Morgunblaðið - 22.07.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.07.1961, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. júlí 1961 Engin dvænt úrslit MEISTARAMÓT íslands i frjálsum íþróttum hófst á Laugardalsvellinum í fyrra- kvöld í mildu og góðu veðri en eftir nokkra rigningu. Keppt var þann dag í 8 greinum en mótinu var fram haldið föstudag (í gær) og lýkur á morgun sunnudag. • Ekkert óvænt Úrslit á fyrsta degi mótsins færðu fátt óvænt fram í dags- Ijósið. Sigurvegarar vöru yfir- leitt þeir sem búizt hafði verið við og um „toppárangur“ var hvergi að ræða. Hins vegar var þátttaka í ýmsum greinum, held- ur meiri en verið hefur og ber þar spjótkasttö hæst. Þar kepptu 10 menn um íslandsmeistaratit- ilinn. Ef slík þátttaka fengizt allar greinar væri mótið ólíkt svipmeira. Meðal keppenda í spjótkastinu var Jóel Sigurðs- son sem nú hefur keppt á Meist- m. Tvær gamlar kempur sem sett hafa svip á mót vkkar um og yf- ir 20 ár Jóel og Gunnar Huseby. aramóti íslands í yfir 20 ár. Fordæmi hans er öðrum til fyr- irmyndar og mjög lofsvert. • Ummæli Jóels — Ég hef ánægju af að vera með í keppni, sagði Jóel við tíðindamann Mbl. á móti fyr- ir nokkru. En mér finnst mjög í stðng [ GÆRKVÖLDI setti Valbjöm Þorláksson nýtt glæsilegt íslands met í stangarstökki. Stökk hann 4,50 í annarri ilraun og bætti met ið um 3 cm. Hafði hann sett ís- landsmet fyrir nokkru á Bislet í Noregi og stökk þá 4,47. Fyrr um kvöldið hafði Val- björn orðið fslandsmeistari í 100 m hlaupi. Sögðu viðstaddir, að í metstökkinu hefði hann flogið yfir stöngina og verið allt að 20 sm yfir. Byrjaði Valbjörn á því að stökkva 3,80 og síðan var hækkað jafnt og þétt. Hann fór yfir allar þessar hæðir í fyrstu atrennu, en nærstaddir sögðu að það hefði vafalaust spillt fyrir honum hversu lágt hann byrjaði. Þreyta hefði verið farin að segja á það skorta að þátttaka sé nógu almenn. Það er eins og strákarnir vilji ekki vera með nema þeir hafi miklar sigur- vonir. En það er ekkert verra að vera með þó ekki vinnist sigur. Og ef enginn er með nema þegar hann býst við sigri — þá verðtur sú stund er sigurinn ekki næst nokk- uð sár. Þessi orð Jóels eru Iærdóms rík. Við þurfum fleiri „Jóela“ í íþróttir okkar. • . Valbjörn beztur Það sem helzt kom á óvart í fyrrakvöld Var sigur Valbjarnar í 200 m hlaupinu. Sá sigur sann- ar enn að hann er beztur okkar hlaupara í dag og sú staðreynd að „ekki sérfræðingur“ í grein- inni er beztur er harla ömurleg. Valbjörn náði bezta tíma íslend- ings í ár í þessu hlaupi. En að öðru leyti tala úrslitin skýrustu máli um þetta fyrsta kvöld. Úrslit í einstöku greinum urðu þessi: 200 m hlaup. fsl. meist: Val- björn Þorláksson ÍR 22,8, 2. Hörður Haraldsson Á 23,1, 3. Grétar Þorsteinsson Á 23,1, 4. Magnús Jakobsson UMSB, 24,9. Kúluvarp. ísl. meist. Guðm. Hermannsson KR 15,69, 2. Gunn- ar Huseby KR 14,99, 3. Ólafur Þórðarson ÍA 13,70, 4. Hallgrím- ur Jónsson Á 13.69. Hástökk. ísl. meist. Jón Þ. Ól- afsson ÍR 1,90, 2. Sig. Lárusson Á 1.70, 3. Ingólfur Hermannsson ÍBA 1.65, 4. Ólafur Sigurðsson ÍR 1.60. Langstökk. fsl. meist. Vilhjálm ur Einarsson ÍR 7.06 m., 2. Einar Frímannsson KR 6.66, 3. Þor- valdur Jónasson KR 6.57, 4. Kristján Eyjólfsson ÍR 6,07. 500 m hlaup. ísl.meist. Krist- leifur Guðbjörnsson KR 14.58.0, 2. Agnar Levy KR 15.56.8. 400 m grindahlaup. ísl.meist. Sigurður Björnsson KR 57,9, 2. Hjörleifur Bergsteinsson Á 59.6, 3. Sig. Lárusson Á 60.6, 4. Helgi Hólm 63.8. 800 m hlaup. ísl.meist. Svavar Markússon KR 1.57.7, 2. Steinar Framh. á bls. 19 íslandsmótid í handknattleik utanhúss Snell vann Waern í 1000 m Á frjálsíþróttamóti í Kristine- hamn í fyrrakvöld kepptu ýmsir af þekktustu hlaupurum heims- ins. í 1000 m hlaupi vann Snell Nýja-Sjálandi á 2.20.4 en annar var Dan Waern Svíþjóð á 2.21.7 mín. Þriðji varð Per Knuts Sví- þjóð á 2.22.8. í 3000 m hlaupi sigraði Murnay Halberg Nýja-Sjálandi á 8.01.2 en annar var Ástralíumaðurinn Dave Power á 8.08.0. í spjótkasti sigraði Knuf Fred- riksson Svíþjóð með 73,98* og í hindrunarhlaupi Tedenby Sví- þjóð á 8.54.6, Tjörnebo Svíþjóð varð annar á 8.55.1 og Ragnvald Dahl Noregi þriðji á 9.14.2. ISLANDSMÓTIÐ í Handknatt- leik utanhús í meistaraflokki karla, fer fram að Hörðuvöllum í Hafnarfirði dagana 22. júlí til 29. júlí. — Þáttakendur eru fimm F.H., Víkingur, Fram, Ármann og Í.R. Laugardagur 22. júli. Kl. yíkingur — F. H. Ármann — í. R. Sunnudagur 23. júlí. Kl. 3. Fram — Víkingur. F. H. — Ármann. Þriðjudagur 25. júlí. Kl. 8. Hér er Axel Kvaran í Vest- mannaeyjasundi sínu. Hann er enn nálægt Eyjum, sem sjást í baksýn — og enn í lygnum sjó. Er lengra kom ýfðist bár- an og sundið varð erfiðara. En hér er Axel eins og í sund- laug ef undan eru skilin hlífð argleraugun og feitilagið. Ljósm.: Pétur Eiríkssön. f. R. — Fram Víkingur — Ármann. Fimmtudagur 27. júlí. Kl. 8. F. H. — f. R. Ármann — Fram. Laugardagur 29. júlí. Kl. 3. Víkingur — f. R, Fram — F. H. Svœðamótið frá í fyrra teflt upp Friðrik Ólatsson tekur þátt í tveimur stórmótum á nœstunni Næstkomandi þriðjudag heldur Friðrlk Ólafsson, stórmeistari, til Tékkóslóvakíu þar sem hanrr tekur þátt í svæðamóti, en for- seti alþjóða skáksambandsins hefur úrskurðað, að svæðamót það, sem teflt var í Hollandi á sl. ári og olli miklum deilum sökum þess, að Austur-Þjóðverja var þá synjað um landvistar- leyfi, verði teflt aftur. Að svæða- mótinu í Tékkóslóvakíu loknu, heldur Friðrik til Júgóslóvakíu og tekur þar þátt í öðru móti. Mbl. náði tali af Friðrik í gær, og skýrði hann svo frá, að er austurþýzka skákmanninum var synjað um landsvistarleyfi í Hol- landi í fyrra, hefðu allir austan- tjaldsmennirnir gengið úr leik. Forseti alþjóðasambandsins hefði engu að síður úrskurðað, að mótinu skyldi haldið áfram með þeim tíu, sem eftir voru, en átta gengu úr leik. Var mótið síðan teflt, og bar Friðrik sig- ur úr býtum. Nú hefur hins vegar skipazt svo að forseti skáksambandsins hefur orðið að taka tilllit til kröfu austanmanna og úrskurð- að að mótið verði teflt aftur, í Marianske Lazny í Tékko- slóvakíu. Stendur móti í mánuð eða sVo, en að því loknu heldur Friðrik til Bled í Júgóslavíu. Á þeim stað vann fyrrv. heims- meistari Alekhine sinn stærsta skáksigur 1931, og er nú mót haldið þar I minningu þess. 20 keppendur taka þátt í mótinu, allt stórmeistarar. Meðal þeirra eru þrír Bandaríkjamenn og fimm Rússar, en alls munu vera milli 20 og 30 stórmeistarar í heiminum. Aðspurður um útlitið á þessu móti, sagði Friðrik Ólafsson: — Það verður mikil harka þarna, og aðalatriðið er að vera ekki neðstur. Þetta verður senniiega sterkasta skákmótið, sem hefur verið haldið. Það er hvergi veik ur punktur og maður er ekki öruggur um neitt. MIKIL grózka er nú í sundíþrótt í Noregi og hafa norskir sund- menn sett ótal met að undan- förnu.. Hið nýjasta þeirra var sett í fyrrakvöld. Synti Rolf Bagle þá 400 m skriðsund á 4.41.3 mín. Var það á móti í Finnlandi. Enska knattspyrnan .... ,. 333 Akurnesingar'' til Færeyj a Akranesi, 21. júlí MEI^TARAFLOKKUR knatt- spyrnumanna af Akranesi siglir n.k. mánudag til Færeyja. Fara þeir þangað í boði tveggja knatt- spyrnufélaga í Þórshöfn og eiga Akurnesingar að keppa á Ólafs- vökunni. Grípa þeir tækifærið og fara með skipinu Leon, sem flytur héðan sement til Skot- lands. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.