Morgunblaðið - 30.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.12.1961, Blaðsíða 3
Iiaugardagur 30. dee. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 vera um 500 þúsund. Bögglapóstur frá útlöndum var 5000 pokar, bögglapóstur utan af landi um 3000 pokar en allur bögglapóstur, sem sendur var frá Reykjavík út á land og til útlanda var um 5000 pokar, eða rúmlega 100 tonn. 120 skólapiltar voru ráðnir til viðbótar starfsliði því, sem fyrir var, og hafa því um 250 manns starfað við jólapóstinn 1 Reykjavík. Dreifing jólapóstsins gekk mjög vél. Afgreiðslutími póst- hússins var lengdur, og síðustu tíu dagana fyrir jól var opið frá kl. 8:30 til kl. 19. Á Þor- - og 13 þústind pokar aff bögglapósti HVORKI meira né minna en hálf milljón bréfa fóru um Pósthúsið í Reykjavík nú fyrir jólin, og má reikna með að jólapósturinn hafi verið fyrir jóiin nokkru meiri en í fyrra, en þá voru bréfin 476 þúsund talsins. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir um bréfa- fjöldann í ár, en hann mun Neðri myndin sýnir fast starfslið bréfadeildar póst- hússins en hin efri 120 manna hóp, sem ráðinn var til skamms tíma fyrir jólin. láksmessu var opið til kl. 12 á miðnætti og á aðfangadag voru allar deildir pósthússins opnar til hádegis til þess að auðvelda fólki að sækja jóla- póstinn, aðallega böggla. Líkt og venjulega er tals- vert um vanskilabréf og í mjög mörgum tilfellum hafa bréf ekfci komizt til skila vegna þess að gleymst hafði að skrifa á þau heimilisfang viðtakanda. Hálf milljón bréfa „JVýtt off úreit“ 22. bœklingur Neyfendasamfakanna ÚT er kominn :nn einn bækl- ingur frá Neytendasamtökunum, og nefnist hann „Nýtt og úr- elt“. Er hér um að ræða erindi það, sem Sveinn Á^geirsson, hag Mennmgar- málastarf Evrópnráðsins Á FUNDI ráðherranefndar Evrópuráðsins, sem haldinn var í París í miðjum desember, var ákveðið að setja á stofn Sam- starfsráð um menningarmál. Er því ætlað cð gera tillögur til ráð- herranefndarinnar um stefnu Evrópuráðsins í menningarmál- um. Þrjár fastanefndir munu verða Samvinnuráðinu um menn ingarmál til aðstoðar. Mun ein þeirra vinna að málum, sem varða æðri menntun og rann- sóknir, önnur fjalla um almenn fræðslumál úg tæknimenntun og hin þriðja um ýmis æskulýðs- og fræðslumál, sem ekki varða skólastarf. Á ráðherrafundinum var af hálfu nokkurra ríkja undirritað- ur sáttmáli um sameiginleg vega- bréf í hópferðum unglinga. Er undirbúningur sáttmálans ein af mörgum ráðstöfunum, sem gerð- ar hafa verið af Evrópuráðinu til að auðvelda ferðir milli ríkja í Evrópu. fræðingur, flutti í útvarpið fyr- ir skömmu og mikla athygli vakti. Þó má ætla, að margir hafi af því misst í jólaönnun- um, en hér er um svo veiga- mikið hagsmunamál neytenda að ræða, að Neytendasamtðkin vilja leggja á það ríka áherzlu. Erindinu fylgir eftirmáli og við- bót I bæklingnum. Nýlega kom út 21. bækling- ur samtakanna, „Mælt og veg- ið“. Hafa þessir tveir bækling- ar verið sendir meðlimum sam- takanna. 5000 meðlimir Meðlimý- Neytendasamtakanna mennafelag Biskupstungna hafði frumsýningu á sjónleiknum „Lén harði fógeta“ eftir Einar H Kvar an í félagsheimi'li sínu, Aratungu, í gærkvöldi. Leikstjóri er Eyvind ur Erlendsson en með aðalhlut- verk leiksins fara Sigurður Þor steinsson, er leikur Lénharð fó- geta, Sigurður Erlendsson, er leik ur Eystein úr Mörk, Halla Bjarna dóttir er fer með hlutverk Guð- nýjar. Jóhann Eyþórsson leikur IngóOf bónda á Selfossi, föður Guðnýjar, og Amór Karlsson, er fer með hlutverk Torfa sýslu- manns í Klofa. Aðrir leikendur eru Bragi Þorsteinsson. Skarphéð inn Njálsson, Kristrún Sæmunds dóttir Sigurjón Kristinsson, Er- eru nú úm 5000. Af ofannefnd- um bæklingum voru prentuð 6500 eintök og hefur verið á- kveðið, að þeir sem gerast með- limir samtakanna fram að ára- mótum fái þá heimsenda, en teljast þó aðeins meðlimir frá áiamótum. Argjald er kr. 45. Tekið verður á móti nýjum með lirtium í síma 1 97 22 alveg fram á gamlaársdag, einnig á kvöld- in. Síðustu tvo daga sl. árs var tekið á móti 500 nýjum meðlim- um og öðrum 500 fyrstu viku ársins. Er þess vænzt, að eigi verði minni árangur um þessi áramót. Það skal tekið fram, að þess- ir bæklingar eru þeir síðustu, sem Neytendasamtökin gefa út í þessu formi, þar sem útgáfa samtakanna breytist frá ára- mótum. lendur Gíslason, Gústaf Jónas- son. Magnús Sveinsson, Málfríð- ur Jónsdóttir, Ólöf Gísladóttir, Björn Sigurðsson, Egilll Egilsson, Jóhannes Jónsson og Sveinn Skúlason. Leiktjöld gerði Eyvindur Er- lendsson. Ljósameistari er Garð- ar Hannesson. og búninga gjörðu Sjöfn Halldórsdóttir og Elín Ól- afsdóttir. Hvíslari er Eiríkur Sæ land. Húsfyllir var á sýningunni, og var leiknum ágætlega tekið. Leik endur og leikstjóri voru ákaft hylltir að leikslokum. Næsta sýn ing er ákveðinn í Aratungu nk. laugardavskvöld og síðan á Laug arvatni hinn 7. janúar. — Gunnar. „Lénharáur iógeti“ í Aralungu SELJATUNGU. 28. des. — Ung- ,,/ón á Stapa" Nýlt skip til Olafsvíkur ÓLAFSVÍK, 28. des. Hingað kom í morgun eldsnemma nýr 119 lesta bátur, sem heitir Jón á Stapa eftir föður Víglundar Jóns sonar og þeirra bræðra, sem bát inn eiga. Þetta er glæsilegt skip rneð öllum nýtízku fiskileitar- og sigl ingartækjum. í bátnum er 520 ha díselvél. Ganghraði er um 11 mílur. Báturinn var smíðaður í Djup vik í Svíþjóð- Hann kom við í Marstrand og síðan í Haugasundi, þar sem hann tók saltfarm. Ferð in gekk prýðisvel í alla staði. Jón á Stapa er nýjasti og stærsti bát ur flotans í Ólafsvík. Formaður á honum verður hinn kunni afla meður Tryggvi Jónsson. Bátnum sigldi heim Guðni Jóhannsson. IWik.il atvinna í Ólaffsvík ÓLAFSVÍK, 28. des- Hér hefur verið mikil atvinna í haust og mikið um byggingaframkvæmdir Bærinn hefur ekki í annan tíma verið betur skreyttur og upplýst ur en um þessi jól og mdkið um skreytingar á húsum og í görð- um. — Fréttaritari. ‘ 8TAKSTEIIVAR Kommúnistar jólatrén Kommúnistum er illa viS jólatré. Jóhann Hannesson pró- fessor skýrði frá því í ágætu erindi, sem hann flutti í út- varpið í fyrrakvöld um jólatré og sögu þeirra, að í löndum kommúnista hefðu jólatré verið bönnuð eða á þau lagður svo hár tollur, að almenningi væri ókleift að kaupa þau og nota þau í sambandi við hátíðahald á jólum. En hvers vegna hatast komm- únistar við jafn saklausan og fallegan hlut og lítið jólatré? Ástæðan er einfaldlega sú, að þeir telja það tákn kristiana jóla og trúar. Styrjöld kommúnista við jóla- tréð gefur góða hugmynd um það trúfrelsi, sem ríkir í komm- únísku þjóðfélagi. Allt, sem unnt er, er gert til þess að tor- velda fólkinu að halda mestu hátíð ársins hátíðlega. Það má ekki einu sinni gleðja börn sía með þvi að kveikja ljós á litlu jólatré. Nehru bíður áfikÍMMtSi Nehru, forsætisráðherra Ind- I lands, hefur beðið mikinn áUts- hnekki um allan hinn lýðræðis- sinnaða heim eftir að hann hóf hernaðaraðgerðir gegn Portúgöi- um i G o a . — S j á 1 f u r hefur h a n n ævinlega fordæmt h v e r s konar o f b e 1 d i i viðskipt- um þjóða í milli. — Hann hefur vUjað láta líta á s i g sem h i n n tuikla postula I friðar o g sátta meðal manna. Það er vissulega engin afsök- un fyrir hernaðaraðgerðum Nehrus, að nýlenduskipulagið er úrelt og á fallandi fæti. Þróun- in gengur öruggum skrefum í þá átt, að allar nýlenduþjóðir fái frelsi og sjálfstæði. Portú- galar hefðu áreiðanlega innan skamms tíma orðið að rýma Goa, sem þá hefði á friðsam- legan hátt getað sameinast Ind- landi. En Nehru vildi ekki bíða eftir þessari þróun. Hann lét vopnin skera úr ágreiningi sín- um og Portúgala. Með þessu atferli hefur Ind- land tvímælalaust gerzt sekt um brot á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Er það vissulega töluverður hnekkir fyrir sam- tökin. Ofaníát Túnans Alþýðublaðið birti i gær for- ystugrein, þar sem ræddar eru hrakspár Tímans og Framsókn- armanna og bent á, að þær hafi reynzt fjarstæða. Síðan er komizt að orði á þessa Ieið: „Nú hefur atvinnulíf lands- manna verið svo blómlegt, at- vinna svo mikil og tekjur fólks svo góðar að jafnaði, að engin dæmi eru slíks fyrr. Tíminn sér, að þetta muni varla fara fram hjá landsmönnum. Þess vegna skrifar hann leiðara eftir jólahvíldina til þess eins að reyna að telja fólki trú um, að velmegunin sé ekki stjórninni að þakka. Látum kyrrt Iiggja, hvort stjórnin, forsjónin eða þær báð- ar eiga þakkirnar. Hitt er meira virði, að Tíminn hefur orðið að eta ofan i sig allar hrakspárnar og viðurkenna, að það sé líf og fjör í atvinnuvegunum, mikil vinna og miklar tckjur fyrir iiindsf ólkið“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.