Morgunblaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 13
Sunnudagur 1. apríl 1962 MORGUNBLAÐ1& 13 / Þing Norður- _' landaráðs •'T r Fundir Norðurlandaraðs, sem 'haldnir voru í Helsingfors 17. tii 23. marz, voru sóttir af þing- fulltrúum og ráðherrum frá öll- um Norðurlöndunum. Fulltrúar Islendinga voru fæstir, svo sem reglur ráðsins segja fyrir um, og héðan fór aðeins einn ráð- herra, en íslendingarnir tóku fyllilega þátit í umræðum og störfum á borð við aðra. Veru- legur hluti starfa ’ráðsins fer fram í nefndum og reyna hin ríkin að haga því svo til, að ráðherra úr hverju landi sitji fundi þeirrar nefndar, sem fjalla um þau mál, er undir hann falla. Þetta var í 10. skiptið, sem ráðið kemur saman til funda, og setti það nokkurn svip á fundahaldið. Hátíðasamkoma var haldin í finnska háskólan- um. Þar var bæði minnzt 10 ára afmælisins og hin norrænu bók- menntaverðlaun afhent í fyrsta skipti. Prófessor Steingrímur Þorsteinsison hélt ágæta ræðu Frá setningu fundar Norðurlandaráðs í þinghúsinu í Helsinki. REYKJAVÍKURBRÉF ———————Laugard. 31. marz ^ til kynningar á verðlaunahafan- um, Eyvind Jonsson. Þá mun áheyrendum verða ógleymanleg ræða hins aldna norska bók- menntafræðings, Francis Bull, Hm norrænar bókmenntir. Annars voru fundir haldnir frá morgni til kvölds, ýmist al- mennir þingfundir eða fundir í íiefndum. Gísli Jónsson, alþingis maður, stjómaði fundum meirntamálanefndar af miklum Bkörungsskap. Svo sem verða vill á slíkum fundum voru mörg málanna þess eðlis, að okk ur íslendinga varðar litlu. En énægjulegur var sá vilji, sem lýsti sér um að styrkja samband felands við hin Norðurlöndin. Samþykfet um Norræna stofnim 1 Reykjavík er vitni þess áhuga. Það mál var til meðferðar í menntamálanefnd og lögðu ræðumenn áherzlu á, að stofn- unin ætti að þeirra viti að vera undir stjóm íslendings, þótt hin löndin kostuðu hana að mestu. Norræn samvinna á tímamótum Menn gera sér grein fyrir, að norræn samvinna er nú á tíma- mótum. Sá ræðumanna á þing- Inu, sem bezt og skörulegast ekýrði vandann, sem við er að etja, var Lyng, formaður þing- flokks norskra hægri manna. Jíann sagði m.a.: „Það er nóg að nefna hina ó- líku aðstöðu, sem við urðum að taka til NATO. Við höfum sam- eiginleg markmið, sameiginlegar hugsjónir og sameiginlegar ósk- ir í öryggis- og friðarmálum, en þegar til framkvæmdanna kem- ur eru Ólíkar forsendur fyrir hendi. Sama máli gegnir um hið mikla viðfangsefni, sem nokkur landa okkar standa nú frammi fyrir, spurninguna um stöðu okkar gagnvart Efnahagsbanda- laginu. Ég skal ekki reyna að epá neinu um, hver verður loka- niðurstaðan í þeirri þróun, sem fiorrænu löndin hvert um sig eru stödd í varðandi þetta mál. En við verðum að horfast í •ugu við þann möguleika um viðfangsefni og málefni, sem eru tengd Efnahagbandalaginu, eð okkar norrænu lönd geta Bent í miisimunandi tengslum inn an Evrópu. Hið viðtækara úr- lausnareÆni, sem við eigum þá eð leysa, verður tvöfallt. — í fyrsta lagi, hvernig við getum etutt að því, að í þeim verk- efnum, þar sem leiðir hljóta að skiljast, verði ólíkar forsendur, þrátt fyrir allt, svo litlar sem hægt er og standi sem skemmst ah tíma. Og hitt viðfangsefnið hlýtur að verða, að við hag- nýtum svo vel sem unnt er þau efni, þar sem við getum unnið eftir sömu forsendum. — Þessi viðfangsefni eru hinn al- menni stjómmálabakgrunnur þessa þings og áframhaldandi vinnu á því“. Helsingfors- samniiiguriim Síðar í ræðu sinni vék Lyng sérstaklega að undirbúriingi og þýðingu samningsins um nor- ræna samvinnu og sagði: „Fyrsta frumvarpið var, eins og menn vita, lagt fram í ágúst 1961. Það er víst óhætt að segja, að það frumvarp vakti þá í sjálfu sér ekki neina sérstaka athygli. Verður vist einnig að játa, að það voru margir okkar, sem ef til vill spurðu sjálfa sig, hvort eðlilegt væri að gera slíka ákvörðun eins og á stóð í ágúst 1961. En ýmislegt hefur borið við síðan í ágúst 1961. í fyrsta skipti sem samningurinn komst raunverulega til vitundar almennings að nokkru ráði, stóð mjög sérstaklega á. Það var meðan á hinum svokallaða Hangö-fundi stóð í nóvember 1961, sem sé þegar við blasti hin mjög spennta aðstaða, sem skapazt hafði fyrir öll lönd okk- ár vegna vissra ummæla frá rússneskri hálfu. Það var á þeirri stundu og þegar svo stóð á, að almenningur á Norður- löndum fékk í fyrsta skipti vit- neskju um hugmyndina um al- mennan norrænan samvinnu- samning, og það er alveg ljóst, að þessi sögulega tilviljun lyfti hugmyndinni á hærra stig, ef svo má segja. Að minni skoðun er viðhorfið nú slíkt, að enginn getur verið á móti því, að því- líkur norrænn samstarfssamn- ingur verði gerður í einhverju formi“. Stefnuyfirlýsinp5 Enn síðar sagði Lyng: „Hér er ekki um að ræða samning, sem formlega og laga- lega skapi nokkrar nýjar skuld- bindingar eða ’ réttindi fyrir neinn þeirra, sem gerast aðilar hans. Hann er ekki lagaður á þann veg. Hann skapar ekki nýjan samningslega bindandi rétt. En hann er stefnuyfirlýs- ing um ósk til víðtæks og ein- lægs framtíðarsamstarfs og er siðferðilega bindandi, eins og sérhver slík yfirlýsing; einkan- lega þegar hún er gefin við þær aðstæður og í því sögulega samhengi, sem þessi er gefin í“. — Menn geta að vísu spurt, hvaða gagn sé að samningnum, Úr því að hann sé ekki laga- lega skuldbindandi. Gagnið er það, sem margir endurtóku, að hann er stefnuyfirlýsing um samstarfsvilja, þegar það tvennt ber að í einu: Að viðbúið er, að aðildarlöndin haldi hvert sína leið í viðskiptaefnum og þegar þeim hefur verið ógnað með kröfum frá öðru mesta stórveldi heims, kröfum, sem miðuðu að þvi að rjúfa eða a.m.k. að gera samstarf þeirra erfiðara en áð- ur. — Erfið stjórnar- myndun í Finn- landi Því er ekki að neita, að erfið- leikar á nýrri stjórnarmyndun í Finnlandi vörpuðu nokkrum skugga á þinghaldið. Þrátt fyrir það, að liðnar væru nokkrar vikur frá þingkosningum, hafði stjórnarmyndun ekki tekizt og samkvæmf nýjustu fregnum hefur enn ekki úr greiðzt. Fyr- ir þá, sem utan við standa, er erfitt að átta sig á orsökum þessa. Jafnvel finnskir stjórn- málamenn tala um, að yfir stjórnmálalífi þar hvíli lítt gegnumsæ þoka. Af hálfu for- ystuflokksins, flokks Kekkon- ens forseta, var mikið talað um það, að ekki tjái að taka aðra til stjórnarsamstarfs en þá, sem af einlægni fylgi utanríkis- stefnu forsetans. En allir flokk- ar segjast einmitt vera sammála honum í þeim efnum! — Frá þeirra sjónarmiði virðist því svo sem hér sé sett markalína af handahófi, sem af tilefnis- lausu gefi færi á að útiloka þá, er af öðrum ástæðum þyki ekki æskilegt að vinna með. Hvað hæft er í þessum ásökunum á báða bóga er ekki annarra en Finna sjálfra að dæma um. — Vonandi tekst að leysa þessa þraut, því að vissulega þurfa Finnar nú á sterkri stjórn að halda. Enda lagði Kekkonen megináherzlu á það fyrir for- setakosningamar, að meirihluta stjórn þyrfti að mynda í land- inu og þingið var rofið, ekki sízt í því skyni að svo mætti verða. Úrslitin urðu og þau, að betri skilyrði en áður sýnast vera fyrir öflugri meirihlúta stjórn, ef allt er með feldu. „Lítið púður í slíkum kosning- um“ *Fyrir skammstu fóru fram svo- kallaður „kosningar" í Sovétríkj- unum. Sá skrípaleikur vakti að vonum litla athygli á meðal frjálshuga manna. Svo er nú kom ið, að jafnvel kommúnistum þyk ir hyggilegt að hafa þær að gam- anmálum. Kommúnistapiltur, sem otft akrifar fréttabréf úr Moskvu í Þjóðviljann tók t. d. svö til orða hinn 16. marz: ,,Eins og kunnugt er fara kosn- ingar í Sövétríkjunum fram þann ig, að það er aðeins um einn frambjóðanda að ræða á hverj- um stað. Og það sem lakara er það er yfirleitt aðeins stungið upp á einum frambjóðanda. Eðli- lega finnst mörgum lítið púður í slíkum kosningum." Kommúnistar finna nú hvar- vetna vaxandi andúð á einræð- iskenningum sínum. Hér á landi eru þeir á greinilegu undanhaldi og kennir hver öðrum um ófar- irnar. Eitt ráðanna til að reyna að rétta sig við, á að vera það að þykjast ögn sjálfstæðari en áður. Þess vegna taka þeir nú öðru hvoru undir þó gagnrýni, sem þeir hvort eð er vita að er á hvers manns tungu. „Lítið verður úr réttindum sem ekki er neytt“ Síðar í sama pistli segir kommúnistapilturinn: „Svo er annað atriði í þessu sambandi, reynslan sýnir að það er ekki nóg að gefa út stjórnar- skrá, það þarf líka að tryggja framkvæmd hennar. í sömu stjórnarskránni er t. d. ákvæði um það að kjósendur geti tekið aftur umboð fulltrúa síns áður en kjörtímabili hans lýkur, ef hann stendur sig ekki. Þeir í Moskvuráðinu sögðu aðspurðir, að þessa réttar hefði aldrei ver- ið neytt í Moskvu. Það er slæmt, þvi varla eru þeir allir svo full- komnir, sem setið hafa í því góða ráði. Og það verður lítið úr réttindum sem ekki er neytt.“ Slílk gagnrýni hljómar vel, en hún er haldlítil á meðan komm- únistar hér vanvirða kösninga- réttinn, svo sem raun ber vitni, þar sem þeir hafa tögl og halgd- ir. Ef kommúnistar meintu nokk- uð með þvíMkum skætingi í garð kostnaðarmanna sinna, mundu þeir hverfa frá kjörskrárfölsun og kosningakúgun, sem þeir beita í verkalýðsfélögunum. Þá mundu þeir t. d. beita sér fyrir, að þeim þúsundum verkamanna, sem nú er haldið utan við full félagsréttindi í Dagsbrún, væri veitt rétt aðild að félaginu. Þá mundu þeir hætta kjörskrárföls- un, leyfa andstæðingum sínum að kynna sér kjörSkrá með hæfileg- um fyrirvara og yfirleitt taka upp lýðræðislega stjórnarhætti. Ekk- ert er þeim fjær skapi en að fara svo að. Hannibal og borg- arstjórinn í Coventry Hinn sanni hugur kommúnista í þessu birtist í ummælum Hanni- bals Valdimarssonar, þegar hann eftir heimkomu sína frá Tékkó- slóvakíu í fyrra, fór lofsörðum um kosningahætti þar í landi, sem að sjálfsögðu eru eftir sovézkri fyrirmynd. Hver óleik- ur íbúum hinna feúguðu landa er gerður með sllku glamri, má sjó af grein, sem brezkur blaða- maður, Micihael Wall. skrifaði nýlega og birtist í Manchester Guardian Weekley hinn 15. marz. Grein .þessa ritar hann í formi opins bréfs til borgarstjórans i Coventry, en sá hefðarmaður hafði nýlega ferðast um Austur- Þýzkaland og birti eftir heim- kornu sína svohljóðandi yfirlýs- ingu: „Sextán klukkustundir á dag vörum við önnum kafnir við að kanna, hvört nökkuð væri satt í ásökunum um að ólýðræðisleg- um aðferðum væri beitt í Aust- ur-Þýzkalandi. Við komumst að raun um, að þessar ásakanir eru gjörsamlega falskar. Við fund- um engin merki kúgunar eða skorts á lýðræði í Weimar, I Dresden eða í Austur-Berlín. Sendinefndin gat heldur ekki fundið neina réttiætingu full- yrðin'garinnar um, að kosningar ættu sér stað undir lögregluum- sjá eða að almenningur væri hræddur við að gagnrýna yfir- völdin.“ „Erfitt að trúa að við höfum heim- sótt sama land“ Brezki blaðamaðurinn heldur áfram: „Það er erfitt að trúa, að við höfum heimsótt sama landið. Tilgangur minn með þvl að sferitfa þessa fyrstu frásögn af ferð minni í formi opins brétfs til yðar, er að mótmæla á þann veg sem almenningur veitir sem mesta athygli, hérumbil öllu, sem þér segið um Austur-Þýzkaland. Eg hef verið beðinn að gera það af rosknum mönnum, sem hættir eru störfum, af verksmiðjufólki, af stúdentuim og æskulýð, af Austur-Þjóðverjum, sem hefur klígjað við og misst kjarkinn við að heyra Englending í ábyrgðar- stöðu hvítþvo stjórnarfar, sem þeir telja efekert annað en lepp- stjórn erlends veldis, stjórnar- far, sem synjar þeim um allt frelsi til máis, athafna og ferða- laga, og reynir með öllum ráð- um, þar á meðal ofbeldi, að fá menn til að beygja sig fyrir þjóðfélagi, sem þeir hata og fyrirlíta.“ Þessi ummæli hins brezka blaðamanns eru harla athyglis- verð, vegna þess að þau sýna, hvernig fólkinu, sem býr bak við járntjaldið, raunverulega er inn- anbrjósts. Vafalaus't hefur komm- únistapilturinn, sem skrifar í Þjóðviljann austan úr Moskvu, orðið þar var hins sama hugar- fars meðal almennings þar eystra. Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.