Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. jan. 1962 Margarfit Summerton HÚSID VIÐ SJÚINN Skáldsaga V. 40 .J haft á >eim. Farðu nú ekki að koma með nein umbrot aftur, Charlotte. Sparaðu þér alla fyrir- höfn. í>ú átt mikið klifur eftir. Eltu Ivor. Ég er alveg á eftir þér. Þrepunum hélt áfram, stund- um bratt upp í móti, stundum dálítið niður í móti, og ég fann, að þau voru mishá. Eftir tíu mínútur vorum við komin langa leið áfram og ljósið þrotið. Ég rak höfuðið í stein og svo mis- reiknaði ég eitt þrepið og féll æpandi til jarðar. Esmond greip utan um mig, en ég var orðin svo máttlaus, að ég gat ekkert hjálpað til sjálf. Ég næ ekki andanum, sagði ég. Ég er að kafna. O, sei sei nei. Þetta er versti kaflinn, og nú eigum við ekki eftir nema svo sem hundrað skref. Áfram með þig. Hann tók mig upp og bar mig þangað sem þrepunum sleppti verðurðu hérna aftur að hella konjaksleka ofan í Mark. Og síðan sá ég í annað sinn skápinn mjakast frá veggnum. Ég barðist um á.hæli og hnakka, eins og ég væri óð, og beitti bæði höndum, tönnum og oln- bogum. En allt árangurslaust. Mér hafði ekki sýnzt Esmond sérlega sterkur, en hann hélt mér hreyfingarlausri, rétt eins og ég hefði verið txxskubiúða. Þegar Ivor var kominn gegn um dyrnar, ýtti Esmond mér á undan sér og hélt mér upp að vegg, sem var kaldur og löðrandi í raka, meðan Ivor lokaði á eftir þeim. Og samstundis vorum við þarna í kolsvarta myrkri. IX. Andartaki eftir að skápurinn var kominn á sinri stað og við í myrkrinu, blossaði allt í einu Ijós. Ivor hafði kveikt á vasa- ljósinu sínu. Esmond urraði: Læstu dyr- unum. Það getur tafið þá um hálftíma. Láttu svo ljósið skína aftur fyrir þig. Síðan heyrðist í einhverjum málmi, sem nerist við eitthvað og þá hrasaði Ivor um fæturnar á mér, en úlnliðirnir á mér, sem voru orðnir alveg dofnir, losnuðu nú úr takinu, sem Esmond hafði Ivor hafði sett lampann á gólf- ið og stóð hjá honum, sýnilegur upp að mitti, en þar fyrir ofan formlaus skuggi. Við vorum í helli. Um leið og Esmond sleppti mér, rétti ég upp höndina. Ég náði upp í loft. Andrúmsloftið var þarna skárra en þó ekki gott og ég náði enn hálfilla andanum. Ég hefði viljað gefa tíu ár af lífi mínu fyrir að sjá himininn. Ég tók að berja höndunum á slepjug an steinvegginn og gat ekki kom- ið upp nema einu orði, sem kom í sifellu: Mark! Mark! Vertu ekki að þessu, Charlotte. Þú verður að reyna að halda þetta út í nokkrar mínútur enn. Með höndum, sem nú voru orðn- ar verndandi, sneri Esmond mér við, strauk hárið frá enninu á mér. Þið Mark eigið alla ævina eftir að láta ykkur líða vel, en ég verð að fá að eiga þig þetta stundarkorn. Ef þú verður ekki hjá mér þangað til ég er kominn út í birtuna, er úti um mig. Þú getur enga von haft, sagði ég og endurtók það, sem Mark var búinn að segja. Það er engin skúta að bíða eftir þér. Kannske ekki. Hann yppti öxl- um. En ef ég losna út og kemst niður að sjónum, get ég sjáLfsagt fundið bát eða eitthvað.... Ég leit um öxl. Ivor var kom- inn út úr þeirri litlu birtu, sem þarna var. Hversvegna varstu að fara hingað, ef þú getur átt von á því — Mamma, vinkaðu afa! Hann er þarna ennþá! versta? spurði ég Esmond. Hann hefði ekki hleypt mét neitt annað. Þá hefði hann bara skotið okkur öll niður og reynt svo að sleppa einn. Hvað er hann nú að gera? Slepptu þér ekki af hræðslu. Hann ei að ryðja veginn, sem eftir er. Þarna er ekkert nema loftgat út, en að öðru leyti er opið allt fullt af grjóti og rusli. Svo kemur stuttur gangur og annar hellir.... Og svo þegar út kemur er hann í mestri hættunni, en ekki ég. Ég þekki hverja smá- holu héi miklu betur en hann. Þarna úti skil ég þig eftir, Charlotte, og þú getur þá flýtt þér til Marks. Hann verður bú- inn að brjóta upp dyrnar um það leyti. Nú brýndi hann rödd- ina, sem hafði hingað til ekki ver ið nema hvísl: Er allt í lagi, Ivor? Um leið og hann sté fram kom Ivor í Ijós. Það glitti á málm í hendinni á honum. Esmond hló, og í sama vetfangi skaut hann mér fram fyrir sig og hélt mér eins og skildi milli sín og byss- unnar, sem ógnaði honum. Þetta er eins og ég bjóst við, sagði hann. Það var ekki verra að hafa líftrygginguna með sér. Ég stirðnaði upp í örmum hans, meðan Ivor, sem sýndist risavax- inn þarna í hellinum, nálgaðist okkur skref fyrir skref. Ég fann, að höndin á Esmond þreifaði fyrir sér í vasanum. En svo æpti hann: Eí þú ætlar að drepa mig, þá kostar það að drepa hana fyrst! Þú ert kominn á leiðarenda, EUiot, svaraði Ivor og röddin var hörð og köld eins og stál. Esmond öskraði: Þú verður að drepa hana fyrst. Þú skalt sjá, að Lísa verður ekkert hrifin af að hafa tvöfaldan morðingja að dröslast með. Raddir þeirra mættust og urðu að einum hrærigraut af bergmál- inu. Lísa er hætt við þig, sagði Ivor. Þú ert ekki annað en eyðslu seggur og sníkjudýr, hvæsti hann. Þú ætlaðir mér aldrei að kom- ast út héðan lifandi, sagði Es- mond. Þessi Webster og báturinn.... alltsaman haugalygi.... Mark hafði á réttu að standa. Esmond var hættur að ná andanum al- mennilega. Vitanlega var það ekki nema satt hjá honum.... Þú skalt nú fá að deyja, Elliot, og stelpan getur orðið þér samferða.... Það small í byssu Esmonds og um leið slokknaði Ijósið og mér tókst að losa mig úr takinu, sem hann hafði á mér, og fleygja mér til jarðar. Svo heyrðist hávaði og skothvellir. Eitthvað snerti hand- legginn á mér. Ég fann ekki til sársauka mikJlu fremur dofa, og eitthvað volgt rann niður á höndina á mér. Eitt andartak lá ég þarna í hnipri, alveg stjörf, en þá tókst mér að standa upp og nú öskraði ég eins og lungun þoldu. Næstum samstundis heyrði ég fótatak, óstöðugt og hrösult og rödd, sem var að bera sig að bölva, og svo datt eitthvað svo að grjót hrundi niður. Síðan varð þögn og eftir nokkrar sekúndur kom löng stuna. Esmond! Esmond! Bergmélið skopaðist að ópum mínum. Ég þreifaði æðisgengin fyrir mér í dimmurni, beygði mig alveg í keng og strauk forugt gólfið með höndunum.... Síðan datt ég um liggjandi mann, sem var enn að stynja og féll þá á hnén. Ég kallaði: Esmond! og var þó alls ekki viss um það í þessu myrkri, hvort þetta var Esmond eða Ivor. Hann stundi upp fyrstu sam- stöfunni af nafninu mínu, og ég lyfti höfðinu á honum á hné mér. Það var þungt og þegar ég fann áð andlitið var vott. .eða voru það kannske mínir eigin fingur, sem voru ataðir í mínu eigin blóði og slepjunni úr hellinum? Hendur mínar, sem voru á herðum hans, færðu sig niður eftir brjóstinu á honum, en féllu síðan, ei' hann rak upp hræðilegt óp. Ég laut höfðinu alveg niður að munninum á honum, til þess að geta greint það, sem hann var að reyna að segja eftir að hann hafði rekið upp neyðarópið. En það var óskiljanlegt. En þá heyrði ég að baki mér /annað hljóð; það var eitthvert kraftaverk. Ivor var þarna á ferli. En i sama bili var hann kom- inn að mér og hrasaði yfir fótinn á mér, en ég beit á vörina til þess að gefa ekkert hljóð frá mér og lausa höndin hélt fyrir munninn á Esmond. Ég lagðist þétt upp að honum og beitti öll- um mínum viljakrafti til þess að gefa ekkert lífsmark frá okkur. En í sama vetfangi fundu fingur mínir gikkinn á byssunni. Hefði ég hleypt af? Ég veit það ekki, því að nú létti mestu spennunni snögglega. Óstöðugt fótatak heyrðist aftur en nú var það að fjarlægjast og loks kom að því, að ekkert heyrðist lengur. Ég lyfti upp öxlunum, létti byrðinni af hnjánum á mér og beið.... Ég reyndi eftir megni að vakna ekki aftur. Ég hélt dauða- haldi í þetta sem eftir var af meðvitundarleysinu, og reyndi að gefa ekki gaum að verknum og röddinni, sem kallaði nafnið mitt. En verknum og röddinni veitti betur að lokum. Og hönd, sem lögð var á öxlina á mér, gerði herzlumuninn og ég rak upp óp. Röddin sagði. Fyrirgefðu, að ég ónáða þig, en það er kominn tími að vakna, Charlotte. Þetta er skrítið, hugsaði ég. Það er eins og hún Edvina sé að tala. Ég opnaði augun. Hérbergið HASKOLANS * >f >f GEISLI GEIMFARI X- X- X- íf.d'3Z&_- •— Erfðaskrá og umboðsskjal. by. Pála og Mystikus verða vottar Mystikus skrifar afar fallega. Þér að undirskrift yðar. hafið einnig fallega rithönd, frú Col- — Nú eruð þér öruggar, Berta Colby. — Ég vona það, Mystikus. Ég vona það! var fullt af birtu. Hana þá. Þú ert alveg að verða góð. Það kenndi léttis í röddinni. Ég reis upp við dogg. Hvað er klukkan? Hún er að verða tíu. Hún leit á handlegginn á mér. Þú skalt ekki gera þér rellu út af honum. Þetta var ekki nema grimnt sár. Farnes læknir saumaði það sam- an í gærkvöldi. Ég var enn ekki nema hálf- vöknuð. Geturðu gefið mér te- bolla? sagði ég. Ivy kemur upp með morgun- matinn þinn undireins og hún kemst ti1 þess, en hún er sein í tiðinni núna. Hér hefur allt ver- ið á ringulreið allan morguninn, og ekkert verið gert almennilega. Ég starði á hana og endurminn ingin um gærdaginn tók smátt og smátt að koma til mín í smábút- um. Ég fann aftur birtuna af vasaljósunum, þegar Mark, Ad- kins og allir hinir kornu að mér í hellinvm. Ertu meidd, Charlotte? Mark hafði reist mig varlega við, burt frá Esmond. Adkins hafði beygt sig yfir lík- ið, sem ég hafði verið að vernda og svo varð löng og kvalafull bið, að mér fannst, þangað til Adkins sagði: Við getum vist ekkert fyr- ir bann gert. Ég legg til að þér hjálpið ungfrú Elliot heirn, Halliwell. Ég kem svo á eftir. Ég gat ennþá heyrt röddina I sjálfri mér, þegar ég æpti upp og Mark svaraði: Þei, þei, elskan. Hann er dáinn. Ég verð að koma þér héðan burt. Síðan gat ég ekkert munað nema rétt óljóst þegar Farnes læknir kom alveg ofan að mér og sagði síðan hressilegur I bragði: Gerðu þér ekki áhygggj- ur af þessu. Þetta er ekkert slæmt. Þú færð bara að sofa vel og lengi. Ég sneri mér svo að ég gætl séð Edvinu vel. Andlitið á henni var grátt og tekið, en af blikinu í augum hennar gat ég séð, að nú ætlaði hún að halda yfir mér skammaræðu. Ég æpti upp í ásökunartón; Esmond hefði aldrei þurft að deyja ef þú hefðir ekki sagt tii hans. Þú fórst hingað beint í gær og hringdir til Adkins. Hvernig gaztu verið svona grimm? Hún hristi höfuðið, hógværlega áminnandi, eins og ég væri ein- hver krakki. Ef þú fremur morð, Charlotte, á að refsa þér. Ég sagði: Hversvegna varstu að leika þér að Esmond eins og köttur að mús, ef þú vissir, að hann var þarna? Ég vissi alls ekki, að hann var þarna fyrr en ég sá, hvernig hundurinn hagaði sér, að hjax- irnar á skápnum höfðu verið lag- aðar og smurðar og loka komin SHUtvarpiö 8.00 12.00 13.00 15.00 17.40 18.00 18.20 19.00 19.30 20:00 20.20 20:35 21.00 21.45 22.00 22.10 22.30 23.00 Fimmtudagur 11. Janúar. Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8,35 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir# — 9.20 Tónleikar). (10.00. Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.23 Fréttir og tilkynningar). „Á frívaktinni“; sjómannaþátt* ur (Sigríður Hagalín). Síðdegisútvarp (Fréttir og tilJc. — Tónleikar. — 16.00 Veður- fregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). Framburöarkennsla í frönsku og þýzku. Fyrir yngstu hlustenduma (Guð- rún Steingrímsdóttir). Veðurfregnir. — 18.30 Lög ÚT kvikmyndum. Tilkynningar. Fréttir. Um erfðafræði; V. þáttur: Kyn-» eiginleikar (Dr. Sturla Friðrikss.) Einsöngur: Eugene Tobin syngur óperuaríur. Erindi Þorlákur Ó. Johnsson og Sjómannaklúbburinn, fyrra er- indi (Lúðvík Kristjánsson rit* höfundur). Frá tónleikum Sinfóníuhljóm* sveitar íslands 1 Háskólabíói; fyrri hluti. Stjórnandi: Jindrich Rohan. Einleikari á hörpu: Mar- iluise Draheim. a) Dansasvíta eftir Béla Bartó-k, b) Tveir dansar fyrir hörpu og strengjasveit eftir Debussy. Af blöðum náttúrufræðinnar* Hugsanaflutningur og fjarsýnf (Örnólfur Thorlacius fil kand.), Fréttir og veðurfregnir. Upplestur: „Stjörnusteinar**, saga eftir Rósu B. Blöndalsf síðari hluti (Björn Ma^nússon), Djassþáttur (Jón Múli Árnason), Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.