Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 9. marz 1962 USA og Efnahogsbandalagið semja um tollalækkanir Washington, 7. marz — NTB — Reuter. TILKYNNT var opinberlega frá Hvíta húsinu í dag að Banda- rikin fái tollalækkanir, sem nema samtals 1600 milljónoim dollara, á útflutningsvörum til landanna sex innan Efnahagsbandalags Evrópu. í staðinn fá sexveldin eftirgefna tolla á útflutningi til Bandaríkjanna, sem nemur 1200 milljónum dollara. Á meðal mikilvægustu útflutn- ingsvaranna. sem samið hefur verið um tollalækkanir á, eru bíl ar og varahlutir í bíla. en tollar á þessum vörum lækka um allt að 24—26%. Þýðir þetta að hver bandarískur bíll, sem seldur verður í pessum löndum, verður 126 dollurum ódýrari en nú. Toll arnir á evrópskum bilum, sem fluttir eru til Bandaríkjanna lækka að meðaltali ilm 21,5 doll- ar. Af öðrum vörum, sem Evrópu- löndin lækka tolla á, má nefna lyf Og efnavörur, vélar, vefnaðar vörur, niðursoðnir ávextir, feifi og olíur. Bandaríkjamenn lækka tolla á bílum, vélum, rafmagns- tækjum, ákveðnum stálvörum og gleri. í tilkynningunni frá Hvíta hús- inu sagði að óvissan um land- búnaðarmál Efnahagsbandalags- ins hafi valdið miklum örðug- leikum í samningum þessum, en ýmislegt hefði verið samþykkt, sem þýddi að bandarískar land- búnaðarafurðir ættu aðgang í Evrópu. Því er haldið fram að efnahags leg þýðing þessa samkomulags sé samsvarandi hinni miklu stjórn- málalegu þýðingu. Vegna tak- markanna, sem núgildandi banda rísk lög setja, hefur Kennedy Bandaríkjaforseti ekki getað gef ið jafn mikið eftir af tollum til handa Evrópulöndunum, og þau hafa gefið eftir til handa Banda- rikjunum. Þetta samkomulag er talið fyrirrennari meira valds til handa forsetanum í þessum efn- um, og er mælt að hann hafi not- að sérhverja smugu, sem lögin heimiluðu, til þess að ganga frá því. Samkomulagið var undir- ritað í Genf Lokað ■ dag Vegna jarðarfarar Andreas J. Bertelsens stórkaupmanns Friðrik Bertelsen & Co. h.f., Laugavegi 178 Verzlun Friðriks Bertelsens, Tryggvag. 10 Skrifstofur vorar verða lokaðar frá 12 á hádegi í dag vegna jarðarfarar Andreas J Bertelsen, stórkaupmanns A. J. Bertelsen & co hf. Sonur minn og faðir okkar GUNNAR JÓHANNESSON' verður jarðsunginn 10. marz kl. 10,30 Fyrir mína hönd, barna og systlcina hins látna. Elísabet Guðmundsdóttir Utför eiginmanns mms ÓLAB’S STEFÁNS ÓLAFSSONAR Heimagötu 14, Vestmannaeyjum fer fram laugardaginn 10. þ.m. kl. 2 e.h. Dagmar Erlendsdóttir Hjartans þakkir flyíjum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HILDAR SIGURÐARDÓTTUR frá Hellissandi Steinunn Jónsdóttir, Bragi Agnarsson, Kristin Jónsdóttír, Hannes Tómasson, Þorsteinn Jónsson, Áslaug Einarsdóttir, og barnabörn. Innilegar þakkir fynr auðsýnda vinsemd og vinarhug við andlát og jarðarför, ÞOICKELS VALDEMARS OTTESEN prentara Sigfríður Hóseasdóttir, börn og tengdabörn Ásía Ottesen, Svavar Ottesen. Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarí’ör töður míns, GUÐJÓNS JÓNSSONAR Fyrir hönd vandamanna, Sigurjón Guðjónsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ODDS ÓLAFSSONAR Sigríður Oddsdóttir Welensky hótar ofbeldii UM þessar mundir stendur Bretland andspænis ógnun hvítrar byltingar í Mið- Afríku. Stuttorð aðvörun þess efnis kom frá Sir Roy Walensky, forsætisráðherra ríkjasam- bands Ródesíu og Njassa- lands. Ástæðan er tilburðir Breta til að veita svertingjum í Norður-Ródesíu aukið póli- tískt vald. Sir Roy fiaug til London seint í febrúar sl., til þess að reyna að stöðva þessa þró- un á síðustu stundu, en hana telur hann spor í þá átt að sundra ríkjasambandinu. Og „til þess að vernda samband- ið, ætla ég að beita öllum tiltækum ráðum“, sagði hann. „Ég mundi taka hvert nauð- synlegt skref sem væri til þess að framkvæma þá stefnu, sem ég vil fá fram- gengt, og beita ofbeldi ef nauðsyn krefur.“ Stefna Ródesíu er að halda völdunum í höndum hvítra manna, enn um skeið. Sir Roy — nú 55 ára að aldri — er fyrrverandi hnefaleikamað ur og verkaiýðsleiðtogi. Hann óx upp í fátækrahverfi í Sal- isbury og er þeirrar skoðtm- . ar, að svertingjum beri að veita pólitísk réttindi mjög hægt. Sambandið, sem hann stjómar var stofnað 1953 af Suður-Ródesíu, sem var sjálf- stæð, og vemdargæzlusvæð- unum Norður-Ródesíu og Njassalandi. í öllum þessum löndum eru svertingjar í stórkostleg- um meiri hluta og hafa smám saman áunnið sér pólitísk réttindi. Sir Roy telur, að bezta ráðið til þess að forðast Kongó-uppreisn sé að varðr veita sambandið eins og það er nú. » Nýlendumálin veröa efst á baugi hjá SÞ — segir Adlai Stevenson í RÆÐC, sem Adlai Stevenson, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti í Colgateháskólanum í Hamilton, New York, s.l. þriðjudag, sagði hann að nýlendustefnan mundi ó Frakkar herða leit að OAS mönnum París, 7. marz. — NTB — AFP. LÖGREGLAN í Frakklandi hélt enn áfram í dag að fletta ofan af leynisamtökum hersins, OAS. Telja menn að OAS hafi í hyggju að auka enn hryðjuverk sín eftir að viðræðum sendinefnda Frakka4 og Serkja i Evian er lokið. — Lögreglan á Bretagne-skaga tel- ur sig hafa fundið höfuðstöðvar OAS manna í vestur-Frakklandi. Telja þeir, sem fylgst hafa með atferli OAS í Frakklandi, að OAS-menn eigi vopnabúr víðs vegar um landið og hyggist láta til skarar skríða að samning- fundunum í Evian loknum. Fann lögreglan eitt slíkt vopnabúr á þriðjudag. — Haldið er áfram að yfirheyra Horace Spvelli greifa. sem viðurkcnnt hefur að vera meðlimur í OAS í Vestur-Frakk iandi, þótt hann hinsvegar neiti að hafa verið yfirmaður OAS þar, svo sern lögregluna grun- ar. Meðal 150 manna, sem yfir- heyrðir hafa verið í vikunni grun aðir um þátttöku í OAS, er fyrrverandi landbúnaðráðhen-a Frakka, Paul Antier. hjákvæmilega verða efst á baugi hjá SÞ á næstunni vegna þeirrar stefnu, sem mörkuð er í þessum efnum í sáttmála SÞ. Stevenson sagði að veita yrði SÞ þann stuðning, sem mundi auka vald þeirra og sýna fram á hvílíkt friðarafl þær væru. — Hann sagði að á þessari öld væri verið að gera djarfar tilraunir til þess að ráða niðurlögum sjálfr ar heimsvaldastefnunnar, og á- hyggjur SÞ vegna nýlendustefn- unnar væru réttlætanlegar í ljósi þeirra sögulegu staðreynda, að styrjaldir hæfust oft þegar stórveldi liðu undir lok. Kvað Stevenson friðarstarfsemi SÞ vera mjög mikilvæga og þyrfti að efla hana og skipuleggja. Stevenson sagði það aðdáunar vert hversu margir Asíumenn hefðu getað gleymt nýlenduifor tíð sinni og bentí á þá raunsæi meirihluta Asíubúa að láta for tíðina . tilheyra sögunni án gremju. Um Afríku sagði Stevensön að vestrænar þjóðir yrðu að gera sér ljóst að nýlendustefnan væri enn fersk í minni manna eða hreinlega ljót staðreynd. Hann sagði að ekkj væri hægt að skír skota til ungæðingsháttar er Afríkumenn létu sig nýlendu- stefnuna í Afríku einhverju varða, heldur væri það beinlín is mannlegt. Sagði hann, að það hefði ekki vérið undarlegt þótt Afríkumenn hefðu greitt atkvæði með eingöngu nýlendumálin í huga, en bætti við að kosninga- tölur sýndu að svo væri ekki. Rólegt í Alsír Hryðjuverkamenn þó enn á ferð Algeirsborg. 7. marz — NTB — AFP. HEITA má að friðsamlegt hafl verið í Algeirsborg í dag vegna hátíðahalda Serkja í tilefni af því að lokið er hinni löngu föstu Múhameðstrúarmanna. Ber föstu lokin upp á sama dag og samn- ingaviðræðurnar hófust í Eviai* í Frakklandi, en engu að síður var öryggiseftirlit hert í borg- inni í dag. Sex manns létu lífið fyrir hryðjuverkamönnum í dag. Lögreglan hefur víða lokað götum milli íbúðarhverfa Serkja og Evrópumanna. Óvenju mikið var um að vera í hverfum Serkja vegna fyrrgreindrar föstuhátíðar Og stóðu lögreglu- menn í skotheldum vestum á götuhornum ef til átaka skyldi koma. Hryðjuverkamenn létu til sín taka níu sinnum í dag og voru þrír Serkir og þrír Evrópumenn vegnir. Allmargir Serkir og einn Evrópubúi særðust í átökunum. Síðasta sólarhringinn hefur lög reglan verið önnum kafin við að koma upp götuvígjum, leita í bíl um og húsum, Og framkvæma leit í húsum. 34 menn voru teknir úr umferð i dag. — Frönsku yfirvöldin f Algeirsborg hafa borið til baka þá fregn, að 40 hafi verið vegnir og 200 særzt í árás OAS hryðjuverkamanna á fangelsi í Oran fyrr í vikunni, Segja Frakkar að aðeins tveir menn hafi verið vegnir og 17 særzt í árás þessari. Mörg hundruð manna fóru fylktu liði um Evrópuhverfi í bænum Mers-El~Kebir skammt fyrir utan Oran í dag. Veifuðu þeir frönskum fánum, sungu „La Marsailleaise“ ög hrópuðu „lifi Frakkland“ Og „lifi fransikt Alsír“. Franskt kvöld í Næturklúbbmim FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA gengst fyrir frönsku landkynn- ingarkvöldi í Næturklúbbnum næstk. föstudagskvöld. Verður þar margt tiT skemmtunar og sitthvað með nýstárlegu sniði. Samkomugestir geta áður en skemmtiatriði kvöldsins hefjast snætt franskan mat í Glaumbæ, en þar er franskur matsveinn eins og kunnugt er. Fáanleg verða þar öll frönsk vín, sem til landsins flytjast. KI. 9 hefjast svo skemmtl- atriði kvöldsins í Næturklúbbn- um. Koma þar fram tvær ungar blómarósir í ósviknum frönsk- um þjóðbúningum, sem sendir hafa verið frá Nizza og Nor- mandi. Stjóma þær frönsku „lotterie", þar sem vinningar verða ilmvötn, brúður í frönsk- um þjóðbúningnum og fleira. Fiuttur verður lítilsháttar fróðleikur um Frakkland og sýnd ný frönsk litkvikmynd frá Riveriunni frönsku. Dyravörður- inn verður að þessu sinni í ein- kennisbúningi fransks lögreglu- þjóns. í dag er vón á til lands- ins á spánýjum mímósu- blómum, sem skorin verða í Nizza kvöldið áður og flutt mcð Air France til Kaupmannahafn- ar með áætlunarferðinni á föstudagsmorgun. Eru þessi blóm gjöf frá Frakklandi til að gleðja gesti kvöidsins og minna á það að sól og sumar er senn þar syðra þó enn sé vetrarlegt hér norður frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.