Morgunblaðið - 29.06.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.1962, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FBstudagur 29. júní 1962 Um hvað er deilt? Athugasemd írd samninganefnd S j ómannaf élaganna A THU G ASEMD samninga- nefndar sjómannafélaganna um síldveiðikjör við greinargerð L.Í.Ú. sem birt var í Morgun- blaðinu laugardaginn 23. þ.m. undir fyrirsögninni „Um hvað er deilt?“ í greinagerð L.Í.Ú. um kjara- mál síldveiðisjómanna er gróf- lega einhliða og raunar villandi túl'kaður málstaður Landssamío- andsins í baráttu þess fyrir því að lækíka hlutakjör sjómanna við síldveiðar. Áður en gerð er grein fyrir viðhor'fi samninganefndarinnar til aðalatriða gremargerðarinn- ar, skulu leiðréttar nokkrar mis' sagnir, í þeirri röð, sem þær koma fram í greinargerðinni. 1. Talað er um að unnt hafi verið að fækika mönnum við veiðamar með tilkomu hinna nýju tækja (þ.e. síldarleitar- tækja og kraftblakka). Þetta er alrangt. Mannfjöldi á skipunum er hinn sami og áður og samn- ingamenn L.Í.Ú. hafa ekki tal- ið fært að fækka mönnum við veiðarnar. 2. Talað er um að síðast hafi verið samið um síldveiðikjör ár- ið 1958, og á það sjálfsagt að gefa til kynna að samningarnir séu orðnir á eftir tímanum, því að það ár voru fá skip komin með hin nýju síldarleitartæki. Þarna færa L.Í.Ú.-menn sig af ósettu ráði aftur um eitt ár, því að hin stóru síldarleitartæki voru komin í mörg skip þegar síðast var samið, en það var vor ið 1959. 3. Talið er í greinargerð L.Í.Ú að útgerðarmenn hafi almennt sagt upp fyrri samningum á s.l. ári. Þetta er að því leyti rangt með farið, að útgerðarmenn á Norðurlandi, Austfjörðum, Vest mannaeyjum og í Sandgerði svo og víðar á Vestfjörðum viku sér undan því að hlýta kröfum L.Í.Ú. á s.l. ári um það að ráðast að kjörum sjómanna og sögðu ekki upp samningum á því ári. Og nú á þessu ári eru enn óuppsagðir samningar á 9 stöð- um á Austfjörðum, 3 stöðum á Norðurlandi, og í Sandgerði. Eru hinir fyrri samningar í fullu gildi á öllum þessum stöðum, sem taka til 65 til 70 síldveiði- skipa. 4. Um það sem er aðalatriði í greinagerð L.Í.Ú. og þessarar deilu, að önnur og lægri hluta- skipti verði á þeim skipum sem búin eru hinum nýju tækjum við veiðarnar (kraftblökk og stóru síldarleitartæki) en á hin- um sem ekki eru búin hinum nýju tækjum, á þeim verði ó- breytt hlutaskipti, er það að segja, að L.Í.Ú. hefir frá byrjun krafist verulegrar lækkimar á bátunum með eldri veiðiútbún- aðinum og við það stóð til þess síðasta. Það er því ekki rétt með farið, að óbreytt hluta- skipti hafi verið til boða á þeim skipum. Um það atriði, að hin nýju tæki við síldveiðarnar hafi all- mikinn aukakostnað í för með sér fyrir útgerðina er ekki deilt en hve mikill hann er greinir hinsvegar mikið á milli samn- ingsaðila. Við höfum ekki getað metið hann meira en 80 til 90 þús. krónur á skip yfir sumar- veiðitímann, en L.Í.Ú. taldi hann í byrjun nær -300 þúsund krónur en síðar a.m.k. 170 þúsund. Að sjálfsögðu er á margan hátt erfiðleikum bundið að meta þetta bæði hvað snertir nóta- kostnaðinn, eins og matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna ber með sér, og einnig hvað snertir leitartækin, sem eru nú í öllum skipunum en mjög mis- munandi að styrkleika og gæð- um, og þá einnig í misgóðu lagi hvað snertir niðursetningu í skip o.fl. Það er því naumast 'hægt að skipta skipunum í tvo afmarkaða flokka hvað þetta snertir. Fiskileitartækin hafa verið að koma i skipin á mörg- um árum, og þó þau hafi bor- ið greinilega góðan árangur í aukinni veiði, og þó sérstaklega í síldveiðinni, eru þær tækni- framfarir naumast öllu kostn- aðarsamari en ýmsar aðrar meiriháttar breytingar, sem orð- ið hafa við fiskveiðar okkar. Telur samninganefndin ekki rok fyrir þvi að breyta hluta- skiptum vegna hinna nýju tækja nú, frekar en áður, þegar um- bætur hafa orðið í veiðitækni, og því síður þar sem sjómönn- um er nú í fyrsta sinni með lög- um, gert að standa undir vá- tryggingagjöldum skipanna til jafns við útgerðarmenn, og pa einnig hins, að hin nýju tæki hafa borið það góðan árangur fyrir útgerðina að s.l. 18 ár hef- ir aldrei verið álitlegra að hefja síldveiðar en nú. Útvarpsstjórar Norðurlanda Fundur útvarpsstjóra hófst í Rvík í gœr í GÆR hófst í Reykjavik fundur útvarpsstjóra á Norðurlöndum 0.g sækja hann útvarpsstjórar frá öll um Norðurlöndunum nema Finn landi,- en hann hætti við að fara vegna anna á síðustu studu. Á fundinum í gær var rætt um ým- is mál varðandi útvarp og sjón- varp, fréttaflutning í útvarpi, stjórnmálaútvarp, skóla og fræðsluútvarp o. fl. — Fundur- inn mun halda áfram í dag, en hann sitja' auk Vilhjálms Þ. Gíslasonar, útvarpsstjóra, Hans Sölvhöj, útvarpsstjóri og Einar Jensen forstjóri frá Danmörku, H. J. Ustvedt, útvarpsstjóri frá Noregi Og Olof Rydbeck útvarps. stjóri frá Svíþjóð. Samninganefndin hefir kynnt sér reksturskostnað síldveiði- báta eins og hann er talinn með hinum nýju veiðitækjum. Einn- ig aflaverðmætið eins og það er þegar ákveðið, hvað bræðslu- síldarverð snertir og líklegt er að verði um síldarverð til sölt- unar, og telur að með líkum afla og var í fyrra og með óbreyttum hlutaskiptum eigi afkoma með- alaflabáts að verða góð. f greinargerð L.Í.Ú. er brugð- ið upp nokkrum tölum um afla 'hluti háseta á nokkrum síld- veiðiskipum sem veiðar stund- uðu á s.l. sumri. Annars vegar á skipum, sem voru með hin fullkomnu tæki við veiðarnar og hins vegar eldri veiðibúnaði. Á þessi samanburður, eða öllu heldur talnaihagræðing, að leiða lesendur greinagerðarinnar i sannleika um að tækin ein útaf fyrir sig leiði til tvöföldunar á hlutum sjómanna, og að þeir megi því vel við una kröfur L.Í.Ú. um lækkun hlutaskipta. Kröfumar séu því í fyllsta 'máta réttlátar gagnvart sjómönnum. Jafnframt er með bessu verið að auglýsa að sjómenn geti haft góðan hlut eftir sem áður þegar vel veiðist. Til glöggvunar fyr- ir ókunnuga á þessum villandi dæmi vill samninganefndin skýra frá því, að L.Í.Ú.-menn velja bátana sjálfir af þeim stærðarflokki, sem þeim þykir hagstæðastur fyrir sinn málstað Einnig er þess að geta, að beztu • Óþolandi áhvaði Danskur bóndi, sem hér var á ferð og bjó á Hótel Borg, Kr. Odgaard að nafni skrifar Vel vakanda. Hann kveðst hafa ferðazt.um ísland fram og aft ur í 8 daga og er ákaflega hrif inn af fegurð og tign landsins, ásamt öllum þeim velvilja og elskulegheitum sem honum mættu hvarvetna. Síðan segir hann: Meðal alls þessa fagra og góða, er eitt, sem ég held að ferðamönum hljóti að finnast fráhrindandi og leiðinlegt i bænum Reykjavík. Mér finnst það óþolandi og furða mig á að bæjarbúar skuli líða bílflaut ið og gauraganginn, sem ungt fólk gerir langt fram á nætur Eg get vel fallizt á að ekki sé nema eðlilegt að fólk vilji njóta hinna ljósu sumarnótta. En það gengur alltof langt, þeg ar örlítið brot af ilbúunum, eyðileggur næturfriðinn fyrir hinum. • Til hvers eru kapparnir Húsmóðir í Vesturbænum skrif Til hvers eru kapparnir, sem afgreiðslustúlkurnar í mjólkur búðunum bera? Eru þeir til skrauts eða til að hlífa hár- inu? Hinu siðarnefnda á ég þó bágt með að trúa. Mér blöskr- aði alveg, þegar ég kom út í mjólkurbúð í morgun að kaupa mjólk. Ung stúlka afgreiddi mig. Hún var með örmjóan kappa um hárið festan niður með hárklemmum, til þess að hann tylldi. Svo stóð hártopp urinn fnam á ennið og fannst mér heldur óskemmtilegt að sjá þessa ungu stúlku mæla mjólkina á brúsana. Hvers \ V / / -W> ' ©PIB C0PENHA6EN aflamennimir í síldveiðunum hafa að jafnaði fengið í báta sína góð veiðitæki á undan öðr- um, sem ver hefur gengið að afla, og á þetta vafalaust veru- legan þátt í hinum mikla afla- mun, o.fl. getur komið til álita í þessu sambandi. En þessi sam- anburður sýnir, að forsvars- menn L.Í.Ú. eru ekki vandir að meðulum til að villa um fyrir almenningi í þessu deilumáli við sj ómannastéttina. Samninganefndin vill gvo að lokum lýsa yfir fyllstu mótmæl um við setningu bráðabirgða- laganna og telur slík afskipti ríkisvaldsins af kjaramálum sjómanna, að svipta þá ákvörð- unarréttinum um kjör sín, með öllu óviðunandi. vegna er afgreiðslustúlkunum ekki fyrirskipað að hafa á höfðinu hyrnur, sem skýla öllu hárinu? Það er þó nokkuð langt síðan afgreiðslustúlkur fengu allar eins sloppa, merkta MS á brjóstvasanum, en það vantar ennþá góða kappa, sem skýla hárinu. Velvakandi kannast við þetta. í hans mjólkurbúð er við afgreiðslu ung stúlka, sem tyllir 3—4 s-m. breiðu hvítu bandi með tveimur hárspenn- um einhversstaðar aftan i hnakkanum, en hárið stendur í allar áttir fyrir framan. Það þarf ekki að taka það fram að við treystum okkur ekki til að kaupa skyr eða mjólik í lausu máli úr döllum, sem þessi stúlka beygir sig yfir oft á dag • Skyrið í lokaðp^ umbúðir Annars er dallafyrirkomulag ið á skyrsölunni auðvitað löngu úrelt. Eg hefi séð skyr frá Akureyri, pakkað 1 lokað ar plasthymur í mjólkurstöð— inni sjálfri. Því er ekki hægt að koma því við hér líka. Mjólikurvörur eru ákaflega viðkvæmur matur og þarf ekkl að eyða orðum að því hv» miklu hreinlegra það er að fá skyrið pakkað í lokaðar um- búðir við hreinlegar aðstæður í mjólkurstöðvunum og tryggt að eftir það komi engin óhrein indi í það, hvorki í flutningn um né í búðinni áður en kaup andinn fær það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.