Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 16
16 MORGiJNBLAÐlB Miðvikudagur 11. júlí 1962 Ritari óskast Staða ritara í lyflækningadeild Landspítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launalögum. Umsækj- endur þurfa að hafa góðak urmáttu í vélritun, ís- lenzku, ensku og Norðurlandamálum. Umsóknir með upplýsingum um aidur, námsferil og fyrri störf óskast sendar til Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 17. júlí n.k. Skrifstofa ríkisspítalanna Dðmur Lady — Marlene brjóstahöld og magabelti. — Undir- kjólar — Náttkjólar — Undirpils — Stífskjört — Nátt- föt — Sloppar, nylon, frotte og vatteraðir. — Snyrti- töskur og ýmislegt fleira. Hjá Báru Austustræti 14 Silungsveiði í Höf ðuvutni, Skugufiiði og Reyðarvatni á Uxahryggjum. — Veiðileyfi seld á skrifstofu Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bergstaðastræti 12B — Simi 19525. Auka „VATNSÞOL" steinsteypu og trés UNDIR MÁLNINGU EÐA FYRIR HÚÐAÐA VEGGI. VATNVERJA Framleitt á ÍSLANDI úr hráefni frá ‘frogress /s Ovr Most fmportont ftodve/ generalIH electric - U. í. A. - og fæst aðeins hjá Veiksm. Kísill Lækiargötu 6B Sími 10840 SKRIFSTOFUSTARF Velrltunffii’slúlkur Vér viljum ráða nokkrar vanar vélritunar- stúlkur strax. Samvinnuskólamenntun, verzlunarskóla eða önnur hliðstæð mennt- un æskiieg. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi SÍS í Sambandshúsinu, sem gefur ennfremur nánari upplýsingar. STARFSMANNAHALD Fundur Sjálf- stæðismann? á Eskifirði SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Eskifjarð ar hélt fund 26 júní sl. Formaður félagsins Ingólfur Hallgrímsson, setti fundinn og stjómaði honum. Fundarritari var Þorleifur Jóns- Axel Jónsson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, flutti erindi um skipulagsmál flokksins og ræddi sérstaklega i skipulag og starfsemi flokksins í ! Austurlandskjördæmi. Nokkrar umræður urðu um skipulagsmálin, og tóku þessir til máls: Axel Túliníus, sýslumaður; Guðmundur Auðbjörnsson, séra Jón Hnefill Aðalsteinsson, Þorleif ur Jónsson og Árni Jónsson. Á fundinum voru kjömir full trúar í Fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna í Suður-Múlasýslu og í kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks ins í Austuilandskjördæmi. Axel Túliníus ræddi um félagsmál Sjálfstæðisfélags Eskifjarðar. Jónas Pétursson, alþingismað- ur, flutti ávarp og ræddi stjórn- málaviðhorfið. Stjórn Sjálfstæðisfélags Eski- fjarðar skipa: Ingólfur Hallgríms son, formaður, Axel Túliníus, Þor leifur Jónsson, Herdís Hermóðs- dóttir og Guðmundur Auðbjörns Ljósm.: Ólafur Árnason. IMýr bátur — S!grún AK 71 Fengu blóma- verðlaun f SAMBANDI við Skólasýning- una í Miðbæjarskólanum var efnt til getraunar af hálfu Skólagarða Reykjavíkur meðal baraa, sem sóttu sýninguna. Spurt var um heiti á 10 tegund- um sumarblóma af 20 tegundum, sem á sýningunni voru. Allmikil þátttaka varð í þessari getraun cg var dregið úr réttum svörum. Hlutu eftirtalin börn blómaverðlaun fyrir að vita öll nöfn blómanna rétt: Anna Kr. Jónsdóttir, Langholts vegi 92 (10 ára). Ásgerður Haralðsdóttir, Tungu vegi 60, (12 ára). Ámi Thorlacíus, Kvisthaga 21, (14 ára). (Frétt frá GarðyrlkjuskóJa Reykjavíkur). NÝLEGA er lokið hjá Dráttar- braut Akraness smíði á 139 smá- lesta fiskiskipi fyrir Sigurð Hall bjarnarson h.f. á Akranesi. Skip ið heitir Sigrún AK 71. Stærðir skipsins eru. Lengsta lengd 26 m, breidd 6,52 m og dýpt 3,20 m. Allar teikningar af skipinu gerði Magnús Magnússon, skipasmíða- meistari og verkstjórn hafði á hendi Einar J. Mýrdal, skipa- smíðameistari. Niðursetningu á vélum, smíði á stályfirbyggingu og aðra járnsmíði annaðist Vél- smiðjan Þorgeir & Ellert. Yfir verkstjóri í vélsmiðjunni er Vig- fús Runólfsson, vélvirkjameistari og flokkstjórai við smíði skipsins voru Hendrik Steinsson, vél- Hið nýja skip í reynsluferð. virkjameistari við niðursetningu véla og Hallgrímur Magnússon, vélvirkjameistari við smíði yfir byggingur. Raflagnir annaðist Ár mann Áraaannsson, rafvirkja- meistari. Sigrún er búin öllum full- komnustu siglingar- og veiðitækj um. Aðalvél er 600 h. Mannheim diesel og ljósavél er 51 h. Mann heimvél. Helztu tæki önnur í skip inu eru: Tenfjörd stýrisvél, Ro- bertsson sjálfstýring, 7 tonna Rasmussen þilfarsvinda og 1íh tonna línuvinda, kraftblökk, Kel vin Huges radar, sjálfvirk jap- önsk miðunarstöð, bómuvinda, Simrad fiskileitartæki, Simrad dýptarmælir með asdik-útfærslu, Simrad talstöð, Atlas hverfirúða og rúmgóður kæliklefi, léttbátur úr trefjaplasti og 12 manna gúmmíbjörgunarbátur. Stoðir og skilrúm í lest eru úr seltuvörðu aluminium. Allar vistarverur, stjórnklefi og borðsalur eru klæddar harðplasti með teaklistum og er mannaíbúð um skipt niður þannig að hvergi búa fleiri en tveir í herbergi. Forstjórar Dráttarbrautar Akra ness og Vélsmiðjunnar Þorgeir Se Ellert er Þorgeir Jósefsson. Sigrún er fullbúin til síldveiða. Skipstjóri er Helgi Ibsen og 1. vélstjóri Hreggviður Hendriks- son. Stofnað Kaupmanna- félag ísafjarðar FIMMTUDAGINN 28. júní sl. var haldinn stofnfundur Kaupmanna félags ísafjarðar. Til þess tíma hafði ekki verið starfandi al- mennt kaupmannafélag á ísa- firði, en þó höfðu nokkrir vefn'- aðarvörukaupmenn bundizt sam- tökum um sénhagsmunamál sín fyrir nokkrum árum. Á sl. vetri komu flestir kaup- menn á ísafirði saman til fund- ar, og var það einróma álit allra fundarmanna, að brýn nauðsyn Leltaiflrgvél og hjálpa?- sveít voru að leggja af stað — er dtengurinn fannst sofandi SL. laugardagskvöld var fjögurra ára gamals drengs sakmað' og hans Ieiíað nokkuð á fjórðu klukkustund, en drengurinn fannst að lokum. Hafði hann sofnað, og sat hvolpur frá Þor- móðsstöðum hjá drengnum þeg- ar hann fannst. Foreldrar drengsins, sem heitir Gísli Gestsson, Hvassaleiti 18, Sláttur að hef jast ÞÚFUM, 9. júlí: — Grassprettu hefur farið vel fram undanfarið. Sláttur er byrjaður á nokkrum stöðum, en mun almennt byrja síðari hluta vikunnar. — Rún- ingu sauðfjár er að verða lokið. Sveinn veiðistjóri hefir verið hér á ferð til að veiða mink, sem kom inn var að Djúpinu, og mun gera ítarlega tilraun til að ná honum. Refir hafa unnizt dálítið í grenj um nú nýlega, og er Sveinn veiði stjóri jöfnum höndum til aðstoðar við útrýmingu þeirra. En víða er erfitt með þá veiði. — P.P. voru ásamt honu/m við Hafra- vatnsrétt á laugardaginn, en þá fór þar fram rúning. Var drengs- ins fyrst saknað um níuleytið en íoreldrar hans höfðu skroppið að Þormóðsdal til kaffi- drykkju um kvöldið. Fundu þau drenginn ekki er þau komu til baka, og innan skamms vöru um 30 manns farnir að leita. Löig- reglunni í Reykjavík var til- kynnt um hvarf drenigsins og gerði hún ráðstafanir til þess að fá flugvél til þess að leita svo og hjálparsveit. Á tólfta tímanum um kvöldið fannst Gísli litli sofandi á stétt við sumarbústað um kílómeter frá réttinni. Sat tíkanhvolpur frá Þormóðsstöðum hjá honúm er að var komið. Var lögreglunni til- kynnt að Gísli væri fundinn og var þá leitarflugvél í þann veg að leggja af stað af Reykjavík- urflugvelli og hjálparsveit var í þann veg að leggja af stað úr Reykjavík. — Gísla mun ekki hafa orðið meint af útisvefnin- væri á því, að þeir stofnuðu með sér félag, til þess að vinna að hagsmunamálum sínum. Var þá kosin 5 manna nefnd til þess að vinna að undirbúninigi félags- stöfnunar. f undirbúningsnefnd áfctu sæti Jón Bárðarson, Krist- ján Tryggvason, Gunnlaugur Jónassön, Aðalbjörn Tryggvason og Ágúst Leós. Lauk nefnd þessi störfum og boðaði til fundar 28. júlí sl. eins og fyrr segir. Á þess- um fúndi voru mættir flestir kaupmenn á ísafixði og var þar gengið frá félagsstofnuninni en félagið heitir Kaupmannafélag ísafjarðar. Er strafssvæði þess Isafjörður og nágrenni, það er kauptúnin Hnífsdalur og Bolung- arvík. Á fundinum voru afgreidd lög fyrir félagið oig ltosin stjórn þess. Stjómina skipa Jón Bárð- arson, formaður, en meðstjórn- endur Gunnlaugur Jónasson og Aðalbjörn Tryggvason. í vara- stjóm voru kosnir þeir Kristján Tryggvason og Ágúst Leós. Fund urinn ákvað að gerast aðili að Kaupmannasamtökum íslands og var aðalfulltrúi kosinn Jón Bárð- arson, en varafiulltrúi Kristján Trygigvason. Á þessum stofnfundi félagsins voru mættir Sigurður Magnús- son formaður Kaupmannasam- taka íslands og Sveinn Snorra- son, framkvæmdarstjóri þeirra, en Kaupmannasamtökin hafa að- stoðað undirbúningsnefndina viS undirbúninginn að félagsstofnun- inni. Flutti Sveinn erindi um stofnun og störf Kaupmannasam- takanna og hinna einstöku aðild- arfélaga þess frá upphafi, en Sig- urður Magnússon um þau verk- efni, sem Kaupmannasamtökin og aðildarfélög þess ættu nú helzt við að glíma og mál, sema ÚTlausnar biðu í framtíðinni. Mjög mikill áhugi ríkir meðal kaupmanna á ísafirði um eflingu þessa nýja kaupmannafélags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.