Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 2
> 2 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. okt. 1961 Dilkurinn vó 30,5 kg. Húsavík, 4. Okt. — í>yngsti dilkur, sem menn vita til, að hér hafi verið slátrað, fór á blóðvöllinn í sláturhúsinu fyrir nokkru. Hann vó hvorki meira né minna en 30.5 kg. Ættaður var hann frá Vogum í Mývatnssveit, eign Guðfinnu Stefánsdóttur, hús frúar þar. Ærin bar nafnleysingj anuim 27. apríl, svo að hann er ekki neitt sérstakt fyrirmáls- lamb, þvi að um það leyti er burð ur hér um slóðir almennt að hefj ast. Hér verður nú slátrað 38.800 fjár, en í fyrra var slátrað 35800. Meðalþungi virðist ætla að verða meiri í ár en í fyrra, og vænst reynist féð úr uppsveitum. Líður sæmilega MORGUNBLAÐIÐ spurðist fyrir um það á Akureyri í gærkvöldi, hvernig Hrafnkatli Valdimars- syni, bónda á Hofi í Vopnafirði, sem veiktist í göngum fyrir aust an, liði, en hann var fluttur norð ur í sjúkraflugvél, eins og frá var greint í blaðinu í gær. Blað inu var tjáð, að honum liði sæani lega, og hefði hann ekki verið skorinn upp enn. Ekki er víst hvort af uppskurði verður. Knupfélugi Kdpuvogs slitið Á SUNNUDAGINN var haldinn síðasti fundur í Kaupfélagi Kópavogs. Fundarefni var „félags slit“, og voru slit fédagsins samþykkt. Tilboða var ekki leit að í eignir félagsns, eins og venja er, þegar félögum er slit ið. Eignirnar voru talsverðar, þ.á. m. stórt og nýtt verzlunar- og skrifstofuhús á Álfhólsvegi 32i Samband íslenzkra samvinnu- félaga mun hafa yfirtekið eignir félagsins og talið er, að það muni afhenda þær KRON. Rússar gengu út New York, 4. okt. — Þegar utanríkisráðherra þjóðern issinnastjórnarinnar á Formósu hóf mál sitt á Allsherjarþinginu í dag gekk rússneska sendinefnd in úr salnum og sendinefndir hinna kommúnistaríkjanna fylgdu fordæminu. — Kínverski ráðherrann hvatti Allsherjarþing ið til þess að koma í veg fyrir að SÞ. biðu sömu örlög og Þjóða bandalagið hefði hlotið. 400 hand- feknit - ACCRA, 4. okt. í dag lét Nkrum ah handtaka um 400 manns, sem sakaðir eru um að hafa setið á svikráðum við ríkisstjórnina og ætlað að hrifsa völdin í sínar hendur. Meðal þeirra eru menn úr öllum stéttum, m.a. margir járnbrautarstarfsmenn, sem ver ið hafa í verkfalli í nokkra daga. Einn hinna handteknu er tengda sonur brezka stjómmálamanns- ins Sir Stafford Cripps, sem lézt fyrir nokkrum árum. Samvinnumenn æskja inngöngu Osló, 4. okt. — Stjórn norska samvinnusambands ins beindi í dag þeim tilmælum til norsku stjórnarinnar, að Nor egur sæki um inngöngu í Efna hagsbandalag Evrópu og fulltrú ar norsku stjórnarinnar byrjuðu viðræður við fulltrúa Efnahags- bandalagsins eins fljótt og auðið væri. Á Kópaskeri er sömu sögu að segja twn meðalþungann. Þar verður nú slátrað 26500 fjár. — Þyngsti dilkur þar er 26 kg, en sá þyngsti, sem menn muna eftir frá fyrri tíð, vó 28 kg, svo að met Vogadilksins virðist ekki í hættu. — Fréttaritari Dr. Sigurður heiðursíélagi OSLÓ, 4. október. — Dr. Sigurð- ur Þórarinsson var einn sex vís- indamanna, sem gerðir voru að heiðursfélögum norska landfræði félagsins í kvöld, er það minntist Friðþjófs Nansen með veglegu hófi. Meðal gesta var Norégskon- ungur. 120 millj. til SÞ NEW YORK, 4 . okt. V-Þýzka- land hefur fært Sameinuðu þjóð unum fjárhæð samsvarandi 120 millj. íslenzkra króna. Er féð gef ið til þess að greiða hluta af kostnaði S.Þ. í Kongó og er þetta í fyrsta sinn að ríki, sem ekki er aðili að samtökum SÞ. gefur fé til Kongó-aðgerða *S.Þ. Knapp- stein, hinn fasti áheyrnarfull- trúi V-Þýzkalands hjá S.Þ., af- henti peningaávísunina í dag og sagði, að þetta væri vinargjöf til þjóðarinnar í Kongó. Skógaskóli fær rafmagn frá Sogi I FYRRAKVÖLD var rafmagni frá Sogi hleypt á í Skógaskóla, en sem kunnugt er varð skólinn Ný tösku- o£f hanzkaverzlun Á ÞRIÐJUDAGINN var opnuð ný verzlun á horni Skólavörðu- stígs og Bergstaðastrætis, þar sem áður var mjólkurbúð Sam- sölunnar. — Heitir verzlunin Tösku- og hanzkabúðin og er eigandi hennar Ingibjörg Jóns- dóttir. Svínr sækjn í mónnðnrlok HARPSUND, 4. oktober — Svíar munu sækja um inn- göngu í Efnahagsbandalag Evrópu — í fyrsta lagi í lok þessa mánaðar sagði sænski verzlunarmálaráðherrann í dag að afloknum fundi ríkis- stjórnarinar með fulltrúum frá ýmsum greinum atvinnu- Iífsins. Hugsanlegt er, að Sví ar, Austurríkismenn og Sviss lendingar sendi samhljóðandi beiðnir um upptöku. — Ástæð an til þess að Svíar hafa sleg ið málinu á frest er sú,að þing ið mun ekki fjalla um málið fyrr en kringum, 20. október. Tösku- og hanzkabúðin verzl- ar aðallega með, eins og nafnið gefur til kynna, töskur af ýms- um gerðum og stærðum, hanzka o. fl. varning kvenfólki við- komandi, svo sem slæður, snyrti vörur, hálsfestar o.s.frv. Mest- megnis eru töskurnar flujtar inn frá Þýzkalandi. Meðfylgjandi mynd er af Ingi björgu Jónsdóttur í verzlun sinni, ásamt afgreiðslustúlk- unni. m • 1 • r f* A* 1 veir pjotnaoir upplýstir RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur nú upplýst tvo þjófnaði, sem framdir voru fyrr á árinu. Sá fyrri var framinn af tveimur mönnum 20. febrúar í Verzl .Foss berg, Vesturgötu 3. Þar var stolið þremur haglabyssum og riffli með sjónauka. Byssurnar höfðu verið seldar norður í Húnaþingi, og sótti rannsóknarlögreglan þær á sunnudag. Annar þeirra félaga brauzt inn í Skeifuna 5. ágúst og stal miklu af tóbaki. Báðir hafa játað. fyrir því óhappi í haust að raf stöð hans brann. Rafmagnsveit ur ríkisins brugðu við og lögðu línu að skólanum á þremur vik um. Hér er ennfremur um að ræða þýðinganmikinn áfanga í rafmagnsmálum Rangæginga því rafmagn er ekki komið lengra austur á bóginn. Með tilkomu raf magns í Skógaskóla má þó heita að rafmagnslínurnar nái að aust urmörkum Rangárvallasýslu. Alsírmaður yfir fótgönguliðinu Parjs, 4. okt. — í dag var Ahmed Rafa, eini mú- hameðski hershöfðinginn í Alsír, skipaður yfirforingi franska fót gönguliðsins í Alsír. Þessi fregn kom mjög á óvart í París og er nú talið fullvíst, að Rafa eigi að verða yfirforingi öryggissveit anna, sem de Gaulle sagði að stofnaðar yrðu bráðlega. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að sveitir þessar eigi að telja 30 þús. manns og eiga þær að halda uppi lögum og reglu í Alsír þar til de Gaulle hefur leitt landið fram til sjálfstjórnar. ÞANN 1. október hélt Franco upp á 25 ára afmælt stjórnar sinnar með mikilli hersýningu i bænum Burgos, en einmitt í þeirri bor>g fékk hann völdin í hendur 1. október 1936. Hér er Franco ffyrir miðju að baki hermannanna) og heilsar hergöngunni. Myndarleg gjöf til Háskólans HJÓNIN FRÚ Unnur Ásmunds- dóttir og Ásgeir Magnússon frá Ægisíðu hafa nýlega afhent Há- skólanum myndarlega gjöf til eins herbergis 1 nýjum stúdenta garði, og hafa þau í huga að gefa síðar húsgögn í herbergið, er bera skal’nafnið Ægisíða. Skal stúdent úr Vestur-Húnavatns- sýslu h§fa forgangsrétt til að búa í herberginu. Háskóli íslands þakkar gefend um þessa mikilsmetnu gjöf. Aflabrögð á Akranesi Akranesi, 4. okt. — Sex línubátar voru á sjó í gær. Aflahæstir voru Skipaskagi og Fiskaskagi með 7 torm hvor af þorski og ýsu. Reynir bræddi úr sér, en komst hjálparlaust í land. Ver köm inn í dag eftir fjögurra lagna útilegu með 12 tonna afla. Einhverjir dragnótabátar vorú úti í fyrrinótt. Flosi var hæstur með 200 kg. Fimm línubátar héðan eru á sjó í dag. — Oddur, Z' NA 15 hnúior / SV 50 hnútor ¥: Snjókoma 9 OSi • V Skúrír K Þrumur mss KuUaokil Hiioskit Léuíi 1 v"" —t—,r™r— Grunn lægð og nærri kyrr- stæð við vesturströnd íslands og veðurlag svipað því, sem verið hefur undanfarna daga: Skúraveður sunnanlands og hæg S-átt; þurrt og þægilegt veður norðanlands og austan. Yfir Norðurlöndum er há- þrýstisvæði og óvenjulega hlý S-átt er á hafinu milli Noregs og íslands, enda er 9 st. hiti norður á Jan Mayen. Veðurhorfur í Rvík og nágr.: SA og síðan SV gola; skúrir en bjart með köflum. á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.