Morgunblaðið - 30.12.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUTS BLAÐIÐ Laugardagur 30. des. 1961 r Margaret Summerton HÚSiÐ m SJÚINN Skáldsaga V. 3/ ■J Lísa snerti við olnhoganum á mór. Hann veit það, Ivor. Þú þarft ekki að undirstrika neitt. Svo brosti hún til min. Farðu nú með hann Mark. Chiarlotte. Ég veit, að þú getur komið vitinu fyrir hann. Ég gekk- fram hjá henni, þang- að sem Esmond stóð, ólundar- legur á svipinn. En allt í einu sýndist mér hann mi'klu yngri, varla meira en smástrákur, sem er kominn í úlfakreppu. Nú veltur þetta alit á þér, Charlotte. Þú ert aiílt í einu orðin þungamiðia mállsins. Ef þú svík- ur mig, er ég búinn að vera. Það geri ég elcki, lofaði ég. Hann laut fram og kyssti mig. Neðrivörin á honum skalf og ihöndin, sem smertd mína, var dauðköld. Á þeesari stundu fann ég sjálf til óttams, sem á honum hafði hvílt vikum saman. rétt eins og hann vaeri minn eiginn. Chardotte! Mark hélt uppi hurðinni og ég gekk út á undan honum. Hann gekk svo á undan mér upp eftir bratta stígnum og stanz aði ekki nema einu sihni eða tvisvar, til þess að vera viss um að ég sæi til hans. Uppi á sléttunni voru tveir bílskúrar. Úti fyrir öðrum þeirra stóð bíll Lísu. Mark fór að bjástra við hurðina á hinum. Ég brölti upp í heimilisbílinn og hann ók honum út, án þess að kæra sig um að loka skúrnum á eftir okkur. Við hossuðumst svo eftir vonda veginum, svo sem mílu vegar og komum þá á upp- hleyptan veg. Þá rigndi svo mik-. ið, að rúðuþurrkurnar höfðu ekki við. en að minnsta kosti miðaði okkur betur áfram á þessum vegi. Ég snerti við armi hans. Æ segðu eitthvað. Mark. Hann svaraði engu og í birt- unní inn um rúðuna, sá ég hörku lega vangasvipinn i honum og varð samstundis hraedd. Hann gat ved verið að aka til lögreglu- stöðvarinnar. Ég septi til hans: Hvert ertu að fara, Mark? Bíllinn hægð; i sér, beygði út að grasbrúninni og stanzaði. Heim. Það er að segja til Gliss- ing. Það, sem þú þarft á að halda nú er eitt glas af einhverj u vel sterku og sve rúmið. Ég þarf á engri barnfóstru að halda. Og tennurnar glömruðu í munninum á mér. Hann leit á mig. fór svo að fara úr frakkanum og lagði hann ytfir herðamar á mér. Hann er blautur. en samt betri en ekki neitt. Ég hressti nú nokkuð við rödd- ina í mér og sagði: Mark, geturðu ekki gert þér Ijóst, að ég verð að vera viss um, að þú skiljir mig? Skilji? Hann leit við. Það ætti ekki að verða erfitt. Mér finnst þetta allt liggja svo ljóst fyrir. Það er ekkert ánnað en frum- skógalögmálið: Einhver er í veg- inum fyrir þér og ætlar að hlaupa burt með peningana, sem þér voru ætlaðir og þú hefur talið þér vísa. síðan þú fæddist — og svo gengurðu af honum dauðum einn góðan veðurdag. Hlustaðirðu eða hlustaðirðu ekki þegar ég var a tala við Es- mond? sagði ég í örvæntingu minni. Það gerði ég ekki. Ég hef sagt þér. hversvegna ég reikna mieð því, að Esmond, Tarrand og jafn- vel Lísa hafi myrt.... Ég lofaði honum ekki að tala út. Er það þessvegna sem þú skilaðir dagbókunum aftur? Já. í dag spurðist ég dálítið fyrir í þorpinu og fékk að vita hversvegna réttarhöldin út af Danny var frestað. Ég fór ekki í lögreglun*. Það voru nógar sögur á ferðinni til þess að fræða mig um það, sem ég vildi vita, og að því loknu vildi ég fyrst og fremst losna við allt þetta stand. Já, en Esmond myrti bara ekki Danny. hélt ég áfram. Þú ert að fordæma hann án þess að þekkja atvikin að þessu. Esmond ætlaði alls ekki að drepa hann. Þetta var slys. Varð það *ú? Hann sneri sér að mér og andlitsdraettirnir urðu mildari og eins röddin. Þú varst að tala um að skilja, Charlotte. En vildurðu þá ekkj reyna að skilja dálítið fyrir mig? Ég vil ekki vita atvikin að dauða Dann- ys. Skilurðu það: Ég vil það ekki. Ég vildi óska, að þú vissir þau ekki heldur. Þessvegna var ég að rejma að hindra, að þú yrðir við þetta riðin. Ég veit, að þú vildir halda þér utan við það, sagði ég, en nú ertu við það riðiim. .eins mikið og ég sjálf! Nei ekki alveg eins mikið, Charlotte. Það var fyrirlitning í tónin- um, en ég vildi ekki láta þagga niður í mér. Þú veizt að minnsta kosti, að Esmond er lifandi, hélt ég áfram. Bf þú vildir. gætirðu bent lög- ^reglunni á h*nn. En áður en þú rsvíkur loforðið, sem þú gafst mér skaltu heyra hvað gerðist. Þú skalt heyra það. , Ef það getur n*kkuð friðað þig, skal ég hlusta á þig. En það er eins gott að vita það áður en þú þyrjar, að ég kæri mig ekki hæt- is hót um Esmend, tii eða frá. Mér er náttúrlega ifc við ef hann gerir þér eitthvert mein, alveg eins óg mér þætti fyrir því ef þú fengir lungnabólgu. HaLtu þá áfram og segðu mér, hvernig þetta gerðist. Ég var fljót að segja söguna. Mark kveikti sér í vindlingi um leið og ég hói hana og um leið og ég hætti, fleygði hann stubbn- um út í myrkrið. Ég varð gripin skelfingu þarna í myrkrinu. Mark seildist eftir öðrum vindlingi, eins og utan við sig. Svo að þú trúir þessum reyfara eins og nýju neti? Þessu um Danny? Nei ekki þeim hluta sögunnar. Sennilega er hann sannur, eða að minsta kosti í aðalatriðum. Nei, ég á við þessa flótta-ráða- gerð. Hann leit við og hleypti brúnum. Þú trúir því ekki, eða gerirðu það Charlotte? Esmond trúir þvl Þeir hafa verið að brugga þetta vikum saman. Ég þagnaði og ritfjaði upp fyrir mér fyrstu ósjálfráðu við- brögðin mín við þessari fj'xir- ætlun. Esmond verður að komast af landi burt, benti ég htonum á. Já, á einni skútu. sem liggur við festar í Wellmouth og ann- arri sem bíður eftir honum í Frakklandi. Svei mér ef þetta er ekki eins og strákareyfari. sem viðvaningur er að reyna að 'Semja. Fólk á nú skútur, sagði ég, og smyglarar eru enn tiL Og menn, sem óttast lögregluna, fela sig enn í dag í Tangier. taka sér nýtt nafn og byrja nýtt líf. Hugsaðu þig um betur, Charl- otte. Wellmouth er lítið hafnar- kríli, og þar eru aldrei meira en fimm-sex skútur við festar í einu.... ef lögreglan hef ur nokk um grun um, að Esmond sé lífs, verður hver einasti farkostur, — Ég vona, að við gerum ekki ónæði. Blubble Iight perur kr. 16.— JÓLATRÉSSERIUR JÓLATRÉSSERÍURNAR sem fást Iijá okkur eru með 17 ljósum. Það hefir komið í ljós að vegna mis- jafnrar spennu sem venjulega er um jólin endast 17 ljósa-seríur margfalt lengur en venjulegar 16 Ijósa. Mislitar seríuperur kr. 5. mkia Austurstræti 14 Sími 11687 >f >f * GEISLI GEIMFARI >f >f >f Á lögreglustöð stjörnunnar Methu- salem. .... — Við viljum gera allt, sem við getum fyrir yður Geisli höfuðsmað- ur! — Þakka yður fyrir Klimmer lög- regluforingi. Mig vantar upplýsingar úr lögregluskýrslum sólkerfisins! .. Ekkert um Ga rkekni né um Pálu .... Ó, ó! Hvað er þetta? Og Geisli dregur fram upplýs- ingar um að Pétur sé eftirlýstur á sjö stjörnum fyrir svik og morð. sem þama kermur, rannsakaður. Vitanlega er þetta áhætta. ját- aði ég, en það er þó möguleiki. Ef þú haldur loforð þitt, er góð von um, að Esmond verði kom- inn af landi burt eftir tvo sólar- hringa. Æ, góða Charlotte! Hann horfði beint út um framrúðuna, en hönd hans luktist um mína. hlý og huggandi. En orðin vorui hvorugt: Esmond sleppur aldrei. Annaðhvort viljandi eða óvilj- andi hefur hann orðið manni að bana. Ég dró að mér höndina. Það var slys! Danny ögraði honum og manaði hann að hieypa af byssunni. Gott og vel þá var Esmond sekur um skort á dómgreind. Ef hann gæfi sig sjálfur fram við lögregluna, gæ.i hann kannske sannað þetta. Nei! , æpti ég. Ég kæri mig ekki um, að hann eyði því, sem eftir er ævinnar í fangelsi. Og.. menn eru nú enn hengdir sem verða öðrum að bana með byssu- skoti. er ekki svo? , Jú, víst er það. ' Geturðu þá ekki skilið þetta? Eini möguleikinn hans er að komast héðan burt á laugardag- inn. Röddin í mér var biðjandi. Reiðin gaus u n aftur í honum. Ég er eins viss og verða má um það, að hann hefur engan mögu- leika, nema þennan sem ég er að gefa honum. Það er ekki lög- reglan ein. s«m hann hefur að óttast á laugardagskvöldið. En er það ekki það. sem þú ert að biðja mig um, að ég láti hann af- skiptalausan til laugardags, hvað sem það kostar? Jú, svaraði ég með miklum ákafa. Við ókum það sem eftir var leiðarinnar, óróleg og þögul. - Þegar við vorum að læðast inn í húsið. fann ég að Mark snerti handlegginn á mér. Komdu inn í vopnaherbergið. hvíslaði hann. Ég hilýddi honum andmæla- laust. Hann kveikti á rafmagns- ofninum og meðan hann va. að hella í glös. stóð ég við eldinn. svo að gufuna lagði af votum síðbuxunum mínum. Hann kom til mín. Drekktu þetta í botn, elskan. Það getur verið, að það sé ekki bragðgott, en þú hefur gott af því. Þú ert beinloppin ag gegnumköld bæðil af vætunni og geðshræringunni. Ég hlýddi. af því að það var fyrirhafnarminna en hitt að malda í móinn, og tæmdi glasið. Áfengið rauk upp í heilann og sameinaðist þar þreytunni. Ég leit framan í Mark. en varð einskis vísari af svip hans. Hann varð að vera góður við mig. Ég endurtók þetta með sjálfri mér hvað eftir annað, en íflíltvarpið Laugardagur 30. desember Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik* ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón* leikar. — 19.10 Veðurfregnir. —. — 9.20 Tónleikar) (10.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12.25 Fréttir og tilk.). Óskalög sjúklinga (Bryndls Sig- urjónsdóttir). Laugardagslögin. — 15.00 Fréttir, Skáþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). Veðurfregnir. — BridgeþáttuF (Stefán Guðhjosen). Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son). Fréttir. — þetta vil ég heyrat Baldvin Halldórsson leikari vel- ur sér hljómplötur. Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. Útvarpssaga barnanna: ,,Bakka- Knútur“ eftir séra Jón Kr. ís- feld; X. (Höfundur les). Veðurfregnir. Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). Söngvar í léttum tón. — 19.03 Tilkynningar. Fréttir. Jólaleikrit útvarpsins: „þjóðníð- ingur** eftir Henrik Ibsen, I gerð Arthurs Miller. Þýðandi; Árni Guðnason cand. mag. — Leikstjóri: Helgi Skúlason* Leikendur: Þorsteinn Ö. Steph- ensen, Guðbjörg Þorbjamar- dóttir, Kristbjörg Kjeld, HalldóF Karlsson, Stefán Thors, Brynj- ólfur Jóhannesson, Haraldufl Björnsson, Gunnar Eyjólfsson. Steindór Hjörleifsson, Róbert Arnfinnsson, Valur Gíslason o. £1« Fréttir og veðurfregnir. Danslög. — 24.00 Dagskrárloik, 12.00 12.55 14.30 15.20 16.00 16:30 17.00 17.40 18.00 18.20 18.30 18.55 19.30 20.00 22.00 22.10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.