjafir til fjölskyldunnaT á Sauðár- króki. — NN 1000, Þengill 500, Halla 250, I.H.P. 100. Látið ekki safnast rusl eða efnts afganga kringum hús yðar. Messur á morgun Dómkirkjan. — Messa kl. 11 f.h. dr. teol. Niels Nöjgaard frá Kaupmanna- höfn prédikar, séra Bjarni Jónsson fyrfr altari. Hallgrímskirkja. — Messa kl. 11 f.h. séra Oddur Thorarensen, prédikar, séra Jakob Jónsson þjónar ásamt hon_ um fyrir altari. Elliheimilið: — Messa kl. 10 f.h. Ölaf- ar Ölafsson, kristnibogi prédikar. — Heimilispresturínn. Mosfellsprestakall. — Barnamessa í Brautarholti kl. 2 e.h. Séra Bjarni Sigurðsson Reynjvallaprestakall. — Messa a$ Saurbæ kl. 2 e.h. — Sóknarprestur. Oll göslumst vér forina, en sum af oss horfa þó til stjarnanna. O. Wjlde Oss var gefið málið tjl þess að leyna hugsunum vorum. Talleyrand Þú skalt hvorki girnast að vera jafn fágætur og gimsteinn né jafn hvers- dagslegur og steinn. # Lao Tze f Lisfasafninu í LISTASAFNI íslands eru til sýnis myndir eftir 48 inn- lenda listamenn, auk lista- verka eftir erlenda málara, sem fylla tvo hliðarsali. Ráðgert er að birta í Dag- bókinni eina mynd eftir hvern mállara, og verður það tvisvar í viku fram í septem- ber, en þá verður safnið tek ið niður um tíma. f dag birtum við mynd eftir Þórarin Þorlá'ksson (1867—1924), en hann er elzti málarinn, sem myndir ertu eft- ir í safninu. Myndin heitir Hekla og er máluð 1917. Við ræddum örstutta stund við frú Guðrúnu í Saurbæ, dóttur Þórarins, og sagði hún: — Þessi mynd er máluð á Laugarvatni eins og allar Heklumyndir föður míhs, en síðustu æviár sín dvaldi hann lengstum fyrir austan. Ég held að hann hafi verið með þeim fyrstu, sem komu auga á gæði og fegurð staðarins. Og Hekla, sem blasir við í suðri, töfraði hann. Fyrstu árin á Laugarvatni bjó faðir minn hjá Böðvari Magnússyni, hreppstjóra og bónda þar, en 1921 byggði hann sumarbú- stað við vatnið og bjuggum við þar öll fjölskyldan þar til hann lézt. 50 ára er í dag frú Jenny Jóns- dóttir, Réttarholtsvegi 27, Reykja vík. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Svala Ingi- mundardóttir, Efstasundi 79 og Gestur Sigurgeirsson, verzlunar- maður, Langiholtsvegi 58. — Framvegis vildi ég biðja ur á yður að sannreyna nýju yður að vera ekki svona fijót- fortniilurnar /+««««.«! — Heimili þeirra verður að Soga vegi 72. í dag verða gefin saanan í hjónaband í Lágafellskirkju af sr. Bjarna Sigurðssyni, Mosfelli, ungfrú Guðlaug Ástmundsdóttir (Guðmundssonar fulltrúa) Greni mel 1 Og Guðmundur S. Kristins- son (Guðmundssonar, kaup- manns) Laufásvegi 58. — Heimili ungu hjónanna verð- ur fyrst um *inn á Grenimel 1. Gefin verða saman í hjóna- band í dag af séra Jóni Auðuns, ungfrú Valdís Árnadóttir, Ing- ólfsstræti 20 og Guðmundur Kr. Magnússon, hagfræðingur. í dag verða gefin saman 1 hjónaband í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Hekla Smith, Bergstaðastræti 52 og Colin Porter, klæðskeri. Brúð- hjónin fara utan í fyrramálið. 20. þ.m. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Áróra H. Sigur- steinsdóttir, verzlunarmær I Hveragerði og Haukur Björnsson bóndi að Bæ, Höfðaströnd, Skagafirði. ÞEGAR nýja myndasagan hefst eftir helgina á Geisli geimfari sér þegar langa frægðarsögu á 25. öldinni. — Hann hefur sigrað marga óvini, svo sem neðansjávar- skrímslið á Venusi, Svarta Svaninn, óða lækninn Meteor og Tígrismennina á Marz. Síðasta ævintýri hans var á plánetunni Klettastjörnu, þar sem hann bjargaði Dark prófessor og Drínu dóttur hans úr klóm svikarans Starrs. JÚMBÖ í EGYPTALANDI + + + Teiknari J. Mora Júmbó taldi ráðlegra að hafa hægt um sig eftir þessi tvö smá-óhöpp. Hann sat þess vegna eins og brúða næstu mínúturnar. — Nei, sjáðu bara, Mikkí, sagði hann svo upp úr eins manns hljó&i, — allur snjór- inn er bráðnaður og jörðin er öll græn og blá. Það var nú reyndar ekki land, heldur haf, sem þau flugu nú yfir .... að öðru leyti var þetta rétt hjá Júmbó! Mörgum klukkustundum síðar flugu þau yfir eyði- mörkina. —• Farþegar, gjörij svo vel að spenna beltin ... * við ætlum að fara að lend+ heyrðist í hátalaranum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.